Alþýðublaðið - 16.03.1940, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 16.03.1940, Blaðsíða 2
LAUGARDAGUR 16. MARZ 1940 MLPVmMMUkÐm TINDÁTINN STAÐFASTI. 17) Sko til, sagði annar, — þarna liggur tindáti. 18) Svo bjuggu þeir sér til bát úr blaði og létu dátann í bátinn. 19) Svo settu þeir bátinn á vatnselginn í rennusteininum. 20) Báturinn skoppaði á öldu- toppunum, en dátinn lét sér hvergi bregða. 2\) Allt í einu rak bátinn undir brú og var þar koldimmt. Eftirtaldar vðrnr: höfum við venjulega til sölu: Frosið kindakjöt af Smjörlíki, dilkum — sauðum — ám. Mör, Nýtt og frósið nautakjöt- Tólg, Svínakjöt, Svið, Úrvals saltkjöt, Lifur, Ágætt hangikjöt, Egg, Smjör, Harðfisk, Ostar, Fjallagrös. Samhand isl. samvinnaíélaga. Aðalfnndur Mlóifenr- bús Flóamanna. Mjólkiu greidd með 22,586 au. kííóiö. \ ÐALFUNDUR Mjólkur- bús Flóamanna var hald- inn 9. marz. Voru lagðir þar fram reikningar mjólkurbúsins frá síðastliðnu ári og framkv.- stjóri, Egill Thorarensen, flutti skýrslu um rekstur búsins. Þá flutti síra Sveinbjörn Högna- UMRÆÐUEFNI DAGSINS. son erindi um skipulag og fram- kvæmd mjólkurmálanna. Sóttu fundinn um 300 manns og urðu allmiklar umræður að erindinu loknu. Mjólkurmagn búsins varð á árinu 8.328 þús. lítrar með með- alfitu 3.611% og var það hærra en s.l. ár bæði hvað fitu og magn snertir. Meðalverð á mjólk til fram- leiðenda varð 22,586 aurar fyrir kg., þar í er innifalið bæði flutningur, er búið greiðir sjálft, og heimsendár vörur til bænda. Er þetta eilítið hærra verð en árið áður. Pústrar á Alþingi. Ef Her» mann væri Stalin, þá hefði Brynjólfur verið bengdur —■ margsinnis! Kildarnir og kolaverðið. Öngþi eitið með póstinn. Útvarpskórnum sagt upp. Nokkrar fyrii> spurnir frá Álfi úr Hól.“ Pípurnar í hitaveituna. — Slæmar þakrennur við Laugaveginn. ATHUGANIR HANNESAR Á HORNINU ÉG ER YFIRLEITT á móti bar- smíð'um og ég tel líkamlegt I oíbeldi ekki samboðið siðuðum | mönnum. Ég veit að þarna er ég á alit annarri skoðun en nazistar og kommúnistar, sem telia, að sá sem komizt ofan á, hljóti að hafa á réttu að standa og sá varnarlausi sé jafnframt réttiaus. Kinnhestur- inn, sem Brynjólfi Bjarnasyni var réttur á Alþingi, var eins og svar við ósvífni ótuktarstráks á göt- unni — og það er ef til vill ekki hægt að beita kommúnista öð'rum rökum en þeim, sem fólust í þess- um sögulega löðrung. En mikill er munurinn á aftökunum í Rússlandi og á íslandi, það verð ég að segja! KULDINN í GÆRMORGUN mun hafa orðið meiri en hann hef- ir enn orðið á vetrinum, um 12 stig, og það var auðséð á fólki, sem fór um göturnar um kl. 8, að það átti vont með að þola hann. Ég held, að við Reykvíkingar mynd- um hálfdrepast úr kulda, margir hverjir að minnsta kosti, ef frostið kæmist upp í 20 stig! Ég hygg, að víða hafi verið kalt í húsum s.l. þrjá daga, að minnsta kosti hjá fá- tæklingunum, sem ekki geta keypt hin dýru kol. Það er að minnsta kosti ótrúlegt, að það fólk þoli kuldana núna, Ég veit um heimili, þar sem börnin hafa ekki komizt úr rúmunum vegna kuldans, nema rétt um hádegisbilið og varla það. GULLFOSS kom hingað í fyrri- nótt og flutti engan póst. Það eru nú bráðum liðnir tveir mánuðir síðan póstur barst hingað að und- anskyldum nokkrum bréfum, sem komu hingað ’beint frá Englandi. Ég fékk þær upplýsingar frá póst- húsinu í gær, að á næstunni væri von á miklum pósti og myndi hann þá koma með togurum. Sá póstur mun hafa legið um mánuð í Eng- landi til skóðunar. Síðustu fréttirn- ar um póstmálin eru þær, að fram- vegis geta skipin, sem sigla til A- meríku — ekki flutt neinn póst. Bretinn mun telja líkur til, að ef það væri leyft, þá myndi vera hætta á að einhver hernaðarleynd- armál bærust héðan til Ame- ríku(!!