Alþýðublaðið - 18.01.1940, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 18.01.1940, Blaðsíða 3
ALÞÝÐUBLAÐH) FRAM TIL BARÁTTU DAGSBRÚNARMENN: (dag og á morgon hrlndnm við samein- afllr nmboðsmðnnm Stalli FIMMTUDAGUR 18. JAN. 1940. »----------------~—-—:— <> í ALfYfHJBLAÐIÐ RITSTJÓRl: | F. R. VAXJDEMARSSON. í fjarveru, hara«: \ STEFÁN PÉTURSS0N. | AffGREIBSLA: ALÞÝÐUHÚSINU (Inngangur frá Hverfisgötu). SÍMAR: .4900: Afgreiðsla, auglýsingar. i 4901: Ritstjórn (innl. fréttir). j 14002; Ritstjóri. ;4903: V. S. Vilhjálms (heima). 4905: Alþýðuprentsmiðjan. j4906: Aígreiðsla. 15021 Stefán Pétursson (heima). I ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN í dag — og óTuSg ■ r, á morgun. IDAG OG Á MORGUN er háð úrslitabaráttan um það, að bjarga aðalfélagsskap verkamanna í Reykjavík úr klónum á kommúnistum. Ef það ekki tekst, er sögu Dags- brúnar áreiðanlega að verða lokið. Alþýðuflokksverkamenn sköpuðu og byggðu Dagsbrún upp. Eldri félögunum er því annt um hana eins og sitt eigið heimili. Þeir vilja ekki fyrr en í síðustu lög tapa trúnni á það, að liægt sé að bjarga félags- skapnum frá algeru hruni. — Engin samvinna er hugsanleg við kommúnista, þeim er aldrei að treysta, enda eru þeir er- léndir menn í sínu föðurlandi, og það sem verra er, andstæð- ingar þess og féndur, sem hvovki er hægt að h'ta á sem stéttarbræður eða þjóðarbræð- ur. Við þær kosningar, sem fara nú fram í Dagsbrún, hafa Al- þýðuflokksverkamenn gert samkomulag við verkamenn úr öðrum flokki um það, að hafa sameiginlega stjórn í félaginu og um það, hvað gert skuli til endurreisnar félaginu. Þetta samkomulag tókst þrátt fyrir það, þó að Alþýðuflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn hafi allt frá fyrstu tíð deilt hart og hafi ólík sjónarmið. En trú Al- þýðuflokksins er sú, og bjarg- föst skoðun, að allir verkamenn hljóti að standa saman, þegar í nauðir rekur, og hlutverk Al- þýðuflokksins er ekki annað en það, að túlka og bera fram sjón- ar nið og hagsmuni hinna vinn- andi stétta í landinu. Þrátt fyr- ir það, þó að þeir verkamenn — margir hverjir, sem Alþýðu- flc kkurinn hefir nú gert sam- komulag við til að svifta kom- múnista völdum í félaginu, telji sij.; til stjórnmálaflokks, sem Alþýðuflokkurinn deilir við, — verður að telja það fullvíst, að þeir verkamenn séu fyrst og fremst trúir hagsmunum stétt- ar sinnar og svo mun það reyn- ast, og hvað er þá eftir, sem skilur á milli? Ekki neitt, því að stefna verkalýðssamtakanna er stefna Alþýðuflokksins. Sá hópur, sem stendur að verkamannalistanum í Dags- brún er ósigrandi, nema að hann sé beittur svikum og prettum, og það verður að játa að aðstaðan er ójöfn, annar stríðsaðilinn ræður því einn ■— hverjir fá að kjósa og sami stríðsaðili hefir kjörskrána í höndunum, en hinum er neitað um að sjá hana. Þrátt fyrir þetta mun verkamannalistinn þó sigra við kosningarnar vegna þess að meirihluti hans meðal \rerkalýðsins er svo geysimikill, að svik sða vélrseði duga varl*. TT’OMMÚNISTAR hamra á því að nú sé gerð tilraun til þess í Dagsbrún, að gefa full- trúum atvinnurekenda meiri- hluta í félagsstjórn. Þannig nefna þeir nú verkamenn þá, sem fylgja Sjálfstæðisflokkn- um við almennar kosningar til alþingis og bæjarstjórnar, nokkrum dögum eftir að þeir hafa sjálfir leitað til þessara manna og beðið um samkomu- lag við þá. En öðruvísi áður blés. er þeir skírskot- uðu til lýðræðiskenndar þeirra og ástar á