Alþýðublaðið - 09.01.1940, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 09.01.1940, Blaðsíða 3
1‘RIÐJUDACUK 9. JAN. 1940. ALÞÝÐUBLAÐIÐ Walther von Brauchitsch yfirforingi þýzka hersins. sem varð hægrl hönd Hltlers. —---------------------# ALÞYÐUBLAÐIÐ RITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON. í fjarveru han*: STEFÁN PÉTURSS0N. AFGREIÐSLA: ALÞÝÐUHÚSINU (Inngangur frá Hverfisgötu). SÍMAR: 4900: Afgreiðsla, auglýsingar. 4901: Ritstjórn (innl. fréttir). 4902: Ritstjóri. 4903: V. S. Vilhjálms (heima). 1-905: Alþýðuprentsmiðjan. 4906: Afgreiðsla. 5021 Stefán Pétursson (heima). ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN ♦------------------------« Hversvegnavarð verzlunarfólkið að bíða? SÚ KAUPUPPBÓT vegna dýrtíða'rinnar, sem sam- komulag fékkst um innan stjórnarinnar og síðan var sam- þykkt af alþingi með breyting- um þeim, sem það gerði á kaup- gjaldsákvæðum gengislaganna, náði eins og kunugt er aðeins til verkamanna, sjómanna, verk- smiðjufólks og iðnaðarmanna, sem vinna fyrir kaupi sam- kvæmt samningum stéttarfé- laga og atvinnurekenda eða samkvæmt kauptöxtum, sem settir hafa verið af stéttarfé- lögum og í gildi voru þegar gengislögin voru sett. Við breytingarnar á gengis- lögunum urðu því ekki aðeins opinberir embættismenn og starfsmenn heldur og allur hinn mikli fjöldi verzlunarfólks í landinu út undan og að sjálf- sögðu var slíkt ástand algerlega óviðunandi fyrir þær stéttir. — Það var alþingi líka ljóst og og gerði því, áður en því var siitið, — að svo miklu leyti hreint fyrir sínum dyrum að því, er hina opinberu embættismenn og starfsmenn snerti, að það heimilaði stjórn- inni að ákveða með reglugerð verðlagsuppbót á laun þeirra, sem þó samkvæmt þeim breyt- ingum, sem gerðar voru á geng- islögunum, ekki má vera hlut- fallslega meiri en sú kaupupp- bót, sem samþykkt var fyrir verkamenn, sjómenn, verk- smiðjufóik og iðnaðarmenn. Verzlunarfólkinu, sem ekki er í þjónustu hins opinbera, held- ur eins^akra atvinnurekenda, var hinsvegar engin kaupupp- bót tryggð af alþingi. Mörgum verzlunarmanni kann að hafa fundizt það hart að vera þannig settur hjá, enda mun enginn neita því, að verzlunarfólkið sé alveg ,eins þurfið fyrir það að fá kaup sitt hækkað vegna dýr- tíðarinnar eins og opinberir em- bættismenn og starfsmenn. En það er áreiðanlega engin til- viljun, að það varð út undan við það samkomulag, sem sam- þykkt var á alþingi um kaup- gjaldsmálin, og mætti verzlun- arfólkið vel gera sér það ljóst, að það á ekki hvað minnsta sökina á því sjálft. Það hefir aldrei ennþá látið sér skiljast nauðsyn stéttarsamtaka til þess að tala máli þess og semja fyrir það við atvinnurekendur bæði um kaup og kjör, enda þótt stéttarsystkini þess í ná- grannalöndum okkar hafi fyrir löngu komið á slíkum félags- skap með sér. Og af þeirri á- stæðu átti verzlunarfólkið nú ekki heldur neinn málsvara til þess að bera fram réttmætar Aðalsmaðurinn, ANN 20. júlí í fyrra var haldin við Tannenbergs- styttuna ræða, sem ekki vakti sérstaklega mikla athygli þá, vegna þess að blöðin höfðu um þær mundir annað um að ræða. En ei að síður átti ræða þessi mikla athygli skilið, því að þar var slegið á skildi og miklir at- burðir