Alþýðublaðið - 18.05.1940, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 18.05.1940, Blaðsíða 4
LAUGARDAGOR 18. MAl 194«. LAUGARDAGUR Næturlæknir er í nótt Berg- sveinn Ólafsson, Hringbraut 183. Næturvörður er í Reykjavíkur- og Iðunnar-Apóteki. ÚTVARPIÐ: 20.00 Fréttir. 20.25 Upplestur: „Liggur vegur- inn þangað?“ Sögukafli — (Ólafur Jóh. Sigurðsson rithöf.) 20.50 Útvarpstríóið: Einleikur og tríó, 21.10 Upplestur: Kvæði (Ólafur Jóh. Sigurðsson). 21.20 Hljómplötur: Vínarvalsar. MESSUR: í dómkirkjunni kl. 11, síra Bjarni Jónsson, kl. 5, safnaðar- fundur. í fríkirkjunni kl. 2, síra Árni Sigurðsson. í kaþólsku kirkjunni í Landa- koti: Lágmessa kl. 6,30 árd. Bisk- upsmessa og ferming kl. 9 árd. Bænahald og prédikun kl. 6 síðd. í Hafnarfjarðarkirkju kl. 2, — ferming, síra Garðar Þorsteinsson. SUNNUDAGUR: Helgidagslæknir er Kristján Grímsson, Hverfisgötu 39, sími 2845. Næturlæknir er Björgvin Finris- son, Laufásvegi, sími 2415. Næturvörður er í Laugavegs- og Inglóf s-Apóteki. ÚTVARPIÐ: 11.00 Messa í dómkirkjunni (séra Bjarni Jónsson). 12.15—13.00 Hádegisútvarp. 19.30 Hljómplötur: Förleikir eft- ir Debussy. 20.00 Fréttir. 20.25 Upplestur: Kona útlagans í Hveradölum (Árni Óla blaðamaður). 21.05 Kvæði kvöldsins. 21.10 Hljómplötur: Klassiskir dansar. Hjónaband. í dag verða gefin saman í hjóna- band ungfrú Ása Pálsdóttir, Tjarn- argötu 49 og Gústaf Sigvaldason, skrifstofumaður. Heimili ungu hjónanna er á Hrefnugötu 6. Kaupsýslutíðindi, 15. tölublað yfirstandandi árg. er nýkomið út. Efni: Yfirlit yfir utanríkismál, gjaldeyris- og bankamál, ýms stéttartíðindi. Inn- dráttur íslandsbankaseðlanna eftir Gylfa Þ. Gíslason. Frá bæjarþingi Reykjavíkur o. fl. Hjónaband. í dag verða gefin saman í hjóna- band Lydia Guðjónsdóttir og Guð- jón Theodórsson. Heimili brúð- hjónanna er á Túngötu 40. Uppboð. Opinbert uppboð verður haldið laugardaginn 25. maí n: k. að Víðinesi í Kjalarness- hreppi og hefst kl. D/2 e. h. Selt verður: Nokkrar kýr, 2 hestar, um 20 kindur, aktígi, vagn, ýmsir innanstokksmunir og búsáhöld. Greiðsla fari frarn við ham- arshögg. — Þó verður gjald- frestur veittur til 15. sept. n. k. þeim mönnum, sem setja upp- boðshaldara tryggingu fyrir boðum sínum, sem hann met- ur gilda, áður en þeir gera boð. Uppboðsskilmálar verða birt- ir á staðnum. Sýslumaðurinn í Gull- bringu- og Kjósarsýslu. 16. maí 1940. Bergur Jónsson. ALÞÝÐUBLAÐIÐ VÍGSTÖÐVARNAR VIÐ BRÖSSEL. Frh. af 1. síðu. Bandamenn segja, að undanhaldið við Briissel hafi ekki verið ákveðið vegna þess, að ekki hefði verið hægt, að halda vígstöðv- unum þar lengur, heldur vegna þess ástands, sem skapazt hefir við sókn Þjóðverja í Norður-Frakklandi. Antwerpen er enn í höndum Bandamanna, en Þjóðverjar segjast vera komnir að víggirðingum hennar að norðan og aust- an. Eyjarnar í Zeelandfylki á