Alþýðublaðið - 15.03.1940, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 15.03.1940, Blaðsíða 2
ALÞY0UBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 19. MARZ 1940. - I I I — ■ r- ' ... '-i ■ .. ...... ..." ■ ■■ -•■■■ ■- 1 ...—............ .. ■ II ■ i . ... ........ ■ i.l ..... TINDÁTINN STAÐFASTI. 11) En dátinn lét sem hann heyrði það ekki. til á morgun, sagði nornin. Bíddu þangað "•'dlæknir filytur firv. varnir gegn nýrrl og hættulegri veiki. .....m—+.. . Verðnr fýlatekja bðnnuð á etn- stðknin Istððam eáa ðllu landinu? 12) Þegar börnin komu á fætur, var dátinn látinn út í glugga. 13) Og hvernig sem á því stóð, þá opnaðist glugginn og dátinn datt út af þriðju hæð. 14) Hann kom niður á höfuðið og byssu- stingurinn festist á milli gangstéttarsteinanna. 15) Þernan og litli drengurinn komu hlaupandi niður, til þess að leita að honum, en þau fundu hann ekki, þó að þau væru rétt hjá honum. Og hann kunni ekki við að kalla á hjálp, því að hann var í einkennisbúningi. 16) Nú var farið að rigna og það rigndi mikið. Þegar skúrin var liðin hjá, komu tveir götustrák- ar. Orðsending [1] til kaupenda út um land. ftj MuniS, að Alþýðublaðið á að greiðast fyrirfram II ársfjórðungslega. — Sendið greiðslur yðar á M réttum gjalddögum, svo sending blaðsins trufl- BM ist ekki vegna greiðslufalls. »| Þeir, sem óska, geta fengið blaðverðið krafið [|l með póatkröfu. Aðalfnndor Síýrl- mannafél. íslacds. VIALFUNDUR Stýrimanna- félags íslands var haldinn í fyrrad., og voru þar tilkynnt úrslit stjórnarkosningarinnar. Jón A. Pétursson var endurkos- inn formaður. Varaform. var kosinn Valdimar Stefánsson, ritari Kristján Aðalsteinsson, gjaldkeri Jón Sigurðsson og meðstjórnandi Stefán Ögmunds son. Fjárhagur félagsins er í mjög góðu lagi. Á fundinum var allmikið rætt um uppsögn samninganna og atkvæðagreiðsluna. Auglýsið í Alþýðublaðinu! 17 ILMUNDUR JÓNSSON * landlæknir flytur á al- þingi frumvarp til laga um ráðstafanir til varnar gegn fýíasótt. Samkvæmt frumvarpinu á ráðherra að gefast heimild til að fyrirskipa hverskonar nauð- synlegar ráðstafanir til varnar gegn því að menn sýkist af fýlasótt (psittacosis, páfagauka- veiki), þar á meðal að banna, að m'eira eða minna leyti fýlatekju, hvort sem er á einstökum stöð- lun eða á landinu í heild, Það má gera ráð fyrir, að al- menning fýsi að vita nokkuð nánar um þessa veiki, er menn virðast nú vera farnir að óttast hér svo mjög. Fer því hér á eftir aðalefni greinargerðar þeirrar, sem land- læknir lætur fylgja frumvarpi sínu: „Nokkur undanfarin ár hefir orðið vart sérkennilegs og ill- kynjaðs lungnabólgufaraldurs í Færeyjum, sem einkum hefir tekið kvenfólk (af 165, sem veiktust á árunum 1933—1937 -voru aðeins 24 karlmenn, eða 14,5%, en af sjúklingunum dóu 30, eða 18,2%). Faraldurinn kom upp á sama tíma á hverju ári (í september). Við nánari at- hugun kom í ljós, að svo mátti heita, að eingöngu veiktist fólk, er stundaði fýlungatekju, og þó einkum konur, er reyttu fýl- ungann. Snjall læknir í Færeyjum, R. K. Rasmussen, vakti athygli á þessu og því um leið, að sjúk- dómurinn líktist mjög veiki þeirri, sem nefnd er psittacosis (páfagaukaveiki), er menn taka af páfagaukum, en áður var ó- kunnugt um aðrar sýkingarleið- ir. Leiddi Rasmussen þau rök að því í ritgerð haustið 1938, að hér væri um sjúkdóm að ræða, er stafaði frá sýkingu af fýlung- um, að naumast varð efast um, að rétt væri til