Alþýðublaðið - 17.05.1940, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 17.05.1940, Blaðsíða 4
FöSTUDAGUR 17. MAI Í94Ö. / # FÖSTUDAGUR. Næturlæknir er Axel Blöndal, Eiríksgötu 31, sími 3951. Næturvörður er í Reykjavíkur- og Iðunnar-Apótki. ÚTVARPIÐ: 19.30 Hljómplötur: Norsk þjóðlög. 20.00 Fréttir. 20.25 Norðmannadagur: Ávörp og erindi. Norsk tónlist. 21.45 Fréttir. Dagskrárlok. Alþýðuflokksfélagið heldur fund í kvöld klukkan 8.30 í Alþýðuhúsinu. Gengið inn frá Hverfisgötu. Rædd verða fé- lagsmál, síðustu stjórnmálavið- burðir og viðhorf til atvinnumála. Loks skemmtir söngfélagið Harpa. Lokunartími sölubúða breytist yfir sumarmánuðina eins og sjá má af auglýsingu í blað- inu í dag. Iðnskólanemendur, sem útskrifuðust í vor, fara í hina fyrirhuguðu skemmtiferð á morgun kl. 4,30 e.h. Lagt verður upp frá Iðnskólanum. Ferðafélag íslands ráðgerir að fara skemmtiför út á Reykjanes n.k. sunnudag. Ekið í bílum um Grindavík alla leið að Reykjanessvita, Á leiðinni suður gengið á Vogastapa. Á Reykjanesi verður gengið um nesið, vitinn og hverasvæðið skoðað. Merkustu hverirnir eru Gunna og Litli-Geys- ir. Á heimleiðinni gengið á Hál- eyjarbungu og staðið við í Grinda- vík nokkra stund. Lítil sundlaug er á hesinu — heitur sjór — svo ráðlegt er að hafa mð sér_ baðföt og handklæði. Lagt á stað kl. 8 árdegis. Farmiðar seldir í bóka- verzlun ísafoldarprentsmiðju. Vorkennsla barna í Hafnarfirði fellur niður eins t Sýning í kvöld kl. 8 í Iönó. Aðgöngumiðar seldir eftir kl. 1. Eftir kl. 3 leikhúsverð. Hláturinn lengi iifi. Bannað fyrir börn. ♦------------—-----1 Velkomin í og hér í Reykjavík, enda er á- standið þar að verða eins og hér„ barnaskólinn hefir verið tekinn fyrir hermenn — eins og Flens- borgarskólinn. Tennis. Þeir, sem hafa pantað tíma á vegum félagsins ,verða að hafa sótt skírteini sín fyrir 22. þ. m. í bókaverzlun ísafoldarprentsmiðju, annars verða tímarnir leigðir öðr- um. Laust embætti. Hið nýstofnaða Álafosslæknis- hérað er laust til umsóknar. Byrj- unarl. eru kr. 3500,00 auk dýrtíð- aruppbótar. Umsóknarfrestur er til 15. júní næstkomandi. íþróttaráð Akureyrar stofnaði til 3000 m. víðavangs- hlaups á Hvítasunnudag. 3 sjö- manna sveitir tóku þátt í því. Ein frá K. A. 20, M. A. 30 og Þór 34 stig. Beztu þrír menn voru: Ing- valdur Holm úr K.A., 10 mín. 37,8 sek., Kári Karlsson úr Þór, 10 mín. 39,6 sek. og Björgvin Júní- usson úr K. A. 10 mín. 42,4 sek. Á annan í Hvítasunnu hafði í. R. A. útisamkomu við sundlaug bæj- arins. Sundfélagið Grettir sýndi fimleika, stjórnandi Höskuldur Steinsson. Þá þreytti 50 manna sveit úr M. A. boðsund 50 sinnum 35 metra við 50 manna sveit bæj- armanna. Bæjarmannasveitin vann með 23 mín. 44,4 sek. á móti 24 mín 11,2 sek. „Forðum í Flosaporti", revýan 1940 verður sýnd í kvöld kl. 8. RÆÐA REYNAUDS Frh. af 1. síðu. muni mótast af því, sem gerist ríæstu daga. Frönsku blóði hef- ir verið úthelt. En það skiptir engu, þó að við leggjum lífið í sölurnar. Það eina, sem skiptir máli í dag er, að verja Frakk- land. Þegar Reynaud hafði sagt þetta, spruttu þingmenn allir upp