Tíminn - 06.02.1963, Blaðsíða 14
ÞRIÐJA RÍKIÐ
WILLIAM L. SHIRER
hættulegri en stærstu fallbyssur
óvmanna". Síðan réðist hann með
miklum ofsa á þennan „ósýnilega
óvin“ — Gyðinga og Marxistana.
Hafði hann ekki komizt að því í
Vín, að þeir voru uppspretta alls
ills?
Hafði hann svo sannarlega ekki
séð þetta með eigin augum heima
f Þýzkalandi, á meðan hann lá þar
og lét sér batna eftir að hafa
meiðzt á fæti í einum bardagan-
um? Eftir að honum hafði verið
sleppt af sjúkrahúsinu í Beelitz,
í nánd við Berlín, hafði hann
brugðið sér til höfuðborgarinnar
og síðan farið þaðan til Munchen-
ar. Alls staðar fann hann ,þorpara‘.
sem bölvuðu stríðinu og óskuðu
þess, að því lyki sem allra fyrst.
Nóg var af letingjum, og hvað
voru þeir annað en Gyðingar?
„Skrifstofur voru allar þéttsetnar
Gyðingum. Svo til hver skrifstofu-
•maður var Gyðingur og svo til hver
Gyðingur var skrifstofumaður . . .
Árið 1916—17 var nær því öll
framleiðsla landsins komin ; hend
ur Gyðinga og byggð upp af fjár-
magni þeirra . . . Gyðingurinn
rændi alla þjóðina, og þrýsti henni
undir yfirráð sín . . . Ég horfði
á það með hryllingi, hvernig
ógæfan færðist nær . . . “ Hitler
•gat ekki þolað að horfa upp á
þetta, og hann gladdist yfir að
snúa aftur til vígstöðvanna, að
því er hann segir.
Enn síður gat hann þolað ógæf
una, sem dundi yfir hans elskaða
föðurland í nóvember 1918. Hon-
um, eins og flestum Þjóðverjum,
fannst þetta óskaplegt og óverð-
skuldað. Þýzki herinn hafði ekki
verið sigraður á vígvellinum. Svik
ararnir heima fyrir höfðu rekið
rýting í bak hans.
Þannig upphófst í huga Hitlers,
sem og svo margra annarra Þjóð-
verja, hin ofstækisfulla trú á sög-
una um „stungu í bakið“, sem
fremur flestu öðru átti eftir að
grafa undan Weimarlýðveldinu
og undirbúa veginn að lokasigri
Hitlers. Sagan átti ekki við rök að
styðjast. Ludendorff hershöfðingi,
hinn raunverulegi yfjrmaður yfir-
herstjórnarinnar, hafði 28. sept.
1918 krafizt þess, að þegar yrði
gert vopnahlé, og yfirmaður hans
að nafninu til, von Hindenburg
marskálkur hafði stutt hann í
þessu. Á ríkisráðsfundi í Berlín
2. október, þar sem Vilhjálmur II.
keisari var í forsæti, hafði Hinden-
burg endurtekið kröfu yfirher-
stjórnarinnar um, að vopnahlé
yrði gert á augabragði. „Iíerinn",
sagði hann, „getur ekki beðið í
48 klukkustundir“. í bréfi, sem
Hindenburg skrifaði sama dag,
segir hann einfaldlega, að hernað-
arástandið sé slíkt, að „hætta verði
bardögum“. Ekkert var minnzt á
„stungu í bakið“. Það var ekki
fyrr en síðar, að hin mikla stríðs-
hetja Þjóðverja minntist á þessa
þjóðsögu, þ. e. í þýzka þinginu 18.
nóvember 1919, ári eftir að stríð-
inu lauk, en þá sagði Hindenburg,
þegar hann svaraði spurningum
þingmanna: „Eins og enskur hers-
höfðingi hefur með sanni sagt,
var þýzki herinn stunginn í bak-
ið“.
Sannleikurinn var þó sá, að
stjórnin með Max prins af Baden
í forsæti, sem ekki hafði verið
skýrt frá versnandi ástandi herj-
anna fyrr en í september, slóð í
nokkrar vikur á móti kröfum Lud-
endorffs um vopnahléð.
Nauðsynlegt er að hafa dvalizt
í Þýzkalandi til þess að hægt sé
að skilja þessa ótrúlegu sögu, og
hve vel henni var tekið af þýzku
þjóðinni.
Maður verður að hafa dvalizt í
Þýzkalandi árin milli heimsstyrj-
aldanna, til þess að gera sér grein
fyrir því, hversu margir lögðu
trúnað á þessa ótrúlegu sögu. Stað
reyndirnar, sem hefðu átt að koma
upp um sviksemi hennar, voru allt
í kring um mann, en það vildi eng
inn horfast í augu við þær. Þeir
hættu aldrei að hrópa, að glæpa-
mennirnir hefðu verið „nóvember
glæpamennirnir", orð, sem Hitler
hamraði inn í hugi fólksins. Það
skipti engu, þótt þýzki herinn
hefði með klókindum og af hug-
leysi fengið stjórn lýðveldisins
til þess að undirrita vopnahlés-
samninga, sem yfirmenn hersins
höfðu krafizt að gerðir yrðu,
þótt herinn síðan hefði ráðlagt
13
stjórninni að ganga að friðarsamn
ingunum í Versölum. Það virtist
heldur ekki skipta máli, þótt Sósíal
demokrataflokkurinn hefði aðeins
með hálfum hug tekið við vö]d-
um 1918, og aðeins til þess að
bjarga þjóðinni frá algerri ringul-
reið, sem virtist ætla að leiða 'il
bolsévisma. Flokkurinn bar ekki
ábyrgðina á falli Þýzkalands. Sök-
ina var að finna í því kerfi, sem
ríkt hafði í landinu. En milljónir
Þjóðverja neituðu að trúa þessu.
