Alþýðublaðið - 17.05.1940, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 17.05.1940, Blaðsíða 3
 ALÞYÐUBLAÐiÐ FÖSTUDAGUR 17. MAI 194*. ALÞÝÐUBLAÐIÐ ’ Ritstjóri: F. R. Valdemarsson. í fjarvjeru hans: Stefán Pétursson. Símar 4902 og 5021 (helma). Ritstjórn: Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar: 4902!: Ritstjóri. 4901: Innlendar fréttir. 5021: Stefán Pét- ursspn (hehna) Sellandsstíg 16. 4903: Vilhj. S. Vilhjálms- son (heima) Brávallagötu 50. Afgneiðbla: Alþýðuhúsinu gengið inn frá Hverfisgötu. Símar: 4900 og 4906. Verð kr. 2,50 á mánuði. 10 aurar í lausasölu. ALÞlÝÐUPRENTSMIÐJAN H. ,F • Þjóðhátíðardagur Norðmanna Reykjavíkurbær hefur fram kvæmdir um mótöku. . _—---4---- Mikið af mó verður tekið upp, en auk pess verður allmikið keypt til bæjjarins. Lántaka allt að 600 þúsund krónur til framkvæmdanna D ÆJARRÁÐ REYKJAVÍKUR hefir ákveðið að efna til A-J móupptöku í sumar hér í nágrenni bæjarins í all- stórum stíl og kaupa mó til sölu meðal bæjarbúa. Borgarstjóri skýrði frá þessu á bæjarstjórnarfundi í gær og urðu nokkrar umræður um málið. Þessi ákvörðun var tekin vegna hins slæma útlits um öflun eldsneytis hingað til bæjarins í sumar og í haust. IMEIRA EN HEILA ÖLD hefir 17. maí verið þjóðhátíðar- dagur Norðmanna. Hann er hald- inn hátíðlegur til minningar um stjórnarskrána, sem Norðmenn settu sér á Eiðsvelli þann dag árið 1814, eftir að Noregur hafði orðiö viðskila við Danmörku í iok Napoleonsstyrjaldanna og lýst yfir sjá'lfstæði sínu. Stjórnarskráin frá 17. maí 1814 var um áratugi frjálsasta stjórn- arskráin í allri Evrópu. Með henni var lagður grundvöllurinn að lýðræðinu í Noregi, meðan flest önnur lönd áttu að meira eða minna leyti við einveldi að búa. Og við sívaxandi lýðræði hafa Norðmenn síðan notið friðar við allar þjóðir og frelsis inn á Þið í meira en 125 ár, þangað til nú, og orðið það, sem þeir eru í dag: ein frjálsasta, atorkusam- asta og siðmenntaðasta þjóð heimsins. Aldrei fyrr en í ár hefir það komið fyrir, að þessi þjóð hafi ekki fengið að halda upp á þjóð- hátíðardag sinn í friði og frelsi. En nú er henni bannað það af blóðuguni kúgurum, sem án nokkurs tilefnis hafa ráðist á land hennar með öllum vítisvél- um striðstækninnar, lagt undir sig blómlegustu hémð þess og vætt þau blóði margra beztu sona norsku þjóðarinnar. í dag má þjóð- söngur Norðmanna ekki hljóma um borg og byggð né norski fán- inn hlakta við hún á svæðinu frá Osló til Þrándheims. 1 stað- inn fyrir frelsið, sem stjórnar- skráin frá 17. maí 1814 lagði hornsteininn að, er í bill komin blóðug harðstjórn hins nazistiska innrásarhers. ÞúsUndir Norð- manna hafa látið lífið fyrir éfid- sprengjum hans og vélbyssukúl- um og ennþá fleiri verið hnepptir í fangelsi. Og í hinum herteknu hémðum Noregs ém allir sviftir frelsinu til þess að tala, rita og koma saman, nema fáeinir svik- arar við Noreg, nazistar og kom- múnistar, sem hafa selt sig hin- um erlendu kúgumm og gerzt auðvirðileg verkfæri þeirra gegn sinni eigin þjóð. Þeir einir hafa bmgðizt eiðnum, sem forfeður þeirra unnu á Eiðsveili árið 1814: „Sameinaðir og trúir svo lengi, sem Dofrafjöll standa!