Alþýðublaðið - 09.02.1940, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 09.02.1940, Blaðsíða 2
FöstfuÐÁGUR 9. FEBR. 1940. ALK»ÝÐU6LAÐIÐ I.C.AN DÉJR/’EN Ljóti andarunginn. 29) Þarna lá hann í tvo daga, og þá komu þangað tvær villlgæsir. Og það var ekki langt síðan þær komu úr egginu. 30) — Hlustaðu nú á, félagi, sögðu þær — þú ert svo ljótur, að okkur lízt vel á þig. Langar þig til að koma með og verða farfugl? Hérna skammt frá eru nokkrar villigæsir, allt saman ungfrúr. Þar ættirðu heima. 31) Þá heyrðist allt í einu skot og báðar gæsirnar duttu dauðar niður — og aítur heyðist skot . . . . ? Orðsending § til kaupenda út um land. Munið, að Alþýðublaðið á að greiðast fyrirfram ársfjórðungslega. — Sendið greiðslur yðar á réttum gjalddögum, svo sending blaðsins truf-1- ist ekki vegna greiðslufalls. Þeir, sem óska, geta fengið blaðverðið krafið með póstkröfu. 0r<3> UMRÆÐUEFNI Póstferðir 9/2 1940. Frá R: Mosfellsv.eitar-. Kjal- arness-, Reykjaness-, Ölfuss- og Flóapóstar. Hafnarfjörður, Snæ fellsnesspóstur, Breiðafjarðar- póstur, Rangárvallasýslupóstur, V estur-Skaf taf ellssýslupóstur, Austur-Skaftafellssýslupóstur, Akranes, Borgarnes. Til R: Mosfellssveitar-, Kjalarness-, Reykjaness-, Ölfuss- og Flóa- póstar. Hafnarfjörður, Snæfells- nesspóstur, Akranes, Borgar- nes, Breiðafjarðarpóstur. Auglýsið í Alþýðublaðinu! Einkennileg og leiðinleg bréf frá geðveikum manni(?) — Hvað fer mikið af verðhækk- un mjólkurinnar til bænd- anna? Talstöðvar í báta. Bréf frá Flateyri. Matgjaf- irnar í barnaskólunum. —o— ATHUGANIR HANNESAR Á HORNINU. —o— ARGIR, sem hafa misst ást- vini sína undanfariS, hafa fengið alleinkennileg: nafnlaus bréf með lýsingum á því, hvernig dauðamörk skuli ráða. Eru bréf þessi send í pósti og virðist farið eftir auglýsingum í blöðum, því að þeir, sem aðeins láta standa undir dánartilkynningum „Vinir og vandamenn“ o. s. frv. fá ekkert béf. Þessi bréf eru hvimleið og er varla hægt að álíta annað en að þau séu skrifuð af geðveikum manni eða konu, sem gengur í sí- felldum ótta við kviksetningu. Það er ástæðulaust að þola þessar bréfaskriftir til lengdar, því að það hlýtur með rannsókn að vera hægt að komast að því, hver bréfritarinn er. AF TILEFNI ummæla verka- manns í bréfi til mín, er birtist í þriðjudagsblaðinu, þar sem segir, að rnjólkurhækkuriin fari mest í „milliliðagróða“. og enn fremur vegna ítrekaðra fyrirspurna um þetta efni snéri ég mér til Jóns Brynjólfssonar, skrifstofustjóra Mjólkursamsölunnar, og bað hann upplýsa, hve mikið af síðustu mjólkurhækkun færi til framleið- enda. JÓN BRYNJÓLFSSON segir: „Síðastliðið ár nam innvegið mjólkurmagn verðjöfnunarsvæðis- ins röskum 15 milljónum lítra. Rétt. liðlega % hluti þess seldist sem neyzlumjólk. Þessu mega menn ekki rugla saman, því það er selda mjólkin, sem neytendur greiða, en innvegna mjólkin, sem framleiðendur fá greidda. Dæmið er þá þannig: Hækkun til neytenda: Seld mjólk 5 millj. lítrar á 4 aura 200 þús. kr. Hækkun til framl.: Innv. mjólk 15 millj. ltr. á 1 eyri 150 —• •— Mismunurinn er þá 50 —• ■— — eða 1 eyrir pr. ltr. á selda mjólk, sem við skulum til að byrja með segja að fari til Samsölunnar.'1 „NÚ ERU ÞETTA EKKI ná- kvæmar tölur, þegar um síðastlið- ið ár er