Alþýðublaðið - 08.01.1940, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 08.01.1940, Blaðsíða 4
MÁNUDAGUR 8. JAN. 1940. IGAMLA BÍÓKl 5. O. G. T. Gamli prestnrmn Kvikmynd gerð eftir skáldsögu danska skálds- ins Jakob Knudsen. — Að- alhlutverkin leika: Poul R’eumert og Nicolai N'eiendam. Börn fá ekki aðgang. Aðalfundur kvenoadeildar Slysa- varnafél. i Mafnarfirði. verður haldinn þriðjudaginn 9. janúar kl. 8V2 e. m. að Hótel Björninn. Venjuleg að- alfundarstörf. Kaffidrykkja og spil á eftir. UM ÍSLENZKAN FRAMBURÐ Frh. af 3. síðu. Þá tnundum við með slíkri rannsókn inna af höndum sjálfsagðar skyldur okkar við þær kynslóðir, sem koma á eftir okkur. Við verðum sem sé að gera okkur það fyllilega ljóst, að við erum — með því að koma á einum framburði í landinu öllu — að loka að nokkru leyti leiðum fyrir málfræðingum framtíðarinnar. Ef við útrýmum ST. VERÐANDI nr. 9. Fundur annaö kvöld kl. 8. I. Inntaka nýrra félaga. II. Erindi: Hr. Árni Óla ritstj. III. Upplestur: Hr. Jónas Guð- mundsson forstjóri. IV. Píanósóló: Hr. Eggert Gilfer. Stjórn stúkunnar verður til við- itals fyrir þá, er gerast vilja fé- lagar, M. 7—8 e. h. fuindar- daginn. Æt. IPAKA. Fuindiur annað kvöld, 9. p. m. Venjuieg fundarstörf. Nýjárshugleiðing. Atkvæða- greiðsla um skipulaigsskrá fyrir húseign Góðtemplararegluinnar í Reykjavík. Áríðandi að fé- lagar mæti. Æt. Konunglega leikhúsið í Kaupm.höfn hafði á laugard. firumsýningu á leikriti Strind- bergs „Et Drömmespir og leik- ur*Anna Borg áðalhlutverkið. F.Ú. ákvéðnum mállýzkum án . þess að rannsaka þær, þá glötum við með öllu þeim verðmætum, sem í þeim kunna að felast, þeim fróðleik, sem þær kunna að geyma um mál og sögu þessarar þjóðar. — Hver mundi dómur sögunnar verða, ef við færum þannig að — á sama tíma og fámennt og fátækt kvæða- mannafélag forðar 200 rímna- lögum frá glötun með því að taka þau á plötur og afhenda síðan þjóðminjasafninu? Þá er þess enn að geta, að leiðin til framburðar fornmáls- ins liggur um nútímamálið að verulegu leyti. Ýmsir eru nú farnir að halda því fram, að bilið milli fram- burðar fornmálsins og fram- burðar nútímamálsins sé ekki eins breitt og menn hafa viljað vera láta. — Ef þetta reyndist rétt, — og ég hyggi, að svo verði —, þá gæti svo farið, að horfið yrði að framburði nú- tímamálsins við lestur íslenzkra fornbókmennta við erlenda há- skóla, og hefur því máli þegar verið hreyft. Mundi þetta geta haft hin víðtækustu áhrif á kynningu íslenzks nútímamáls og íslenzkrar nútímamenningar með erlendum þjóðum. En nákvæm rannsókn á ís- lenzkum framþurði að fornu og nýju með samanburði við fram- burð norskra mállýzkna gæti enn fremur ef til vill gefið ein- hverjar bendingar um uppruna íslenzku landnámsmannanna, sem nú er deilt allmikið um. En hvernig sem á málið er litið, verður rannsókn að fara fram, og fyrst að þeirri rann- sókn lokinni er hægt að fara að ákveða hinn væntanlega framburð. — Auðvitað er öllum frjálst að ræða og rita um þenn- an væntanlega frambruð, en ekki er framburðarmálinu gerð- ur neinn greiði með því að blanda það sveitaríg og lítils- virðingu á ákveðnum mállýzk- um. Og það er áreiðanlega hvorki gáfulegt né giftusamlegt fyrir heppilega lausn þessa merka máls að breiða út þá skoðun, að íslendingar séu yfir- leitt allir hljóðvilltir að ein- hverju leyti og telja með því mállýzku og hljóðvillu eitt og hið sama. En hvernig svo sem væntan- legur framburður kann að verða, þá er eitt alveg nauðsyn- legt: að hann hafi skilyrði til þess að geta orðið vinsæll. Tak- ist ekki að fullnægja því skil- yrði, er hætta á ferðum: Þá verður til framburður hinna fáu útvöldu andspænis framburði allrar alþýðu manna. En þó að slíks kunni að finnast dæmi með öðrum