getið, og jafn framt þær líkur að því, að veik- in væri psittacosis, að nærri stappaði vissu, enda sannaðist það til fullnustu litlu síðar með bakteríu- og blóðvatnsrannsókn- um, að einnig um þetta átti Rasmussen kollgátuna. Er þessar fregnir bárust frá Færeyjum, þótti sýnt, að hér á landi væri hin sama sýkingar- hætta fyrir hendi eða yfirvof- andi. Setti landlæknir sig þeg- ar í samband við Rasmussen til að afla sér frekari vitneskju um málið og skrifaði síðan (30/11 1938) héraðslæknunum í þeim tveimur læknishéruðum, þar sem fýlaveiði er stunduð að nokkru ráði (í Vestmannaeyjum og Vík í Mýrdal). og beiddist þess, að þeir athuguðu um, hvort verið gæti, að veiki þessi hefði þegar stungið sér þar nið- ur, svo og, að þeir hefðu vak- andi auga á, hvað gerast kynni á næsta fýlungaveiðitíma. . Báðum héraðslæknunum kom saman um, að ekkert benti til að veikinnar hefði orðið vart á undanförnum árum. En á síðast- liðnu hausti tóku 6 sjúklingar (þar af 5 konur) í Vestmanna- eyjum, mjög á sama tíma, sér- kennilega lungnabólgu og höfðu allir reytt fýlunga 8—-12 dögum áður. Þótti þetta grun- samlegt, en það helzt mæla gegn því, að um psittacosis væri að ræða, að veikin væri vægari en sú veiki er vanalega og hún hefir reynzt í Færeyjum. Tókst svo vel til, að enginn sjúkling- anna dó. Við blóðvatnsrannsókn sérfróðs manns um þessi efni er- lendis sannaðist þó, að um psittacosis hefði verið að ræða. í Mýrdalshéraði veiktist eng- inn grunsamlega. Þykir þetta gefa tilefni til þess, að sett verði heimildarlög þau, sem farið er fram á með þessu frv, Er ekki enn fylli- lega athugíð um, hvort treysta megi öðrum sóttvarnarráðstöf- unum en þeim, að banna fýl- ungatekju með öllu. En jafnvel þó að þess þætti við þurfa, er hér um svo mikla sýkingar- og lífshættu að ræða, að ekki er horfandi í slíkt, með því líka að tekjur af þessari atvinnu- grein munu hvergi vera þær, að verulegu nemi, enda fer saman, að þeir, sem þessa at- vinnu stunda og hafa einhvern arð af, eru sjálfir eða fólk þeirra í mestri sýkingarhætt- unni. Vil ég geta um það í þessu sambandi, að heilbrigðisnefndin í Vestmannaeyjum hefir fyrir tilmæli landlæknis rætt þetta mál við búendur þá í Vestm.* eyjum, er fýlaveiði hafa stund- að, en þeir brugðizt svo við að senda Alþingi áskorun um að gera ráðstafanir til, að veiði þessi verði bönuð í Vestmanna- eyjum. Úr Mýrdalshéraði hefir enn ekki borizt svar við samskonar erindi. íslenzkir náms- menn erlendis. n/r EÐ tilliti til ófriðarástands- ins og þeirra örðugleika fyrir íslenzka námsmenn erlendis, er af því leiddu, fól forsætisráð- herra Upplýsingaskrifstofu Stúd- (entaráðsins á s. 1. hausti að safna ítarlegum skýrslum um nám og námskostnað allra íslenzkra karla og kvenna, sem stunda nám er- lendis. Söfnun skýrslna um tímabilið fram til áramóta er lokið fyrir nokkru. Hefir skrifstofan nú hafið söfnun skýrslna um síðari hluta þessa námsvetrar þ. e. um alla þá, sem við nám voru staddir erlendis þ. 1. þ. m. Forstöðumaður Upplýsingaskrif stofunnar, Lúðvig Guðmundsson, helir nú skrifað bréf til allra ís- lenzkra námsmanna, sem erlendis dve’ja, og gert þar grein fyrir tilgangi skýrslugerðar þessarar. 