Alþýðublaðið - 06.02.1940, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 06.02.1940, Blaðsíða 2
ÞRIÐJUDAGUR 6. FEBR. 1940. ALÞÝÐUBLAÐiÐ H .C. ANDER/’EN há) r!3k Ljóti andarunginn. 17) Og ungarnir hneigðu sig, en hinar endurnar horfðu á þá og sögðu: — Eigum við nú að fá þetta hyski til viðbótar? Og en hvað einn unginn er ljótur. Og ein öndin flaug til hans og beit hann í hálsinn. — Láttu hann vera, sagði móðirin. —■ Hann gerir engum neitt. — En hann er svo stór og ljótur, sagði öndin og hélt áfram að bíta ungann. 18) — Þetta eru fallegir ungar, sagði gamla öndin. — Allir nema þessi eini. Ég vildi, að hægt væri að laga hann. — Það er ekki hægt, sagði andamóðirin. — Hann er ekki fallegur, en þetta er bezta skinn og sundfimur er hann. Og ég held, að hann fríkki með aldrinum. UMRÆÐUEFNI 19) Og svo strauk hún ungann sinn. — Hinir ungarnir eru fal- legir. Látið nú eins og þið séuð heima hjá ykkur, og ef þið finnið álshöfuð, þá getið þið fært mér það. Orö frá mér. Nú er Guðmundur vinur minn kominn heim, lauslega þó; en von um að heilsan batni. Annars höf- um við verið að bollaleggja að fara á elliheimilið, ef okkur batn- ar ekki. Það væri gott fyrir okk- 20) Og þau settust að í garðin- um. En veslings Ijóti andarung- inn var hafður útundan. Hann var bitinn og honum var hrint. — Hann er of stór og hann á hér ekki heima, sögðu endurn- ar og hænsnin. ur að vera saman í herbergi Ef ég verð hérna áfram, verður bæj- arráðið að girða blettinn; hann er fuljur af hrossmerum, en minn hestur er þar ekki; hann er dauð- ur. Oddur Sigurgeirsson frá Sól- mundarhöfða. Nokkur orð til varnar Reykjavíkurstúlkunni í út- varpinu. Nokkur finnsk orð. Verkamaður snýr sér til Sambandsins. Verða bein Jónasar Hallgrímssonar flutt heim? —o— ATHUGANIR HANNESAR Á HORNINU. —o— ÖLLUM BLÖÐUM bæjarins og jafnvel í útvarpinu líka er alltaf verið að ráðast á vesal- ings Reykjavíkurstúikuna, en aldr- ei var henni sjálfri gefið tækifæri til að svara fyrir sig, eða að minnsta kosti virtist enginn treysta sér til þess, enda mjög erfitt að verja slíkan málstað. Loks gefur sig ein stúlka fram, og að því er mér heyrðist bæði vel menntuð og greind. Hún flytur erindi, svo bráðskemmtilega samið, að (ég segi fyrir mig og mína) við velt- umst um að hlægja.“ Þetta er upp- haf að bréfi, er mér barst nýlega. Höf. heldur áfram: „OG NÚ ER ÉG kominn að þeirri sorglegu niðurstöðu, að all- ur þorri íslendinga skilur ekki góðlátlegt grín. Er það mögulegt, að gamansemin í erindinu og glettnistónninn hjá stúlkunni hafi farið fyrir ofan garð og neðan hjá öllum, er á hlýddu? Þao gæti mað- ur sannarlega haldið, ef dæma ætti eftir þeirri miklu og oft miður velviljuðu gagnrýni, er sést hefir hér í blöðum og pésum upp á síð- kastið.