Hbllandi, norðvestur af Antwerpen, verjast árásum Þjóðverja. ChurchlU í París. Það er nú kunnugt, að Winston Churchill var í París í gær. Fór hann þangað, eftir að brezka stjórnin hafði fengið skýrslu um horfurnar á vesturvígstöðvunum. Churchill og sérfræðingar hans ræddu við Reynaud, forsætisráð- herra Frakklands, Daladier her- málaráðherra og Gamelin yfir- herforingja. Er talið, að þýðing- armiklar ákvarðanir hafi verið teknar á þessum fundi. Glæfraspfl Hitlers. Tilraun Pjóðverja til að brjót- iast í gegn me‘ð öllum þeim með- BRÉFASKIPTIN VIÐ BREZKU STJÓRNINA Frh. af 1. síðu.' Danmerkur, þá óttast brezka ríkisstjórnin, að aðstaða íslands sé orðin mjög viðsjárverð. Hins vegar hefir brezka stjórnin ákveðið að hindra það, að ísland hljóti sömu örlög og Danmörk, og mun gera hverja þá ráðstöfun, sem nauðsynleg er til þessa. Slík ráðstöfun kann að útheimta það, að brezku rík- isstjórninni verði veittar viss- ar tilslakanir á sjálfu íslandi. Brezka ríkisstjórnin gerir ráð fyrir, að íslenzka ríkisstjórnin muni í eigin þágu veita slíkar tilslakanir jafnskjótt og brezka ríkisstjórnin kann að þarfnast þeirra, og að hún muni yfir höf- uð ljá samvinnu sína við brezku ríkisstjórnina sem hernaðarað- ili og handamaður. J. Bowering brezkur aðalkonsúll. Svar íslenzku ríkisstjórnar- innar við þessu bréfi brezka að- alræðismannsins var svohljóð- andi: Utanríkismálaráðuneytið. 11. apríl 1940. Herra aðalkonsúll, íslenzka ríkisstjórnin hefir tekið erindi yðar, nr. 3, dags. 9. þ. m., merkt leyndarmál, til skjótrar athugunar, og leyfir sér hér með að tjá yður eftir- farandi: íslenzka ríkisstjórnin er nú sem fyrr þakklát og glöð yfir vináttu brezku þjóðarinnar og áhuga brezku ríkisstjórnarinn- ar fyrir því, að íslandi megi vel farnast í þeim mikla hildarleik, sem nú er háður. Aðstaða íslands er hins vegar sú, að þegar sjálfstæði íslands var viðurkennt 1918, lýsti það yfir ævarandi hlutleysi og er auk þess vopnlaust. ísland vill því hvorki né getur tekið þátt í hernaðarlegum aðgerðum eða gert bandalag við nokkurn hernaðaraðilja. Þó að ríkisstjórn íslands ulum, sem þeir hafa yfir að ráða, er hin glæfralegasta, því aö ef hún mistekst, hafa þeir glatað öllu. Sumir likja orústu þeirri, sem nú er háð fyrir vestan og íunran Sedan, við orustuna miklu við Verdun í heimsstyrjöldinni, og segja, að hún kunni að standa yfir vikum, ef til vill mánuðum saman. Þjóðverjar hafa teflt fram ó- grynni liðs og hvorki sparað menn eða hergögn, og verður engum getum að því leitt, hve miklu tjóni þeir hafa orðið fyrir, en það er vitað, að það er afar mikið, og er áætlað að tjón þeirra á flugvélum og skriðdrekum sé allt að því þrisvar sinnum eins mikið og Bandamamia. dyljist ekki, að íslenzka þjóðin er þess ekki megnug að verja hlutleysFsitt, vill hún taka það skýrt fram, að hún mun mót- mæla hvers