Alþýðublaðið - 30.04.1940, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 30.04.1940, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 30. APRIL 1940. ALÞÝÐUBLAÐiÐ •--------- A1ÞÝÐ0B1AÐIÐ---------------------- Ritstjóri: F. R. Valdemarsson. í fjarveru hans: Stefán Pétursson. Símar 4902 og 5021 (heima). Ritstjórn: AlþýSuhúsinu við Hverfisgötu. Símar: 4902: Ritstjóri. 4901: Innlendar fréttir. 5021: Stefán Pét- ursson (heima) Sellandsstíg 16. 4903: Vilhj. S. Vilhjálms- son (heima) Brávallagötu 50. Afgreiðsla: Alþýðuhúsinu gengið inn frá Hverfisgötu. Símar: 4900 og 4906. Verð kr. 2,50 á mánuði. 10 aurar i lausasölu. ALÞ Ý'Ð UPRENTSMIÐJAN H.J. o---------------------------------------------♦ Andi nazismans. .......- Árásír Vísis á alpýðusam- tökin og hátiðahöldin 1. maí. ■—-— ■ -—- Eftlr Jónas Guðmundsson. VÍSI geðjast ekki að þeim skoðunum, sem Alþýðublað- ið hefir á þýzka nazismanum. Það er fyrir löngu vitað. Og eins hitt, að hann hefir reynt að stimpla það sem hlutleysisbrot af hálfu Alþýðublaðsins, að láta x Ijós andúð sína á hinum blóð- ugu árásum þýzka nazistaríkisins á hverja smáþjóðina eftir aðra við landamæri þess. Vísir er í þessu efni alveg eftir höfði Göbbels, sem sagði fyrir nokkru síðan, að þýzku nazistastjórninni nægði það ekki, að önnur ríki væru 'sem slík hlutlaus. Hún krefðist „algers hlutleysis“, sem hann skýrði á þann veg, að ein- staklingar í öðrum löndum mættu ekki einu sinni láta í ljós neinar skoðanir á aðförum ófriðarþjóð- anna og forystumönnum þeirra. Pað getur vel verið, að Vísir sé svo illa að sér í alþjóðarétti, að hann viti ekki, hve ósvífin fölsun það er á hugtaki hlutleysisins, að halda því fram, að það sé skylda hlutlausra landa, að af- nema málfrelsi og prentfrelsi hjá sér til þess að þóknast einu eða öðru ófriðarriki. Það lítur að minnsta kosti út fyrir það, að ritstjóra hans, sem á að heita lögfræðingur, veitti ekkert af því, að setjast aftur á skólabekkinn til þess aö læra svolítið betur grundvallaratriði alþjóðalaganna. En hann um það. Og þó aldrei nema svo væri, að hann kysi heldur aö læra alþjóðalög af Göbbels, þá verður þó að segja, að hugmyndir hans um hlut- leysið fari að verða nokkuð kát- legar, þegar hann heldur því fram, eins og í ritstjórnargrein Vísis í gær, að það sé hlutleys- isbrot af Alþýðublaðinu, að minna á Quislingsgreinar Knúts Arngrímssonar í blaði hans og gera göðlátlegt gys að því fyrir það, hvernig það hefir flatmagað fyrir Hitler við hvert tækifæri, sem gefizt hefir. Þetta taldi rit- stjóri Vísis í gær „benda ótví- rætt í þá átt, að Alþýðublaðið stæði í þeirri trú, að við eigum í styrjöld við Hitler“, og er það einkar frumleg skoðun hjá hon- um, að það sé hlutleysisbrot og fjandskapur við erlent stórveldi, ef undirlægjuskapur Vísis og á- róðursskrif hans fyrir nazismann eru gagnrýnd! Væri fróðlegt að fá frá ritstjóranum nánari skýr- ingu á því, hvernig það megi ske. Það er ekki ástæða til að dvelja lengur við svo hlægilegar hugmyndir. Þær verða ekki tekn- ar alvarlega af neinum, sem nokkra nasasjón hefir af því, hvað hlutleysi er, og geta því varla mikinn skaða gert. En það er annað í grein Vísisritstjórans í gær, sem verður að víta harð- lega, af því að þar er á miklu lævísari hátt verið aÖ vega. að málfrelsi og prentfrelsi i landinu. Og það er sú tilraun, sem hann gerir til þess að koma ábyrgðinni á því, sem Alþýðublaðið skrifar, yfir á utanríkismálaráðherrann, af þvi að hann er Alþýðuflokks- maður. Með því er verið að reyna að skapa þá hættulegu skoðun, að það sé hlutleysisskylda ein- stakra ráðherra, að taka upp eins konar ritskoðun á flokksblöðum sínum, af því að þeir, og þá ber- sýnilega rikisstjórnin öll, sé á- byrg fyrir því, hvað þau segja. Slík falskenning er að vísu ekki nema í