Alþýðublaðið - 14.05.1940, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 14.05.1940, Blaðsíða 4
ÞRIÐJUDAGUR 14. MAI 1940. ÞRIÐJUDAGUR i Næturlæknir er Páll Sigurðs- son, Hávallagötu 15, sími 4959. Næturvörður er í Reykjavíkur- og Iðunnar-Apóteki. ÚTVARPIÐ: 20.00 Fréttir. 20.35 Upplestur: Þingeysk ljóð (Jónas Þorbergsson útvarps- stjóri). 20.50 Tónleikar Tónlistarskólans: Einleikur á píanó (Árni Kristjánsson). 21.10 Hljómplötur: Fiðlukonsert, nr. 7, eftir Mozart, o. fl. Kaupenður Alþýðfublaðsins, sem hafa bústaðaskipti núna um fardagana eru vinsamlega beðnir að tilkynna afgreiðslu Alþýðublaðs ins það sem allra fyrst, svo að engin truflun komi á útsendingu blaðsins. Kentucky heitir litmyndin, sem Nýja Bíó sýnir. Aðalhlutverkin leika: Lor- etta Young og Richard Greene. flétel Borg í kvðld kl. 10,15 H.E.«trfóið syngur nýiízku danslog. Lítil íbúð til leigu. Upplýs- ingar Bergstaðastræti 66. Bókabúð Æskunnar er í Kirkjuhvoli. Sími 4235. Kaupi gull hæsta verði. Sig- urþór, Hafnarstræti 4. Verkafélk! Eáðningarstofa landbúnaðar- ins í Alþýðuhúsinu er opin kl. 6—9 síðdegis alla virka daga nema laugardaga. SÍMI 13 2 7. Ma '■ ■ ; vistir í boði. Laxfoss fer til Vestmannaeyja á morg- un klukkan 6 síðdegis. Flutningi veitt móttaka til kl. 3. Tilkýnning. Bíldekk-strigaskór eru hentugir a'ö sumri til. Fást hjá Sigurði Eyjólfssyni, Kirkju- veg 4 B, Hafnarfirði. 1. O. 6. T. ÍÞÖKUFUNDUR í kvöld kl. 8V2. AIÞTÐ LOFTVARNIR I REYKJAVÍK Frh. af 1. síðu. lausir, ef til loftárásar kæmi? Fólk er framar öllu beðið um að vera rólegt og sérstaklega að sýna manndóm sinn og kjark, ef til óvæntra og ólíklegra at- burða kæmi. Það reynir á manninn í raun og veru ekki fyrr, og það veltur oft á lífi manna, hvort þeir kunna að taka á móti hættunni er hún dynur yfir. Það skal tekið fram, að það er skylda hvers einstakl- ings að hlýða í einu og öllu fyr- irmælunum um loftvarnirnar, enda er ekki líklegt að nokkur telji það sér samboðið að ó- hlýðnast þeim, þó að einhverj- ir hafi gerst svo djarfir að rífa niður leiðbeiningar, sem límdar hafa verið upp. Það skal að lokum tekið fram að gefnu tilefni, að allir loftvarnakjallararnir verða taf- arlaust opnaðir, þegar hættu- merki er gefið. Bæklingur um nákvæmar leiðbeiningar til . fólks mun koma út innan fárra daga og verður honum útbýtt meðal al- mennings. Revyan 1940. Forðum í Flosaporti 6. sýning annað kvöld kl. 8 í Iðnó. Aðgöngumiðar frá kl. 4— 7 í dag og eftir kl. 1 á morg- un. Engar fyrirfram pantanir, og ekki svarað í síma fyrsta klukkutímann eftir að sala hefst. Bannað fyrir börn. Öllnm lánsbóknm úr Landsbókasafmnu á að skila þessa dagana kl. 1—3. Landsbókavðrðir KÁPUBÚÐIN, Laugaveg 35. Samarkópnefnin komin Einnig Angoraefni í mörgum litum. Sigurður Guðmundsson. Sími 4278. Leinbekkir mikið og vandað úrval. Vatnsstíg 3. Húsgagnaverzlun Reykjavíkur. BREZK BLAÐAUMMÆLI UM ÍSLAND Frh. af 1. síðu. ismálaráðuneytisins fyrir því, að her var settur á land á ís- landi: Síðan Þjóðverjar tóku Dan- mörku, hefir þótt sjálfsagt að gera ráð fyrir að fyrir gæti komið að Þjóðverjar réðust á ísland. — En kunnugt er, að þótt það væri ekki nema lít- il herdeild, sem réðist á það, gæti íslenzka landsstjórnin ekki aftrað því, að landið félli algerlega í hendur Þjóðverj.um. Enska stjórnin hefir því á- kveðið með því að verða á und- an, að koma í veg fyrir að þessi atburður gæti skeð, sem myndi verða til þess, að ísland missti sjálfstæði sitt með því að her yrði settur á land á íslandi. Landganga þessa liðs fór fram í morgun, og hefir enska stjórnin sagt íslenzku stjórn- inni, að hún mætti reiða sig á, að herlið þetta væri sett á land til þess að tryggja ísland gegn þýzkri árás, og að aðrar hern- aðaraðgerðir, sem kynnu að vera gerðar, verði eingöngu gerðar í þeim tilgangi. Lið þetta mun verða kallað heim, þegar stríðinu er lokið. Enska stjórnin hefir sagt íslenzku stjórninni skýrt, að það sé hvorki ætlun hennar né löngun að skipta sér af stjórn íslands; enn fremur að hún sé þess al- búin að gera þá samninga við íslenzku stjórnina, er megi verða. til verulegs ávinnings fyrir íslendinga. Blöðin geta einnig um, að eina varnarlið íslands