að ræða, þær liggja ekki enn fyrir. Mjólkurmagnið mun DAGSÍNS. vera nokkru hærra bæði af seldri og innveginni mjólk, en hlutföllin munu vera svipuð þessu. Dæmið set ég aðeins upp svo þetta verði mönnum ljósara. Það er líka yfir- standandi ár, sem hér skiptir máli, og ef hlutföllin milli sölu og neyzlumjólkur haldast hin sömu og á s.l. ári, fá framleiðendur ca. 3 aura af síðustu hækkun, en Sam- salan ca. 1. En þeir ca. ý aurar, sem framleiðendur fá af hækkun neyzlumjólkurinnar, verða 1 eyrir þegar þeim er deilt niður á allt innvigtaða mjólkurmagnið. Þetta athuga menn ekki strax, en verður augljóst hverjum manni þegar öll kurl koma til grafar.'" „ÞÁ FÆR SAMSALAN 1 eyri í „milliliðagróða", munu menn segja, eftir trú béfritara þíns. En það er heldur ekki rétt, því um engan milliliðagróða getur orðið að ræða með núverandi skipulagi. Samsalan heldur að vísu eftir á- kveðnum hluta af verði þeirra vara, sem hún selur fyrir mjólk- urbúin, en hún skilar þeim hluta aftur til verðjöfnunarsjóðs, er ekki íer til greiðslu reksturskostnaðar hennar, en þaðan fer hann til framleiðenda til verðuppbóta á vinnsluvöru. Næstliðið ár nam slíkur afgangur um 300 þús. krón- um, eins og Alþbl. skýrði frá á sínum tíma. Og áður en langt um líður verður opinbert hver hann hefir orðið s.l. ár, því reikningar skipulagsins eru opinberir." H. H. Á FLATEYRI skrifar mér á þessa leið: „Nú eru það talstöðv- arnar í fiskibátana okkar, sem ég vildi tala um. Hér var á síðastiðn- um vetri sótt um að fá talstöðvar í þrjá báta, en hafa ekki fengizt enn, Nú má vel vera að erfiðleik- ar séu á að fá slíkar stöðvar, og margir, sem um sækja, en síðan hefir þó fengizt talstöð í bát, sem þá var ekki farið að smíða! Eftir því sem þeir menn, er um þessi mál fjalla, segja, eru umsóknir af- greiddar í réttri röð, en er hægt að sækja um talstöð í bát, sem enn er ekki hafin smíði á?“ „ANNARS VIRÐIST sem margt mætti betur fara um öflun þess- ara talstöðva, jafn nauðsynlegar og þær eru. Leiga eftir talstöð, lampa- og rafgeymalausa, mun vera kr. 120,00 á ári, eftir því'sem mér er sagt. Viðtæki og alla uppsetningu verður svo leigjandi að annast, og er mér sagt að það muni nema um kr. 860,00. Að vísu er ég ekki fróður maður um þessa hluti, en þó finnst mér að þessi tæki hlyti að vera hægt að fá með aðgengi- legri kjörum. En ef svo væri, að hér væri allt að því um okur að ræða, þá finnst mér að slíkt ætti ekki að líðast lengur." „ÞESSA DAGANA er verið að safna fé til þess að björgunarskip- ið Sæbjörg þurfi ekki að liggja í höfn, og er það vel. En nú er það svo, að sá veit bezt hvar skórinn kreppir, sem hann ber á fætinum, og á hvern hátt myndi fyrr komið hjálparbeiðnum til björgunarskips en þann, að hægt væri að senda boðin beint -frá þeim bát, sem hjálparþurfi er? Auk þess getur talstöðin oft komið í veg fyrir lóðatöp eins og nýlega kom í ljós hér. Bátur hafði misst af lóðum sínum í dimmviðri, en með sam- tali og samanburði við annan bát tókst að finna lóðirnar. Fleiri slík dæmi hafa sjómenn hér sagt mér. Það virðist því ekki að ófyrir- synju, að gert væri það, sem hægt er til þess að létta undir með út- vegun þessara tækja, og að minnsta kosti að alls ekki væri um að ræða óeðlileg útgjöld í