Tíminn - 13.01.1963, Blaðsíða 14

Tíminn - 13.01.1963, Blaðsíða 14
Rosemaríe Nitríhitt Erích Kuby: DÝRASTA KONA HEIMS sagði lionum alía málavexti, fór allt nákvæmlega eins og Sehmitt hafði búizt við: Leyniþjónu'Stan þorði ekki að skerða hár á hðfði Rosemarie, þar eð viðskiptavinir hennar voru einmitt sömu menn- imir og þessi „Leyniþjónusta“ átti að vemda sem bezt. Áður en maðurinn fór, sagði hann: „Eg kem seinna. Og það er bezt fyrir þig að halda þér saman.“ Hún hélt sér saman,^ en maður- inn kom ekki aftur. Án þess að Rosemarie hefði hugmynd um, var sendirinn tekinn og fjarlægður af loftinu. Rosemarie kom þang- að aldrei framar. EN í>Ó AÐ hún þyrfti ekki lengur að hafa miklar áhyggjur af peningaleysi, skapaðist nýtt vandamál, sem 'hún varð að leysa, í sambandi við peninga. Hún varð sem sagt að koma gróðanum ein- hvers staðar fyrir, tryggja hann á einhvern hátt, svo að hún gæti verið örugg um hann. Hún faldi peningana á furðuleg- ustu stöðum í íbúðinni og var allt- af að færa þá til og skipta um stað. Þegar hún var ein heirna, var hún eins og gullleitarmaður, þar sem hún gekk um með fjár- fúlgurnar milli handanna her- bergi úr herbergi. Hún bölvaði íbúðinni, sem var allt of einföld í sniðum til þess að hægt væri að fela þar nokkum skapaðan 'hlut, og lyfti upp gólfteppinu til að geta falið undir þvf hundrað marka seðla. Síðan lagðist hún endilöng á gólfig til að sjá, hvort teppið bungaði nokkurs staðar óeðlilega mikið upp. Hún fann hvergi nokkurs staðar holu, þar sem hún þóttist örugg um sívax- andi auðæfi sín. Hvað átti hún að gera? Það hefði auðvitað legið beinast við fyrir hana að spyrja einhvern bezta viðskiptavin sinn ráða í málinu og fylgja síðan ráðlegg- ingum hans. Hvaða smákaupmað- ur eða kona hefði ekki verið upp með sér af því að geta talið menn eins og Bruster, Sehmitt eða Har- tog meðal vina sinna? Það gat Rosemarie, og þessir þrír menn hefðu eflaust ekki gefið henni annað en góð ráð, en henni kom aldrei til hugar að leita til þeirra. Hún taldi það svo víst, að þeSsir menn vildu umfram allt hlunnfara hana og svíkja í peningamálum. Hún leit á þá sem verzlunarmenn með viðskiptahagsmuni andstæða sínum eigin, og fór aldrei eftir nema almennum ráðleggingum þeirra til dæmis á svipaðan hátt og hún féllst á uppástungur Brusters, þegar þau voru að semja. Hún mundi aldrei hafa trú- að þeim fyrir peningum sínum né lofað þeim svo mikið sem að skyggnast í fjármál sín. Hún var tortryggin eins og gam- all bóndi. Allar þær stofnanir, sem viðskiptavinir hennar skiptu við og þær aðferðir, sem þeir not uðu, til að ávaxta peninga sína og koma þeim örugglega fyrir, voru f hennar augum hættulegar gildrur hinna ríku til að ræna hana öllu, sem hún átti. Bankana forðaðist hún eins og heitan eld- inn, þangað til hún komst á snoð- ir um, að þar væri hægt að fá keypt gull bæði í sleginni mynt og stöngum. Þarna kom það! Þetta var lausnin! Gull þýddi ör- yggi. Einn góðan veðurdag lagði hún leið sína inn í einn stærsta bankann í Frankfurt og keypti gullpeninga fyrir þúsund mörk. Hún talaði við afgreiðslumanninn í nærri klukkutíma og lét