Tíminn - 13.01.1963, Blaðsíða 8

Tíminn - 13.01.1963, Blaðsíða 8
SOLMYRKVI I KINA SVEN LINDQVIST Enginn gengur þess dul- inn, að Kínaveldi með 500 milljónum sínum er mik- ið vald í heiminum og mun setja sinn svip á rás við- burða og heimsmyndina hina næstu áratugi. Augu manna beinast mjög þang- að um þessar mundir. Sænski rithöfundurinn Sven Lindqvist, sem er rúm lega þrítugur að aldri og hóf rithöfundarferil sinn 1955 með ritgerðasafninu „Ett förslag" og hefur síð- an sent frá sér bækurnar „Reklamen ar livsfarlig", „Hemmarsen" sem er bók um Rhodos og ritgerðasafn ið ,Praktika", hefur síðustu tvö eða þrjú árin dvalizt i Kína við háskólanám í Peking. Talið er, að hann hafi á þessum tíma aflað sér mjög haldgóðrar vitneskju um ástandið aust an kínverska múrsins, og að frásagnir hans muni vekja mikla athygli í hinum frjálsa heimi. Hann hefur nú ritað greinaflokk — alls níu greinar — sem forystu- blöð á Norðurlöndum og víðar um heim hafa fest kaup á og munu birta næstu vikur. í Svíþjóð hef- ur Dagens Nyhetar einka- rétt á greinum hans, í Bandaríkjunum er það „New York Times", í Bret- landi „Observer" í Dan- mörku „Politiken". Tíminn hefur nú samið um einkarétt til birtingar þessara greina hér á landi, og kemur hér hin fyrsta. Munu síðan birtast ein eða tvær greinar á viku hér í blaðinu, unz flokknum ^r lokið. Þær munu allar bera samheitið „Sólmyrkvi í Kína", eins og í. öðrum blöðum, þar sem þær birt- ast. Fullyrða má, að enginn Norðurlandabúi að minnsta kosti hafi eins trausta þekk Ástandið á þessu síðasta ári getur ekki talizt eðlilegt hinu nýja Kína og alls ekki hinni kommúnistisku ríkjasamstæðu í heild. í upphafi kommúnista- tímabilsins var eins flokks ein- ræði kunnuglegra í Kína en öðrum kommúnistalöndum, en nú í lok þessa tímabils er Kína að mörgu leyti „kapitalískara“ en önnur kommúnistaríki, með vott af frjálsum mar'kað'i, jarð rækt einstaklinga og einstak- lingsframtak á fleiri sviðum. A1 veg eins og kreppan í Banda- ríkjunum fyrr. á árum, afhjúp- ar kínverska kreppan ýmiss konar veikleika í undirstöðum efnahagskerfisins, en hún er ekki mælikvarði á framfara- möguleikana sé lengra litið fram i tímann. Margt bendir til þess, að Kínverjar séu nú komnir niður á botn kreppudals ins og séu á leið upp úr hon- um. Smátt og smátt munu okk ur því að líkindum taka að berast fregnir af meiri vel-, gengni og nýjum framförum. EINRÆÐIÐ Kommúnistalöndin rjóða stjórnmál sín hugsjónalegu sæt gliti. Stefnan er sett fram eins og hún sé studd og mótuð af eilífum og óbreytilegum megin lögmálum. Þess vegna halda margir, að „kommúnisminn" sé hinn sami alls staðar og á öll um timum. En einræði á ilskóm er ekki hið sama og einræði í járnstígvélum. Einræð'i í þétt- býlu landi er allt annað en eip- ræði í strjálbyggðu landi. Önn- ur kynslóð undir einræði skynj ar það á allt annan hátt en fyrsta kynslóð þess, og nú þeg- ar er svo komið, að fullur helm ingur kínversku þjóðarinnar á ekki neinar persónulegar minn ingar um árin fyrir 1944. Stjórnmál sósialistísku land- anna eru alveg eins ástands- bundin og okkar, og það er mikill munur á raunverulegu inntaki þeirra í þessum lönd- um. Kínverskir kommúnistar virðast um þessar mundir skipa sess Innsiglisvarðar kennisetn- I 'IIIHWIiMmillllMHI—■w—— ingu á Kína undir komm- únistastjórn og Sven Lind- qvist. Hann settist að í Pek- ing ásamt Cecilíu konu sinni fyrir hálfu þriðja ári og hóf að nema kínversku og lesa kínverskar bók- menntir við háskólann þar. En jafnframt náminu