því sambandi." „MÉR VIRÐIST sem það myndi ekki vera styzta skreíið í slysa- varnamólum okkar, ef bátar al- mennt hefðu talstöðvar, en yfir- leitt mun útkoma bátaútgerðarinn- ar ekki hafa verið svo undanfarið, að henni sé ekki þöf á að öllum gjöldum sé sem mest í hóf stillt, jafnvel þeim allra nauðsynlegustu, en til þeirra munu margir sjó- menn telja kostnaðinn við talstöðv- arnar. Þetta vildi ég biðja þig að flytja þeim, sem fyrir þessum mál- um ráða, en það mun vera fyrst og fremst stjórn lándsins. Og þetta er það almenna álit sjómanna, sem ég hefi kynnst af viðtali við þá hér." „FORVITINN" skrifar mér: „Brauðgjafirnar í skólunum eru ekki byrjaðar ennþá. Þessa dag- ana hefir farlð fram athugun á því, hverjir væru hinir verðugu, og í morgun varð ég áskynja að nú ættu þær að hefjast á næstunni. En kynlega kemur mér það fyrir sjónir, að menn, sem eiga 5 og 6 börn og hafa litlar tekjur, þeim er neitað um brauð handa börnun- um sínum, en menn með 1000,00 króna útsvar, er eiga 1—2 börn, þeir fá brauð handa sínum börn- um. Getur þú frætt mig á því, Hannes minn, af hveju þetta staf- ar? Ég hélt að þeir, sem hefðu litlar eða engar tekjur, gengju fyrir, en það er víst einhver önn- ur leið, sem farið er eftir." BRÉF ÞETTA er skrifað áður en brauðgjafirnar byrjuðu. Þær byrj- uðu 1. þ. m. Umsóknir um matinn eru oft mjög ófullkomnar. Mæður hafa oft skrifað þær, án þess að nefna nafn manns síns. Þetta skap- ar skrifstofunni mikla erfiðleika og hlýtur að koma niður á börn- unum. Nú er verið að athuga þessi mál og daglega fjölgar börnum í skólunum, sem fá mat þar. Hannes á horninw. Upprnni Finna. Alþýðublaðinu hefir borizt eftirfarancíi grein frá Ólafj Hanssyni sögukennara vk) Menntaskólann. NN 8. febr. stóð í „Þjóð- viljanum" þessi klausa: „Það er vitanlegt þeim, sem um mannfræði hugsa, að Finnar eru af mongólsku kyni og tunga þeirra af mongólskum upp- runa.“ Þetta er hvorttveggja al- rangt, og er því ekki úr vegi að drepa lítilsháttar á þessi at- riði. Segja má að vísu, að þeir, sem í „Þjóðviljann-í rita, hafi nokkra afsökun, þar sem svip- aðar kenningar hafa til skamms tíma verið bornar fram í ís- lenzkum kennslubókum. Mér er annars ekki grunlaust um, að skriffinnum „Þjóðviljans" sé ekki ljós munurinn á kynflokk- um og tungumálaflökkum. Slík- ur misskilningur kom fram hjá Halldóri Kiljan Laxness í grein, sem hann ritaði í ,.Eimreiðina“ fyrir nokkrum árum. Sagði hann þar, að Hitler væri „slaf- neskrar og rómanskrar tegund- ar“ og notar því nöfn tungu; málaflokkanna eins og um kyn- flokka væri að ræða. Var sú firra rækilega rekin ofan í hann af Jak. J. Smára. Kynflokkur er flokkur manna, sem hefir ýmis svipuð ytri einkenni, t. d. lík- amshæð, höfuðlag, háralit, augnalit o. s. frv. Með nær því hverri einustu þjóð heimsins eru menn af ýmsum kynflokk- um. Takmörkin milii kynflokk- anna eru oft mjög óglögg. íbú- um Evrópu er skipt í nokkra kynflokka, t. d. noræna kyn- flokkinn, Miðjarðarhafskyn- flokkinn o. fl„ en sú skipting fellur engan veginn saman við skiptinguna í tungumálaflokka Frh. á 4, sfðu. Sigufður Einarsson: Preifaö til neðalkaflans. AÞINGI Svíþjóðar og hinu nýsetta þingi Noregs hafa tveir atburðir gerzt mjög eftir- tektarverðir hvor á sínum