“ „VÆRI EKKI RÁÐLEGT fyrir alla þessa .,humorlausu“ gagnrýn- endur, að taka „Spegilinn11 næst í gegn og taka hvert einasta orð, sem þar stendur, til alvarlegrar í- hugunar? Ennþá betra væri kann- ske að biðja hvern þann, sem flyt- ur erindi í útvarp, að geta þess með góðum fyrirvara, hvort hér sé um gaman eða alvöru að ræða: því þeirrar leiðbeiningar virðist vissu- lega vera þörf. Að endingu vil ég geta þess, að ég hefi talað við marga, sem eru mér sammála um það, að nóg er nú flutt af skrauf- þurrum og þunglamalegum erind- um í útvarpið, þó ekki sé nú tekið fyrir þá viðleitni til að flytja hlust- endum eitthvað létt og skemmti- legt, með gagnrýni, sem er hvort- tveggja í senn, þröngsýn og alger- lega óþörf.“ STUTTUR LEIÐARVÍSIR í FINNSKU. —joki þýðir á eða fljót. —járvi þýðir stöðuvatn. —koski þýðir foss. —tunturi þýði fj^ll, og —könges þýðir fall. Þetta sendi „Menningarvinur" mér nýlega, og væri gaman að fá meiri fræðslu í finnskri tungu hjá honum. VERKAMAÐUR segir: „Ég sé í Tímanum í dag, að kaupfélögin eigi 89,2% af kjötbirgðunum í DAGSINS. landinu og nú er nýbúið að hækka kjötkilóið um 30 aura. Ég hefi líka séð í blöðunum, að mjög lítið af verðhækkun kjöts og mjólkur lendi til framleiðendanna, heldur fari hún í milliliðagróða og milli- liðakostnað. Er nú engin leið að blessað Sambandið, sem er svo mikið mannúðarfyrirtæki og nýtur auk þess ýmsra hlunninda fram yf- ir önnur fyrirtæki, sjái sér fært að lækka kjötið aftur, því eins og verðið á því er nú, er engin leið fyrir mig og mína líka að veita heimilinu kjöt einu sinni í viku, hvað þá tvisvar. Ég vona að þú, Hannes minn, komir þessari beiðni minni til Sambandsins á framfæri í blaði þínu og Sambandið verði við henni. Það eru svo margir hér í bæ, sem nú verða að láta fiskinn duga sér alla daga vikunnar í stað kjöts, að ég er ekki viss um nema að Sambandið græddi líka á að lækka kjötið aftur, en eins og er geta að minnsta kosti atvinnultlir fjölskyldufeður ekki veitt sér þann „luxus“ að hafa kjöt á borðum hjá sér.“ „VERÐA JARÐNESKAR LEIF- AR Jónasar Hallgrímssonar flutt- ar heim?“ spyr M. G. og heldur áfram: „Eins og kunnugt er gekkst Stúdentafélag Reykjavíkur fyrir því að Jónasi Hallgrímssyni var reistur minnisvarði á 100 ára af- mæli hans 15. nóv. 1907. Sá minn- isvarði stendur enn á túni Guð- mundar heitins Björnssonar við Amtmannsstíg,- Minnisvarðanefnd Jónasar-minnisvarðans er starf- andi enn, og hefir síður en svo lokið störfum sínum, eftir því sem heyst hefir. 17. þ. m. birti Vísir viðtal við hr. Sigurð Ólason. Skýrði S. þar frá því, að hann hafi s.l. sumar náð kaupum á grafreit þeim í Assistentskirkjugarði í Kaupmannahöfn, sem Jónas Hall- grímsson var grafinn í. Gildi sá kaupmáli til 40 ára, en eftir þann tíma verði kirkjugarður þessi lagð- ur niður og honum breytt í skemmtigarð. Sigurður er spurður hvað nefndin ætli svo að gera frek- ar í þessu máli. Segist S. vilja láta grafa upp reitinn og reyna að finna bein Jónasar, flytja þau heim og jarða í íslenzkri mold. En ef það verði ekki hægt, þá að reist verði steinsúla úr íslenzku basalti á reitnum og gengið svo frá, að hún fái að standa þar óhögguð um aldur og æfi.