Alþýðublaðið - 25.04.1940, Page 4

Alþýðublaðið - 25.04.1940, Page 4
FIMMTUDAG 25. APRÍL 194« Alþýðublaðið kemur næst út á laugardag. RÆÐA HAR. GUÐM. Frh. af 1. síðu. allra þingmanna, án undan- tekningar, var því samþykkt, að ísland tæki í sínar hendur að svo stöddu landhelgisgæzl- una og meðferð utanríkismála, svo og að fela ríkisstjórn sinni að fara með það vald, sem konungi er fengið með stjórnar- skránni. Æðsta vald í öllum málefn- um ríkisins, er nú aftur, eftir nærfellt 700 ár, fengið þjóð- inni í hendur, kjörnum þing- fulltrúum hennar og ríkisstjórn — er nýtur stuðnings meiri hluta alþingis. Konungur vor hefir ávalt fylgt í öllu ákvæðum stjórnar- skrár íslands, enda hafa ís- lendingar viljað sýna og sýnt honum fullan þegnskap. Og sambandsþjóð vor hefir jafnan síðan sambandslögin öðluðust gildi virt samning þann, sem í þeim felst, og stað- ið við hann í hvívetna svo sem bezt mátti á kjósa. Sama hefir alþingi og viljað gera. Alþingi hefir á engan hátt viljað rjúfa eða rofið sam- foandslagasamninginn. Honum mátti segja upp eftir örfá ár. En atburðir, sem orðið hafa hjá sambandsþjóð vorri, gerðu henni ófært að rækja lengur sinn hluta samningsins, og kon- ungi ókleift að fara með vald sitt hér. Hlaut því samningui'- inn að þessu leyti að falla nið- ur. En þótt hin stjórnarfarslegu tengsl milli dönsku og íslenzku þjóðarinnar séu rofin, þá erum vér enn bundnir sterkum böndum við dönsku þjóðina, böndum vináttu og marghátt- aðra samskipta, böndum frænd- semi og sameiginlegrar menn- ingar. Og það er von vor, að hún komist sem fyrst heil og frjáls úr þeirri eldraun, sem hún nú þojir. Enn sem fyrr mun dómurinn um störf alþingis verða mis- jafn, og þá fyrst og fremst um það, hversu því hafi lánast við- búnaðurinn gegn erfiðleikum þeim í atvinnulífi þjóðarinnar, sem þegar segja áþreifanlega til sín og útlit er fyrir að fari vax- andi. En hitt ætla ég að vart geti orkað tvímælis, að alþingi hafi á réttri stundu og á rétt- an hátt, mætt hinu nýja stjórn- arfarslega viðhorfi. Allir ósk- um vér og vonum, að oss lánist að fara svo með hið æðsta vald í málefnum hins íslenzka ríkis, að til gæfu og gengis megi verða fyrir þjóðina alla. Þótt blika sé á lofti og bakki í hafi ber að minnast þess á- valt, að öll él birtir um síðir. í dag er síðasti dagur vetrar. Á morgun fyrsti dagur sumars. Að svo mæltu þakk-a ég þingmönnum öllum gott sam- starf á liðnu þingi. Megi störf þingsins reynast þjóðinni eins og óskir vorar standa til. Þingmönnum þeim, sem heima eiga utan Reykjavíkur óska ég góðrar ferðar og heill- ar heimkomu. Og öllum oss, landsbúum öll- um, óska ég árs og friðar, gleði- legs og farsæls sumars.“ Dagskrá barnadagsins 1940. KL. 1 SKRÚÐGÖNGUR BARNA frá Austurbæjar- og Mið- bæjarskóla að Arnarhóli. Börn mæti á leikvöllum skól- anna kl. 12,40. KL. 1% LÚÐRASVEITIN SVANUR LEIKUR. Stjórnandi: Karl O. Runólfsson. KL. 1% RÆÐA: Valtýr Stefánsson, ritstjóri. KL. 2 í IÐNÓ: ÆFINTÝRALEIKURINN „HLINI KONGSSON“, eftir Óskar Kjartansson. Leikflokkur skáta. KL. 3 í GAMLA BÍÓ: Karlakórinn Fóstbræður. Danssýning nem. frú Rigmor Hanson. Barnakór Jóhanns Tryggvasonar. Leikfimi telpna. Unnur Jónsdóttir stjórnar. Harmonikuleikur Braga Hlíð- berg. Qamansaga: Friðfinnur Guðjónsson. KL. 3 í NÝJA BÍÓ: Barnakór Jóns ísleifssonar. Upplestur Brynjólfs Jóhannes- sonar. Leikið á lúður. Barnakórinn Sólskinsdeildin. Heyrn- ardaufi maðurinn. Blástakkatríóið. KL. 4,30 í IÐNÓ: Barnakór Jóns ísleifssonar. Leikfimi drengja. Stjórnandi: Hannes M. Þórðarson. Barnakórinn Sólskinsdeildin. Leik- fimi telpna. Stjórnandi: H. M. Þ. GAMANLEIKURINN Ó- HEMJAN. eftir Erik Bögh. Leikfélag stúkunnar Víkingur. KL. 5 í NÝJA BÍÓ: Kvikmynd: Barnasýning. KL. 5 í VARÐARHÚSINU: Barnakór Jóhanns Tryggvasonar. Manntalið 1910. Leik- flokkur skáta. Leikið á lúður. Reykjarpípan. Dómarinn: Leikflokkur skáta. Harmonikudúett: Jóhannes Jóhannesson og ?. Kóngsdóttir í tröllahöndum: Leikflokkur skáta. KL. 6 í FRÍKIRKJUNNI: KARLAKÓR REYKJAVÍKUR OG DRENGJAKÓR. EIN- SÖNGUR: Gunnar Pálsson. SAMLEIKUR Á FIÐLU OG ORGEL: Björn Ólafsson og Páll ísólfsson. KARLAKÓR REYKJAVÍKUR. Aðgöngumiðar verða seldir frá kl. 2 í Iðnó og við innganginn. Verð: 1 króna. KL. 8 í IÐNÓ: BROSANDI LAND (óperetta eftir Franz Lehar). Leikstjóri: Haraldur Björnsson. Hljómsveitarstjóri: dr. Urbantschitsch. Aðgöngumiðar verða seldir í Iðnó frá kl. 2. KL. 8y2 í ODDFELLOW-HÚSINU: KARLAKÓRINN KÁTIR FÉLAGAR. DANS: Sigríður Ár- manns, nemandi Elly Þorláksson. SAMLEIKUR Á FIÐLU OG PÍANÓ. ALFREÐ ANDRÉSSON skemmtir. DANS. KL. 11,15 í ÍÐNÓ: DANSLEIKUR (Hljómsveit Hótel íslands). Aðgöngumiðar að öllum skemmtununum verða seldir í anddyr- um húsanna sem hér segir: Að Bíóhúsunum, Iðnó og Varðar- húsinu frá kl. 11. Að Oddfellowhúsinu frá kl. 5 e. h. Aðgöngu- miðar kosta 1 krónu fyrir börn, en kr. 2,00 fyrir fullorðna. MERKI BARNADAGSINS verða seld á götunum. BÖRN, sem vilja selja merkin, geta fengið þau afhent í barnaskólunum. KAUPIÐ MERKIN! HJÁLPIÐ BÖRNUNUM! TAKIÐ ÞÁTT í HÁTÍÐAHÖLDUNUM. Félag ungra jafnaðarmanna: DANSLEIKUR í Alþýðuhúsinu við Hverfisoötu í kvöld kl. 10. Hljómsveit F. Welsslaappels. II. 12: Steiaon Bjarnadóttlr (systlr HALLBJAR6AR). syngur nýjustu slagarana Aðgöngym. á K.R. 1.50 verða seldir frá kl. 4 í dag. Allur ágóðinn rennur tli Baraa v.féi. Snmargjafar. CAMLA BÍOWm GUNGA* Dll Amerísk stórmynd frá Indlandi, byggð yfir sam- nefnt hetjukvæði enska skáldsins, Rudyard Kipl- ings. Aðalhlutverkin leika: GARY GRANT, VICTOR MCLAGLEN, DOUGLAS FAIR- BANKS jr. Sýnd kl. 5, 7,10 og 9,20. Börn innan 14 ára fá ekki Aðgöngum. seldir frá kl. 1. aðgang. GLEÐILEGT SUMAR ! nyja bío sm FyrirsbipaDir forsetans Amerísk stórmynd er ger- izt á forsetatímabili Mc- Kinley Bandaríkjaforseta. Aðalhlutverkin leika: ROBERT TAYLOR, BARBARA STANWYCK og VICTOR MCLAGLEN. Börn fá ekki aðgang. Sýnd kl. 7 og 9. Barnasýning kl. 5 (fyrir barnadaginn): HETJAN Á HEST- BAKI. Hin bráðskemmtilega mynd leikin af skopleikar- annm JOE E. BROWN. GLEÐILEGT SUMAR ! Jarðarför dóttur okkar, Helgu, fer fram frá dómkirkjunni 26. þ. m. og hefst með bæn að lieimili hennar, Bræðrafoorgarstíg 49, kl. 10 % f. h. * Gróa Halldórsdóttir. Sigurður Pálmason. IEIKFELAG REYKJAVÍKUR. „Stimdiim m stundnm ekki44. Sýning annað kvöld, (föstudag) kl. 8. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 4—7 1 dag og eftir kl. 1 á morgun. Fyrsta klukkutímann eftir að sala hefst, verður ekki hægt að svara í síma. BÖRN FÁ EKKI AÐGANG. VerslKnarmanDalélai Reykjavikaf boðar til almenns fundar fyrir verzlunarfólk í Reykjavík föstudaginn 26. þ. m. kl. SV2 e. h. í Kaupþingssalnum. — FUNDAREFNI: VERÐLAGSBÆTUR FYRIR VERZLUNARFÓLK. Skorað á allt verzlunarfólk að f jölmenna. STJÓRNIN. Barnavinafélagið Sumargjöf: Munlð Karlakór Reykjavikur í fríkirkjunni kl. 6 og í Iðnó kl. 8 í kvöld. (Sjá dagskrá barnadagsins hér í blaðinu). Bai'navm&Sélsigíð SnmargjSgs Danslefktar í kvöld kl. lV/i í Iðnó.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.