rigna yfir hann spurningunum, þangað til hún vissi allt, sem hún vildi vita um málið. Henni var orðið Ijóst, að hún fékk enga vexti af gullinu sínu, en þeir peningar; sem gull stóð að veði fyrir, voru mjög vel tryggðir. Hún fór heim með gullpening- ana sína, en þá sá hún, að erfið- ara var að finna felustað en nokkru sinn fyrr; það fór miklu meira fyrir gullpenmgum en bankaseðlum. Þá ákvað hún að leita ráða í fyrsta sinn og sneri sér til Schmitts, Sem hún taldi áreiðan- legasta viðskiptavin sinn. Hún ’hélt, að Hartog væri ekki eins mikill fjármálamaður, af því að hann talaði allt öðru vísi og af svo mikilli fyrirlitningu um pen- nga. Hún lögði Schmitt, að sér hefði verið Dorgað í gullpeningum og spurði hann, hvað hún ætti að gera við þá. „í gullpeningum?“ spurði Schmitt. „Hvaða fugl vár það nú eiginlega?“ Hann virtist ekki beinlínis trúa þessu eins og nýju neti. Hún tók nokkra þeirra úr skrif- borðinu sínu. Hina hafði hún fal- ið til bráðabirgða f hálftómum Kleenex-pakka inni í baðherbergi. „Þetta er svei mér fyndið," sagði Schmitt. Þegar henni varð hugsað nokk- ur ár aftur í tímann, fannst henni það alls ekki fyndið. Henni hafði verið smyglað inn í herskála, og þegar hún var búin að reyta af sér spjarirnar, réttu hermennirnir fram lófana, fulla af peningum. Og svo átti hún að leika sér að því að ná þeim úr lófunum á her- mönnunum án þess að nota hend- urnar. f hvert skipti, sem henni tókst það, eignaðist hún pening- inn. Og nú átti hún gullpeninga, keypta í bankanum, þar sem allt var úr marmara og gleri. f miðj- um bankasalnum var marmara- skreyting; tært vatn seytlaði í 'Stóra, hvíta skál, og gullfiskur svam í þessu gagnsæa hafi, — eflaust tákn bankans. Já, það var af, sem áður var. Hvílík breyting á kjörum hennar! Fyrir nokkrum árum hefði hana ekki dreymt um, að hún ætti eftir að koma inn í annan eins banka! „Hvernig á ég að geyma þá?“ spurði Rosemarie. „Vertu ekkert að geyma þá,“ sagði Schmitt. „Farðu með þá í bankann og fáðu skipt á þeim.“ „Hvers vegna það?“ spurði hún. „Það er ekki til neins að sitja uppi með vaxtalaust gull.“ En hún var honum ekki sam- mála. Hún hlustaði á sína innri rödd og lét hjartað ráða. Hún hélt áfram að leggja leið sína f bank- ann við og við og kaupa meira gull. _Stundum keypti hún meira að segja stengur í staðinn fyrir peninga, glóandi gullstengur með stimplum og innsigli, sem voru eins og fallegar, gular hunangs- kökur. Einu sinni spurði hún Hartog, hvað hann mundi gera við tuttugu þúsund mörk. Spurningin ýtti við honum. f hans augum var það ekkert vandamál, hvernig átti að festa slíkar upphæðir til þess, að þær gæfu eitthvað af sér, en það var að minnsta kosti ekki rétt að fleygja tuttugu þúsund mörk- um frá sér í algjöru hugsunar- leysi. Hann vissi ekki almenni- lega, hvernig hann átti að svara þessu. „Ég mundi kannski kaupa mér hlutabréf“, svaraði hann rólega. „Hvernig hlutabréf?“ spurði hún. „Það er undir ýmsu komið,“ sagði hann. „Þau yrðu að vera traust.“ „Traust?“ „Já, þau verða að gefa eitthvað af sér, en það er ekki aðalatriðið. Það verður eitthvað að standa á bak við þau líka.