Alþýðublaðið - 01.04.1940, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 01.04.1940, Blaðsíða 3
ALiÞÝÐUBLAÐIÐ MÁNUDAG 1. APRÍL 194«. — ALÞÝÐUBLAÐIÐ ♦ Ritstjóri: F. R. Valdemarsson. í fjarveru hans: Stefán Pétursson. Símar 4902 og 5021 (heima). Ritstjórn: Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar: 4902: Ritstjóri. 4901: Innlendar fréttir. 5021: Stefán Pét- ursson (heima) Sellandsstíg 16. 4903: Vilhj. S. Vilhjálms- son (heima) Brávallagötu 50. Afgreiðsla: Alþýðuhúsinu gengið inn frá Hverfisgötu. Símar: 4900 og 4906. Verð kr. 2,50 á mánuði. 10 aurar í lausasölu. ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN H,,F. -----------—---—-------------—------—.. ..♦ Lýðræðið verður að verja sig AÐ verður ekki sagt, að það sé vonum fyrr, sem sú skoð- un kemur fram á alþingi, að það sé „ekki viöunatvdi, að þeir menn gegni trúnaðarstörfum fyrir þj'óðfélagið, eða sé sýndur vott- ur um sérstakt traust og viður- kenningu ríkisins, sem vitanlegt er um, að viljia gerbreyta þjóð- skipulaginu með ofbeldi, koma Islandi undir erlent ríki, standa í hlýðnisaðstöðu um íslenzk lands- mál við valdamenin í öðrum þjióð- löndum, eða vinna á annan hátt gegn fullveldi og hlutleysd ríkis- ins“, eins og komizt er að orði í þingsályktunartillögu þeirri, sem fulltrúar þriggja aðalflokka þingsins, Alþýðuflokksins, Fram- s.óknarflokksins og Sjálfstœðiis- flokksins, lögðu fram á alþingi fyrir helgina. Pað hefir að vísu þegar margt orð verið skrifað og sagt urn landráðastarf þeirrar klíku, sem hér er starfandi fyrir rússneskt og nú ef til vill einnig fyrir þýzkt fé, en það hefir lengst af vantað fullkomna alvöru í Ibarátb unni gegn þeirri hættu, sem af slíku landráðastarfi stendur. Það hefir verið viðurkennit af öl’um lýðræðisflokkunum í orði, að það væri óhæfa, að keyptir erindrekar erlends ríkis fæm með stj'órn eða trúnaðarstörf í nokkru verkálýðsfélagi á landinu, og verkamenn Alþýðufiokksins og Sjálfstæðisflokksins í Dagsbrún sýndu það í verki, með því að ta’ a hönd'um saman til þess að steypa stjóm Héðins og hinna rúisnesku erindreka í því féliagi, að þeir vildu ekki við slíkt ástand una. En samtímis sýna einstakir áhrifamenn Siálf stæðisflokksins JjDann slappleika í baráttunni gegn hinni nlssnesku hættu hér á landi, að þeir Iátia verkamanma- félagið Hlíf í Hafnarfirði halda áfram að vem í hinu svo kallaða. landssambandi stéttairfélaganna, sem rússnesku erindrekarnir hafa stofnaÖ hér landráðastarfi sínu til framdráttar, og leggja fram fé til starfsemi þess! Því hefir einnig verið lýst yfir af öllum alþingismönnum lýðræð- isfldkkanna, að þeir teidu alþingi mishoðið með setu koinmúnista þar. En fyrir nokkrum dögum ::ýndu Reykjavíkurþingmenn Sjálfstæðisflokksins það ótrúlega alvöruíeysi í þessari yfirlýstu af- 'Stöðu sinnd til kommúnista, að hjóða hinum eiraa Reykjavikur- þingmanni þeirra upp á sam- vinnu um flutning þingsályktun- .artillögu! Það er vitað, að fjöldi manna hefir síðan í liaust útilokað hið rússneska áróðurisblað hér af heimilum sinum og bæði einstak- lingar og opiniberar stofnanir diætt að styrkja það fjárhagslega með auglýsingum eins og áður yar gert í lalgeru skeytingarleysi um moldvörpustarf þess gegn lýðræðinu í landinu og frelsi þjóðarinnar. En ennþá lætur hið hpinbera póstinn flytja þetta blað fyrir lítilfjöriega þóknun hvert á land, sem hinum rússnesku er- indrekum sýnist. Ennþá sýna menn úr öllum lýðræðisflokkun- um það andvaraleysd, að leigja kommúnistum hús til fundahaida 'Og skemmtana í fjáröflunarskyni fyrir landráðastarf sitt í jijóinustu hinnar rússnesku