stað og sem reyndar hafa vakið at- hygli langt út fyrir hinn þrönga hring Norðurlandanna. Tveir af merkustu stjórnmálamönnum Norðurlandanna, Rickard Sand- ler, fyrrverandi utanríkismála- ráðherra Svía, og Hambro, stórþingsforseti, sem um margra ára skeið hefir verið fulltrúi Norðmanna á þingum Þjóðabandalagsins, hafa báðir kveðið við nokkuð annan tón heldur en hina opinberlegu viðurkenndu stefnu Norður- landanna með tilliti til styrjald- arinnar í Finnlandi. Það er nú orðið augljóst mál, að Sandler. fór úr ríkisstjórn Per Albin Hansson af því, að hann greindi á við forsætisráð- herrann um það, að hann vildi láta Svíþjóð veita Finnum vopnaðan stuðning. Hann trúði því ekki, að Svíþjóð væri óhætt fyrir árásum Rússa, ef þeim tækist að brjóta Finnland á bak aftur. Hann taldi, að hlutleysi Svíþjóðar, sem hún sýnir nú í styrjöldinni mundi verða einsk- is metið af Rússum, þar sem al- menningur í landinu hefir látið í ljós svo djúpa samúð með Finnlandi. Hann taldi að lok- um, að með þessari vinsamlegu afstöðu sinni, sem þó er ekki fullur stuðningur, skapi Svíþjóð sér alla þá áhættu, sem af full- um stuðningi geti leitt, en ekk- ert af því öryggi, sem af honum mætti leiða. Ómögulegt er að segja um það með neinni vissu, hve víð- tæk ítök þessi skoðun Sandlers á meðal Svía, en benda má á ummæli eins af merkari blöð- um Svía, sem voru á þá leið, að þetta viðhorf ætti sér fleiri tals- menn en stjórnin léti sér til hugar koma. Og þetta er ekki af því, að Svíar séu nú allt í einu orðnir herskárri heldur en þeir áður hafa verið, heldur skynja menn þetta sem einu vonina um öryggi, frelsi og sjálfstæði. Ekki getur það dulizt, að ná- kvæmlega hið sama vakti fyrir Hambro stórþingsforseta í um- ræðunum um hásætisræðu kon- ungs. Hann hafði út af fyrir sig ekkert að athuga við yfirlýsta hlutleysisstefnu landsins, en það vakti fyrir honum, að á vissum augnablikum gæti þetta hlutleysi þýtt sama sem það, að bíða dauðans hjálparlaus og vinarlaus. Enginn vafi er á því, að sú áhyggja sverfur nú fast- ar og fastar að mörgum hugs- andi mönnum á Norðurlöndum. Ég skrifaði snemma í haust grein í vikublað hér í bænum og dró upp mynd af Evrópu eins og hún lítur út eftir óska- korti Stalins og Hitlers. Á for- síðu blaðsins gerum við okkur það til gamans að láta prenta slíkt kort af Evrópu, og þá er Rússland búið að leggja undir sig Finnland, námahéruðin í Norður-Svíþjóð og norðanverð- an Noreg með höfnum út að At- lantshafi, en Þýzkaland hefir þegar það sá, hvað verða vildi í Skandínavíu, tekið Danmörku í vernd sína til þess að tryggja sér aðgang að sundunum og inn- siglingu í Eystrasalt. Þetta þótti sumum djarflega ályktað þá, en sleitulaus fjandskapur Rúss- lands í garð Norðurlandanna undanfarið, sem nálgast jafnvel hótanir um hernaðarlegar árás- ir, ef Rússland fái aðstöðu og bolmagn til, sýna það betur og betur, að hér er um möguleika að ræða, sem menn verða að gera sér grein fyrir í alvöru. Og það er þessi yfirvoíandi hætta, sem ráðið hefir afstöðu þeirra Hambros og Sandlers. Heldur efla Finnland til mótstöðu með öllum fórnum, sem það kostar, áður en það er um seinan, held- ur en að bíða óvinarins fáliðað- ur við eigin garð. Ég býst við að óhætt sé að fullyrða, að