félagsfrelsi, en þá horfði málum öðruvísi. Þá þurfti að reka nokkra Alþýðu- flokksmenn úr Dagsbrún til að tryggja einræði kommúnista, og þurfti að stofna stéttarfé- lagasamband til höfuðs Alþýðu- sambandinu, þar sem allir áttu að fá „jafnan rétt“, en þegar til réttlætisins kom, þá gleymd- ist hvernig hlutföllin voru í Dagsbrún við síðustu stjórnar- kosningar þar. þá voru kjörnir 6 fulltrúar fyrir rúma 800 Dagsbrúnarkj ósendur, en 15 fulltrúar fyrir 6569 kjósendur, — hvílíkur . jöfnuður og rétt- læti! Alþýðuflokksmenn voru rekn- ir með þeim skrítnu forsend- um, að þeir hefðu farið með rógburð um fjármálastjórn Hjaðninga í Dagsbrún, og fengu heimild til málsóknar á hendur þeim. brottreknu. Og til að blekkja var því haldið fram, að skatturinn til Alþýðusambands- ins dræpi alla fjárhagsgetu fé- lagsins. Þessum útgjöldum átti að aflétta með því að fara úr sambandinu. Hvað hefir reynslah sýnt? Heimildin til málshöfðunar hefir aldrei verið notuð. Eng- inn efast um vilja þessara verkalýðsböðla til að klekkja á þessum brottviknu með dómi, en sannleikurinn er sá, að þeir treystu ekki málstaðnum og heyktust á heimildinni. í staðinn fyrir skattgreiðslu til Alþýðusambandsins hefir komið skattur til Banaalags stéttarfélaganna — nú Lands- sambands ísl. stéttarfélaga—. Kosningaskrifstofur B-list- ans, en þær eru tvær, fylgjast mjög vel með því, hvernig kosn- ingarathöfnin gengur og hverjir kjósa og hvenær, og hverjum er neitað um að kjósa. Eru verka- menn beðnir um að hafa tal af skrifstofunum áður en þeir fara á kjörstað og um fram allt að veita þeim alla þá aðstoð, sem þeir geta í té látið. En framar öllu öðru eru verkamenn beðnir að láta ekki undan ofbeldi kom- múnista og sækja kosninguna vel og drengilega og láta ekki undan fyrir neinum töfum, sem reyndar verða til þess að aftra þeim frá kosningu. í dag og á morgun verður kveðinn upp dómurinn um það, hvort verkamenn í Reykjavík vilja láta síéttarfélagsskap sinn áíram vera verkfæri í höndum erlendra njósnara og landráða- manna. Um leið og sá dómur verður kveðinn upp er líka kveðinn upp dómur yfir þroska verka- manna í Reykjavík. -------------------- Ekkert hefir verið sparað, að- eins greitt í aðra staði. Komm- únistar hafa verið fóðraðir á fé Dagsbrúnarmanna, b.löð þéirra styrkt af félagsgjöldum þéirra, bæði með beinum fjárframlög- um og augíýsingum. Ráðsmaðurinn hefir verið launaður ásamt aðstoðarmanni og notaður til þess að beita hiut- drægni í starfi sínu og póiitísk- um áróðri að undirlagi stjórnar innar, en ekki til þess að líta eftir aðbúnaði á vinnustöðvun- um eða því að framfylgí sé samningum Dagsbrúnar eða samþykktum um kaup og kjör. Þegar andstæðingar komm- únista í Dagsbrún ganga sam- an til kosninga og heita því að leiðrétta og umbæta félagsstarf- ið í Dagsbrún, þá æpa þessir pólitísku loddarar og blekk- ingapúkar: Sjáið atvinnurek- endavaldið í Dagsbrún á leið upp í stjórnina. Hver stjórnar þessum ópum? Enginn annar en atvinnurekandinn Héðinn Valdi marsson, sem þessir rússnesku erindrekar styðja í formanns- sæti, maðurinn, sem í tvö s.l. ár hefir legið eins og mara á öllu félagsstarfi, ekkert aðhafzt nema kalla saman fundi til pólitískra æsinga eða hermdar- verka. og leggja á ráðin með hvernig helzt verði unnt að bola sem flestum andstæðingum út úr félaginu til.