ofheldis- og landvinningastefnu. Og ennþá fá þeir að vinna öáreittir að því í óteljandi opinberum trúnaðar- stöðum, að útbreiða hið rúss- neska eitur og grafa rætumar undan frelsi og fu'llveldi þjóðar- innar, sem veitir þeim lífsuppeldi. En nú er svo að sjá. á þings- ályktunartillö'gu þeirri, sem lögð var fram á alþiugi fyrir helgina, að mönnunr sé að verða ljóst., hve óverjandi linkennd það er af lýðræðinu, að ala þannig upp við brj'öst sér þá menn, sem sitarfia af ráðnum hug að því, að kollvarpa því með ofbeldi og koma landinu unciir erlend yfir- ráð. Og þess er að vænta, að ekki verði látið sitja við samþykkt þingsályktunartillögunnar eina. Við mætturn vel læva af frændum okkar, Svíum, að taka með meiri festu á moldvörpustarfi hinna rússnesku erindreka og skyklra manna hér, en við höfum gert hingað til. Þeir hafa að vísu ekki bannað kommúnistiaflokkiinn. En þeir hafa miskunnarlaust flutt njósnara og erindreka hams úr öllum þeim opinherum stöðum þar sem hætta stendur af þeim. Svíar telja slíka sjálfsvöm þjóðar sinnar ekki vera í neinu ósam- ræmi við lýðræðið. Þeir skoða það þvert á móti sem stórhættu- legan veikleika af hálfu lýðræð- isdns, að leyfia. yfirlýsfum fjand- mönnum þess að nota sér frelsið itil að naga í sundur þær stoðir, sem bæði það sjálft og fullveldi þjió'ðariniiar hvílir á. Sö fnuðir Mo sk v ak om mú nis t a eru ekki í nei'nu landi stjórn- málaflokkur í venjulegri merk- ingu þess orðs, heldur landráða- klíkur, sem haldið er úti af Rúss- landi til þess að ’styðja ofheidis- og 1 andvinningastefnu þess. Þeir gefa fengið að halda sínu skoð- anafrelsi, ef skoðanafrelsi skyldi kallast, að halda fram einu í dag og öðm á morgun eftir því, sem yfirboðurum þeirra austur í Moskva hentar. En við skulum sjá, hve mikið þeim verður á- gengt. með hinin rússneska fagn- aðiarboðskap, ef við sjálfir hætt- um að styrkjia landrá'öastarf þeirra á al'an möguiegain hátt, af einhverri vaínsgrautarmiskunn- semi eða af misskilningi á jiví, hvað frelsi og lýðræði er, og hvað til okkar friðar heyrir! Ef siolinprnar teppast til landsins Frumvarp 'isbh heimild* fll 35 mlðnrskiirðar frá fjármálaráðherra. .. "■ ... «¥fst um fylgi annara ráOkerra. Aðalfundur Bjrgging- arf élags verkamanna Verkamannabústaðirnir nýju verða tiibúnlr um múnaða- motin. mai og júní. "O RAM ER KOMIÐ á aljiingi frumvarp ti! laga um heim' ild fyrir ríkisstjórnina til að fella niður eða lækka ýmsar grciðslur samkvæmt lögum. Það er fjármálaráðherra, sem ber frumvarpið fram, en eftir því sem Alþýðublaðið hefir heyrt, er óvíst um fylgi, að minnsta kosti sumra ann- arra ráðherranna, við frum- varpið, eins og það hefir ver- ið lagt fram. Hnsvegar er frumvarpið bor- ið fram, eftir því, sem segir í at- hugasemd við það vegna óviss- unnar um afkomu ríkisins, er stafar af ófriðarástandinu. Frumvarpið er svohljóðandi: „,Á ádnu 1941 er ríkisstjórninni heimilt, ef nauðsyn krefur: 1. Að fella niður greiðslu á 35«/o af f ramlögum riikissjöðs, samikvæmt fjárlögum, til: a. Byggingiarsjóðs, sbr. II. kafla Iaga nr. 76, 11. júní 1938, urn byggingar- og landnámssjóð. h. Endurbygginga íbúðarhúsa í sveitum, sbr. III. kafla söfnu laga. c. Ný'oýla og Siamvinnubyggða, sbr. IV. kafla (34. og 37. gr.) sömu laga. 2. Að lækka um 35°/o framlag ríkissjóðs samkvæmt fjárlögum, til jarðabótástyrkja, sbr. 9. gr. jarðræktarlaga nr. 101, 23. júní embættis- og starfsmanna ríkis- ins samkv. lögum um 35%.