“ „Hvemig á maður að vita, hvort eitthvað er á bak við þau?“ „Já“, sagði hann hlæjandi, „hvemig á maður að vita það? bjálfalegustu athugasemdir eða rausa stöðugt. Ég velti fyrir mér, hverju ég ætti að klæðast. — Ég verð að fá mér nýjan kjól . . , . sagði ég spyrjandi. Guy brosti til mín. Hann brosti undarlega oft. Féll honum svona vel í Mbabane? Hann hafði þeg 'j ar setið margar stundir á barnum á hótejinu, með öðrum starfsmönn um nýlenduþjónustunanr, en það var kannski mín sök, vegna þess að ég hafði verið hálfgerður sjúk- lingur alla vikuna. — Allt í lagi, þú þarft kannski að kaupa þér fleiri en einn. Mundu, að framtíðarframi manns er mest undir eiginkonunni kom- inn. Hann bandaði glæsilega út með hendinni. — Góð kona getur hjálpað manni sínum ótrúlega mikið — heimsk eiginkona getur látið hann fara gersamlega í hund- ana. Hann hermdi eftir yfirmanni sínum í London. -t- Eg vona, að ég geri það ekki, Guy, sagði ég alvörugefin. — Gerir hvað? Hjálpir mér? Hann leit glaðlega á mig. — Þú veizt vel, hvað ég á við. Mér var órótt. Hvers vegna er ég alltaf svona óróleg, þegar ég er hjá Guy? Mér skjátlaðiist kannski, en einhvern veginn hafði ég á til- finningunni, að hann stæði hálf- partinn álengdar og gagnrýindi allt, sem ég sagði og gerði. Eg keypti mér fallegan kjól. Hann var úr þykku, svörtu silki með litlum gylltum hnöppum og þunnri gylltri snúru til að hnýta saman í hálsmálinu. Mjög gott snið á háa og þrekvaxna konu sem mig. Eg burstaði hárið vand- lega, snyrti mig af kostgæfni og mér hitnaði, þegar Guy kinkaði kolli f viðurkenningarskyni, þegar ég gekk út í bílinn. 14 ANDLIT KONUNNAR Clare Breton Smith Kokkteilboð eru að mínu viti alltaf jafnleiðinleg. En Guy virt- ist aftur á móti skemmta sér kon- unglega og ég varð dálítið særð, þegar ég skildi, að hann ætlaðist til þess, að ég sæi sjálf um mig. Mér leizt ákaflega vel á land- stjórann og frú hans. Mjög vin- gjamleg og yfirlætislaus hjón, og þau gerðu það, sem í þeirra valdi stóð, til að mér gæti líðið eins og heima hjá mér. Landstjórinn var að segja mér frá því, þegar hann var í Kenya, þegar hann snögg- þagnaði allt f einu. í dyrunum stóð kona. Ef hún hafði viljandi hugsað sér að . vekja rækilega athygli með komu sinni, tókst henni þag til fulls. j Þetta var há, grönn kona með jþykkt, ljóst hár. Hún stóð þarna l’og brosti og eftirvæntingin ljóm- laði úr augum hennar. Það var | engu líkara en hún stæði á tánum, ' tilbúin að hefja sig til flugs . . . | Eg man ekki, í hverju hún var, man aðeins, að það var eilthvað grænt. Allt, sem ég man, var, að hún var fullkomin. Glæsileg, án þess að yera of skrautbúin, og það sama var ekki hægt að segja um allar konurnar, sem þarna voru. Eg rankaði við mér, þegar ég heyrði landstjórann skríkja: — Hún hefur þessi áhrif á okk- ur öll. Eg leit af konunni og spurði: Hver er hún? En ég vissi það, áður en hann svaraði: — Elisabeth Alden. Fyrsta hugsun mín var: Ótti ungfrú Abbyar er að minnsta kosti ástæðulaus. Þessi kona er mjög hamingju'Söm. Elisabeth sneri sér við og talaði til manns- ins, sem með henni var, hún brosti við honum og landstjórinn