> EN HVAÐ MYNÐI Bretinn gera ef við neituðum að verða við þessu? Myndi hann taka fossana okkar hérna fyrir norðan og fara með þá til Bretlands, eða myndi hann láta það koma niður á okkur á einhvern annan hátt? Þó að ég spyrji þannig, þá dettur mér ekki í hug að álíta annað en það, að eitt sé gert í þessum málum. af okkar hálfu, sem öruggast og því réttast fyrir okkur. SÖNGVINUR skrifar mér: „Það hefir kvisast út um bæinn, að búið væri að segja útvarpskórnum upp. Ég veit ekki hvað hæft er í þessu, en ef svo er, þykir mér það alvég furðuleg ráðstöfun. Við öll útvörp — sem ég þekki til erlendis — eru starfandi útvarpskórar, og er sá skemtikraftur talinn ómissandi. Um útvarpskórinn hér er það að segja, að hann hefir notið tvímæla- lausra vinsælda hlustenda um land allt. Enda hefir hann verið svo vel skipaður, að varla hefir heyrst blæfegurri blandaður kór hér á landi. Getur þú nú ekki, Hannes minn, upplýst mig um það, hvort þessi orðrómur hefir við nokkur rök að styðjast eða ekki? Og ef þetta er rétt, vildi ég líka mega spyrja, hvaða ástæða sé færð fyrir slíkri ráðabreytni?" ÉG SPURÐI Pál ísólfsson tón- listarstjóra útvarpsins um þetta. — Það er rétt, að búið er að segja útvarpskórnum upp og er það gert af fjárhagsástæðum, segir Páll. — Kórinn hefir fengið um 400 krón- ur á mánuði í laun og nú hefir hon- um verið sagt upp til að spara þetta fé fram til haustsins. „En þá vona, ég, að hægt verði að koma kórnuih upp aftur og þá í stærri mynd,“ sagði Páll einnig. Mér finnst annars bréfritarinn ekki draga af hólinu um kórinn! EINHVERJIR vonuðust eftir því, að pípurnar til hitaveitunnar kæmu hingað með Gullfossi, en svo var ekki, engar pípur komu. Mönnum er farið að lengja eftir þessum pípum og menn verða því hræddari um að þær muni alls ekki koma — því lengur sem það dregst. Það mun þó vera talin á- stæðulaus hræðsla. ÁLFUR ÚR HÓL skrifar: .„Getur þú ekki gert svo vel og svarað 3 spurningum mínum? 1. Hvort er réttara, að segja eitt þúsund eða ein þúsund, eins og t. d. Helgi Hjör- var gerir? 2. Hverjir hafa atkvæð- isrétt til þess að kjósa forseta Fiski- félagsins? Mig furðar á því, hve fá atkvæði koma þar fram. 3. Hvað heitir arkitektinn, sem teiknaði út- bygginguna á Landsbankanum og í hvaða landi hefir hann lært?“ ÞAÐ MUN réttara að segja ein þúsund, því að þúsund er kven- kyns. Það er víst yfirleitt óhætt að reiða sig á íslenzkuna hans Hjörvars. Atkvæðisrétt á þingum Fiskifélagsins hafa fulltrúar sem á það eru kosnir, en þá fulltrúa kjósa félagar í Fiskifélagsdeildunum, og félagar í þeim geta allir orðið, en eru víst fáir. Arkitktinn er einn af beztu arkitektum okkar, Gunn- laugur Halldórsson og hann hefir lært í Kaupmannahöfn. 3. G. & I. G. SKRIFA: „Held- urðu að þá gætir ekki komið því til leiðar, að bæjarstjórn eða (vatns veitan) sjái svo um, að eigendur húsanna við Laugaveg 38—40 o. fl. láti gera við þakrennur á húsum sínum hið bráðasta. Ég, sem á heima upui í bæ og er neyddur til að ganga Laugaveginn, get aldrei gengið á gangstéttinni sökum vætu úr þakrennunum, það er að segja þegar rigning er eða snjór.