Tíminn - 13.01.1963, Blaðsíða 6

Tíminn - 13.01.1963, Blaðsíða 6
\ Eggert Stefanssors _, Rétt fyrir áramótin lézt á Ítalíu einn trúasti sonur, sem ísland hefur nokkru sinni átt, Eggert Stefánsson söngv- ari. Eggert lagði ungur leið sína út í heiminn og dvaldi erlend- is langdvölum, enda á beim tíma ekki vettvangur hér heima fyrir söngvara. Hann vann marga stóra listas:'gra og bar nafn lands síns víða. Eftir að hann hætti sem söngvari, dvaldi hann ýmist hér heima eða á Ítalíu, en kona hans var ítölsk Hún var mjög samhent manni sínum og leit á ísland sem annað föðurland. En Eggert átti aldrei nema eitt föðurland, þótt oft dveldi harnn fjarri þvl. Þótt hann hefði yfir sér fas og reisn heimsborgarans, var bað jafn an íslenzkur maður, sem kom til dyranna, þar sem Eggert fór. Sæmd íslands var hon- um fyrir öllu. í hinni snjöllu ævisögu, sem hann reit á efri árum, kemur þetta vel í ljós. Það kom þó betur í ljós í öilu fari hans og tali. ísland átti vissulega glæsilegan full- trúa, sem sómdi sér vel og kunni sig vel, þar sem Eggert var. Við fráfall Eggerts, er kvaddur einn sérstæðasti per- sónuleiki þeirrar merku ís- lenzku kynslóðar, sem kennd er við aldamótin seinustu. Ódrengskapurinn á Akranesi Blöð krata og kommúnista hafa nokkuð reynt að gera sér mat úr því, að átök hafa staðið yfir undanfariö milli Framsóknarmanna og Sjálf- stæðismanna í bæjarstjórn Hafnarfjarðar, en þessir aðil- ar tóku upp samstarf eftir bæjarstjórnarkosningarnar á siðastliðnu sumri. Mál bæjar- ins og bæjarfyrirtækja voru þá komin í mikið óefni eftir nokkurra ára samstari krata og kommúnista. Undanfarið hefur farið fram eins konar úttekt á Bæjarútgerð Hafnar- fjarðar og mun enginn lá Framsóknarmönnum þegar niðurstöðutölurnar verða birt ar, þótt þeir vildu freista þess að tryggja bæjarfélaginu nýja og bætta stjórn. Umrædd átök í Hafnarfirði hafa risið út af því, að Fram- sóknarmenn hafa ekki viljað una því, að Alþýðuflokks- manni var vikið úr starfi að þvl er virðist að ósekju. Fram sóknarmenn vilja ekki láta taka upp vinnubrögð svipuð þeim og Guðmundur í. Guð- mundsson viðhafði, er hann vék tveim mönnum úr varnar málanefnd eingöngu vegna þess, að þeir voru Framsókn- armenn. Allra sízt vilja Fram sóknarmenn taka upp þau vinnubrögð, sem kratar og Sjálfstæðismenn viðhöfðu á Akranesi er þeir viku Daníel Ágústínussyni úr bæjarstjóra- starfinu og létu sér ekki nægja að færa fyrir þvi póli- tísk rök, heldur reyndu um' leið að hafa af honum æruna með því að bera honum á brýn, að hann hefði dregið ranglega fé af munaðarlitlu fólki og gert sig sekan um ýmis önnur afglöp. Þegar mál- ið kom til dómstólanna, gáfu ust kratar og Sjálfstæðismenn upp við að halda þessum ásök unum til streitu og sýndu með því, að þær höfðu verið til- hæfulausar, enda dæmdi Hæstiréttur Daníel hærri miskabætur fyrir þennan áburð en áður eru dæmi um. Þetta er ljóst dæmi þess, hve langt vissir leiðtogar í Al- þýðuflokknum o*g Sjálfstæðis- flokknum geta gengið í því að reyna ekki aðeins að hafa at- vinnuna, heldur lika æruna af pólitískum andstæðingi, ef þeir telja hann sér hættuleg- an. Þetta sýnir jafnframt, hvert stjórrtarfarið yrði á landi hér, ef völd þessara flokka ykjust. Metaflinn og I landhelgin Hér í blaðinu var nýlega skýrt frá því, að heildarfisk- aflinn á síðastliðnu ári