“ „SVO ER SIGURÐUR spurður um það, hvort ekki hafi komið til tals að reisa Jónasi nýjan minnis- varða. Segir S. að ekkert sé afgert í því enn. En Einar Jónsson mynd- höggvari hafi gert uppkast að nýrri mynd, sem taki hinni að ýmsu leyti mikið fram, þó nefnd- in sé ekki fyllilega ánægð með hana. En hvort sem úr því verður eða ekki, segir Sigurður að skipt verði um mynd. Þá er sjálfsagt að flytja myndina burtu þaðan, sem hún er, og velja henni annan stað betri, t. d. í garðinum bak við Landssimastöðina. Þetta eru nú að mörgu leyti góðar fréttir, og er vonandi að það verði eitthvað úr framkvæmdum og það sem fyrst. Staður sá, er Sigurður Ólason bendir á undir minnisvarðann, er víst gamli bæjarfógetagarðurinn við Aðalstræti og Kirkjustræti, og finnst mér það fremur góður stað- ur. Vildi ég einnig láta jarða bein Jónasar þar, ef hægt væri að finna þau. Myndi mörgum finnast vera allvel bætt úr hirðuleysi íslend- inga gagnvart moldum Jónasar Hallgrímssonar þegar þetta væri komið í kring.“ Hannes á horninu. Mt verðlann. Svar til Sveins Bene- diktssenar fri ðlafi Nrðarsjnf. TMORGUNBLAÐINU 3. febr. •^■heldur Sveinn Benediktsson áfram að veita verðlaun vegna síldveiðanna síðastliðið sumar, svo. og skrumauglýsingum sín- um á starfi flugvélarinnar í þágu síldveiðanna. Sá er aðeins munurinn, að í síðustu grein sinni veitir hann verðlaun frá sjálfum sér, en til flugmann- anna veitti hann verðlaun úr sjóði útvegsmanna og sjómanna að mestu leyti og verður það vægast sagt að kallast ófróm meðferð á fé síldarbræðslna rík- isins, að því sé varið aðhalds- laust á þann veg, sem þar var gert. Sveinn byggir flugvélaskrum sitt á grein í Mgbl. 7. okt. s.l., þar sem minnzt er á Lúðvík Vil- hjálmsson skipstjóra. Sú grein er í viðtalsformi og stílfærð af öðrum ritstjóra Morgunblaðsins. Erfitt er þar að vita hvað er orð- rétt haft eftir skipstjóranum og hvað frá ritstjóranum. Öllum til fróðleiks vil ég benda á, að tveir skipstjórar, vel sambærilegir, hafa talað um þetta efni, þeir Lúðvík Vil- hjálmsson, eftir því sem Sveinn B. segir, og Sigurjón Einarsson skipstjóri í Víking, 6.—7. tbl., október 1939. Grein Sigurjóns ber það áþreifanlega með sér, að hún er skrifuð af reynslu. Flugufregnir S. B. eru sann- prófaðar og léttvægar fundnar af fjöldanum. En þá skeður það merkilega: S. B. og hans áhang- endur veita verðlaun á kostnað sjómanna og útgerðarmanna, ekki þeim manninum, sem í þessu tilfelli var skipstjóri Lúð- vík Vilhjálmsson, er verðlaun- anna var verður, heldur flug- mönnunum, sem vægast sagt veittu við síldveiðarnar mjög tvíræða aðstoð. Auk þessa lít ég þann veg á, að standmynd sú „af sjómanni,' sem er að gá til veðurs“, sem vélstjóri flugvélarinnar fékk, sé gefin til háðungar síldveiðisjó- mönnum, þar sem landkrabbar með mjög takmarkaða dóm- greind á verkefninu grípa fram fyrir hendur þeirra, sem betra skyn bera á verkefninu og nota þann veg aðstöðu þá, sem af gá- leysi sjómanna, og með aðstoð ófróðra þingmanna, hafa gert þá að forstöðumönnum fyrir þessari atvinnugrein okkar ís- lendinga, síldarútveginum. Slík hafa laun sjómanna verið fyr