“ En norska þjóðin hefir ekki svikið þann eið. Hún stendur, þrátt fyrir alla Quislinga, samein- uð og trú í dag, trú föðurland- inu og frelsinu, og sameinuð um það, að reka hinn nazistiska inn- rásarher af höndum sér. Norð- menn láta aldrei gera sig að þrælum, sagði Halvdan Koht, einn göfugasti sonur norsku þjóðarinnar, í ávarpinu, sem liann flutti til hennar í Lundúna- útvarpið fyrir nokkrum dögum síðan. Þeir gefast ekki upp fyrir hinum erlendu ofbeldismönnum og munu heldur ekki láta banna sér það, að halda upp á þjóðhá- tíðardag si.nn og minnast frelsis- ins og sjálfstæðisins, sem þeir fengu árið 1814. Frá Hammer- fest til Bodö, á öllum norskum skipum úti á heimshöf- unum og í öllum þeim borgum erlendis, þar sem Norðmenn búa, mun norski fáninn blakta við hún í dag og þjóðsöngur þeirra, „Ja, vi elsker dette landet“, hljóma af ennþá meira krafti og ennþá á- stríðufyllri ættjarðarást, en hann hefir hljómað nokkru sinni fram á þennan dag. Og frá Oslo til Þrándheims munu þeir áreiðan- lega verða fáir, sem ekki sverja þess dýran eið í dag, að frelsa Noreg aftur úr höndum hins naz- istiska innrásarhers, hvað sem það kóstar, og gera upp reikn- inginn við Quislingana, sem á stund hættunnar ráku rýtinginn i bak þjóð sinni. Þjóðhátíðardagur Norðmanna hefir frá upphafi verið hvort- tveggja í senn: dagur föður- landsins og dagur frelsisins. En aldrei hefir þetta tvennt verið tengt örjúfanlegri böndum í hug- um Norðmanna, en einmitt nú, þegar þeir eiga hvorttveggja að verja og hvorttveggja aftur að vinna úr höndum erlendra kúg- ara. Það bezta er aldrei of gott! ;! Daglega nýtt Nautakjöt ; ■ Hakkað kjöt !; Hangikjöt ;' Iijötfars !; Kjöt af fullorðnu. Kindab júgu ; Miðdagspylsur Folaldakjöt ;| Enn fremur allan áskurð. I; Jén Matlaiesen. Símar 9101 — 9102. !; {sr#-##########'######-##'############ ^ i : Pað bezta vetðar ávalt ódjrast. i; DAGLEGA NÝTT: J; !; Nautakjöt !; Kindakjöt ;! !: Bjúgu ;; ;! Pylsur ;: ! i Fars !; Alls konar álegg. !; !; Pantið í matinn í tíma. ;; ! Pantið í hann í síma i; 9291 — 9219. i| Stebbabuð.i ♦----------------------------4 AUar nýlenduvörur ódýr* astar í verzluninni B«rg. 15. Sfani 5395. 4-----------------------------4 Bærinn mun láta vinna að móupptöku þar sem mórinn er beztur í nágrenni bæjarins, en það er í Árbæjarlandi og í Krossalandi imi við Elliðaárn- ar. Þessa móupptöku mun bær- inn framkvæma á eigin reikn- ing og selja móinn síðan, en auk þess er gert ráð fyrir því, að einstökum mönnum verði gefin heimild til að taka upp mó í þessum löndum fyrir sjálfa sig, annaðhvort sem þeir ætla að nota til eigin heimilisþarfa eða sem þeir ætla að selja. Það er ráðgert að taka upp og þurka í þessum löndum mó, sem nemur um 5 þúsund tonn- um. Þá hafa bæjarráðinu borizt nokkur tilboð um kaup á mó. Meðal þeirra er tilboð frá Grundarfirði, en þar er mórinn talinn beztur hér á landi, og er talið að ef kolatonnið kostar 100 kr., þá sé hagkvæmt að kaupa þennan mó fyrir 60 kr. tonnið. Ákveðið er að kaupa 1 þús- und tonn af mó frá Grundar- firði á 40 krónur tonnið við skipshlið, og er þá gert ráð fyrir að tonnið kosti hér 60—70 krónur. Þá liggur fyrir tilboð um kaup á mó frá Búðum á Shæ- fellsnesi, en þar er mórinn og talinn góður eða 53 á móti 100 (kolatonnið). Þessi mór frá Búðum mun kósta hér í útsölu álíka mikið og mórinn frá Grundarfirði. Loks liggur fyrir tilboð um kaup á 2400 tonnum af mó frá Kjalarnesi. Er það og sæmilegur