fullu samræmi vfð ánnan þann heilaspuna Vísis, sem áður hefir verið lýst, en allir sjá, hvað hún myndi þýða í reynd: Ríkis- stjórnin væri af erlendum ríkjum gerð ábyrg fyrir hverju því orði, sem blöðin birta, og því ritfrelsi, sem blöðin hafa lögum sam- kvæmt hér á landi, væri þar með lokið. Er það þetta, sem ritstjóri Vís- is er að fara fram á? Heldur hann, að ríkinu og þjóðinni væri greiði með því gerður? Víst er það, að í einræðisrikjunum má segja, að þessu sé raunverulega þannig háttáð. I Þýzkalandi gef- ur Göbbels 'út daglegar ifyrir- skipanir um það, um hvað blöðin eigi að skrifa og hvað þau eigi að segja, Þar myndi ritstjóri Vísis sennilega kunna við sig. Það leynir sér í öllu falli ekki, hjá hverjum hann hefir gengið í skóla og drukkið í ,sig slíkar skoðanir. En hann gleymií því bara, að hann er enn sem komið er, ritstjóri í landi, þar sem rit- frelsi er ríkj'andi. Blöðin eru ekki gefin út á ábyrgð ríkisstjiómar- innar né einstakra ráðherra henn- ar, heldur á ábyrgð ritstjöranna, sem ráðnir hafa verið við þau. Og ráðherrarnir myndu áreiðan- lega þakka fyrir það, að taka við þeirri ábyrgð af þeirn. Það má með sanni segjá, að það sitji sízt á Vísi, að reyna að koma ábyrgðinni á skrifum blaðanna yfir á einstaka meðlimi ríkisstjórnarinnar. Maður skyldi að minnsta kosti ætla, að það væri ekkert síður fjármálaráð- herranum í hag, en hinum ráð- herrunum, að fá að vera laus við slíka ábyrgð, að minnsta |kosti á meðan núverandi ritstjóri er við Vísi og heimskan og fá- fræðin leika þar eins lausum hala og ritstjórnargrein hans í gær ber vott um. Gúmiskóviðgerðin Vopni Aðalstræti 16. Sísmí 563i. Allar gHnwníviðgerðir fljótt og v©l af hcndi leystar. Sækjum. — Sendum- AÐ er þjóðkunnugt fyrir löngu, að Vísir er það af blöðunum, sem að þjóðstjórn- inni standa, er mestan fjand- skap hefir fyrr og síðar sýnt öllu samstarfi þesara flokka og mestar tilraunirnar gert til að sundra þvþ þó það hafi ekki tekizt hingað til. í gær nær þó blaðið hámarki í þessum til- raunum sínum enn sem komið er. Með hinu versta orðbragði ræðst blaðið bæði í forustu- grein og ,,viðtali“ við Gunnar Thoroddsen á alþýðusamtökin í sambandi við hátíðahöldin 1. maí. Þó hér verði ekki rúm til að gera Vísi þau skil, sem hann verðskuldaði fyrir þessi fárán- legu og ósvífnu skrif sín, skal á það helzta drepið. ❖ Meðan sálufélag Vísis var sem nánast við „félaga Stalin“ og fylgismenn hans hér á landi, var sá háttur upp tekinn af hinum sameinuðu málgögnum íhalds og kommúnista, að kalla Alþýðuflokkinn „flokksbrot“, sem mikill meirihluti væri nú búinn að yfirgefa og fylgdi sá meirihluti nú Héðni í samvinn- unni við íhaldið og kommún- istana. Nú er það „flokksbrotið", sem með Héðni fór, enn klofn- að frá kommúnistum og hrein- lega sundrað í ótal agnir, en „flokksbrot" Alþýðuflokksins hefir sýnt og sannað, að allt var rétt um óheilindi kommúnista, sem það áður hélt fram. Er Vísir að vonum sár yfir þessum öförum félaga Stalins og „vina“ hans og reynir enn að hugga sig við að ,Alþýðuflokksbrotið‘ sé lítið og máttvana. Við skul- um bíða þar til á reynir. Vísir lofar mynd af skrúðgöngu al- þýðusamtakanna á morgun, og er það vel, ef hann efnir, enda sé það engin falsmynd að dæmi þýzkra nazista og áreiðanlega mun hún jafnast á við mynd þá af fáeinum regnhlífum, sem Vísir birtir í gær frá „skrúð- fundi“ íhaldsins við Varðarhús- ið í fyrra. * Þá reynir Vísir ennfremur að óvirða merki hinna íslenzku alþýðusamtaka, — rauðan fána ,með þrem örfum — og kallar hann matgoggsmerki, og enn- fremur reynir blaðið að óvirða alþjóðaaöng verkamanna, „Int- ernationalen“ með því að telja, að hann sé þjóðsöngur Rússa. Vísir veit það vel, að bæði rauðu fánarnir og Inter- nationalen er hvorttveggja miklu eldra, sem sameiningar- tákn