Tíminn - 06.02.1963, Blaðsíða 6
TÓMAS KARLSSON RITAR
VERDLAGSGRUNDVOLLUR
OG KJOR BÆNDASTETTAR
Björn Pálsson hafði í gær fram-1
sögu fyrir friunvarpi sínu um
breyting á 4. grein laganna um
framleiðslurá'ð landbúnaðarins. Áð j
ur hefur verið greint frá frum- [
varpi þessu hér í blaðinu, en frum-
varpið kveður á um, að jafnframt
því, sem laun bænda í verðlags-
grundvellinum, skuli miðast sem
nánast við laun vinnustétta í bæj-
um, skuli enn fremur bæta 25%
af framleiðsluaukningu meðalbús-
ins við laun bóndans í grundvell-
inum. Auk Björns tóku ráðherr-
amir Gylfi Þ. Gíslason og Ingólfur
Jónsson þáti í þessum umræðum.
Björn Pálsson
sagði, að afurðir
bænda væru verð
lagðar samkv.
framleiðsluráðs-
lögunum eins og
kunnugt væri. —
Verðlagningin
ætti að miðast
við það skv. lög-
unum, að tekjur
bónda hins svo-
kallaða meðalbús væru i sem nán-
ustu samræmi við framtaldar tekj-
ur sjómanna, iðnaðarmanna og
verkamanna. Skipti því engu máli,
nvort bændur framleiddu mikið
eða lítið. Tekjur þeirra færu ekki
cftir því. Slíkt fyrirkomulag væri
ekki til þess fallið að efla fram-
farir og auka afköst.
Þá sagði Björn að mikið vantaði
á, ag bændur hefðu þær tekjur,
sem þeir ættu að hafa skv. lögun-
um. Skv. þeim útreikningum, sem
Arnór Sigurjónsson hefur gert á
vegum hagstofunnar, kæmi í ljós,
að árið 1960 hefðu meðaltekjur
bænda numið rúmum 59 þúsund
krónum. Fyrir skömmu hefði
Gylfj Þ. Gíslason, viðskiptamála-
ráðherra, hins vegar lýst yfir, að
meðaltekjur sjómanna, iðnaðar-
manna og verkamanna, hefðu num
ið 79 þúsund krónum árið 1960.
Mur.ar því um 20 þús. krónum eða
um 30% að bændur hafi fengið
þær tekjur, sem lögin ætla þeim.
Þá væri því og við að bæta, að
hvorki börnum bóndans, sem vinna
mikið við búreksturinn, né konu
hans væru ekki reiknað neitt kaup
við útreikninga á vinnulið vísitölu
búsins.
Enn fremur sagði Björn, að við
útreikninga á verðlagsgrundvell-
f
Strákalæti
Þau leiðu atvik eiga sér
stundum stað, að illa uppaldir
unglingar, sem búa við mik-
inn misþroska i andlegum og
líkamlegum efnum, kalla ókvæð
isorð að vegfarendum á götum
úti, henda í þá snjókúlum ef
krapsnjór er fyrir hendi, og
jafnvel því sem verra er.
Vegfarendur láta slíka fram
komu venjulega eins og vind
um eyru þjóta. Þeir vita sem
er, að uppeldi þessara unglinga
er ábótavant, bæði frá hendi
foreldra og þjóðfélagsins,1 og
einstaka sinnum er innræti
ekki heldur gott. Hljótast sjald
an af þessu nein vandræði.
slys eða tjón, en er leiður blett
ur á umgengnismenningu og
daglegri hegðun.
Hitt er miklu alvarlegra.
hversu oít hliðstæðir atburð-
ir gerast á vettvangi dagbiað-
anna. Leiðarahöfundar og
fréttasmalar, sem venjulega
eru komnir af vanþroskaskeiði
unglinga, hvað aldur snertir
láta sér sæma að æpa að kurt
eisum og friðsömum borgurum
einkum ef þeir vinna þýðingar
mikil trúnaðarstörf, uppnefna
þá, bendla þá við óknytti. og
skemmdarstörf, sem þeir hafa
vitanlega aidrei nærri komið
og eru með getsakir um áform
og tilgang, sem eiga sér enga
sannleiksstoð.
Þeir sem meðal annarra oft
verða fyrir slíku aðkasti, frá
blaðamönnum, eru trúnaðar
menn samvinnufélaganna
Minna þau skrif hinna fyrr
nefndu á hegðun hrossastráka.
sem ekki kunna til verka, eða
götuunglinga, sem hlotið hafa
vanrækt uppeldi.
Þessi framkoma gerir leið-
togum samvinnufélaganna per-
sónulega ekkert til, en ber vott
um fullkomna lítilsvirðingu á
meir en 30 þúsund kaupfélags-
mönnum um allt land og rót-
gróið þekkingarleysi og fjand-
skap við samvinnufélögin, frá
hendi 'peirra stjórnmálaleið-
toga, sem láta slíkt orðbragð
líðast í blöðum sínum.