muni hafa numið um 750 þús tonn- um. Það er 19% aukning, mið að við 1961, og 48% aukning miðað við 1958. ' Þess ber að gæta, að þessi afli hefði orðið miklu meiri, ef togararnir og síldveiðiskip- in hefðu gengið stöðvunar- laust, e'ns og þau gerðu allt árið 1958. í stað þess. að svo væri, stöðvaðl stjórnarstefn- an togarana mánuðum sam- an og síidveiðiskipin vikum saman. Við það hlauzt afla- tjón, sem skiptir hundruðum milljóna króna. Margar ástæður eiga sínn þátt í því, að slíkur metafli varð hér á síðastl. ári. þrátt fyrir stöðvunaraðgerðir stjórn arstefnunnar. Þar kemur m.a. til greina árangur nýrrar veiðitækni og árangur hinnar miklu uppbyggi'ngar, sem átti sér stað fyrir tíð „viðreisnar- innar“. Þær hafa t.d skilað góðum arði á siðastl. ári fram kvæmdirnar á Austfjörðum, sem Framsóknarmenn voru mest áfelldir fyrir á sínum tima og m.a. voru notaðar til að sanna réttmæti kjördæma- byltingarinnar! Stærstan og mestan þátt 1 þessum metafla á þó vafa- laust útfærsla fiskveiðiland- helginnar 1958. Án hennar hefði árið 1961 ekki orðið slíkt metaflaár og raun ber vitni. Sigri snuio i uppgjof Árið 1958 mun jafnan verða talið merkilegt ár í sögu ís- lands vegna útfærslu fisk- HINN ÞEKKTI OG VINSÆLI LISTAMAÐUR, EGGERT STEFÁNSSON, söngvari lézt nýlega á Ítalíu og hefur verið jarðsettur þar. Minningarat. höfn um hann fer fram f Dómklrkjunni kl. 10,30 f. h. á morgun Nánar er vlkið á öðrum stað hér á siðunni að þessum sérstæða listamannl. — Myndin, sem hér fylgir, var tekin af Eggert og konu hans'^ Reykjavík fyrlr tveimur árum - -y. veiðilandhelginnar ýinstri stjórninni verður aldrei of- þakkað það verk er þá var unn ið. Þegar á átti að herða, vildi eirm .stjórnarflokkurinn. Alþýðnflokkurinn. skerast úr leik, en s tj ór na fand s|a ð a n, S.iálfstæðisflokkurii\n snerist gegn útfærslunni. Allt sumar ið 1958 rak hann áróður gegn henni og reyndi að telja er- lendum aðilum trú um. að hún væri runnin undan rifj- um kommúnista og þeir einir stæðu með henni. Samt hlaut útfærslan nær strax beina og óbeina viðurkenningu allra þjóða ,nema Breta. Það mátti ekki sizt þakka þátttöku okk- ar í Atlantshafsbandalaginu Bretar reyndu í fyrstu að beita okkur ofbeldi, án nokk- urs teljandi árangurs Þeir gáfust þvi upp við ofbeldis- aðgerðirnar fyrir Genfarráð- stefnuna 1960 og hefðu áreið- anlega ekki treyst sér til að hefja þær aftur, þótt beir létu sklna í það. Það var alveg rétt, sem Bjarni Benediktsson sagði á Alþingi í nóvember 1960, að íslendingar voru þá búnir að vinna fullan sigur í baráttunni fyrir 12 milun- um. Þeim mun hörmulegra var það, að núv. ríkisstjórn skyldl nokkrum mánuðum siðar, gefast upp fyrir Bretum og gera við þá samning, sem ekki aðeins veitti Bretum undan- þágur til að veiða næstu 3 ár- in innan fiskveiðilandhelginn ar, heldur einnig hindraði frekari útfærslu landhelginn- ar um ófyrirsjáanlegan tíma. Með þeim samningi var mikl- um sigri snúið í uppgjöf og undanhald. Bretar aftur komnir á stúfana Rúmlega eitt ár er þangað til, að undanþágur Breta til veiða innan fiskveiðilandhelg- innar, eiga að falla úr gildi. Bretar eru lika aftur komnir á stúfana og ætla bersýnilega ekki aðeins að fá þær fram- lengdar, heldur enn víðtækari réttindi. Nú á að smni að fara aðra leið en 1958 þegar ofbeldiö var sýnt grímulaust. Nú að