þjóðum, er okkur síður en svo skylt að fylgja því, sérstaklega þegar litið er til þess, hvern hlut íslenzk alþýða — til sveita og sjávar — átti í varðveizlu tungunnar, þegar danskan sótti sem fastast að henni á niðurlægingar- og auðmýkingartímum þjóðarinn- ar, en án þess hlutar hefði við- reisn málsins á 19. öld verið blátt áfram óhugsanleg. Þess vegna skulum við ávallt muna það vel, að íslenzk tunga — að mállýzkunum ekki und- anskildum — er dýrasti arfur okkar og eign þjóðarinnar allr- ar og hún á að tengja íslendinga saman, en ekki að sundra þeim. ÍÞRÓTTAKENNSLAN. Frh. af 2. síðu. ennþá lærðari manna í þessum greinum að dæma um það, hvort ein íþrótt hefir íþrótta- gildi, mikið eða lítið. En þessi sleggjudómur þinn um hand- knattleikinn er engin ný bóla. Ég og nokkrir aðrir íþrótta- kennarar í þessum bæ, sem þekkjum íþróttagildi hand- knattleiks og leikja yfir höfuð í sambandi við leikfimina, vit- um hvað þeir eru uppalandi og notum þá mikið þess vegna, höf- um orðið fyrir hreinustu of- sóknum í starfi okkar af þess- um orsökum. Því befir t. d. ver- ið haldið á lofti, að við kenndum jafnvel enga leikfimi, aðeins handknattleik. Þessi sleggju- dómar hafa dunið yf’ir okkur í eyru almennings, jafnvel frá ýmsum leiðandi mönnum í- þróttamála hér í bænum. Mönn- um, sem aldrei hafa horft á dag- leg vinnubrögð okkar hvað þá kynnt sér til hlýtar árangur þeirra. Mönnum, sem vægast verður sagt um að séu hálfbján- ar að vitsmunum og allri þekk- ingu á íþróttamálum. Ég vil þó taka það fram hér, að ég efast ekkert um, að þessi ummæli þín um handknattleik- inn eru sögð í fljótfærni, en ekki af heimsku eða illkvittni. Að slíku hefi ég aldrei þekkt þig. Að þessu sinni ætla ég ekki að skilgreina íþróttagildi hand- knattleiksins, en vísa aðeins til allýtarlegrar greinar um hann í Alþbl. s.l. sumar. Handknatt- leikurinn er tiltölulega ung í- þrótt, en fer nú hreinustu sig- urför um heiminn, vegna þess hve skemmtilegur hann er, en hefir jafnframt mikið íþrótta- gildi. Allir, sem einu sinni læra hann, börn, unglingar, fullorðn- ir og rosknir, taka hann fram yfir flest annað. Og það er vegna þess, hve börnunum þyk- ir leikurinn sí-skemmtilegur, að þau tala mest um það, þegar þau koma heim úr leikfimitím- anum, eins og einhvern stórvið- burð, að þau hafi ,,fengið að fara í handbolta“. Þá er vert að geta þess, að það eru til alþjóðaleikreglur um leikinn og að það er keppt í honum á Olympíuleikunum. Hann er nú ekki ómerkari en þetta. Og sem íþróttakennari leyfi ég mér að fullyrða þetta, og skal standa fyrir máli mínu hvar og hvenær sem er: Handknattleikur hefir meira íþróttagildi en knattspyrna, og er það þó góð íþrótt. Og sem barnaskólaíþrótt hefir þessi leikur meira íþróttagildi heldur en íslenzk glíma, og er þó fjarri mér að kasta nokkurri rýrð á þjóðaríþrótt okkar, eins og ég mun bráðlega sýna. Rvík, 22. des. 1939. Aðalsteinn Hallsson fimleikakennari. TIU VÉLBÁTAR Frh. af 1. síðu. mörku. Vegna ófri&arástanidsins hefir útgerðin við vesturströnd lótlands svo að segja lagzt miður og er því ekkert líklegra en að bátaeigendur þar vilji selja báta sína einmitt nú. Þetta bréf var til umræðu á bæjarráösfundi fyrir nokkrum vikum, og var bor'garstjóra fai- ið að hafa tal af ríkisstjórninni um málið. En ekkert gerðist í málinu. Var þá síðar gerð fyrir- spurn t’il borgarstjóra á bæjar- fundi u:m það, hvað málinu liði, en hann svanaði því tií, að hann hefði mirenzt lausiega á það við ríkisstjórnina. Og þannig stendlur málið enn. Pétur Halldórsson borgarstjóri mun engan áhiuga hafa fyrir því. Hins vegar mun töluverður vilji vera fyrir hendi um að hrinda þessu máli 1 fnam- kvæmd og má gera ráð fyrir, að það verði rætt í sambandi við fjárhagsáætlun bæjarins, en hún kemur til umræðu næstkomamli fimmtudag. 