Alþýðublaðið - 02.04.1940, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 02.04.1940, Blaðsíða 2
ÞRIDUDAG 2. APRÍL 1940. ALÞÝÐUBLAÐIÐ fm fg$$í Wa íw Finnskur hermannaflokkur í skógunum á Austur?Finnlandi í snjíunum í vetur. égpBÍff VOTSÍBBS á FIiBillaildll Hermannalikin i skógummr Frásögn Joh. Holst prófessors ieiðtoga norskrar hjúkrunar sveitar til Finiands. HINN frægi norski læknir Johan Holst prófessor, sem stjórnaði fyrstu norsku hjúkrunarsveitinni, sem send var til Finnlands, er nýlega kominn heim aftur. Skömmu eftir að hann kom heim veitti hann blaðamönnum viðtal og fer það hér á eftir. — Hvernig var útbúnaður hinna rússnesku hermanna? — Við þurftum að hjúkra mörgum rússneskum hermönn- um, sem Finnar höfðu handtek- ið. Hið fyrsta, sem við veittum athygli var það, að hin vatt- stoppuðu fötin þeirra litú út eins og þau væru sniðin úr dýnum. Fæstir þeirra voru í sokkum, heldur vöfðu þeir klút- um um fætur sér og á höndum höfðu þeir þunna vettlinga. Ég tala hér aðeins um það, sem ég sá sjálfur. — Er það satt, að Rússarnir hafi notað eitraðar kúlur? — Það er heilagur sannleik- ur, að þeir notuðu svokallaðar fosfórkúlur. Það var kki gert 1 því skyni að koma eitri í sár andstæðinganna, því að kúlur geta lítið eitrað út frá sér, held- ur var það gert til þess, að hægt væri að fylgjast með braut kúl unnar, þegar skuggsýnt var. í fyrsta skipti sem ég dró slíka kúlu út úr sári, skildi ég ekkert í, hvað þetta gæti verið. En brátt áttaði ég mig. Ég get ekk- ert sagt um það, hvort þeir not- uðu nokkurn tíma eitraðar kúl- ur. Kalsár geta litið mjög illa út, enda þótt ekki sé um neina eitrun að ræða. — Var mikið um slík sár? — Margir Rússanna höfðu kalsár, en fáir Finnar. Rúss- nesku hermennirnir voru líka ver klæddir og veittist þeim því örðugar að verjast kalinu. Ann- ars var ágætis loftslag í Finn- landi. Það var ekki fyrr en mað- ur leit á hitamælirinn að maður vissi hversu mikill kuldinn var. Flestir særðust af handsprengj- um. Sprengjubrotin fljúga um allt og valda stórum og Ijótum sárum. Aftur á móti var það undrunarefni, hve fáir féllu eða særðust í loftárásunum. Þær ollu aðallega efnahagslegu tjóni, en það var líka mikið. Menn höfðu verið varaðir við loftárásum og höfðu verið æfðir í því að kasta sér flötum. Ef menn eru nógu fljótir að kasta sér flötum, fljúga sprengju- brotin fyrir ofan þá og gera þeim ekkert mein. Það er mjög sjaldan að sprengjur detti beint ofan á menn. — Er það satt, að loftárásir hafi verið gerðar á sjúkrahús og sjúkraskýli? — Já, um leið og Rússarnir fundu fremsta sjúkraskýlið okkar, gerðu þeir loftárás á það. Þegar slíkt kemur fyrir, eru eldsprengjurnar hættuleg- astar. Það er svo erfitt að bera sjúklingana út úr logandi skýl- unum. En til voru sjúkrahús, sem aldrei var gerð loftárás á vegna þess, að á þau var málað- ur Genfarkrossinn. — Iiafði hjúkrunardeildin nóg af sáraumbúðum og meðul- um? — Það sem við höfðum með okkur að heiman nægði okkur þennan tíma, sem við vorum þar. En við þurftum að eyða miklum birgðum af sárabindum og bílaslit var mikið. Við unn- um nærri því nótt og dag þegar mikið var um særða menn, en stundum var lítið að gera. — Raunar var bezt að vinna á nótt- unni, því að þá voru engar loft- árásir gerðar. Ef þurfti að skera sjúklinga upp, varð að flytja þá strax burtu. Það