1 bréfinu segir m. a.: „Eitt af meginhlutverkum Upp- lýsingaskrifstofunnar er að veita þeim, er hyggja á utanför til náms, áreiðanlegar upplýsingar um nám, náms- og dvaiarskilyrði eriendis og aðstoða þá aimennt við undirbúning utanferða, samn- ingsgerðir um náms- og skólavist og vera þeim ytra til aðstoðar með atbeina erlendra upplýsinga- skrifstofa eða einstakra manna, er skrifstofan hefir samvinnu við. Vegna þessa leiðsagnarstarfs síns með þeim, er fara utan til náms, er skrifstofunni nauðsyn- 'egt að haca jafnan fulikomið yf- irlit um það, hve margir eru við nám í hverri námsgrein. Er þáð og i þágu beggja aðila, þeirra, sem byrjaðir eru á námi ytra, og einnig hinna, sem óska að hefja nám í sömu námsgreinum, að Upplýsingaskrifstofan hafl Jafnan fuila vitneskju um tölu þeirra, er námið stunda. Getur það oft leiðbelnt fyrirspyrjendum um náms- og atvinnuhorfur I þeirri grein, er þeir leggja stund á eða óska iað nema. Við úthlutun gjaldeyrisleyfa vegna náms ytra er gjaldeyris- nefnd nauðsynlegt að hafa að- gang að áreiðanlegum skýrslum um raunverulegan náms- og dval- arkostnað sérhvers umsækjáhda.'1 Ségir i bréfinu, að framvegis megi „gera ráð fyrir því, að það námsfólk verði látið ganga fyrir um úthlutun gjaldeyrisleyfa og afgreiðslu eriends 'gjaidmiðils, Bem í tæka tíð hefir sent Upp- lý:ingaskrifstorunnI fullnægjandi skýrslur um nám sitt og náms- og dva'arkostnað. Vegna ófrið- a’ástands þess, sem nú ríkir viða um heim, er þess brýn nauðsyn, að Upplýsingaskrifstofan viti jafnan um heimilisfang sérhvers íslenzks námsmanns og -k.onu, sem dvelur erlendis, svo að hægt sé, með stuttum fyrirvara, að ná til þeirra, ef nauðsyn krefur. Þess vegna er fsl. námsfólk erlendis áminnt um að tilkynna Upplýs- ingaskrifstofunni án tafar breyt- ingar, sem kunna að verða á heimiiisfangi þess þar, svo og komudag til lslands, er það flyt- ur heim." Með tilvísun til greinargerðar- innarerþvf „fastlega skoraðáalla ísienzka karla og konur, — kan- didata, stúdenta og aðra, — sem við nám eru stödd erlendis þ. 1. marz þ, á., að senda Upplýsinga- skrifstofunni nú þegar skýrslu um nám sfft og námskostnað. Skal þó tekið fram, að þeir, sem sendu fullnægjandi skýrslu s. I, haust, þurfa í skýrslu sinni nú eigi að taka fram það, sem sið- an er óbreytt." Eyðublöð til skýrslugerðar þessarar fást hjá Upplýsinga- skrifstofu Stúdcntaráðsins, Stúd- entagarðinum, Rvfk, Skrifstofu Gjaldeyris- og innflu'ningsnefnd- af, Reykjavik, Sendiráði Islands, Ny Vestergade 21, Köbenhavn, Attaché Vilhj. Finsen, Dansk-isl, Gesantskab, Oslo, og hjá Dansk- isl. Gesandtskab, Stockholm. — Þessir sömu aðilar veita einnig viðtöku útfylltum skýrslublöðum, og þurfa þau að vera komln í hendur þeirra eigi síðar en þ. L maí n. k. Drengjaföt, matrosföt, jakka- föt, frakkar, skíSaföt. Sparta, I.augavegi 10, símí 3094. Útbreiðið Alþýðublaðið! Leyndardémiir ^-°61 Vi",iry' • gðmln hallarlnnar •— Ég skil þig vel. Við vorum nú komnir rétt að höllinni. Þegar ég leit upp sá ég Sonju í einum glugganum. Saint-Luce greip í handlegg mér. •— í hamingju bænum segðu ekki eitt orð um þetta við gesti mína. —- Vertu rólegur. En ég skal ekki hætta fyrr en ég er búinn að rannsaka umhverfið hérna. Ég læt sem ég fari. en verð hér kyrr. Ég hefi sofið svo margar nætur úti undir berum himni, svo að ég er ekki sérlega smeykur við það. — Til hvers ætlarðu að gera það? — Hver veit? Ég ætla nú til dæmis að gæta að geitsmal- anum og hundinum hans. Ég ætla að tala við Antoine aftur — ef til vill veit hann meira en hann þykist vita. — Ef til vill, en þú hættir lífinu. Ég hefi alltaf haft það á tilfinningunni, þegar einhver hætta hefir verið