Alþýðublaðið - 01.05.1940, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 01.05.1940, Blaðsíða 3
MÐVÍKUDAGUR 1. MAI 1946. ALÞYÐUBLAÐIÐ ----------MÞfBBBLAÐIB ----------------------* Ritstjóri: F. R, Valdemarsson. í fjarveru hans: Stefán Pétursson. Símar 4902 og 5021 (heima). Ritstjórn: Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar: 4902: Ritstjóri. 4901: Innlendar fréttir. 5021: Stefán Pét- j ursson (heima) Sellandsstíg 16. 4903: Vilhj. S. Vilhjálms- ! son (heima) Brávallagötu 50. | Afgreiðsla: Alþýðuhúsinu gengið inn frá Hverfisgötu. Símar: 4900 og 4906. Vérð kr. 2,50 á mánuði. 10 aurar í lausasölu ALÞÝÐUPHENTSMIÐJAN U . F . i-------------------------------------------♦ Deilan um áhættupóknunina. O’ ERMENN ÞJÓÐARINN- AR“! „Hinar glæsilegu hetjur hafsins"! „Hinir liraustu synir Fjallkonunnar, sem heyja stríð vi'ð hinn grimmlynda Ægi <og sækja björg í bú landsins barna“! Þessar setningar fljúga um á sjómannadaginn, á alþingi og á mannfundum og þó hvergi meira en á landsfundum Sjálfstæ'ðis- floTtksins, — þegar ekki er rætt um lífskjör sjómannastéttarinnar eða kröfur hennar um laun og öryggi. En þegar um þær er rætt, þá eru notuð önnur orð. Þá eru fögru gómsætu orðin ekki noíuð, þá er talað um hörku í 'kröfum, ósanngirni gagnvart atvinnuveg- Unum, ábyrgðarleysi gagnvart af- komu þjóðarinnar. Vísir sagði í fyrradag, að útgerðin bæri sig illa, sjómenn yrðu að gæta hófs til þess að tapa ekki virðingu og velvild „almennings", en svo mun Vísir kalla skrifstofumenn blaðsins og klíkuna, sem stend- ur að því. Orðrétt segir þetta blað heildsa’anna, sem taka gróða sinn á þurru Iandi. „Gangi þeir (þ. e. sjómennirn- H einnig til samninga með full- kominni óbilgirni, kann svo að fara, að vinsældir þeirra reyn- ist ekki Jþess um ikomnar að knýja krefur þeirra frarn, og fari jafnvel rénandi hjá almenn- ingi, — ekki sízt þar sem fjöldi manna myndi reiðubúinn til að sætta sig við það hlutskifti, sem sjómenn hafa^ nú, . . . .“ Þannig er tónn Sjálfstæðis- flokksins í garð sjómannanna þegar á reynir. Það er léttara um orð en efndir. Morgunblaðið, sem kann þó betur fótum sínum forráð enVís- ir, staðfestir i og þessa stefnu Sjálfstæðisfiokksins gagnvart ■sjómannastéttinni. f gær. segir blaðið i forystu- ■grein: „fslendingar hafa, senr betur fer, ekki átt í hernaði, nema inn- anlands og það fyrir löngu síð- an. Þá var fhigin áhættuþókn- un greidd. ;En hermenn ófrið- arþjóða, sem nú eiga í styrjöld, hafa ekki enn lagt niður vopn sin, og er áhætta þeirra þó mik- il. Þeir hafa ekki heldur, svo vitað sé, gert sérstakar kröfur til trygginga, nema að svo miklu leyti, sem þeir sjálfir vinna að henni". Það er því kenning blaðsins að fyrst að hermenn ófriðar- 'þjóðanna hafi ekki áhættuþökn- un, þá eigi íslenzkir sjómenn ekki að þurfa neina ófriðarþóknun, og fyrst að hermenn öfri'ðarþjóðanna hafa ekki .striðstryggingu; þá sé ástæðuiaust fyrir íslenzka sjó- jnénn að þéimta tryggingar. En blaðið telur vitanlega sjálfsagt að útgerðarmenn taki sinn mikla stríðsgróða af ísfisksölunni og hækkuninni á lýsinu. Við það er ekkert að athuga! Annars virðist svo af þessum ummælum Morgunblaðsins, aÖ það telji það efiir að sjómennirnir okkar skuli ekki vera ofurseldir bótalaust sömu villimennskunni og her- menn ófriðarþjóðanna á vígvöll- unum. Sjómannafélögin öll, um 8 að tölu, hafa gætt allrar varúðar í deilunni um áheettuþóknun- ina. Þau hafa ekki hor- ið fram ikröfur, sem hægt sé aö tetja ösanngjarnar. Þau fara aðeins fram á það að fá sama og danskir sjómenn voru búnir að fá um nýjár í vetur. Sjó- mannafélögin hafa heldur ekki sýnt útgerðarmönnum ósanngirni í neinu. Þau hafa haldið opinni samningsleiðinni rniklu lengur en margxr meðlima þeirra telja for- svaranlegt. Þau hafa gefið frest á frést ofan, en útgerðarmenn ekki notað hann. Það er því algerlega tilhæfulaust að samtökin hafi farið fram með nokkru offorsi á hendur hinum aðiljanum í þessari deilu. Sjómönnunum íslenzku er áreið anlega alveg eins vel ljóst, og ekki síður, en öðrum stéttum þjóðfélagsins, á hve miklu veltur að siglingarnar (geti haldið á- fram óslitið. Þeir óska ekki eftir neinni stöðvun. Þeir æskia einsk is frekar en að atvinna beirra geti haldið áfram óhindruð, en þeir vilja ekki vinna það til, að vera settir skör lægra en stéttarbræður þeirra í Damnörku vitandi það, hvern ágóða útgerð- armenn hafa haft af ísfisksölunni og lifrinni. Og almenningur mun áreiðanlega ekki sjá neina sann- girni í því, að einstakir menn raki saman fé á striti sjómann- anna og áhættu, en neiti þeifn hinsvegar uni viðunandi áhættu- þóknun til tryggingar fjölskyld- ura þeirra. Sjómönnum er það fyllilega Ijóst, að það er nauðsynlegt fyr- ir þióðarheildina að siglingarn- ar geti haldið áfram óslitið — og öll þjóðin sér það að það er sök útgerðarmanna ef'svo verðurekki — og engra annarra. Fimleikasýningar höiðu drengja- og telpnaflokk- ur Ármanns í íþróttahúsi Jóns Þorsteinssonar í gær kl. 2 undir stjórn kennara sinna: Jens Magn- ússonar og Fríðu Stefánsdóttur. Áhorfendur. sem voru margir, klöppuðu óspart lof í lófa fyrir hinu unga fimleikaíólki, sem var bæði sér. kennurunum og félaginu til stórsóma með frammistöðu sinni. 1. maí 1. mafi Haf narf jörður Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna í Hafnarfirði heldur 1. maí hátíðlegan í Bæjarþingssalnum klukkan 8V2 síðdegis. SKEMMTISKRÁ: 1. Skemmtunin sott: Guðm. Gissurarson. 2. Talkór . 3. Ræða: Emil Jónsson. 4. Kórsöngur. 5. Ræða: Kjartan Ólafsson. 6. Kórsöngur. 7. Gamansöngur: Daníel Bergmann. 8. Dans. GÓÐ MÚSÍK. Aðgangur kr. 1,50. MERKI DAGSINS SELD Á GÖTUNUM ALLAN DAGINN. l.-MAÍ-NEFNDIN. Framleiðnm fiestar tegundir af vinnufotum Vinnufataverksmiðjan h. f.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.