var gert á nóttunni, því að bílstjórarnir heyra ekki flugvélaþytinn, þeg- ar þeir aka og þessvegna hefði verið óhyggilegt að gera það á daginn. — En var ekki mannfallið ó- skaplegt? — Eigið þér við í liði Finna? Finnsku hermennirnir virtust allir vera þaulæfðir íþrótta- menn og við hér heima í Noregi getum ekki gert okkur í hugar- lund hvílík afrek finnsku skíða- deildirnar inntu af hendi. Leikni þeirra á skíðum var þeim rneira virði, þegar um það var að ræða að bjarga lífinu, heldur en nokk- ur læknisaðgerð. Og Finnarnir urðu alveg undrandi, þegar þeir komust að raun um það, að sjálf boðaliðarnir voru ekki jafngóð- ar skyttur og þeir sjálfir. Þeir geta ekki skilið það, að ekki skuli allir menn æfa sig í því frá blautu barnsbeini að fara með byssu. Svo eðlilegt er þeim það orðið. Ég hefi aldrei kynnst því- líku þreki, sem Finnarnir sýndu. — En vantaði þá ekki hvíld og svefn? — Margir þeirra höfðu verið í fremstu víglínu frá því stríðið byrjaði. Þar sem ég starfaði — fengust hvíldir öðru hvoru og þá sváfu þeir. En annars virtist mér þeir fyrst og fremst hugsa um að fá sér gufubað, þegar hlé varð á. Svo virtist, sem þeir teldu baðið miklu nauðsynlegra en mat og svefn. Hreinlæti Finn- anna er fram úr skarandi og til þess má vekja hreysti þeirra. Það fyrsta, sem þeir gerðu, 'þeg- ar fram á vígvöllinn kom, var að grafa gryíju ofan í jörðina og byggja sér baðstofu. — Var ekki mikið um lús og taugaveiki? — Það er um að gera að her- væðast gegn lúsinni, segir pró- fessorinn brosandi, enda tókst okkur það. Við höfðum með okk- ur að heiman föt til þess að veijast lús. Þau voru með rer vdás og þeim fylgdu gúmmí- gioíar og gúmmístigvél. En við urðum sjaldan varir við lús og þurftum því ekki að nota fötin. — Urðuð þér varir við hvern- ig hjúkrun var háttað í liði Rússa? — Það má fullyrða, að þar hafi engin hjúkrun veríð. Hjá Suomussalmi tóku Finnar rúss- neskt sjúkraskýli. Það leit vel út að öðru leyti en því, að með- alakassar og kistur með sjúkra- bindum höfðu ekki verið opn- aðar. En við vissum að Rúss- arnir höfðu aðra lækningaað- ferð. miklu fljótvirkari. Þeir skuiu þá særðu. — Getur það verið satt? — Enginn vafi á því, svarar Holst prófessor með alvörusvip. Flestir rússnesku fangarnir, sem ég sá, voru örþreyttir. — Rússnesku hermönnunum var blandað saman á hinn furðu- legasta hátt í herdeildunum. — Einn var frá Úkraníu, annar frá TJral, þriðji frá Georgíu o. s. frv. Þeir þekktu ekki hverir aðra. En það sem vakti mest undrun okkar var sambúð hinna rússnesku fanga. Það varð alltaf að halda vörð yfir þeim. Yfirmenn og óbreyttir hermenn voru saman og hinir óbreyttu hermenn gerðu hvað eftir annað tilraunir til þess að drepa yfirmenn sína. Það varð stöðugt að gæta þeirra. — Það er ekki ósennilegt að töluvert sé af líkum á vígvell- inum......Hvað verður gert af þeim? Sum líkin hafa verið grafin, en ennþá úir og grúir af rúss- neskum mannslíkum í skógun- um, þar sem bardagarnir voru háðir. Það hefir snjóað yfir þau og í hinum miklu frosthörkum, sem gengið hafa þar um slóðir, er engin liætta búin af rotnun þeirra. En í vor, þegar snjóa leysir og hlýnar í veðri, eru þessir líkkestir hræðilegt og erf- itt vandamái. Það er einkenni- legt, en þó satt, að uppsprettu- lindirnar á þessum slóðum renna inn í Rússland, segir prófessor Holst