og fer þó sízt batnandi. Á þá er litið sem réttlitla þræla, þótt þeir vaki daga og nætur og gefi sér ekki matfrið, hvað þá held- ur að þeir taki sér nokkurn tíma hvíldarfrið eða sunnudagsfrið frá starfi sínu, en S. B. og aðrir forstjórar síldarútvegsins hafa undanfarin ár tekið sér ágætt næði frá forstjórastarfinu, án þess að tapa nokkru af kaupi sínu hjá þeim stofnunum, sem þeir hafa unnið hjá, auk þess, sem þeir hafa margsinnis leyft sér að hamstra smá auka- skammta, .líkt sem hér hefir verið minnzt á. Minna vil ég S. B. á. að það hefði verið betur þegið af sjó- mönnum og útgerðarmönnum, hefði hann með aðstoð Morg- unblaðsins beitt sér fyrir því, að hlutur þessara aðila hefði orðið betri en raun varð á fjár- hagslega síðastliðið sumar, og tel ég að fé frá ríkisbræðslun- um hefði frekar mátt renna til þessara aðila en í óþarfa bruðl. Einnig muna sjómenn eftir því, að losun við bryggjur síldar- bræðslnanna á Siglufirði er þrælavinna, sem tilheyrir löngu liðnum tíma, en sem hingað til hefir ekki fengizt lagfærð. Og þeir (sjómennirnir) vita, að þessu er hægt að koma í lag, án þess að hlutur þeirra sé skert- ur, sem þó ber nokkuð á, við önnur hliðstæð fyrirtæki, að sé gert. * Eins og grein þín í Morgun- blaðinu 3. febrúar ber með sér, svarar þú ekki nema nokkrum hluta greinar minnar frá 2. fe- brúar, sem birtist í Alþýðublað- inu, og var þó minnzt þar á mál- efni, sem almenning varðar og sem koma undir þá stofnun, sem þú ert með skrifi þínu að Frh. á 4. síðu. Orðsending til kaupenda út um land. íjj Munið, að Alþýðublaðið á að greiðast fyrirfram ársfjórðungslega. — Sendið greiðslur yðar á réttum gjalddögum, svo sending blaðsins trufl- ist ekki vegna greiðslufalls. Þeir, sem óska, geta fengið blaðverðið krafið með póstkröfu. JOHN DICKSON CARR: Horðin I vaxipdasaMnn. 44. frú Odette hingað, nema með einu móti. Með því að grípa til ofurlítillar lygi. Með því að telja henni trú um, að Chaumont liðsforingi væri tíður gestur hér, og þið endurtókuð það svo oft, að hún varð móðursjúk og trúði öllu saman. Og þið kom- uð hingað, helltuð í hana kampavíni og ætluðuð svo að koma henni í kynni við einhvern herramann. Gína Prévost studdi lófunum á gagnaugun. — Jæja, mér var ókunnugt um þessa ágætu ráðagerð ykk- ar. Samt sem áður félst ég á þessa uppástungu ykkar. Ég leyfði það, að þið kæmuð með hana hingað, án þess hún hefði lykil, og leyfði, að hún fengi að komast fram hjá vörðunum. En hvað skeði inni í herberginu? Þið notuðuð herbergi Robi- quets vegna þess að þið vissuð, að hann var í Lundúnum og gat því ekki verið neins staðar nálægur. — En hvað gerðist í herberginu er mér ókunnugt um. — Ég sagði þér það, var ekki svo? — Gerðu svo vel og stilltu þig, Gína, vertu ekki svona æst. — Ég veit ekki, hvað þú hefir í hyggju. Ég er hrædd við þig. — Þetta var tilviljun ,og þú veizt það. Að minnsta kosti var það þá Claudine að kenna, en ekki mér. Odette missti stjórn á sér, þegar hún komst að raun um, að hún hafði verið göbbuð. -— Og hvað skeði