séu 70 lögreglumenn. Þjóðverjar hafi haft þann sið að senda svokall- aða vísindaleiðangra til fslands og að á íslandi séu langt um fleiri Þjóðverjar en eðlilegt sé miðað við atvinnuvegi og verzl- un. En auk þess séu þar skips- •hafnir af skipum, sem farizt hafi við ísland. Þýzki ræðismaðurinn er, segja ■hlöðin, alkunnur nazisti, ög hefirv starf hans um langan tíma ekki yerið venjuleg ræðis- mannsstörf,- heldur pólitískur áróður. Það er þyí fuU ástæða til þess að álíta, að áhugi sá, sem Þjóð- verjar hafá haft á íslandi hafi sízt rénað síðan stríðið byrjaði. Enda er lega Jandsins og stað- hættir þar þannig, að þar eru ágætir staðír til þess að hafa ,,stöðvar,“ sem lítið ber á, fyrir kafbáta og þar sem sæflugvélar geta tekið olíu. HOLLAND OG BELGÍA Frh. af 1. síðu. Franska stjómin hefir lýst því yfir, að þar sem slíkur dulbún- ingur hermannanna sé b’rot á alþjóðalögum, verði hver einasti þýzkur fallhlifarhermaður, sem tekínn er til fanga þannig búinn, skotinn tafarlaust. — En þýzka stjóxnin segir ,að það sé aðeins sérstakur einkennísbúningur, sem fallhlífarhermenn hennar hafi, og ef farið verði að skjóta þá, eftir að þeir hafi verið teknir til fanga, þá muni hún láta skjóta 10 franska fanga fyrir hvem þýzkan, sem skotinn verði. i----------------------------— HOLLáNDSDROTTNING Frh. af 1. síðu. Þa var tilkynnt í hollenzka út- varpinu seint I gærkveldi, að hollenzka stjórnln hefðl ákveðið að fara burt frá Haag, þangað sem auðveldara væri að vlnna að stjórnarstörfunum i næðl. ----------------------------—1 Útijreiðlð Alþýðublaðið! ■ GAMLA BIO ■ Freistingin Hrífandi og listavel leikin amerísk kvikmynd. Aðal- hlutverkin leika 4 fræg- ir úrvalsleikarar: Joan Crawford, Margaret Sullavan, Robert Young og Melvyn Douglas. ■ nyja bio m Kentucky Aðalhlutverk: Loretta Yonng og Richard ©recne Myndin er tekin í eðlileg- um litum. & Jarðarför föður og tengdaföður okkar, Jóns Árnasonar, frá Krókshúsum, Rauðasandi, fer fram fimmtudaginn 16. þ. m. og hefst með hæn á heimili hans, Ánanaustum, kl. IV2. Athöfninni í fríkirkjunni verður útvarpað. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna. Valgerður Jónsdóttir. Jarðarför Arnfríðar Ásgeirsdóttur, sem andaðist 6. þ. m. fer fram frá dómkirkjunni miðvikudag- inn 15. þ. m. og hefst með húskveðju frá Elliheimilinu Grund, kl. •1% e. h. Fyrir hönd fjarstaddra dætra. Rannveig Jónatansdóttir. Ásgeir Magnússon. Fasteignaeigendafélag Reykjaviknr Thorvaldsensstræti 6. Sími 5659. Skrifstofan opin dáglega klukkan 10—12 og 3—7-6. Húseigendur eru beðnir að tilkynna skrifstofunni leigu- vanskil og vanhirðu leigutaka. Þar fást einnig húsaleigu- samningseyðublöð, útgefin af félaginu. ISTýir félagsmenn geta innritast í félagið á skrifstofunni, s?m lætur félagsmönnum í.té upplýsingar og leiðbeiningar um skifti leigusala og leigutaka. Aukín verzlunarviðskipti milli Breta og íslendinga. Samnlngaumleltanir hófust sið^ astliðlnn laugardag. SAMNINGAFUNDIR eru hafnir hér milli fulltrúa íslands og fulltrúa Breta um aukin verzlunarviðskipti milli landanna. Fyrir íslands hönd taka þátt í samningaumleitunun- um þeir menn; sem fóru til London í verzlunarerindum í haust, en Mr. Harris og ef til vill fleiri semja fyrir hönd Breta. Þessir samningar hófust á laugardag með því að ríkis- stjórnin hélt fund með fulltrú- um sínum, en síðar um daginn komu nefndirnar saman á einn fund. Fundahöld munu að líkind- um verða í dag. Sérstaklega munu verða at- hugaðir möguleikar á því, hvort Bretar geta keypt þær afurðir okkar, sem við höfum misst markað fyrir vegna ófrið- arins, en það eru fyrst og fremst síld og síldarafurðir. íjsambandi við þetta er rétt að minna á opinbera tilkynn- ingu frá brezku stjórninni um landgöngu hins brezka liðs hér, sem lesin var upp í útvarpið í London. Eftir að skýrt hafði verið frá landgöngunni var sagt, að taf- arlaust myndu hefjast samn- ingar um aukin verzlunarvið- skipti milli landanna og myndu þessir samningar verða mjög hagkvæmir fyrir íslendinga. Eftir er aðeins að vita, hvað Bretar telja ,,hagkvæmt“ fyrir okkur, en það mun koma fram ræstu daga.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.