brosa og bjóða. Nú fá íslendingar einir erlendra þjóða að bjóða út skuldabréfa lán í Bretlandi. íslenzku ráð- herrarnir virðast halda, að brezk stjórnarvöld séu svo óskaplega hrifin af „viðreisn- inni“, að þess vegna njóti ís- lendingar sérréttinda í Bret- landi. Þeir látast a.m.k. ekki þekkja þá reglu brezku íhalds stjórnarinnar, að þegar greiði er gerður, er ætlast til að greiði komi á móti. Eyjólfur K. Jónsson, rlt- stjóri Mbl., hefur hins vegar upplýst, Ávað fyrir Bretum vakir. Hann segir i Mbl eftir að hafa rætt við brezka valda- menn, að Bretar vilji ákafir fá ísland inn i EBE. Eyjólfur heldur í barnaskap sínum, að þessi ákafi Breta sé sprottinn af umhyggju fyrir íslending- um! Ákafi Breta stafar af því, að aðild eða aukaaðild íslands að EBE tryggir Bret- um ekki aðeins að undanþág- ur landhelgissamningsins verði framlengdar, heldur að þeir fái enn víðtækari réttindi til fiskveiða og fiskiðnaðar hér. UM MENN OG MÁLEFNI Á sagan að endurtaka sig? Það er bersýnilegt, að Eyj- ólfur K. Jónsson hefur talað af sér, þegar hann upplýsti þennan ákafa Breta Mbl. sagði næsta dag, að Bretum myndi ekki einu sinni detta í hug að fá undanþágurnar framlengdar hvað þá að nokkur íslendingur myndi fallast á það. Þettá væru bara hugarórar Tímamanna! Þetta munu Mbl. og önn- ur stjórnarblöð vafalaust end- urtaka fram yfir næstu þing- kosningar. Stjórnarflokkarnir muni ekki undir neinum kringumstæðum framlengja undanþágurnar, enda muni Bretum ekki einu sinni detta í hug að fá þær framlengd- ar! En hvers vegna vilja Bretar þá ákafir fá ísland inn í EBE? í þessum efnum er vissulega öruggara að byggja á reynsl- unni en fullyrðingum stjórn- arblaðanna. Og reynslan er þessi: Fyrir þingkosningar 1959 var því hátíðlega lofað af stjórnarflokkunum, að aldr ,ei skyldu þeir fallast á að leyfa veiðar erlendra tog"ára innan tólf mílna markanna. Nokkrum mánuðum síðar, voru þeir búnir að veita Bret- um undanþágur algerlega ótil neyddir, þar sem íslendingar ,yoru búnir að vinna fullan sigur í málinu, eins og Bjarni Benediktsson viðurkenndi í nóvember 1960. Það, sem hefur gerzt einu sinni, getur gerzt aftur. Stjórn arflokkunum er ekki betur treystandi til að halda orð sín nú en loforðin, sem þeir gáfu kjósendum 1959 Of mikill ábyrgðarhluti Það er augljóst, að metafl- inn í síðastl. ári rekur ekki sízt rætur til útfærslu fisk- veiðilandhelginnar 1958. Sú velmegun, sem þjóðin býr við í dag, er ekki sízt tólf mílna fiskveiðilandhelginni að þakka. Ef útlendingar fá ekki aðeins að halda þeim undan- þágum, sem þeir fengu 1961, heldur einnig aukin réttindi til fiskveiða við ísland og fiskiðnaðar á íslandi vegna aðildar okkar að EBE, þá væru beztu afkomumöguleik- um íslendinga stefnt í fyllsta voða. Hve lengi myndu fiski- stofnarnir þola þann ágang, sem þeir yrðu þá fyrir? Þjóðin hefur nú reynslu fyrir því hvernig það er að treysta á loforð stjórnar- flokkanna í landheígismál- inu. Sú reynsla sýnir sannar- lega að það er of mikill ábyrgð arhluti að ætla að láta þá fara með úrslitavald, þegar því verður ráðið til lykta hver afstaða okkar til EBE eigi að verða. Stjórnarflokkarnir hafa sýnt það, að þeim er ekki að treysta, þegar brezkur ákafi er annars vegar. 6 T f MIN N, sunnudaginn 13. janúar 1963 —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.