boðaðir. Það var yfirmaður þýzka hersins, von Brauchitsch, sem flutti ræðuna fyrir nýútskrif- uðum foringjum úr herskólan- um. ,,Þær vonir, sem menn 'gera sér um veikleika Þjóðverja," sagði herforinginn, .,byggjast ekki á neinu og ásökun þessari svara hermenn ekki einu orði. Sem yfirmaður ykkar, foringj- ar mínir, legg ég ykkur þá skyldu á herðar, að rækta með ykkur inn sanna hernaðaranda, sem er hinn göfugi aflvaki þjóðar vorrar. Yfir grafir og krossa göngum við á sigurför vorri til að auka heiður og mikilleik ættlands vors.“ Sex vikum seinna gaf yfir- maður þýzka hersins skipun um að leggja af stað og her hans, búinn vélbyssum og öðrum morðtækjum, lagði af stað norð- kröfur þess um kaupuppbót við alþingi á sama hátt og stéttar- samtök allra annarra launþega í landinu gerðu fyrir þá. Það getur verið, að þetta samtakaleysi verzlunarfólksins komi þrátt fyrir allt ekki að sök í þetta sinn. Verzlunar- mannafélag íslands, sem að vísu er ekkert stéttarfélag, reldur sameiginlegur félags- skapur bæði atvinnurekenda og launþega í verzlunarstétt, hefir nú lýst því yfir, að það muni beita sér fyrir því, að verzlun- arfólkið fái kaupuppbót vegna dýrtíðarinnar í sama hlutfalli og opinberir embættismenn og starfsmenn. Þess er vissulega að vænta, að svo verði. En hverj- um er það að þakka, ef þannig skyldi úr rætast fyrir verzlun- arfólkinu, öðrum en stéttar- samtökum verkamanna, sjó- manna, verksmiðjufólks og iðn- aðarmanna, sem riðu á vaðið og fengu nauðsyn kaupuppbótar- innar vegna dýrtíðarinnar við urkennda af alþingi. Þó að verzlunarfólkið skyldi í þetta sinn fá þá kaupuppbót, sem því ber í samanburði við aðra launþega í landinu, þá á það að læra af þeim aðstöðu- mun, sem nú hefir komið í ljós milli þess, af því að það hefir ennþá engin stéttarsamtök sín í milli, og allra annarra, sem áður hafa stofnað slík samtök. Launþegarnir í verzlunarstétt- inni eiga að stofna með sér stéttarsamtök og fylkja sér inn í raðir verkalýðshreyfingarinn- ar á sama hátt og aðrir launþeg- ar í landinu og á sama hátt og verzlunarfólkið hefir þegar gert í nágrannalöndum okkar. Það er enginn fjandskapur í því við þá atvinnurfekendur, sem verzl- unarfólkið vinnur hjá. En það er orðið knýjandi nauðsyn fyrir alla launþega í því þjóðskipu- lagi, sem skapazt hefir hjá okk- ur á síðustu áratugum, þar sem hver stétt hefir sín samtök til þess að gera hagsmuni sína gildandi. ——-------4---------- austur yfir landamærin til þess að grafa nýjar grafir og reisa nýja krossa. Yfirhershöfðinginn hefir til- finningu fyrir sögunni og er hreykinn af ætt sinni. Það er því ekki ómögulegt, að hann hafi, er hann flutti ræðuna, langað heim til sín á slóðir feðra sinna. Ættin Brauchitsch er nefnilega pólsk. Ættin flutti frá Póllandi um árið 1200 til Schlesíu. Ættin Brauchitsch var mjög herská og þjónaði dyggilega furstum sínum. Samt sem áður gleymdu þeir ekki sínum eigin málefnum, því að þegar ættar- óðali þeirra Brauchitschdorf var skipt upp árið 1400 milli hinna ýmsu greina ættarinnar, var það nægilegt til að stofna tólf stórbýli. Um árið 1700 voru ýmsir af þessari ætt í mikils- varðandi embættum í Branden- burg. Hinn fyrsti von Brauchitsch, sem mikið bar á í prússneskri