hvíslaði að mér: — Þetta er maðurinn hennar, Sylvester Alden. Skáld. Lukku- fugl — En ég þekki Elisabeth, sagði óg. — Eða ég ætti að gera það. Við vorum skólasystur. Þau komu yfir gólfið, Elisabeth aðeins á undan, hún brosti til þeirra, sem töluðu til hennar, veif- aði til annarra, en hún horfði á landstjórann, meðan hún ruddi ■sér braut til hans. — Telpan hefu rskínandi fagra framkomu, hvíslaði landstjórinn. Eg horfði á eiginmann Elisa- bethar. Hann sýndist vera ákaf- lega feiminn, eins og hann óskaði sér langt f burt. Hann beygði sig til að segja eitthvað við Elisa- bethu og ég tók eftir ljómanum, sem kom í augu hans, þegar hún brosti og klappaði honum á hönd- ina. — Nú er hún að segja honum. hvað hann sé myndarlegur, taut- aði iandstjórinn. — Hún segir allt af, að hann þvrfti að öðlast tneira sjálfstraust Maðir skyldi ekk ætla að það væri aauðsyniegt — ekki þegar honum hefur tekizt að vinna aðra eins stúlku og Elisa- beth er. — En hafði Sylvester unnið hana? Eg mundi það, sem ung- frú Abby hafði sagt mér. Kannski leið Sylvester svipað og mér gagnvart Guy. Að hann hefði kvænzt henni á fölskum forsend- um — kannski tilneyddur. Ef svo var, hafði ég alla samúð með honum. Þau voru rétt að koma til okkar ojfv landstjórinn hvíslaði hrað- mæltur: — Eg hugsa, að yður falli vel við hana. Eg vona, að þér verðið vinur hennar. Hún þarfnast þess sárlega. Elisabeth rétti fram höndina. — Eg bið innilega afsökunar, að við komum svona seint. Hún hafði , mjög fallega rödd, töfrandi. — En bíllinn, skiljið þér . . . Landstjórinn horfði alvörugef- I inn á hana og tók um hönd henn- ar. ! — Enga útúrdúra, Elisabeth. ! Svo fór hann að hlæja. — Játig heldur, að þér komuð vður ekki af stað í 'æka tíð. Elisabetb hló — eðlilegum, björtum hlátri. — Þér hafið rétt j fyrir yður, eins og fyrri daginn. Landstjórinn heilsaði Sylvester, sem roðnaði fyrst, fölnaði síðan og lirosti síðan feimnislegu en'mjög viðfelldnu brosi Hann hafði mik- •ð. dökkt hár Kannski viidi hann ekki klippa sig Landstjórinn hafði sagt, að hann væri skáid. / I — Frú Blandford, heyrði ég landstjórann segja. — Má ég kynna yður fyrir Elisabeth Ald- en, þótt þér hafið sagt mér . . . Elisabeth leit á mig dökkbláum augum. Hún hafði óvenjulöng augnhár. — Eg þekki andlit yðar, sagði hún hægt. — En ég . . . Eg brosti. — Við vorum í sama ■skóla, en . . . ég man ekki eftir þér og ég er viss um, að þú manst ekki ... , Andlit hennar ljómaði. — Nú man ég, þú ert Frances Upcott. Þú varst í efsta bekk, og þú varst alltaf svo vingjarnleg við okkur litlu börnin. — Var ég það? sagði ég hissa — Eg á bágt með að trúa því, mér fannst þið svo skclfing þrcvt andi. Landstjórinn hló við hlið mér. Svo sagði hann: — Jæja, Sylvester, leyfðu mér að kynna þig fyrir frú Blandford Hún og maður hennar munu búa : Mbabane nokkurn tíma. Vi’í'-* annast hana stundarkorn, ég þar'. að heilsa fleiri gestum. Eg leit á Sylvester og har.o brosti vandræðalega. — Get ég náð í nokkuð handa yður, frú . . . ? — Blandford, skaut EHsab*th lágt inn í. T f M I N V •’or Jí>63 --

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.