Samvinnumenn hafa tekið
þann kost, að leiða þessi stráka
læti hjá sér, skýra málstað
sinn með rökum og dæmum og
mæta' ókurteisi með hógværð
og mannsæmandi rithætti. Hafa
andstæðingarnir að visu dregið
nokkurn lærdóm af þeirri fram
komu. en sýna þó augijóst tor-
næmi. nema verra sé um að
kenna
Þeir menn, ^em skrifa um
samvinnumál f timarit sam-
vinnufélaganna og blöð þau
sem vinvsitt eru samvínnuhreyf
ingunni munu ekki láta hrekja
sig frá peim rithætti er þeir
hafa heldur halda áfram að
skýra málstað sinn með rökum
og sönnum dæmum. án per
sónulegrar áreitnr við þá. sem
eru á annarri skoðun og gegna
ólíkum siörfuip. Hitt mega hin
ir sjálfhælnu ..manndóms-
menn“ andstæðinganna vita.
að þúsundir vitiborinna manna
og kvenna um allt land leggja
sinn dóm á 'it.hátt blaðamanna.
eigi síður en annað. og meta
og virða svo sem málefni standa
til.
P.H.J.
inum undanfarin ár hefði magn
landbúnaðarafurða verið áætlað
allt of hátt og það hefði lækkað
verðið.
Framleiðsluaukning hefur orðið
mikil í landbúnaðinum. Á tíma-
bilinu frá 1953 til 1962 jókst mjólk
urframleiðslan um 86% og kjöt-
íramleiðslan þrefaldaðist. Bændur
hafa ekki notið góðs af þessari
framleiðsluaukningu. Verðlagið
hefur lækkað eftir því sem fram-
ieiðslan hefur aukizt. Að bændur
skuli ekk; græða I samræmi við
aukin afköst og framleiðslu getur
ckki gengið til lengdar. Miðað við
breytingar á gengi ættu bændur
nú að fá 37 krónur fyrir kjötkílóið
en fá 28 krónur. Þeir ættu á sama
hátt reiknað að fá 7,45 fyrir mjólk-
urlítrann en fá 5,27. Framleiðslu-
aukningin hefur því eingöngu kom
ið þeim, sem kaupa vöruna til
góða.
Með þessu frumvarpi er gert
ráð fyrir að 25% af aukinni fram-
leiðslu meðalbóndans komi fram
i kaupi bóndans í verðlagsgrund-
vellinum. Þá er gengið út frá,- að
helmingur af framleiðsluaukning-
unn; séu aukin afköst og vinna, en
lielmingur kostnaður. Bændur fá
því samkvæmt því helming af aukn
um afköstum og vinnu og neyt-
endur helming á móti. Þetta er
leiðin til að hneppa þeirri spenni
treyju af bændastéttinni, sem nú-
verandi skipulag þessara mála reyr
ir hana í.
Með núverandi skipulagi eru
það hinir stærri bændur og efna-
meiri, sem græða á kostnað hinna
efnaminni og þeirra sem minni
eru. Gengisfellingarnar að undan-
förnu hafa gengig í sömu átt. Þeir
stóru hafa hagnazt en hinir, sem
verr eru settir, sligaðir. Það er að
verða útilokað nú fyrir bændur,
sem eru að byria eða hafa fyrir
skömmu byrjað búskap, ag komast
yfir þann ofboðslega stofnkostnað
og vaxtagreiðslur, sem mönnum
er nú gert að búa við í þjóðfélag-
inu. Þetta segir líka þegar til sín.
Raunverulegum bændum hefur
fækkað um 200 á síðustu árum.
enda ekki að furða þótt ungir
menn hverfi frekar að öðrum at-
vinnugreinum en landbúnaði, þeg
ar svona er búið að þeim, sem
landbúnaðarframleiðslu vilja
stunda.
Björn sagðist alltaf hafa viljað
núverandi ríkisstjórn vel og ráð-
ið henni heilræði og þar sem
kjósa ætti í vor. væri ekki seinna
vænna fyrir ríkisstjórnina að
gera bragarbót ef hún ætlaðist til
að unga fólkig í sveitunum kysi
hana.
Gylfi Þ. Gísla-
son sagðist ekki
efast um velvild
Björns til rík-
isstjórnarinnair,
en hins vegar
væri ekki eins ör
uggt um afstöð-
una til hans eigin
flokks, því að
ræða hans hefði verið einhver
mesta gagnrýni á Framsóknarflokk
ínn, sem flutt hefð; verig á und-
an förnum árum, þar sem Fram-
sóknarflokkurinn hefði staðið fyr-
ir letningu umræddrar löggjafar.
