Alþýðublaðið - 14.05.1940, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 14.05.1940, Blaðsíða 1
ALÞTÐUBLAÐIÐ RITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKURINN XXI. ÁRGANGUR ÞRIÐJUDAGUR 14. MAI 1940. 109. TÖLUBLAÐ Iioftfloti Þjéðverja hefir golditt ógnrlegfi afhrott i Aráslnni á Holland og Belgín .. ♦ ■ 400-500 þýzkar flugvélar skotnar niður og eyðilagðar á annan hátt! Hollendingar hafa orðið að hörfa undan úr fyrstu varnarlfnn slnnl. ---4--- Æcgllegí blóðbað við Liége. TL^ÐISGENGNAR orustur geisa nú á landi og í lofti alla leið norðan frá Zuidersee á ^Hollandi suður að landamærum Frakklands og Luxemburg. Þjóðverjar halda uppi látlausri sókn og hafa þegar náð á vald sitt norðausturhéruðum Hollands vestur að Zuid- ersee. Sunnar hafa Hollendingar einnig orðið að hörfa úr fyrstu varnarlínu sinni vestan við Yissel og Maas og halda nú undan til flóðasvæðisins á Mið-Hollandi, sem á að verja all- an vesturhluta þess með aðalborgunum, Amsterdam, Hag og Rotterdam. Innan við austurlandamæri Belgíu hafa síðan á laugardag staðið yfir hroðalegir bar- dagar um höfuðvígi landsins, Liege (Luttich), sem einnig var mest barizt um í byrjun heimsstyrjaldarinnar 1914. Þjóðverjar gera hvert áhlaupið eftir annað, og segjast þegar hafa komizt inn í virkjaröðina og jafnvel inn í sjálfa borgina. En Bandamenn bera á móti því, og lýsa manntjóni Þjóðverja í áhlaupunum sem hreinu og beinu blóðbaði. Svæðið fram undan virkjunum sé þakið líkum þýzkra hermanna. Fyrir morðan Liegé hefir Þjóðverjum á einum stað tekizt að komast yfir Albertsskurð- inn og sækja fram vestur að Tirlemont, sem liggur um miðja vegu milli Liege og Brussel, en innrásarherinn hefir verið stöðvaður þar, að minnsta kosti í bráð, enda talið vafasamt, að það sé nema lítið lið, sem þeir hafa komið yfir skurðinn. Sunnar í Belgíu sækja Þjóðverjar fram í Ardennafjöllum og nálgast fljótið Meuse (Maas) þar. Um hádegi í dag berast fregnir frá París um hrikalegustu skriðdrekaorustu í Aust- ur-Belgíu, sem nokkurn tíma hefir verið háð. Er sagt að Frakkar sæki þar fram með 2000 skriðdrekum gegn innrásarher Þjóðverja. í loftárásunum og loftbardögunum yfir Hollandi, Belgíu og Frakklandi undanfarna daga hefir loftfloti Þjóðverja goldið ógurlegt afhroð. Brezkar og franskar fréttir telja, að að 400—500 þýzkar flugvélar hafi verið skotnar niður eða eyðilagðar, og segja að árásin á Holland og Belgíu sé að verða álíka áfall fyrir þýzka loftflotann og árásin á Noreg fyrir þýzka herskipaflotann. Bandamenn telja flugvélatjón sitt hverfandi lítið í samanburði við flugvélatjón Þjóðverja, og halda þeir þó uppi látlausum loftárásum á innrásarher Þjóð- verja og samgönguleiðir hans austan frá Rín. *... FRA NKRJ & rm J B || BELFORJ ■nnmnwiiiiiiiii 1 r- ■ib»ihi .... ■in'iiiji.