úr sætum sínum og hyltu hann, úr öllum flokkum...... MÖTEKJAN Frh. af 3. síðu. Það er erfitt að segja hversu mikils þyrfti að afla af mó. En það er augljóst, að mókynding yrði alltaf Reyk.víkingum mik- ið dýrari en þótt kolatonnið kostaði 100 kr., en svo hátt eldsneytisverð verður hins veg- ar til þess að fólk sparar mjög við sig kyndingu. Láta mun nærri, að bærinn þurfi til upphitunar 38 000 t. kola, ef allt væri með felldu. Gera má svo ráð fyrir að fólk spari þriðjung eldsneytis- magnsins vegna hins háa verðs. Svarar því eldsneytisþörfin til 25 þús. kolatonna.“ nágrennið Gerið gúmmískókaupin hjá okkur eins og vant er, það borgar sig bezt, það vita allir. Allskonar gúmmíviðgerðir. Höfum einnig margar stærðir og gerðir af uppgerðum skó- hlífum og krakkastígvél- um með tækifærisverði. Gúmmískógerðin | t i Laugavegi 68. Sími 5113. | Sækjum. Sendum. i 1----------'— ------♦ I Nýtt nautaklðí Nýtt svinakjðt Ver&lunin Sími 3828 og 4764, Sólrík íbúð, 3 herbergja og eldhús, til leigu, ódýrt. Upplýs- ingar í síma 5366 frá kl. 5—8 í kvöld. SVAR BRETA Frh. af 1. síðu. a'öger'ða Þjóðverja í Danmörku og Noregi, að brezka stjórnin væri ákveðin í að koma í veg fyrir að ísland yrði fyrir sömu örlögum og Danmörk og að hún myndi gera hverjar þær ráðstaf- anir, sem nauðsynlegar væru í þeim tilgangi. Aðgerðir þýzku stjórnarinnar í Hollandi og Bel- gíu hafa ennfremur sýnt, hafi slíks verið þörf, að möguleiki var á því, að Þjóðverjar kynnu að taka ísland. Stjórn Hans Há- tignar sá sig því knúða til, með hagsmuni Islendinga sjálfra fyr- ir augum, að koma í veg fyrir slíkan möguleika með því að tryggja sér bækistöð, sem myndi gera það hernaðarlega. mögulegt að hrinda hverri til- raun af þessu tagi af hálfu Þýzka- lands. Ef Þjóðverjar hefðu fram- kvæmt slíka landsetningu hers á íslandi, áður en brezku her- sveitirnar komu, hefði það orðið nauðsynlegt að reka burt þýzka herinn, en af því myndi hafa leitt það, að ísland hefði orðið orustuvöllur og að tjón hefði orð- ið á lífi og eignum í landinu. Stjórn Hans Hátignar er þeirr- ar skoðunar, að úr því að brezki landgönguherinn hefir tekið friö- samlega í sínar hendur þá hern- aðarlegu staði, sem hann þurfti, þurfi ísland lítið að óttast þýzka árás. Eins og þér tókuð svo vinsam- lega fram í orðsendingu yðar 11. apríl,, hefir ætíð ríkt vinsamleg- asta samkomulag milli íslenzku og brezku þjóðarinnar, og stjórn Hans Hátignar treystir því fast- lega, að þetta samkomulag megi haldast, hvað sem landsetningu ðrezkra hersveita hér á landi líð- ur, og er henni hin rólega og vin- samlega framkoma almennings, þegar landsetningin fór fram, hin mesta uppörvun í þessu efni. Með sérstakri tilvísun til ann- arar málsgreinar í orðsendingu yðar 10. maí,*vill stjórn Hans Há- tignar taka það fram, að hún muni að sjálfsögðu greiða allt efnalegt tjón, sem beint stafar af hernámi hins brezka hers. Vill hún einnig taka það fram, að þaÖ er fastur ásetningur hennar, að kalla þennan her heim, þegar er yfirstandandi ófriði lýkur, og að hún hefir engan ásetning eða ósk um að skipta sér af núverandi