mór. Til þessara framkvæmda þarf allmikið rekstursfé. Bar borgarstjóri fram tillögu þess efnis, að bæjarráði væri heim- ilað að taka nauðsynleg lán til framkvæmdanna. Er talið að lántakan muni nema að minnsta ltosti 600 þúsundum króna. í tillögu borgarstjóra var takmarkað við móupptöku, sem svaraði allt að 5000 kola- tonnum. Jón Axel Pétursson kvað ó- ráðlegt, að hafa slíka takmörk- un í samþykkt bæjarstjórnar. Hann kvað ástandið vera svo ískyggilegt, að gera mætti ráð fyrir því, að nauðsynlegt væri að taka upp og kaupa enn meira af mó en þetta. Vitanlega skapar þessi nýi at- vinnuvegur allmikla atvinnu fyrir verkamenn hér í bænum. Kom það og fram í umræðum, að það atriði hefir ráðið miklu um ákvörðun bæjarráðs og samþykkt á tilfögu borgar- stjóra. í skýrslu um notagildi mós- ins, sem lá fyrir bæjarstjórnar- fundinum, segir meðal annars: Notagttdi mós til kyad- tngar. „Mó má nota aðallega á þrennan hátt til eldsneytis, sem mótöflur, eltimó og stungumó. Bezt eldsneyti fæst með því, að búa til mótöflur. Þessi að- ferð hefir ekki verið notuð hér á landi og kemur ekki til greina í svipinn, þar sem vélar til þessa eru mjög dýrar og líklega ófáanlegar í skyndi. Eltimór hefir verið gerður hér og er ekki frábrugðinn stungumó að öðru leyti en þvx, að mórinn er látinn fara gegn- ufn kvörn strax eftir að hann hefir verið stunginn upp. Kvörnin tætir svo móinn og formar. Eru kögglarnir síðan breiddir út á þurrkvöll og mór- inn loftþurrkaður. Eltimórinn er betra eldsneyti en stungumór, aðallega fyrir þá sök, að minna fer fyrir honum, þó ekki séu fleiri hitaeiningar 1 hverju kg. Eltimórinn er einnig jafnari í sér og dregur í sig minni raka úr lofti eftir að einu sinni er búið að þurka hann. Stungumórinn er unninn með því einu, að stinga móinn í mógryfjunni í hæfilega stóra köggla og þurka síðan. I mógryfjunum inniheldur mórinn um 80—90% vatn, en til þess að nothæft eldsneyti verði úr, þarf að þurrka móinn svo að vatnsimaihald verði 20 —30%. Rannsóknir þær um hita- magn mósins, sem atvinnudeild háskólans hefir látið gera, eru miðaðar við 25 % vatnsinni- hald.“ Atvinnumálaráðuneytið Kefir sett nefnd til rannsóknar á mó- tekju víðs vegar á landinu, og er þessi skýrsla frá þessari nefnd. Enn fremur segir í skýrsl- unni: „Það er erfitt að segja með vissu hvernig ganga myndi að kynda miðstöðvarkatla með mó. Betri mótegundirnar eru vafalaust vel nothæfar, en þær lakari ekki. Fæstir miðstöðvar- katlar eru hentugir fyrir mó- kyndingu. Nokkrar tilraunir hafa verið gerðar hér með mókyndingu í miðstöðvarkötlum, en ekki svo, að hægt sé með vissu að segja hvar takmörkin liggi. Verður þó að telja öruggt að nota megi mó ef lægra hitagildi hans er um eða yfir 2500 kg. Hér í námunda við Reykja- vík er því aðeins um að ræða Fífuhvamm og Árbæjarmýri C. Fífuhvammi má að vísu strax sleppa sakir þess, að mólagið er svo grunnt og ekki dýpra en ruðningurinn. Verður þá aðeins eftir Árbæjarmýrin. Frh. á 4. síðu. Lokuiartími sölubia VepHiir sumarmánuðina frá 14. maí tll 15. sept.: Fðstudaga lokað kl. 8 e. hád. Laugardaga lokað kl. 1 e. hád. Félag matvðrDfeanpmanna. Félag vefnaðarvðrnkaupmanna. Félag kjðtverslana. Félag fslensfera sfeókaupmanna. Félag bðsðhaldabanpmanna. \

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.