hef- ur hann fylgzt náið með stjórnmálunum og ferðazt um landið þvert og endi- langt. Um hæfileika hans og skarpskyggni til þess að dæma um það, sem fyrir hann ber við þessar aðstæð- ur, efast menn ekki. Traust þekking hans á stjórnmál- um vesturlanda gerir hon- um og hægan raunhæfan samanburð í greinaflokki bessum er =?S fá einhverja hina raunsönnustu mynd af Kínverianum, sem lifir ausf an við múrinn mikla. Höf- undurinn hefur tekið sjálf- ur miög góðar Ijósmyndir, sem fylgja greinum hans Mistök hinna göfugu eru eins og for- myrkvun sólar og mána. Ailir sjá þau, þeg- ar þau eiga sér stað og allir gleöjast, þeg- ar bætt er úr skák, segir gamalt máltæki kínverskrar heimspeki. Það var ekki að ástæöulausu, aö hinn kínverski ríkisleiðtogi, Liu Shaochi, vitnaöi til þessara orða í nýút- komnu rití sínu. Eftir mörg og stór framfara- skref hefur kínverski kommúnistaflokkur- inn leitf þjóðina út í efnahagskreppu, og það hefur líka orðið honum álitskreppa með þjóðinni. Það er þessí sólmyrkvi, sem ég mun reyna að lýsa í eftirfarandi greinum um Kína. Hvernig er það að búa við kommúnista- skipulag? Þessi spurning mun vakna hjá mörgum lesendum, og þeir munu vænta svars í greinum mínum. Ég á því á hættu að leiða fram vinsæiar, andkomúnistískar venjuhug- myndir, ef ég gæti þess ekki að koma til móts við nærtækustu skýringar á frásögn minni. Sven Lindqvist inganna. En í umgerð þess- arar ströngu kenningar hefur þeim þó tekizt — á þeim tíma sem ég dvaldist í Kína — að fara nær fullkomna, pólitíska kollsteypu. Meginaðtferð'ir og stofnanir eru að vísu alltaf hin- ar sömu, satt er það. En þeir þættir, sem mestu ráða um það, hvernig það er að búa við kommúnistískt skipulag, eru háð'ir mjög hröðum breytingum. Þær stjórnmálasveiflur, sem orðið hafa í KLna hin síðustu ár, mundu hafa haft kosning- ar og stjórnarskiptj í för með sér í vestrænum löndum. En Kínverjar hafa tekið þessar sveiflur, án þess að þær sæj- ust á ytra borði, og hugmynd- in um frjálsar kosningar hefur aldrei skotið upp kolli, ekki einu sinni í einkasamtölum. Þar með er þó ekki sagt, að skoðanir almennings séu ger- samlega áhrifalausar. Það er þvert á móti ástæða til þess að telja það ekki innantóm orð þeg ar kommúnistaflokkurinn hvet- ur menn sína til þess að hlýð'a og þjóna almenningi. Jafnvel brúðkaupssiðir eru ekki einhlítir til þess að tryggja ástinni frjálsa kosningu. Mað- ur getur svo sem' sett dæmið upp þannig, að fimm karlmenn séu leiddir upp að altari með einni konu, og presturinn spyrji hana, hvern þeirra hún kjósi sér. Ef hún vildi engan þeirra og yrði samt að kjósa sér einhvern þeirra, væri kosn- ingin ekki frjáls. Eftir öllum siðareglum á brúðurin aðeins að játa eða neita einum. Neit- un er nær óhugsandi, þar sem ákvörð'unin hefur verið tekin löngu áður. Svarið, sem prest- urinn fær, er aðeins hátíðleg og opinber staðfesting á fyrri ákvörðun. Þessi líking er röng að ýmsu leyti, en hún leiðir hugann að því, sem gerist í opinberum kosningum. í traustu lýðræði eins og hjá okkur, þekkja flokks forystumenn kjósendur sína mjög vel. Þeir leggja málin þannig fyrir, gera slíkar stefnu- skrár og bjóða fram slíka menn, að mjög sjaldan verða niður- stöður kosninganna óvæntar. f öreigaeinræðinu er séð svo um með stjórnarlögum, að engar óvæn'.ar niðurstöður geti átt sér stað. Það er með öliu óhugs andi, að kínversk samkunda : ' ' • M&m ....... KINVERSKI MURINN T f MIN N, sunnudaginn 13. janúar 1963

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.