10. janúar eiga allir reikningar að vera greiddir, ef ekki Sieflr verið sérstaklega um pá samiðn Félag vefnaðarvðrukaapmanna. STJÓRNIN. Viðskiptaskráin 1940 Undirbúningur að útgáfu Viðskiptaskrárinnar 1940 er þegar langt komin. Þau verzlunar- eða atvinnufyrirtæki, er kynnu að vilja breyta einhverju, sem um þau er birt í Viðskiptaskrá 1939, eru beðin að tilkynna það sem fyrst. Sömuleiðis ný atvinnu- fyrirtæki og verzlanir. Allar upplýsingar um ný félög, fyrirtæki eða starf- rækslu ávalt mótteknar með þökkum. Viðskiptaskráin er handbók viðskiptanna. Auglýsingarnar ná því hvergi betur tilgangi sínum en þar. Látið yður ekki vanta í Viðskiptaskrána. Utanáskrift Steindórsprent h.f. Aðalstræti 4. Reykjavík. Skipsíjora o§ stýri- mannafél. Eeikjaiknr Vlðbéfarauglýsing. Út af kauptaxta Skipstjóra og stýrimannafélags Reykjavíkur, sem auglýstur var í Alþýðublaðinu og Vísi þann 30. des. 1939, skal eftirfarandi tekið fram: Stríðsáhættuþóknun og tryggingar þeirra manna, sem sigla skipstjórar og stýrimenn á stríðáhættu- svæðum, skal vera eins og ákveðið er í samningi á milli Félags íslenzkra botnvörpuskipaeigenda og Skipstjóra- og stýrimannafé- lagsins Ægir, 1. og 4. grein dagsettum 12. nóvember 1939. STJÓRNIN. Snndbollin tilhynnif: Að gefnu tilefni hefir verið ákveðið, að einkatímarnir fyrir konur, sem hafa verið á mánu- dögum og miðvikudögum kl. 5—6, skulu framvegis vera jafnt fyrir konur sem karla. En tím- inn á föstudögum kl. 5—6 verð- ur áfram sem einkatími fyrir konur. Aðalfnndnr Breiðfirðmgaféi. verður haldinn í Oddfellow- höllinni föstudaginn 12. jan. kl. 8V2 síðdegis. Dagskrá samkvæmt félagslögum. STJÓRNIN. mm nýja bíó ■ Finghetjnr i bernaði. Spennandi og stórkostleg amerísk kvikmynd, er lýs- ir lífi hinna hraustu og fræknu flugmanna ófriðar- þjóðanna, er þrá frið við alla, en berjast eins og hetjur, séu þeir neyddir til að berjast. Aðalhlutverkið leikur hinn djarfi og karl- mannalegi ERROÚ FLYNN ásamt Basil Ratbone, David Niven o. fl. Börn fá ekki aðgang. Tengdamóðir mín og amma okkar. frú Guðríður Guðmundsdóttir, ekkja séra Ólafs Ólafssonar fríkirkjuprests, andaðist 7. þ. m. Jarðarförin ákveðin síðar. Sigríður Grímsdóttir og synir. Jarðarför föður míns, Einars Sigurðssonar, fyrrum bónda í Móakoti, fer fram á morgun og hefst með kveðju- athöfn að Hafnarfjarðarspítala kl. 1 e. h. Athöfninni frá kirkjunni verður útvarpað. Fyrir hönd aðstandenda. Sigurður Einarsson. ■■■■■■■■HHnnHHHiiinnnraiHnnnnn Hérmeð tilkynnist vinum og vandamönnum, að móðir okkar, Elinborg Elísabet Jóhannesdóttir, andaðist þ, 7. þ. m. að Elliheimilinu í Hafnarfirði, Jarðarförin ákveðin síðar. Anna Kr. Jóhannesdóttir. Björn Jóhannesson. ALÞÝÐUFLOKKSFÉLAG REYKJAVÍKUR OG F. U. J. að afloknum jólafagnaði fyrir börn félagsmanna, þríðjudag- inn (annað kvöld) 9. þ. m. kl. 10. Aðgöngumiðar á kr. 2,00 fást á afgreiðslu Alþýðublaðs- ins og í skrifstofu félagsins frá kl. 1. Hljómsveit Weiss- happel. Tryggið ykkur aðgöngumiða að jólafagnaðinum þegar í stað. Stjórnir félaganna. VÉLSTJÓRAFÉLAG ÍSLANDS. Jólatrésskemtun fyrir börn félagsmanna verður að Hótel Borg fimmtudag- inn 11. jan. og hefst kl. 5 e. h. og er lokið kl. 10 e. h. Danz fyrir félagsmenn, konur og gesti þeirra hefst klukkan 11. Aðgöngumiðar seldir: Skrifstofu félagsins, G. J. Foss- berg, Emil Péturssyni, Elínu Guðmundsson, Erlingi Þor- kelssyni, Bjarna Jónssyni. STJÓRNIN. MATROSFÖT. Telpnakjólar frá kr. 5,00. Gefum í dag og á morgun mikinn afslátt af drengjafötum, kjólum og kjólaefnum. SPARTA, Laugaveg 10» i--------;------------------------------——> Útbreiðið Alþýðublaðið!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.