Gylfi sagði fráleitt að það gæti
staðizt hjá Birni að svo gífurlega
hefði verið hallað á bændur við
verðlagninguna og hann vildi vera
iáta. Ósennilegt væri að samkomu
lag hefði getað orðið í 6 manna
nefnd á síðasta hausti, ef það væri
rétt. Þá sagði ráðherrann nauð-
synlegt að endurskoða ákvæði
íramleiðsluráðslaganna um verð-
lagsuppbætur á útfluttar landbún-
aðarvörur. Sagði ráðherrann að
setja yrði takmörk þess, hve háar
þessar uppbætur mættu vera á
cinstökum vörutegundum. Það
væri fullkomið hneyksli, hve þess-
ar uppbætur væru miklar t. d.
á útfluttu undanrennudufti.
Ingólfur Jóns-
son sagði tillögu
Björns ekki nýja
af nálinni. Þessi
hugmynd hefur
verið rædd í
Framleiðsluráði
og hjá Stéttar-
sambandi bænda
og kosin hefur
verið nefnd til að
endurskoða lögin
í heild og er nú
að þvi. Þetta mál er ekki
í sniðum og er margs að
unnið
einfalt
gæta og mun sú nefnd er nú at-
hugar lögin áreiðanlega miða til-
lögur sínar við það að hagur
bænda verði tryggður sem bezt. Þá
sagði hann Björn hafa farið með
alrangar og villandi tölur um tekj-
ui bænda. Það gæti ekki staðizt
að bændur hefðu haft 30% minni
tekjur en launastéttir í bæjunum.
Það er ekkj ástæða til að gera
of mikið úr því þótt jarðir fari í
eyði. Jarðir hafa farið í eyði fyrr
en nú á síðustu árum. Það er ekki
heppilegt fyrir þjóð eins og ís-
lendinga að binda allt of margt
fólk í landbúnaðinum. Það verða
að vera hæfilega margir I hverri
atvinnugrein f nútímaþjóðfélagi,
sagði ráðherrann að lokum.
Bjöm Pálsson bar það til baka,
að hann hefði farið með rangar
tölur. Hann hefði nefnt tölur úr
Hagskýrslum 1960, en ekki er unnt
ag fullyrða lengra fram, þar sem
hagskýrslur ná enn aðeins til árs-
ins 1960. Þvf hefði hann ekki rætt
um árið 1961 eða 1962. Gylfi Þ.
Gíslason hefði lýst því yfir, að
meðaltekjur launastéttanna í bæj-
unum hefðu verið 79 þús. krðnur
1960 og skv. því væru laun bænda
það ár 30% lægri.
Ingólfur Jónsson, landbúnaðar-
ráðherra, sagði þetta einhvern mis-
skilning hjá Birni. Það stæði
hvergi f hagskýrslum, að bændur
hefðu haft 30% lægri tekjur en
vinnustéttirnar í bæjunum. Hins
vegar væri það mergurinn málsins,
að því meiri kostnað, sem hægt er
að fá samkomulag um í 6 manna
nefnd, að færður skuli á vísitölu-
búið, því betri verður útkoma
oóndans.
A Þ
★★ Stuttur fundur var í efri deild í gaer. Eitt mál var á dagskrá,
sala jarðarinnar Litlagerðis til Jóhanns Skaptasonar, sýslu-
manns. Karl Kristjánsson mælti fyrir þessu frumvarpi. Var
sagt frá þessu máli hér á síðunni í gær og greinargerð sú er
frumvarpinu fylgdi bÍTt.
★★ Einar Olgeirsson hélt áfram ræðú sinni við 1. umr. um áætlunar
ráð ríkisins. Hélt hann áfram ástartjáningum sínum til Sjálf-
stæðisflokksins, og dró ekkert úr skömmum sínum um Fram-
sóknarflokkinn. Sagði hann m.a. að Sjálfstæðisflokkurinn væri
ætíð mjög góður flokkur, þegar hann ætti samstarf við Sósial-
istaflokkinn, þvi ag þá næðu hin góðu öfl í Sjálfstæðísflokkn-
um saman höndum við Sósíalistaflokkinn. Þegar Sjálfstæðis-
flokkurinn ætti hlns vegar samstarf við Framsóknarflokkinn,
yrði hann mjög slæmur flokkur, þvi að þá næðu braskarahóp-
arnir > báðum flokkum undirtökunum!!
EIMftllÐíN Lóðarbalar
Áskriftarsími 1-61-51 Polex bólfæraefni, 12 og 14 mm.
Pósthólf 1127 Terelene, 12 og 14 mm
Reykjavík Sisal teinatóg, 214“
Auglýsið í Tímanum Kaupfélag Hafnfirðinga
Sími 50292
6
T f MIN N , miðvikudaginn 6. febrúar 1963