konar aðgerðum annarra ríkja, sem í kynni að felast brot á þessari yfirlýstu stefnu. Ríkisstjórnin lætur í ljós þá einlægu von, að með því að fylgja reglum ítrasta hlut- leysis verði komizt hjá allri hættu um skerðingu á því. Um leið og ríkisstjórnin hef- ir nú svarað áðurnefndu erindi yðar, með ósk um, að svarið verði eins fljótt og mögulegt er kunngert brezka utanríkismála- ráðherranum, vil ég að endingu láta í ljós þá einlægu von mína, að hrezka ríkisstjórnin muni taka þessari ákvörðun íslenzku ríkisstjórnarinnar með velvild og skilningi. Stefán Jóh. Stefánsson. LIÐFLUTNINGAR BRETA Frh. af 1. síðu. milli bækistöðvanna. Að því er Alþýðublaðið hefir heyrt, munu hinir brezku her- menn hafa komið með megin- hlutann af þeim vistum, er tal- ið er að þeir þurfi á að halda hér, en þó ekki allar. Þeir munu vera með mikið af niðursuðu- vörum, brauði, kjöti o. s. frv., en lítið munu þeir hafa af feit- meti, mjólk, eggjum eða því- líku. Hafa þeir keypt hér all- mikið af smjörlíki, ætluðu þeir að kaupa íslenzkt smjör, en þótti það svo dýrt, að þeir hættu við það og keyptu smjör- líki. Göturnar í miðbænum og víðar kveða nú við af fótataki hermannaflokkanna. NORSKT FLÓTTAMANNASKIP Frh. af 1. síðu. Báðir bátarnir munu hafa ætlað sér að halda áfram til Ameríku, ef mögulegt reyndist. Annars munu flóttamennirnir fara til einhverrar hafnar hér við land. CAMLA BIO ■ Bylting í Texas. Amerísk stórmynd er ger- ist í lok borgarastyrjald- arinnar í Norður-Ameríku. Aðalhlutverkin leika: JOAN BENNET og RANDOLPH SCOTT. StríÖsfréttamynd: Loftá- rás á Skotland o. fl. Börn fá ekki aðgang. m NYJA BIO ■ Kentucky Aðalhlutverk: Loretta Yonng og Richard Greene Myndin er tekin í eðlileg- um litum. Síðasta sinn. Moonlight Qansleikur verður í IÐNÓ f KVÖLD KL. 10 e. h. Hljómsveit undir stjórn F . WEISSHAPPELS. Aðgöngumiðar verða seldir í IÐNÓ í kvöld frá klukkan 6 á kr. 2,50» LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR. Stnndum og stnndum ekki Sýning annað kvöld kl. 8. Aðgöngum. seldir frá kl. 4 til 7 í dag. DÁNSKLÚBBURINN Kátir voru karlar heldur sinn fyrsta sumardansleik í Oddfellowhúsinu í kvöld. Bæjarins vinsælustu harmonikuleikarar leika undir dans- inum og Hljómsveit Aage Lorange. Eldri dansarnir uppi. Nýju dansarnir niðri. Aðgöngumiðasalan hefst kl. 6 í Oddfellow. Danslelkur í Oddfellowhúsinu á morgun, sunnudag kl. 10. F.R.R. i. o. e. t. Unglingastúkan Bylgja nr. 87. Fundur á morgun kl. 10 f.h. Kosning í framkvæmdar- nefnd. Umdæmisgæslumað- ur tekur myndir af stúkunni o. fl. Yngri og eldri féíagar stúkunnar áminntir að ;fjöl- menna stundvíslega. Gæzlu- maður. St. Framtíðin nr. 173. Fundur á morgun kl. 8,30. Kosnir fulltrúar til umdæmisstúku. Listdans; tvær ungar meyj- ar. Tvísöngur; aðrar tvær ungar meyjar,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.