“ Hannes á horninu. Stnít athugasemd. Eftir Alexander Guðmundsson. IGREINARGERÐ vegna reikningsskila Mjólkur- samsölunnar árið 1939, í Alþýðu blaðinu 14 marz er meðal ann- ars þessi klausa: „Er þ’eíta langmesta mjólkur- aukning á einu ári, frá því búin tóku til starfa. Þrátt fyrir það hefir tekizt að greiða framleið- endum hér vestan heiðar (ann- arsstaðar er ókunnugt enn) 26,114 aura fyrir hvern innlagð an mjólkurlítra, Hefir þá verið dreginn frá allur kostnaður í stöðinni svo og vinnslukostnað- ur, en miðað við 1. og 2. fl. mjólk með tilskildu fitumagni. Það er því ekki rétt, sem stóð í grein Alíexanders Guðmunds- sonar á þriðjudag, að framleið- endum væru greiddir 20 aurar fyrir lítra og hefir aldrei verið síðan Samsalan tók til starfa, heldur fá þeir rúma 26 eins og að ofan greinir.*) Hér hafa orð mín annaðhvort verið misskilin algerlega eða vísvitandi rangfærð. Til að taka af öll tvímæli um þetta, leyfi ég mér að birta klausu þá úr grein minni um *) Leturbr. mínar. „Skyrverðið og nokkur önnur viðfangsefni mjólkurmálsins," sem birt var í Alþýðublaðinu þann 12. þessa mánaðar, sem til er vitnað: „Af þessu verður Ijóst, að vinnslukostnaður mjólkurvöru er geysimikill, þar sem útborg- að verð til bænda eru einir 20 aurar eða þar um og þó ekki fyrr en mjólkin hefir notið verðuppbóta. Má af þessu ráða hver nauðsyr. er á nákvæmri at- hugun þess kostnaðar, s’em á mjólkina leggst hjá mjólkurbú- unum, og freista jafnframt að lækka hann frá því, sem er,“*) Eins og öllum má vera ljóst, er hér einungis átt við þá bændur, sem mjólk senda til mjólkurbúanna til úrvinnslu, en ekki þá bændur er framleiða mjólk til sölu í Reykjavík. Þ.e. bændur „vestan heiðar." Enda voru í greininni aðeins rædd þau viðfangsefni mjólkurmáls- ins er vinnslumjólkina snerta sérstaklega. En allir vita, að þá er átt við þá mjólk. er mjólkur- búin fá til framleiðslu mjólkur- vöru, svo sem smjörs, skyrs og osta. Enn minni ástæða var þó til alls misskilnings, þegar lit- ið er til greina minna um „mjólkurmálið" í Alþýðublað- inu dagana 26. febrúar og 5. marz s.l. þar sem í báðum grein- um var sérstaklega rætt það verð, er bændur vestan Hellis- heiðar fá fyrir mjólkina. Sem sé 24 aura við fjósdyr. Og var þá frádreginn sá kostnaður sexn á mjólkina leggst vegna flutn- inga til bæjarins, svo og vinnsluafföll, með öðrum orð- um: Gert ráð fyrir að verð Sam- sölunnar til þeirra nálgaðist 26 aura á lítra. Þetta ætti að nægja til þess að sýna lesendum fram á, að ekki er með fyrrgetinni ályktun hróflað neitt við þeim greinum um mjólkurmálið, sem ég hefi ritað, né þeim niðurstöðum, sem að er komizt. 6. skfðavfksft fsafjarðar* Hafið þér tryggt yður farmiða með Esju? Afgreiðsla ríkisskipa, Hafnarhúsinu, veitir viðtöku pöntun á gistingu og fæði. Sparisjöðnr leyfejavíknr og nágrennis VERÐUR LOKAÐUR LAUGARDAGINN FYRIR PÁSKA. Athygli skal vakin á því, að víxlar, se mfalla í gjalddaga þriðjudaginn 19. marz, verða afsagðir miðvikudaginn 20. marz, séu þeir eigi greiddir eða framlengdir fyrir lokunar- tíma sparisjóðsins þann dag. Leyndardémur • gomln hallarlnnar guð hjálpi þeim, sem reynir að komast á milli okkar . .. ekki sízt þegar það er svona náungi, falsspilari og sjóðþurrðarmaður. Hún mælti ekki á móti því, en hún endurtók lágri röddu: — Hann drepur mig. Ég get það ekki. Svo vað þögult. Ég læddist inn í bóksalinn. Það bar iil við kvöldverðraborðið — en vera kann, að j- myndun mín hafi seinna gert mikið úr litlu. Mér fannst ónota- legur keimur að fyrsta vínglasinu mínu. — Eitur? spurði Allou. — Ég held, að það hafi verið svefnmeðal, því að ég varð svo syfjaður strax á eftir, að