og hnykklar brýrnar. ’ Að lokum fer hann mörgum fögrum orðum um starf kvenna- anna, ekki einasta hinna norsku hjúkrunarkvenna, heldur einnig J hinna finnsku. | — Ég held, að konur hafi , ekki látið svona mikið til sín | taka í nokkurri styrjöld. Finnsku konurnar virðast þola þrautir og erfiðleika engu síður en karlmennirnir. Sjúklingar í Laugarnesspítala biðja AlþýðublaðiS að skila kæru þakklæti til Hjálpræðishers- ins fyrir heimsókn hans. Vegna fjölda áskorana heldur Karlakór Reykjavíkur AIMðnhljómleika í Frikirkjnnn! miðvikudaginn 3. apríl (annað kvöld) klukkan 8V2. Til aðstoðar: DRENGJAKÓR. Samleikur á fiðlu og orgel. Einsöngvarar og Tríó. Aðgöngumiðar á 1 krónu í Bókaverzlun Sigfúsar Ey- mundssonar, Bókaverzlun ísafoldarprentsmiðju og Hljóð- færaverzlun Sigríðar Helgadóttur. ðéiBur i sjé- og verzi nnarréíti fyrir bjðrg nn ð Ægir fékk 300 gísud krónur fjrrir bjðrgnnina. GÆR var kveðinn upp dómur í sjó- og verzlun- ardómi Reykjavíkur í máli Skipaútgerðar Rykjavíkur gegn Pétri Magnússyni hrm. fyrir hönd eigenda s.s. Dixie frá Pors- grunn í Norgi. Tildrög málsins eru þau, að í haust var Dixie á leið frá Nor- egi til Bandaríkjanna. Þann 1. desember var það statt suður af íslandi og brotnaði þá skrúfan. Að tilhlutun vátryggjenda skipsins fór Ægir og dró skip- ið hingað til Reykjavíkur. Varð ósamkomulag um björg- unarlaunin og höfðaði þá skipaútgerðin mál gegn eigend- um og vátryggjendum skipsins og féll dómur í gær. Var stefndur dæmdur til að greiða Skipaútgerðinni kr. 300 þús. með 5% ársvöxtum frá 27. jan síðastliðinn til greiðsludags og kr. 12,500,00 1 málskostnað, en með þeirri upphæð er tal- inn 2500 króna kostnaður vegna mats á skipi og farmi. Skip, farmur, vistir og farm- gjald var metið á 2,226,293 kr. Dýraverndarinn. 2. tölublað yfirstandandi ár- gangs er nýkomið út. Efni: Kon- ur og dýraverndun, Sjómaðurinn og kisurnar tvær, Hirðfíflið og J íuglinn, Sauðarvit, Þungur harm- ur 0. fl. Unga íslánd, '■ 3. tölublað yfirstandandi árg. er nýkomið út. Efni: íslenzk nú- tíma ljóðskáld III. Jóhannes úr Kötlum, íbúar heiðarinnar, fram- haldssaga eftir P. Bauggaard, Bréf frá frænku, kvæði eftir S. J. Vargur í véum, eftir Ól. Þ. Ingvars- son, Hefnd Mowglis eftir Rud- yard Kipling, Jakob Hafstein þýddi o. m. fl. Alvörumál. Ég verð að spekúlera mikið um það, hvernig ég á að kðmast af með sömu 15 kr. á viku og ég komst áf með fyrir ári síðan, og það er hreint og beint ómögulegt. Ég verð blátt áfram að segja mig til sveit- ar, ef ég fæ þetta ekki hækkað á annan hátt. Þó kirkjur verði byggðar og prestum fjölgað, þá fæ ég ekki meira fyrir 15 krónurnar mínar, því þeir, sem selja mér mat- inn, verða ekki svo vel kristnir fyrir það. að þeir selji undir verði. Ég þarf ekki fleiri presta fyrir mig; ég læri Helgakver og breytti eftir því og fyrir það verð ég sáluhólp- inn, en ekki saddur. Ég vil heldur að aukið verði 5 krónum við eftir- laun mín og hafa eina kirkju, en fá 5 kirkjur og enga hækkun. — Oddur Sigurgeirsson. Stör bökaútsalal Vegna burtflutnings sel ég meiri hlutann af bókum mínum í þess- um mánuði. Bókamenn: Notið tækifærið. Eignist góðar bækur. Hefi einnig til sölu eitt mjög fallegt silfurrefsskinn og nokk- ur önnur framúrskarandi ódýr. Benjamín Sigvaldason. Laugaveg 18.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.