Tíminn - 22.01.1963, Blaðsíða 2

Tíminn - 22.01.1963, Blaðsíða 2
 GIFTA EKKIVANFÆRAR EOA FRASKILDAR KONIIR í Svíþjóð neita prestar nú orð- ið að gifta barnshafandi konur eða fráskiidar. Sóknarpresturinn í Nar á Gautlandi, Karl Erik Jo- hansson, krefst þess, að fá að vita, hvort hjónaleysi, sem til hans leita eigi von á barni, eða hvort þau hafi yfirieitt haft nokkur kynferðisleg mök fyrir hjónabandið. Ef svo er, þá neit- ar hann að láta brúðinni brúðar- kransinn í té, en hann er eign kirkjunnar. , Brúð'arkransinn var gefinn kirkjunni áriff 1956 af kvenfélagi sóknarinnar, en það hafði safnað peningum fyrir honum með kaffi sölu. Almenn óánægja ríkir nú í Nar vegna framkomu prestsins, og unga fólkið vill helzt ekkert tala við prestinn um lýsingar. Það kærir sig ekkí um að vera yfirheyrt um kynferðismál sín. — Yfirheyrslur, sagði Johans- son undrundi, þegar hann var ásakaður um þetta. Eg tala auð- vitað um tilgang hjónabandsins við hjónaleysin, sem til mín koma, og ef þau vilja fá brúðar- kransinn lánaðan, geri ég auð- vitað mínar kröfur. Eg set það skilyrði, að þau hafi ekki lifað saman sem hjón, áður en þau eru gift. Stig Hansson, prestur í Biám- aregárdensókn í Gautaborg, vildi ekki gifta unga elskendur, sem leituðu til hans, þar sem konan var barnshafandi, og þau voru bæð'i fráskilin. Konan, sem er 25 ára gömul fékk taugaáfall við þessi mól.mæli. Annars sagði Hanson mundi geta gift þau með góðri sam- vizku, ef þau gengju til bæna með honum og bæðu guð fyr- irgefningar. — Mér finnst að ég sem prest- ur verffi að fylgja orðum biblí- unnar, segir Hansson. Þess vegna vitnaði ég í orð Jesú þar sem hann segir, að hver sá, sem skil- ur við konu sína af einhverjum ástæðum valdi um leið hjúskap- arbroti gagnvart henni. Og sá, sem gangi að eiga fráskilda konu, fremji einnig hjúskaparbrot. Samkvæmt framburði konunn- ar spurffi presturinn hana einn- ig, hvort hún hefði drýgt hór í fyrra hjónabandi sínu, og hvort það hefði verið ástæðan fyrir skilnaðinum. Konan átti eitt barn í fyrra hjónabandi, en upp úr því slitnaði fyrir einu og hálfu ári. . Móðir konunnar hringdi í ann- an prest í Gautaborg, og var hann undir eins fús til að taka að sér vígsluna. Móðirin hringdi einnig í biskupinn Bo Giertz og sagði honum frá framkomu Hans sons. Biskupinn var á þeirri skoð un að Hansson hefði í alla staði komið rétt fram. — Sóknarpresturinn hefur komið fram, eins og hver skyldu- rækinn prestur ætti að gera, sagði biskupinn meðal annars. Það kærir sig enginn um að prest arnir séu eingöngu tæki, sem Framhaia a 13 síðu SOPHIA LOREN — tatarastúlkan ANITA EKBERG — auglýslng fyrlr mjólk ROMY SCHNEIDER — stundar símavændl „Boccaccio 70“ italska kvi'kmyndin Boccaccio 70, vaktj einna mesta athygli og hneykslun á kvikmyndahótíðinni í Cannes á síðasta ári. Ekk'i var það þq myndin sjálf, sem olli þessu, heldur kringumstæffurn- ar, sem myndin var sýnd við. ítalskir blaðamenm reiddust háttalagi frumsýningargesta svo mjög, að þeir neituðu visvitandi heimboði frá Sophiu Loren og Carlo Ponti í sambandi við frum sýningu myndarinnar. Þegar þar að kemur, að Boccaccio 70 verffur sýnd hér, munum við aðeins sjá þrjá hluta hennar, en það er eins og hún var sýnd í Cannes. Framleiðandi myndarinnar klippti nefnilega upp á eigin á- byrgð burt þann hluta kvikmynd arinnar, sem ítalski leikstjórinn Monicelli stjórnaði. Hvort hans hluj.i var betri eða verri, en þeir Vittorio de Sica, Fellinio og Viscontis, er ekki gott að segja. En þrátt fyrir umsitangið í kringum frumsýningu myndar- innar fer ekki hjá því, að sú spurming vakni, hvort framleið- andinn hafi rétt til að gera hvað sem honum þóknast við þá vinnu, sem hann stendur á bak við. Leiikkonurnar, sem fram koma í þessum þr&mur hlutum mynd- arinnar eru Sophia Loren, Anita Ekberg bg Romy Sohneider. Sophia Loren leikur'léttlynda stúlku, sem ferðast um með tatarahyski. Og á mjrkaffstorgi er hún höfð fyrir verfflaun þeim til handa, sem flest mörk skorar í skotkeppninni. Spurningin