þjónustu, var Ludwig von Brauchitsch, sem andaðist árið 1827 sem yfirherforingi í Ber- lín. Hann virðist ekki hafa ver- ið sérlega mikill hernaðarsnill- ingur, og það lítur svo út, sem hann hafi átt frama sinn því að þakka, að hann var mágur hins fræga herforingja Kleist von Nollendorf. Faðir núverandi yfirhers- höfðingja þýzka hersins var líka yfirherforingi, en hann virðist ekki hafa átt frama sinn að þakka neinum tengdum. Hann var mikill hemaðarsér- fræðingur og gáfaður maður. Hann sendi son sinn í bezta skólann, sem til var í Þýzka- landi, Französisches Gymnasi- um í Berlín, þar sem hann þótti afburða nemandi og lagði sér- staka stund á tungumál og sögu. Árin 1895—1900 var hann 'á foringj askólanum og að loknu prófi gerðist hann liðsforingi við Königen—Elisabeth—Gard- es—Grenadier-herdeild, þar sem liðsforingj arnir höfðu jafn- háar hugmyndir um sig og nafn herdeildarinnar var langt. Þetta umhverfi hæfði ekki hinum unga liðsforingja. Eftir eitt ár sótti hann um stöðu við stórskotaliðið en sú herdeild leit miklu alvarlegri augum á hlutverk sitt. Fyrri heimsstpjðldina taáði bann við sbrifborðlð. Stærðfræðigáfur von Brau- chitsch liðsforingja komu nú fljótt í ljós, og tuttugu og átta ára gamall var hann gerður að kapteini og þótti það á þeim tíma mjög skjótur frami. Og árið 1912 var hann kominn í herforingjanefndina og þar var hann, þegar heimsStyrjöldin skall á. Meðan styrjöldin stóð yfir sat hann við skrifborð sitt í Metz og sá aldrei reyk úr fall- byssu. Þegar von Seeckt stofnaði ríkisvárðarliðið árið 1919, hafði hann fjölda mörgum foringjum úr að velja í hinar fáu stöður. Það var aðeins lítið úrval, sem kom til greina, en meðal hinna fáu útvöldu var þó majór von Brauchitsch. Hann dvaldi í tvö ár í Stettin sem herforingi, en árið 1922 var hann kallaður Walther von Brauchitsch. til starfa í hermálaráðuneytinu. Er hann hafði dvalið þrjú ár í Berlín, varð hann yfirforingi sjöttu herdeildar. í byrjun árs 1930 hvarf hann aftur til her- málaráðuneytisins. Árið 1931 var hann gerður að aðalumsjón- armanni skotliðsins. í febrúarmánuði 1933, mán- uði eftir að nazistar komust til valda, var hann gerður að yfir- manni fyrstu herdeildar og hins austur-prússneska hernaðar- svæðis. Hitler var ekki viss um afstöðu herforingjanna, en hann þóttist þó fullkomlega mega treysta von Brauchitsch. Að vísu var hann ekki í flokkn- um, en hafði um fleiri ár haft náið samband við leiðtoga flokksins. Von Brauchitsch var enginn stjórnmálamaður, en hann var hernaðarsérfræðingur og vildi láta endurvekja þýzka herinn. Hann áleit, að til þess væri Adolf Hitler bezt trúandi og þess vegna var hann her- maður Adolfs Hitlers. Vinittan við von Reichenan. Hann styrktist í þessari trú SLYSAVARNAFÉL'. ISLANDS hefir beðið Alþýðublaðið fyrir eftirfarandi ávarp: „Það er ekkert land í heimin- um eins háð hafin'u eins og Is- land. Island er að vísu ekki eina ríkið, sem er sævi girt á allla vegu, en ha,gur einskis lands velt- ur eins fulikomlega á sjónum, auðæfum hans og afli. Viðskipti Islands við sjóinn eru eintómar andstæður. Hann er hélzta sjálfstæðisvörn lanidsins, og þó brýtur hanin strendumar. I heild sinni er hann samgöngu- hindrun, en stundum er hann