svo? — Claudine hafði drukkið og allt í eiuu missti húp stjórn á sér líka. Hún sagði Odette að hafa engar áhyggjur, við gætum útvegað henni mann, sem væri engu síðri en Chau- mont. Það var hræðilegt. Auðvitað var þetta sagt í gamni. Við ætlum aðeins að sjá, hvernig hún tæki þessu. En Clau- dine hataði hana alltaf, og Claudine var orðin fokreið og sagði: — Ég skal vita, hvort ég get ekki hrist ofurlítið vit í kollinn á þér, kjúklingurinn þinn. Svo réðist Claudine á hana. Odette stökk yfir legubekkinn og stökk frá henni, og hún féll og — hamingjan góða! — Þegar ég sá rúðuna brotna og brotin standa út úr andliti hennar ... Við heyrðum dynk, þegar hún kom niður í garðinn. Það varð hræðileg þögn. Ég var að verða veikur á bak við skápinn. — Það var ekki ætlun okkar, hvíslaði stúlkan. En þú veizt, bvað skeði næst. Þú komst og bauðst til þess, að koma henni burtu. Þú sagðir, að hún væri dáin, og að þú skyldir koma henni burtu, annars færum við báðar undir fallöxina. — Jæja, sagði Galant, — hún dó af slysförum, einmitt það. Hún braut höfuðkúpuna, þegar hún datt út um gluggann, var ekki svo? Vina mín, hefirðu ekki litið í blöðin? — Hvað áttu við? Hann stóð á fætur og horfð á hana. — Hún hefði auðvitað getað dáið af fallinu. En ef þú hefðir lesið blöðin, þá hefðirðu séð, að banamein hennar var hnífstunga gegnum hjartað. Hann vætti varirnar með tungunni og horfði á hana. — Hnífurinn, sem hún var stungin með, hélt hann áfram, — fannst ekki. Og það var engin furða, því að hann er í þinni vörzlu. En lögreglan leitar, getur hún fundið hann ,1 bún- ingsherberginu þínu í Moulin Rouge ,., Nú vpna ég, vina mín, að þú hafir ekki gefið herra Bencolin of miklar upp- lýsingar. I XIV. KAFLI. HNÍFAR. Eg kreisti aftur augun og reyndi að gleyma þeim skelf- ingum, sem yfir höfðu dunið. Þá heyrði ég Galant hlæja. Hlátur hans var gjallandi hvellur og verkaði illa á mig. — Trúirðu mér ekki, vina mín? sagði hann háðslega. — Ef svo er, skaltu lesa blöðin. Nú varð þögn. Ég þorði ekki að hreyfa mig þar sem ég lá af ótta við að þau yrðu vör við mig. Hún sagði lágt og eins og hún tryði ekki því, sem hann hafði sagt: — Þetta hefir þú gert. — Gerðu svo vel og hlustaðu á mig. Ég óttaðist einmitt að þetta myndi koma fyrir. Ég óttaðist það strax, þegar ég frétti um slysið, sem Odette hafði orðið fyrir. Ég var hræddur um, að þú myndir missa stjórn á þér og fara til lögreglunnar og skýra henni frá öllu saman. En ég vissi að óhætt var að treysta ungfrú Martel. Þess vegna varð ég að binda fyrir munninn á þér. Ungfrú Prévost sneri sé rsnögglega við og starði æðislega á Galant. — Það ert þú sjálíur, sem hefir stungið Odette. — Jæja, jæja, við skulum nú ekki nota svona stór orð. Vera kann að ég hafi flýtt fyrir dauða hennar, en hún hefði ekki lifað nema fáeina klukkutíma hvort eð var. Ég heyrði, að það hlakkaði í honum. Hann tók kampavínsflöskuna og hellti aftur í glasið sitt. — Datt þér nokkru sinni í hug, að ég

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.