er bara sú, hvort þetta sé ósiðsam- legt, eða hvort gerðir hennar stjórnast af ást á þriðja aðila. Anita Ekberg leikur aftur að þessu sinni undir stjóm Fellinis, en síðast unnu þau saman í kvik myndinni La Dolce Vita. Þessi sænska kynbomba leikur stúlku, sem auglýsir mjólk. Hún er fag urlega máluð á auglýsinga- spjaldi, en verður skyndilega gædd lífi og stígur niður af spjaldinu. í þriðja og síðasta hluta leik ur austurríska leikkonan Romy Schneider stúlku, sem stundar símavændi í sams konar um- hverfi og La Dolce Vita var tek- in í. myndinni, úr vaxl. Þær komu til Kaupmannahafnar frá Róm, en þar hafðl italski listamaðurinn Giovani Rosa skapað þær af miklum hag- lelk, eins og sjá má. Þelm var ekki mjög kalt, þó fáklæddar væru, en vafasamt er, hvort þær hefðu fengið aðgang að Tívolí svona búnar. SKRIFSTOFUSTÚLKA Dugleg skrifstofustúlka óskasi til starfa í skrif- stofu okkar að Skúlagötu 20. Viðkoinandi þarf að hafa nokkra æfingu í meðferð helztu skrifstofu- véla. Góð vinnuskilyrði. Nánari upplýsingar í skrifstofunni, Skúlagötu 20. Sláturfélag Suðurlands | Stefnan í skatta- málum .Mbl. heldur í sífellu áfram að vegE'ama ,,skattalækkanir“ núverandi ríkisstjórnar og seg- ir, að fólk finnj nú greinilega fyrir breytingu til hins betra í þessum efnum o>g þetta sé nú eitthvað annað en skattráns- stefnan hans Eysteins JónssOin- ar. Eysteinn Jónsson hafi allt- af verið með skattránssvipuna á Iofti. Sbal þetta nú athugað nokkru nánar. 1950—1958 Eysteinn Jónsson var fjár- málaráðherra á árunum 1950 til 1958. Á þessu tímabili voru einmitt gerðar mjög mikils- verðar breytingar á skattalög- um. Á þessu tímabili voru bein. ir skattar lækkaðir jafnt og þétt og þær breytingar einkum miðaðiar við að Iétta á þeim, sem minnst skattþol höfðu. 1950 var t.d. lögfest lækkun skatta á lágtekjum. Árið 1954 voru sett hin merku lög um skattfrelsi siparifjár. Það sama ár var tekjuskattur annarra en féia.ga lækkaður stórkostloga eða um 29% að me'ðaltali. Fiskimenn fengu þá ný frá- dráttarhlunnindi og söinuleiðis giftar konur, sem leggja í kostnað vegna vinnu utan heim ilis. 1956 var svo tekjuskatts- viðauki félaga felldur niður. 1957 var enn lækkaður skatt- ur á lágtekjum og aukinn skatt frádráttur til handa skipverj- um á fiskiskipum. 1958 var svo sett ný löggjöf um sfeattgreiðsl- ur félaga, þar sem stighækk- andi skattur á þeim var afnum inn en lögfest jafnt skattgjald af skattskyldum tekjum félaga. Þá var og enn lækkaður skatt- ur á lágtekjum einstaklinga og aukinn enn sérstakur frá- dráttur fiskimanna ag enn fremur leyfður meiri frádrátt: ur á Iífeyrisiðgjöldum manna en áður var. 1958 var einnig sett merk löggjöf um skatta- Imái hjóna, þar sem sérákvæði eru lögleidd, þegar svo stendur á, að bæði hjónin vinna fyriT - skattskyldum tekjum. Eins og fnam kemur af þessu stutta yf- m irliti, hafa beinir skattar ríkis- sjóðs vcrið lækkaðir stórkost- lega á þcssu tímabili undir forustu Eysteins Jónssonar. Skrif Mbl. um „skattráns stefnu" Eysteins Jónssonar er því marklaust hjal. Hvernig er þaö hjá Gunnari? Kannski skattaralr hafi lækk að svo mikið hjá Gunnari Thor- oddsen? Skiattstigarnir voru reyndar lækkaðir nokkuð 1960 en í staðinn teknir upp ínarg- faldir söluskattar, sem leigigjast því þyngra á menn, sem þeir hafa fyrir fleirum að sjá. Skatt álögur ríkisins hafa auk- izt um 23% í tíð Gunnars Thor oddsen. Vegna hinnar miklu verðrýrnunar krónunnar, og þar sem skattstigar eru bundn- ir við krónutölu, hafa skv. Hagtíðindum beinir skattar vísitölufjölskyldunnar af þeim tekjum, sem henni eru áætlað- ar nauðsynlegar til að lifa mannsæmandi lífi, liækkað. Vísitölufjölskyldian verður að greiða stærri hluta af tckjum sínum j beina skatta nú en hún þurfti 1958 og 1959 o>g svo alla súpuna af óbeinu sköttunum að auki. — Það er því ekki nema von, að Mbl. telji sig þurfa að væna Eystein Jóns- Framhald á 13. síðu 2 T f M IN N, þriðjudagiim 22. janúar 1963 —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.