samgönjgubót. Hann fæðir okk'ur og klæðir á auðæfum sínum, en seilist annað kastið eftir lífi þeirra, er björgina sækja, eða um hann fara, og hann reynir að spilla dýrum vinnutækjum vor- um. Vél að gáð gefur hann okk- ur ekkert af fúsum vilja, heldur feúga menn öll þau gæði oig þæg- indi af honum, sem úr bonum fást og af honum stafa. sinni gegnum vináttu sína við vin sinn von Reichenau, sem frá upphafi hafði staðið mjög nálægt flokknum. Von Reiche- nau var mjög náinn samstarfs- maður von Brauchitsch. Þeir lögðu í sameiningu ráðin á um byggingu víggirðinganna við rússnesku og pólsku landamær- in. Þegar von Brauchitsch kom til Berlínar aftur stóð hann miklu nær því, er var að gerast í stjórnmálaheiminum. Og þeg- ar um það var rætt, að von Brauchitsch tæki við af von Fritsch vita menn það með vissu, að von Reichenau mælti mjög eindregið með því. Walter von Brauchitsch var því gerður að yfirmanni alls þýzka hersins og jafnframt einn af ráðgjöfum Hitlers viðvíkj- andi vandamálum utanríkis- málanna. Hann hefir því haft hönd í bagga með öllum stórpólitísk- um ákvörðunum Þjóðverja á síðustu árum og svo virðist sem Hitler geti ekki án hans verið. Menn vita þó ekki með vissu á hvern hátt von Brauchitsch hershöfðingi er tengdur naz- istaflokknum. Það er mjög ó- sennilegt, að hann sé meðlimur hans. En þó virðist svo, sem hann sé í einu og öllu sammála Hitler. Yfirmaður þýzka hersins er sannfærður um ágæti hins hraða stríðs. Hann heldur því fram, að bæði 1866 og 1870 hafi Þjóðverjar unnið sína áhrifa- mestu sigra sex vikum eftir að stríðið brauzt út. Og í heims- styrjöldinni hafði þetta nærri því heppnazt. Og hann er þeirr- ar skoðunar, að nauðsynlegt sé að tryggja sér strax hin hern- aðarlegu völd í loftinu. Fyrir ekki alllöngu síðan var Walter von Brauchitsch utan við landamæri hins þriðja ríkis ekkert annað en nafn, sem auk þess var fremur erfitt að bera fram. Og hann var meira að segja óþekktur í Þýzkalandi þangað til í fyrra, að hann skildi við konu sína og kvænt- ist hinni fögru ungfrú Char- lotte Schmidt, dóttur embætt- ismanns í Cchlesíu. Hann vill helzt láta lítið á sér bera, vill gjarnan sitja í lestrarsal sínum með bók í hönd. Viðskipti íslendinga við sjóinn em bæði sókn og vörn. Við þurfum auðæfa hans með og sækjumst eftir þeim. Ein Island er svo stórt og fámennt í senn, að það má engan mann missa, og svo fátækt, að það má engum tækjum sínum tapa, þó ekki sé nema um stundar sakir. Þessu verðum vér því að venjast. Ef margir menn ganga í fjöll, þá binda þeir sig í einn kaðal, til þess að hver geti varið ann- an falli. Aldrei ætti það að vera ljósara en einmitt nú, á þeirri vaigöld og vígöld, sem yfir heim- inn gengur, að menn ver'ði að verja sjálfa sig og aðra áföllum, Allir vita hvert kapp er lagt á að særðir hermenn komist til heilsu aftur, ekki eingöngu með það fyrir augum, að þeir geti farið til víga á ný, heldur fyrst og fremst til þess, að þeir geti otrðið sér og sínum og ríkinu gagnlegir aftur, og styrjaldirnar sýna þó, að mannslífin eru ekki vfrt mikils nú á dögum. Hér hjá okkar vopnlausu og víglausu þjóð er öðru máli að gegna. Við metum líf manna meira en allt annað, við vjljum ekki láta senda íslenzka menn á