þess.að tryggja völd sín. Núverandi fórmaður Dags- brúnar virðist ekki skoða félag- ið lengur sem hagsmunaíélag verkamanna, heldur aðeins sem pólitískt valdatæki í Reykjavík, | ALÞÝÐUBLAÐIÐ 8. þ. m. skrifar þú alllanga grein, sem á að vera svar til mín, en nær því ekki nema að litlu leyti. Þó gefur þú loforð um frekari skilagrein um íslenzku glím- una og vænti ég að hún komi þó síðar verði. Þú spinnur langt mál út af fyrirspurnum mínum um fyrir- komulag þeirra fimleikaæfinga, sem þú hefir með drengjum úr Austurbæjarbarnaskólanum vestur í Í.R.-húsi. Inn í þetta svar þitt blandar þú dylgjum og stóryrðum um þessu óviðkom- andi ónafngreinda menn og fé- lög. Er slíkur ritháttur jafnan lúalegur og fáum einum fært að dæma svo verk annarra, að ekki bitni á þeim sjálfum, og svo er um þig, að þín íþrótta- starfsemi innan skóla sem fé- laga þolir ekki þá gagnrýni, sem þú beitir aðra og gætir búizt við að verða beittur sjálfur, sem ég að þessu sinni ætla að láta ó- gert. Þó verð ég að taka nokkur atriði úr grein þinni til athug- unar. Þú vilt meina að áhugi minn fyrir íslenzku glímunni geti ekki verið það mikill, að það hafi verið aðalatriðið í grein minni, og styður það með þeirri fuliyrðingu, áð ég hafi ékkert alveg á sama hátt og kommún- isti, sem fyrst hugsar um verka- lýðsfélag sem flokkstæki. Ekki er að furða þó að þessi aumu erlendu skriðdýr æpi um þjónk- un við vissa ráðherra í ríkis- stjórninni, því að það eru þeirra starsfhættir sjálfra, að hlýða skipunum ofan að og utan að eða eins og einn verkamaður orðaði það við lestur Þjóðvilj- ans, þegar talað var um að Ól. Thors og Stefán Jóhann hefðu fyrirskipað samvinnu í Dags- brún: „Þeir eiga ekki á öðru von, því að þeir þekkja ekki annað sjálíir,“ Atvinnurekandinn slepjaður brezkri olíu er sú tálbeita, sem erindrekar Stalins á íslandi beita fyrir sig í stærsta verka- mannaíélagi landsins og í krafti auðs og atvinnu ýtir hann m. a. úr félaginu gömlum, vinnulún- um Dagsbrúnai'mönnum, sem á 69. aldursári sínu hafa ekki haft ástæður til að greiða félags- gjöld, strikar út kyndara og bíl- stjóra, kallar þá ekki „verka- menn“ vegna þess að þeir eru ekki kommúnistar, en tekur inn skrifstofumann kommúnista- flokksins og aðra þvílíka dáta. Burt með þessa póiitísku ó- stjórn. Víkjum atvinnurekanda úr formannssæti, þurrkum út rússnesk áhrif í Dagsbrún. ís- lenzkir verkamenn vilja ekki í- hlutun Rússa um íslenzk mál- efni, þeir eiga ekki að gersst til þess að styrkja landráða- menn. Sameinist því allir um B-listann! unnið fyrir þá íþrótt. Þetta er aðeins ein af þínum fullyrðing- um byggð á litlum kunnug- leika og engum rökum. En hitt get ég skilið, að þar sem spurningar mínar til þín snertu þér viðkvæmt mál, álítir þú þær aðalatriði greinarinnar. Þú segist ekki vera skyldur að svara mér, þar sem ég ekki sé þinn yfirmaður. Það er synd að segja, að þú álítir þig ekki mikinn mann. Ég hélt að meðal okkar íslendinga væri öllum yf- irstéttagorgeir útrýmt úr okkar góða lýðræðisþjóðskipulagi og ég held, þér að segja, að þú sért að verða einstök eftirlegukind. Annars hefir mér heyrst að kennarar óskuðu gjarnan eftir, að foreldrar þeirra barna, sera þeir eru settir yfir, hefðu ráð í hendi með þeim um kennsluna og uppeldismálin. Þá þykir mér þú telja þig hafa nokkuð mikið vald er þú segist „engan hafa beðið um nokkurt leyfi til þessarar ráð- stöfunar“, að æfa flokkinn og undirbúa hina væntanlegu för. Mér sem flestum öðrum for- eldrum þessara drengja er ó- kunnugt um þessa fyrirhuguð för, hvenær og hvert skal fara og hvaða