alþýðunnar, en sem þjóð- areinkenni og þjóðsöngur Rússa. Kommúnistarnir í Rússlandi hafa stolið hvorutveggja frá verkalýð annarra landa, á sama hátt og Sjálfstæðismenn hér eru stundum, undir forystu Vísis, að reyna að hnupla ís- lenzka þjóðfánanum og ís- lenzka þjóðsöngnum, sem flokksmerkjum Sjálfstæðis- flokksins, þó það hafi hingað til ekki tekizt. Hvorirtveggja — Rússar og Sjálfstæðismenn — eru jafnilla að þessum merkj- um og söngvum komnir. Vísir má vita það, að haldi Finnar 1. maí hátíðlegan nú, munu þeir ganga undir rauðum fánum og syngja Internation- alen, þó Rússar, sem á þá réð- ust, geri það einnig. Ófrumleiki og hin alkunna blekkinga- hneigð kommúnistanna rúss- nesku kemur vel fram í með- ferð þeirra á hinum rauða fána og notkun þeirra á alþjóða- söngnum. Hrakspám Vísis um Alþýðu- flokkinn ætla ég ekki að svara hér. Virðist svo sem blaðið ætti frekar að gleðjast yfir illu gengi flokksins, og lítið mun hann vafalaust telja sig þurfa að óttast slíkan flokk. Ætti hann því að geta skrifað af fullri kurteisi um þessi mál. * Að hverju Sjálfstæðisflokk- urinn stefnir í málefnum verkalýðsins. kemur greinilega fram í „viðtalinu“ við Gunnar Thoroddsen. Þar segir svo: „Strax á fyrsta fundi nefnd- arinnar unnu Sjálfstæðisfull- trúarnir þann glæsilega sigur, að fá einróma samþykkt allrar nefndarinnar um að allur flokkspólitískur svipur yrði máður af þessum hátíðahöld um, engir flokksfánar bornir, enginn rauður fáni og engin flokksmerki, heldur skyldi ís- lenzki fáninn blakta yfir fylk- ingunni .Engin kröfuspjöld yrðu borin og engir byltinga- söngvar sungnir eða leiknir.“ Og ennfremur unnu „fulltrú- ar sjálfstæðisins“ þann glæsi- lega sigur, að „allar ræður skyldu lagðar undir ritskoðun áður en þær yrðu fiuttar og varast skyldi allan pólitískan áróður.“ Hvílíkur sigur! En bíðum við — er ekki 1. maí eitthvað líkur þessu nú orðið í Þýzkalandi? Þar eru ekki lengur sungnir neinir „byltingasöngvar.“ Þar eru ekki lengur neinir „rauðir fánar,“ nema hakakrossfáninn, ef ,,rauðan“ skyldi kalla. Þar eru ekki lengur nein „kröfu- spjöld.“ Þar eru allar ræður „settar undir ritskoðun“ áður en þær eru fluttar. Það er eins og orðið Quisling vanti eitt í upptalningu G. Th. til þess að allt sé fullkomnað. Vill íslenzkur verkalýður glata sínum gamla hátíðisdegi á þennan hátt? í „viðtalinu“ segir G. Th. ennfremur, að kommúnistar og Alþýðuflokksmenn hafi „tekið þennan dag traustataki og mis- notað hann til pólitísks áróðurs, og þar með fælt allan þoira verkafólks frá þátttöku í þess- um degi og skapað andúð alls almennings í stað samúðar með málstað verkamanna.“ Um það bil sem Gunnar Thoroddsen fæddist var hér í Reykjavík fámenn sveit áhuga- samra verkamanna að byrja baráttu fyrir því að þessi dag- ur yrði hér eins og erlendis gerður að baráttudegi fyrir bættum kjörum almennings. Hvernig , var þeirri baráttu mætt af flokksbræðrum G. Th? Hver sá, sem nálægt þessum hátíðahöldum kom, var svívirt- ur af þessum mönnum og mál- gögnum flokks hans. Ef ein- hver atvinnurekandi sá starfs- menn sína í hinum litla hópi 1. maí var hann viss með að reka þann úr vinnu og taka annan trúaðri í hans stað. Þeir, sem því hafa skapað Frh. á á. síðu. Jarðarför séra Jóns Finnssonar, fer fram frá dómkirkjunni föstudaginn 3. maí. Jarðarförin hefst klukkan 1 eftir hádegi með húskveðju að heimili hins látna, Ásvallagötu 67. Aðstandendur. * Smásöluverð á eftirtöldum tegundum af vindlum má eigi vera hærra en hér segir: Manikin E1 Roi Tan Panetelas — — — Cremo — — — Golfers 50 stk. kassi 50 — — 50 — — 50 — — kr. 24,00 — 34,80 — 29,20 — 15,00 Utan Reykjavíkur og Hafnarfjarðar má verðið vera 3% hærra vegna flutningskostnaðar. Tób&kseinkasala rfkisins.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.