vigvellina, og ríkið sjálft hefír áfsaiað sér réttinum til þess aö taka líf þegnanna, jafnvel þótt þeir hafi gerzt bnotlegir við það og samþegna sína. Þegar íslenzkr mat á mannislífum er svona glöggt og hátt, þá hlýtur það að vera, að það verður að gera allt, sem unnt er til þess, að þelr, sem leggja sig í liættu fyrix þjóð- arhaginn, geti bjargast úr henni, ef nokkur mannlegur máttur eða nokkrir fjármunir eru þess megn- ugir að orka því. Slysavarnaféiag Islands hefir gert þetta starf að markmiði sínu. Árið sem leið veitti björgunar- skip félagsins „Sæhjörg‘‘ 34 skip- um og bátum með samtals 220 manna áhöfnum hjálp og aðsto'ð. Árið sem leið, er það í fyrsta sinni síðustu áratugi, að ekkert vélskip og enginn vélbátur hefir farist úr verstöðvunum við Faxa- flóa, en þar hefir björgunarskip- ið einmitt gæzlu á vetrarvertíð- inni, og má eflaust að miklu leyti þakka henni, að svo gæfulega hefir tekizt. Það er því engum bliöðum um það að fletta, að þar er hin brýnasta nauðsyn að halda uppi samskonar gæzlu á þessum slóðum á vetrarvertið þeirri, sem í hönd fer. Þar er þó sá hængur á, að til þess brestur Slysavamafélagið fé. Félagið og þeir, sem sjóinn stunda eiga þetta undir skiln- ingi og góðfýsi almennings, því það er á hans valdi að leysa þenuan hnút. íslendingar hafa alt- af neynst fúsir til að Ieggja fé til allra góða mála, og hafa síð- ustu vikumar sýnt það glögg- lega, að þeir eru, ef svo ber und- ir, viijugir til að leggja að sér. Hver einasti maður á þessu lar.di mun óska þess innilega, að allir þeir — foreldar, böm og makar, — sem eiga ástvini sína á sjónum megi heimta þá heila á húfi í farsæla höfn, og öllum hlýtur að vera um það hugaö, áð hin fámenna þjóð vor rnissi 1 engann nýtan þegn fyrir örlög fram. Stjóre Slysavarnafélagsins heit- ir því á allar deildir félagsins og álla góða íslendinga, að þeir geri sitt til, að þessar óskir geti ræzt, með því eftir getu að leggja sinn dkerf til þess, að félagið geti gert út bjöigunarskipið á þessari vertíð, en ti;l þess þarf alt að tuttugu þúsund krónur. Þetta er mikið fé, ef í einn stað er foomið, en lítið eitt skift í marga staði.Vér skulum minnast hinna miklu slysa, þegar marglr menn farast, því það er eins og allir skilji rétt þá stwndina, að það er átakanlegt, en vér skulum lika hugsa til annars atviks, sem er harla lítið átakanlegt, en hins vegar mjög ánægjulegt, þó því sé veitt lítil eftirtekt, vegna þess hvað það, sem betur fer, er al- gengt. Það er stundin, þegar sjó- menn skila sér glaðir, heilir og hraustir heim til sin, til þeirra, sem eftir þeim vænta. Vér efumst ekki um að allir vilja allt til vinna, að þurfaekki að glúpna fyrir vængjataki dauð- ans, þegar þytur þess berst utan af hafi, og vilji leggja fram allt, •sem þeir geta, til þess að sjé- rnenn nái allir með tölu heilir í höfn. Þess vegna biður nú Slysa- varnafélagið alla menn asjár. Reykjavík, janúar 1940. Stjórn Slysavarnafélags Islands. Friðrik V. Ólafsson. Magnús Sigurðsson. Sigurjón Á. Ólafsson. Hafstei'nn Bergþórsson. Þorsteinn Þorsteinsson. Slysavarnafélagið vantar fé til að gera „Sæbjörp" ðt Ávarp félagsins til allra tslendinga. --------------—í---

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.