yfirvofandi og nú finn ég það á mér, að eitthvað er í aðsigi. En farðu ekki frá mér. Hann bað mig um þetta með miklum ákafa, en ég lét ekki undan. Ég minnti hann á það, að gestir hans myndu ekki sakna mín. — Það er misskilningur. Þeir tala aldrei við neinn. — Þá finnst mér þú hafa valið þér fremur ömurlega kunn- ingja. Ég sagði þetta brosandi. Ég gat alls ekki skilið, hvers vegna þessi hjón voru þarna. Saint-Luce lézt ekki taka eftir orðum mínum, og hann end- urtók bón sína um það, að ég yrði kyrr hjá sér. Ég hafði oft séð hann daufan, en aldrei svona. Hann var náfölur í framan ■ og hver vöðvi var spenntur til hins ýtrasta. — Ég skal dvelja hér svo lengi sem þú vilt. — Að minnsta kosti nokkra daga. — Eins og þú vilt. Þú segir sjálfur, hvenær þú vilt að ég fari. •— Þakka þér fyrir. Það var ekki vafi á því, að nú leið honum betur. VI. MÓTIÐ. Við héldum áfram skemmtigöngu okkar og gengum fram hjá stíu, þar sem Saint-Luce hafði haft tígrisdýr, sem hann hafði komið með heim frá Afríku. Hann hafði orðið að drepa drepa tígrisdýrið, þegar það var orðið fullvaxið. Hann hafði lengi látið tígrisdýrið ganga óhindrað í garðinum, Þannig var hann. Þegar við komum til hallarinnar, bað ég hann að lofa mér að skoða höllina. Ég fékk að líta inn í nokkur herbergi á fyrstu hæðinni, sem öll voru eins. Á annarri hæð bjuggu Bab- tiste og eldastúlkan. — Þér hafið ekki minnzt á hana fyrr, sagði Allou. — Ég held, að það skipti engu máli. Það er gildvaxin grá- hærð kona, sem unnið hefir í höllinni í 30 ár. Hún er tíu ár- um eldri en Babtiste. Babtiste var Sahat-Luce trúr, en hún lét oft í ljós. að henni geðjaðist ekki að greifanum. Á þriðju hæð voru herbergi Saint-Luces og gestaherbergin. Ég svipaðist um þar sem ég hafði heyrt fótatakið um nóttina. Það hafði verið milli herbergis húsbóndans og herbergis Car- lovitch-hjónanna. Þessi vitneskja bætti mér ekki í skapi. Mað- ur er ástfanginn löngu áður en maður hefir hugmynd um það. Það er ekki margt fleira hægt að segja um þennan dag. Jú, ég upgötvaði ofurlítið. Við morgunvdjrðarborðið gekk eins og /við kvöldverðinn kvöldið áður. Við Saint-Luce héldum uppi samræðunum. Ég átti ervitt með að líta af henni. Risinn, maðurinn hennar, lét eins og hann hvorki heyrði né sæi. Saint-Luce lét sem hann sæi ekki frúna. Að loknum hádegisverði fór ég inn á herbergi mitt og hvíldi mig. Þegar ég kom frá herbergi mínu, heyrði ég mannamál £ herbergi Saint-Luces. Það var auðvitað illa gert af mér, en ég gat ekki að því gert, ég stóð á hleri. Það var Sonja, sem talaði. — Þú mátt til, Robert. Mér er alveg sama um hann, ég hugsa bara um sjálfa mig. Nú er ég orðin leið á því lífi, sem ég hefi lifað. Ég vil verða rík, ég vil ekki lengur ganga í slitnum kjól- um. — Sonja, þú mátt ekki fara frá mér. — Þú veizt það jafnvel og ég, að ég get ekki beðið. Hann myndi drepa mig. Hvers vegna viltu ekki hjálpa honum? Þú veizt, að hann er ágætur efnafræðingur. Rödd Saint-Luces var gróf: — Ég vil það ekki, þvf að ég hefi enga ástæðu til að hjálpa ykkur til að búa saman. Ég vil ekki sjá ykkur hamingjusom saman. Ég hata hann ekki vegna þess, að hann er maðurinn þinn, heldur vegna þess, að hann er ekki neitt. Sonja, þú mátt ekki halda dauðahaldi í svona ná- unga. Nú hefi ég beðið eftir þér í mörg ár, og ég hefi ferðast um öll lönd og hætt lífinu til þ«ss að reyna að gleyma þér. og

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.