kostnað hún hefir í för m®ð »ér. Við höfum ekki á méti því að drengimir fái auka- æfingar og erum þakklát öllum þeim kennurum, sem sýna svo mikla fórnarlund í starfi sínu, barnakennslunni eða uppeldis- starfinu, að þeir leggja á sig aukavinnu fyrir þau, en við eig- um heimtingu á að fá að fylgj- ast með eftir því sem við getum og sérstaklega vita í tíma um allar fyrirhugaðar ferðir, sem farnar kunna að verða. Fátæka foreldra munar um allt og er því nauðsynlegt að fá nægan tíma til að undirbúa barnið bæði hvað íatnað og auraráð snertir. I þessu sambandi minnist ég þess, að á síðasta vori ætlaði flokkur barna frá Miðbæjar- skólanum í söngför, en var synjað um fararleyfi og kenn- ari og íararstjóri víttir fyrir einræði. Lát þú þig ekki henda hið sama. Þú fullyrðir, að í vetur hafi einhver eða einhverjir, sjálf- sagt Ármenningar, „boðið börn- um, sem ekki hafi verið skrásett á félagaskrá Ármanns, ókeyp- is sundkennslu“. Með þau hafi verið farið til mín og ég innritað þau í félagið. Ég get hreinskilnislega sagt þér að í mörg ár hefir fjöldi fóL j yngra og eldra komið til mín og beðið mig að innrita sig í Glímufélagið Ármann, og ég hefi góða samvizku af því starfi mínu, sérstaklega af því að ég hefi aldrei reynt að ná í fólk frá öðrum félögum eða fá fólk í félagið á annan óheiðarlegan eða óleyfilegan máta. Viðvíkjandi kennslu í Sund- höllinni skal þess getið, að þeg- ar sundæfingar hófust þar, varð sundfólk félaganna að kaupa sig inn á æfingar, svo þótt við fengjum allmikinn afslátt af því gjaldi, varð það samt að greiða miklu hærra gjald en aðrir fé- lagar fyrir mun kostnaðarsam- ari æfingar. Til þess að draga sem mest úr þessum kostnaði hefir Ármann og önnur félög, sem þarna æfa, lækkað félags- gjöld fullorðinna og fellt niður félagsgjald fyrir börn og ung- linga innan 16 ára, þar fyrir verða þau að borga 15 aura fyr- ir hverja æfingu, eða nálægt 15 kr. á ári. Það er 10 kr. meira en söinu aldursflokkar þurfa að greiða fyrir fimleikatíma hjá félögunum yfir veturinn, en fimleikatímar eru dýrustu tím- ar félaganna bæði hvað kennslu og húspláss snertir. Þetta eru þau vildarkjör, sem börn og unglingar, sem sund stunda, eiga við að búa hjá Ármanni, og mátt þú leggja þinn dóm á þá starfsemi eftir því sém þú vilt og hefir drenglund til. í grein minni 8. des. hafði fallið niður orð þar sem ég tala um gildi handknattleiks. og kom leiðrétting á því í sama blaði 11. sama mán., átti að vera: „sem ekki hefir meira í- þróttagildi". Leiðréttinguna munt þú ekki j hafa lesið. 1 Læt ég því þeim lið greinar þinnar ósvarað, þar sem ég veit að hann er til orðinn fyrir þessa orðsúrfellingu. Þó vil ég geta þess, að það er ekki af lítilsvirðingu fyrir handknattleik, að ég tek hann til samanburðar við glímuna, heldur af því að ég tel sund og fimleika fullkomnustu og nauð- synlegustu íþróttirnar fyrir al- menning yngri sem eldri, en handknattleikurinn er . íþrótt skólans og tel ég hann ekki taka glímunni fram um íþróttagildi, en eiga með henni marga sam- eiginlega kosti, svo sem, þjálf- un í hugarhraða, eftirtekt, vissu j Frit. á á. aiðtt. Dagsbriinarmaður. ípróttakennslan í barnaskólunum. ---¥--- fslwar fil &®alst©Iass Mallss®iaai?« Listi lýðræðis flokkanna í Dagsbrún. Einar Björnsson Sigurður Halldórsson varaformaður. Gísli Guðnason ritari. Torfi Þorbjarnarson gjaldkeri. Sveinn Jónsson fjármálaritari.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.