■ iÍ^olÍi KORT AF VESTUR-VÍGSTÖÐVUNUM. Svörtu línurnar sýna landamæravíggirðingar Frakka og Þjóð- verja, Maginotlínuna og Siegfriedlínuna. Hollandsdrotnlng far in til Inglands. Hollenzka stjórnin far- in frð Haag. VILHELMINA HOLLANDS- DROTTNING er komin til Bretlands. I opinberri tilkynn- íngiu, sem hollenzka stjórnin gaf ut í gærkveldi, segir, að mark- mið Þjóðverja hafi verið að taka Idrottningiuna til fanga, og hafi hún því farið til Zeeland, en þar var haldið uppi stöðugum loft- árásum á staðinn, sem hún dvald- ist á, og varð það því að ráði, að hún þáði boð brezku konungs- hjónanna, að koma til London. Stjórnar hún þa'ðan landi sínu í bili, en hverfur aftur til Hollands eins fljótt og kringumstæður leyfa. Frh. á 4. siðu. Brezkur floti er á stöð- ugu sveimi úti fyrir ströndum Hollands og Frakk- lands og tekur þátt í bardög- unum við þýzka fallhlífarher- menn og lið, sem sett hefir ver- ið á land úr þýzkum sjóflugvél- um á ströndinni, en hann að- stoðar einnig við flutning flóttamanna, sem nú streyma frá Hollandi til Englands undan loftárásum Þjóðverja Stöðugur flóttamannastraum ur er einnig byrjaður frá Belg- íu til Frakklands og býst franska stjórnin við að verða að taka á móti 800 þús. flótta- mönnum þaðan. Þjóðverjar halda uppi látlausum loftárásum á óvíggirta staði og óvopnað fólk á þjóðvegunum og skjóta á það úr vélbyssum flugvélanna, eins og á Póllandi í haust. Þýzkir fallhlífarhermenn halda stöðugt áfram að láta sig svífa til jarðar á bak við her- línur Bandamanna og eru margir þeirra eins og áður í einkennis- búningum Belgíumanna, Hollend- inga, Frakka eða Breta. Frh. á 4. síðu. Sbip með 16 oorska Ilóttamenn kom tii Aknreyrar I morgnn l^T ORSKT SKIP með * flóttamenn kom til Akureyrar snemma I morg- un, og er það annað skip- ið, sem kemur hingað til lands með flóttamenn frá Noregl. Skipið er kútter, yfir 100 tonn að stærð, með 16 Ilóttamenn, 10 karlmenn, 3 konur og 3 börn. Þegar Alþýðubl. átti tal við Akur- eyri um hádegi í dag, lá skipið á Poliinum, og var flóítafólkið enn um borð. Brezku blöðin um 4 hertöku íslands. ......... ♦ Yfirvbfandi hæfta var á pvi segfa pau, aðÞjóðverjar réðustálandið \ FÖSTUDAGSMORG- un kl. 10 V2 var Pétur Benediktsson fulltrúi Is- lands í London boðaður í ut- anríkismálaráðuneytið brezka. Var honum tilkynt þar, að brezkur her hefði verið sett- ur á land í Reykjavík. Fulltrúi utanríkismálaráðu- neytisins, sem talaði við full- trúa Islands, lét orð falla um það, að brezka stjórnin harm- aði að hafa þurft að grípa til þessara ráðstafana, en atburð- irnir í Noregi hefðu gert brezku stjórninni ómögulegt að eiga nokkuð á hættu um þýzka inn- rás á íslandi. Þá mun fulltrúinn hafa látið þau orð falla, að brezka stjórn- in vildi gjarnan veita íslend- ingum ýms hlunnindi í verzl- unarmálum, sem þeir hefðu ekki áður haft, og hefði stjórn- in því sent fulltrúa sinn til ís- lands með fullu umboði til að gera nýja verzlunarsamninga og veita slík hlunnindi. Ríkisstjórnin hér hefir nú falið fulltrúa sínum að bera fram mótmæli sín við brezku ríkisstjórnina. Brezk Maðamnmæli. I skeyti frá London, sem hingað barst s.l. laugardag, seg- ir þannig frá ummælum brezkra blaða um landgöngu hins brezka hers hér: „í blöðunum í dag er gerð þannig grein af hendi utanrík- Frh. á 4. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.