þessi skoðun eigi sér einnig sterkari ítök í Noregi en almenningur er farinn að gera sér fulla grein fyrir. Ég ræð það meðal annars af ýmsu, sem fram kemur í blöðum og tímaritum. Til dæmis skrifar prófessor Jakob S. Worm Mull- er, ritstjóri norska tímaritsins „Samtiden", einn af glögg- skyggnustu blaðamönnum Norð manna, forustugrein um þessi mál í desemberhefti ritsins og kveður eiginlega fyrr upp úr með þetta viðhorf áður en þeir Sandler og Hambro höfðu gert það. Hann byrjar grein sína: „Finnland og vi“, með þessari tilvitnun í Schiller: „Das eben ist der Fluch der bösen Tat dasz sie, fortzeugend, immer Böses muss gebáren," það er bölvun hins illa verknaðar, að hann hlýtur sífellt að fæða af sér ný illvirki. Síðan heldur Jakob S. Worm Miiller áfram á þessa leið: Þessi orð Schillers úr leik- riti hans um þrjátíu ára styrj- öldina hafa í dag orðið ægilegur veruleiki með okkur. Vér sáum fyrsta ávöxtinn af þýzk-rúss- neska sáttmálanum 1 árás Sov- ét-Rússlands að baki hinni pólsku þjóð, þegar hún var stödd í ítrustu neyð. Svo kom röðin að Eystrasaltsríkjunum, sem Rússland undirokaði svo, að það hefir nú stöðvar til árása á Norðurlöndum. Og nú sjáum vér einmitt þessa dagana, að það, sem í raun og veru skeði samninganóttina góðu í Kreml, var það, að nazisminn fram- seldi hinn norræna mann, sem áður var honum tákn kyngöfgi sinnar, í hendur bolsivismans, það er að segja, hinnar rúss- nesku undirokunar- og heimsyf- irdrottnunarstefnu. Það er margt áþekkt og skylt í frelsis- baráttu vorri og finnsku þjóð- arinnar. Hinir undurfögru söngvar Runebergs um þjóðina, sem hungraði og kól, en gekk með sigur af hólmi, hafa blásið eldmóði í æsku vora í ,barátt- unni fyrir fullu sjálfstæði voru. Þjáningar Finnlands og hin hetjulega barátta þeirra undir harðstjórn Bobrikoff sýndi oss hversu ómetanleg' gæði frelsið var. í kvæðum Björnssons brauzt fram allur harmur þjóð- ar vorrar yfir ranglætinu. Orð hans skera enn þann dag í dag þvert í gegnum misskilið and- legt hlutleysi, sem vel getur orðíð oss til glötunar: Og vet I, hvad ligger i rábet? Det stille, det lyse i viljen, som samlede folkefamilien, de dræper. De dræper jo hábet. De dræper — gid böddel’n forstod det! — de dræper det innerste inne i livstrádens fineste tvinne om Gud — som det evige gode. Þess vegna fundum vér til heitrar og innilegrar gleði þeg- ar Finnland reis upp sem sjálf- stætt ríki, sem fjórða frjálsa þjóðin á Norðurlöndum. Vér dáðumst að hinum ungu hetj- um þeirra í frelsisbaráttunni, þó að sjálf borgarastyrjöldin væri oss sorgarefni. Þessi tilfinning er ennþá sterkari 1 dag. Hófsemi og festa finnsku þjóðarinnar 1 samning- um, virðuleikur hennar undir hinum svívirðilegustu árásum og getsökum, ró hennar og kjarkur í dauða hættunnar, hreysti hennar í baráttunni við ofureflið, allt er þetta lýsandi fyrirmynd fyrir allar smáþjóð- ir og fyrir alla veröldina. Bar- átta Finnlands fyrir frelsi, lýð- ræði og friði er sú hugsjónar- barátta, sem þessi heimsstyrjöld snýst um. Finnland berst vorri baráttu, sem vér ef til vill verð- um sjálfir að lokum að berjast ekki aðeins með hugsjónum, heldur með blóði voru. Hið lítilmótlega hlutvark á- /

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.