“ Orðsenðlng frá útblnt- nnarskrifstofn Rvikor. W j1 ÖLK, sem þarf að fá skipt hveitimiðum fyrir rúgmiða í aprílmánuði samkv. læknisvott- orði, er beðið að fá sig aigreitt pú í þessaii viku. Að gefnu tilefni vill skrifstofan taka fram, að samkv. ákvörðun skömtunarskrifstoíu ríkisins verða engin aukialeyfi veitt vegna ferm- inga eða þ. h. Verzlanir (og brauðgerðarhús), sem selja skömmtunarvöru, eru áminnt um að senda alla reiti (rétt talda) fyrir sí'ðasta mónuð til skrifstofunnar dágana 1.—5. þ. m. ásarnt skýrslu um söluna. Er þeirn veitt móttaka daglega frá kl. 9—12 f. h. og 1—5 e. h. Athygli verzlana skal vakin á því, að afgreiðslutími fyrir innkaups- leyfi er frá kl. 10—12 f. h. og 1—3 e. h. daglega allan mánuð- inn, nema á Laugard., þá frá kl. 10—12 f .h. 1936. 3. Að miða fnamlag ríkissjöðs til byggingarsjóöa samkv. 3. gr. laga nr. 3, 9. ja(n. 1935, um verka- mannabústaði, við kr. 1,30 fyrir hvern íbúa kaupstaðar eða kaup- túns, gegn jafn háu framlagi bæjar- og sveitarsjöða, og að lækka fjárveitinguna samkv. fjár- lögum í hlutfaili við það. 4. Að láta tekjuauka þann, sem gert er ráð fyrir í 2. gr. laga um bráðabirgðatekjuöflun ríkis- • sjóðs og jöfnunarsjóðs bæjar- og sveifarfélaga, er gilda fyrir árið 1941, renna beint í ríkissjöð og að láfa tekjuauka þann, sem gert er ráð fyrir í 4. mgr. 3. gr. nefndra laga, einnig renna beint í ríkiSsjóð. 6. Að fella niður 35% af fram- lagi ríkissjóðs til lífeyrissjóðs ís- F.U.J. Kaffikvöld verður í fundarsal félagsins í kvöld kl. 9. Ræða. Upplestur. Söngur og Banjoleik- ur. Aðgangur kostar kr. 0,75. Sími 1508. Tvær línur. UpphitaSir bílar. Fljót af- greiðsla. — Aætlunarferðir í Grímsnes, Laugardal. Biskups- tungur, sömuleiðis Álftanes. Ólafur Ketilsson. Bjarni Jóhannesson, Hringið í 1508. lands, samkv. 78. gr. alþýðu- tryggingarlaga, nr. 74 31.. des. 1937. 7. Að lækka verðlagsuppbót til 2 stxilkur geta komist að sem lærlingar við kjólasaum. — Saumastofan Uppsölum, Aðal- stræti 18. Sími 2744. Visitaia. Samkvæmt útreikningi kauplagsnefndar er vísitala framfærslukostnaðar í Reykjavík mánuðina janúar til marz 121. Kaupuppbætur samkvæmt lögunum um gengisskrán- ingu og ráðstafanir í því sambandi verða því: í 1. flokki 15.75%. í 2. flokki 14.00%. og I 3. flokki 11.057°. VlðskipfamálaráHuneytlð. P* UNDUR var í gær í bygg- ingafélagi verkamanna. — Stjórnin gaf skýrslu um störfin á liðnu ári, en fullnaðarskýrsíu varðandi kostnað húsanna er ekki hægt að gefa ennþá. Stjórnin var öll endurkosin, en hana skipa: Björn Stefáns- son, Magnús Þorsteinsson, Grírnur Bjarnason. Oddur Sig- urðsson og í varastjórn: Þórð- ur Gíslason, Georg Þorsteinsson, Jóhann Eiríksson og Marteinn Þ Gíslason. Undánfarið hefir verið unn- ið af fullum krafti við innréttingu verkamannabústað- anna og eru öll líkindi til að því verði lokið um mánaðamót- in maí og júní. ♦-------------—— -------♦ 10-20 p uuiiat ' -x' á kolum. nú og framvegis með því að greiða í eitt skipti fyr- ir öll einar fimmtíu krón- ur. Sparnaðurinn falinn í breytingu, er ég hefi þeg- ar framkvæmtj fjölmörg- um húsum hér í bæ. í einu mjög stóru kerfi hefir kolaeyðsla minnkað um 45 % samsvarandi 200 tonna eða 30 000 króna ár- legum sparnaði! 155 krónur kostar tonnið í dag! 20% sparnaður þýð- ir 31 krónu rabat á tonn. En kolin eiga enn eftir að stíga. Hvað verður verðið í haust eða vetur? — Eða reiðið þér yður blint á að hitaveitan verði þá komin til sögunnar? Sláið á þráðinn 4477 og talið við GH. — Það kost- ar ekki neitt. Bezt milli 3—4. GÍSLI HALLDÓRSSON verkfræðingur. Austurstræti 14. ^--------------------------+ liRpaanr lirfcaBto Nýjasta tízka frá New York. Nýkomið. R. Elaarssea & Bjðroson Bankastræti 11.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.