ég gat ekki verið á fótum. Það síðasta, sem ég hyrði, eftir að ég var háttaður, var fallhurðin, sem verið var að renna niður. Ég var að hugsa um að læsa hurðinni, en blygðaðist mín fyrir hugleysið og hætti við það. VII. ÁRÁSIN. — Ég þóttist viss um, að ég væri í hættu. Ég vaknaði skyndi- lega og stökk úr rúminu og fram á gólf. Ég rak mig á mann og greip um handleggi hans. Það kom á daginn, að það hafði verið skynsamlegt, því að hann hafði kylfu í hendinni. Ég ætlaði að taka um úlnliði hans, en hann var sterkari en ég. Pierre Herry hafði tekið pening, sem lá á borðinu, meðan hann sagði frá þessu, og beygði hann milli fingranna. — Já, hann var sterkari. Við börðumst þarna á gólfinu, en hvorugur gaf hljóð frá sér. Ég heyrði hann bara stynja þungan. Allt í einu fékk ég högg á gagnaugað, svo að ég valt um koll. Ég vissi, að það var úti um mig, ef hann legðist ofan á mig. Ég hafði vit á því að velta mér nokkrar veltur á gólfið, því að ég hugsaði mér, að hann myndi ekki þora að ganga nær, þegar ég gæti komið að honum aftanverðum. Ég reyndi að geta mér til um hreyíingar hans, ég hlustaði af öllum mætti, en höggið hafði verið svo þungt, að ég var sljór. Hve lengi hefi ég legið svona? Sekúndur! Mínútur! Það hefi ég ekki minnstu hugmynd um. Loks gat ég staðið á fætur, en ég gat ekkert heyrt. Var maðurinn farinn út úr herberginu eða var hann ennþá að bíða eftir því, hvort höggið hefði riðið mér að fullu. Ötti minn varaði ekki lengi. Nú heyrði ég kallað á hjálp úti á ganginum. Það var rödd Saint-Luces, og nú varð ég hræddur fyrir alvöru. Það þurfti mikið til þess að hann kallaði á hjálp. Ég hljóp út, og nú rataði ég, enda þótt myrkur væri. Ég stefndi til herbergis hans. Dyrnar stóðu opnar og í herbergis- dyrunum rakst ég á mann. Ég greip um handleggi hans, en hann sagði til sín. Það var Saint-Luce. Hann bað mig að kveikja ljós. Sem betur fór hafði ég ekki eldspýtur í vasanum í náttföt- unum mínum. Það sást rauður blettur á ermi vinar míhs. í sama bili kom Sonja hlaupandi. — Hvað er að, hver var að kslla? sagði hún. Hún var náföl í framan. Saint-Luce hafði fengið sér sæti og átti ervitt með að ná andanum. Ég athugaði hann betur. Iiann var ekki hættulega særður. Hann hafði lika rauðar randir á handleggjunum. Að lokum hafði hann náð sér svo, að hann gat skýrt frá því, sem við hafði borið. Það kom í ljós, að hann hafði orðið fyrir samskonar árás og ég. Hann hafði vaknað við það, að einhver opnaði dyrnar, og þegar hann réðist á árásarmanninn, hafði árásarmaðurinn barið hann með kylfu, sem lá þar á gólfinu. Svo gat Saint-Luce afvopnað hann og flýði þá árásarmaðurinn. Saint Luce hafði ekki getað elt hann. — Við verðum að elta hann, sagði ég. Hann getur ekki verið kominn út úr höllinni. Taktu skammbyssuna þína og komdu. — Farið ekki frá mér, kjökraði Sonja. — Verið kyr hjá manni yðar, sagði ég. Hvers vegna kom hann ekki með yður hingað, þegar kallað var á hjálp? Hún svaraði ekki, en hélt dauðahaldi í borðið, svo að hún dytti ekki. — Við verðum að gera hann varan við, sagði hann. Hún fylgdi okkur að herbergi sínu. Ég drap á dyrnar. Ekkert svar. Ég opnaði herbergið. Herbergið var tómt. — Hvar er hann? spurði ég. — Ég veit það ekki, tautaði hún. — Ég sá, að það voru tvö rúm í herberginu. — Lá hann ekki þarna? — Ég veit það ekki. Ég svaf, Hann hlýtur að vera í höllinni ennþá. Fallhurðin hefir senni- lega verið undin upp? Þau hrisstu b»ði höfuðlu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.