stjórn landsins. Loks vill stjórn Hans Hátignar láta í ljós þá föstu trú sína, að ef samkomulag næst um þau við- skipti og verzlun, sem fulltrúi hennar hefir fengið umboð til að ræða við íslenzku stjórnina, muni koma brezku hersveitanna til landsins í rauninni verða til efna- legs hagnaðar fyrir þjóðina. LOFTVARNAÆFINGAR Frh. af 1. síðu. orðið á vírum í Austurbænum og fór ein flautan í miðbænum að flauta. Hættumerkið heyrð- ist víða um bæinn, en víðast hvar svo dauft, að þeir, sem voru sofnaðir, heyrðu það ekki. Fólk verður að athuga það, að gera tafarlaust sínar varnar- ráðstafanir, ef hættumerki er gefið. Það má alls ekki gera CAMLA BIO Freistmgin I NYJA bio Kentucky Hrífandi og listavel leikin amerísk kvikmynd. Aðal- hlutverkin leika 4 fræg- ir úrvalsleikarar: Joan Crawford, Margaret Sullavan, Robert Young og Melvyn Douglas. Aðalhlutverk: Loretta Yonng og Riehard (ireene Myndin er tekin í eðlileg- um litum. SKEMMTIFÉLAGIÐ GÖMLU DANSARNIR. DANSLEÍKUR í Alþýðuhúsinu við Hverfisg. laugardaginn 18. maí klukk- an 10 e. h. Áskriftarlisti og aðgöngumiðar frá kl. 2, sími 4900. Pantaðir aðgöngum. verða að sækjast fyrir kl. 9Vz. Harmonikuhljómsveit félagsins. Eingöngu gömlu dansamir. ÖLVUÐUM BANNAÐUR AÐGANGUR. Vegna fjölda áskorana. „Sjöfn,“ félag starfsstúlkna í veitingahúsum heldur Damsleik í Oddfellowhúsinu í kvöld kl. 10. — Ti!skemmtunar verður: List-dans: Sif Þórs. Swingtríóið. Aðgöngumiðar seldir í Oddfellow eftir kl. 4 og við inngang- inn. Skemmtinefmdin. Penguin Books. Oxford Pamphlets, og geysimikið úrval annara enskra bóka, yfir 10.000 bindi ný- komin. Bókaverzlun Snæbjarnar Jónssonar — The English Bookshop. TUkjrnning Hárgreiðslustofur bæjarins vilja hér með vekja at- hygli heiðraðra viðskiftavina sinna á því, að frá deginum í dag að telja til 15. sept. verður stofunum lokað: Klukkan 8 e. h. á föstudögum. Klukkan 1 e. h. á laugardögum. FÉLAG HÁRGREIÐSLUKVENNA. Atvinna Getum bætt við nokkrum bifreiða- stjórum strax. Steindór ráð fyrir því, að engin hætta sé á ferðum. Til viðbótar við lúðramerkin er nú ákveðið, að ef hætta er á ferðum, verður öllum símum í bænum hingt stanslaust í 15 sekúndur. En athugið það mjög vel, að enginn má snerta á sím- anum meðan hringingin stend- ur og ekki í 10—12 mínútur eftir að henni lýkur. Á morgun kl. 12,45 á hád. verður hÖfð æfing með þeSsar hringingar. Munið að snerta ekki símann í allt að 12 mín- útur eftir að hringingin hefst. Það er ákaflega þýðingarmik- ið að farið verði mjög strang- lega eftir þessum fyrirmælum og verður tekið strangt á því, ef út af er brugðið. Þetta hefir Alþýðublaðið verið beðið að tilkynna fólki. Póstferðir 18. maí 1940. Frá Reykjavík: Mosfellssveitar-f Kjalarnéss-, Reykjaness-, Ölfuss- og Flóapóstar. Laugarvatn. Hafn- arfjörður. Grímsness-. og Biskups- tungnapóstar. Akranes. Álftúness- póstur.Til Reykjavíkur: Mosíells- sveitar-, Kjalarness-. Reykjaness, ÖlfUss- og Flóapóstar. Hafnarfjörð ur. Álftanesspóstur. Akranes. Rangórvallasýslupóstur. Vestur oé Austur-Skaftafllssýslnapóstar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.