Þeir urðu að finna þá, sem báru
ábyrgðina á ósigrinum og á auð-
mýkingu þeirra og hörmungum.
Þeim tókst auðveldlega að sann-
færa sjálfa sig um, að þeir hefðu
fundið þá í „nóvemberglæpamönn
unum“, sem undirritað höfðu upp
gjöfina og komið á lýðræðislegri
stjórn í stað einræðisins Trúgirni
Þjóðverja er einn þeirra strengja,
sem Hitler átti oft eftir að slá á
í Mein Kampf og stuttu siðar átti
hann einnig eftir að notfæra sér
hana til hins ýtrasta.
Þegar presturinn var farinn frá
sjúkrahúsinu í Pasewalk hið um-
rædda kvöld 10. nóvember 1918,
„fylgdu á eftir hræðilegir dagar
og jafnvel enn hræðilegri nætur“
fyrir Adolf Hitler. „Ég vissi“, seg
ir hann, „að allt var tapað. Aðeins
bjánar, lygarar og glæpamenn
gátu búizt við miskunn af hálfu
óvinanna. Þessar nætur þróaðist
innra með mér hatur, hatur í garð
þeirra, sem ábyrgir voru fyrir
þessum verknaði . . . Vesölu, úr-
kynjuðu glæpamenn! Því lengur,
sem ég reyndi að gera mér Ijósa
grein fyrir skelfingu þessarar
stundar, þeim mun meir brenndi
skömm, reiði og lítilsvirðing sig
inn í mig. Hvað var sársaukinn í
augum mínum í samanburði við
þessar hörmungar?"
„Mér varð ljóst, hvað mín beið.
Ég ákvað að snúa mér að stjórn-
málum“. Eins og síðar kom í ljós,
át'i þetta eftir að verða örlagarík
ákvörðun fyrir Hitler og fyrir all-
an heiminn.
Nazistaflokkurinn
I-Iorfurnar á því, að þessum þrí-
tuga Austurríkjsmanni mætti tak-
| ast að hefja stjórnmálaferil í
jÞýzkalandi voru langt frá þvf að
' vera glæsilegir, og til að byrja
með, en þó aðeins eítt augnablik,
' gerði Hitler sér grein fyrir þessu.
Hann var vinalaus og peningalaus,
i atvinnulaus, kunni enga iðn og gat
hvergi dregið fram neitt, sem
■sýndi, að hann hefði nokkru sinni
verið í fastri atvinnu. „Dögum
sarnan", segir hann, „velti ég því
fyrir mér, hvað gera skyldi, en
endirinn varð ávallt hinn sami, að
ég gerði mér fulla grein fyrir því,
að ég nafnlaus eins og ég var,
hafði ekki þá undirstöðu, sem
nauðsynleg var hverri aðgerð gagn
legri þeirri, sem átti að verða“.
j í lok nóvember 1918 hafði Hitler
(farið aftur til Miinchen og fann
þar borgina sína nær því óþekkj-
! anlega. Einnig hér hafði verið
jgerð bylting, Wittelsbach-konung-
' urinn hafði sagt af sér Bayern
j var í höndum jafnaðarmanna, sem
jkomið höfðu á fót bayernsku „Al-
j þýðuríki" með Kurt Eisner sem
yfirmann, þekktan Gyðing og rit-
höfund, sem fæddur var í Berlín.
Hinn 7. nóvember hafði Eisner,
svo ótrúlega smávaxinn, sem hann
var með sitt mikla gráa skegg,
einglyrnj og gríðarstóran svartan
hatt, farið í broddi fylkingar nokk
ur hundruð manna um götur borg
arinnar og án þess einu einasta
skoti hefði verið hleypt af náð á
sitt vald þinghúsinu og stjórnar-
aðsetrinu og síðan lýst yfir stofn-
un lýðveldis. Þremur mánuðum
síðar var hann ráðinn af dögum
ANDLIT KONUNNAR
Clare Breton Smith
_________■■ - _____
24
Gertrude brosti til mín. — Það
er gott, að þú ert að hressast. Eft
ir því sem mér skilst, varstu al-
veg í dauðanum.
— Var ég? Ég vissi, að ég hafði
verið mjög veik, en ekki, að ég
hefði verið SVO veik.
Elisabeth reis á fætur.
— Við verðum að fara núna.
Er nokkuð, sem við getum fært
þér?
Gertrude reis á fætur, en leit
gremjulega á Elisabeth.
— Það er óþarft að reka á eft-
ir mér.
Hún var svo vel búin og eðlileg,
að ég sagði við sjálfa mig, að ég
hlyti að hafa verið brjáluð að
hugsa eins og ég gerði fyrir fá-
einum mínútum síðan.
Gertrude tók hönd mína milli
beggja sinna. Aftur fékk ég gæsa
húð. Það var með herkjum, að
mér tókst að stilla mig um að
draga hana til mín.
— Þú ert sterk, Frances, sterk
ari en ég hélt. Hún brosti við mér.
Ég var ein í stofu, og ég lá út
af, horfði á vegginn og hugsaði
um ýmislegt. Dr. Keet kom inn
til mín síðari hluta dagsins. Hann
leit á mig og hrukkaði ennið.
— Hvað þjakar yður?
— Er það satt, að ég hafi verið
dauðans matur?
Það kom þreytusvipur á andlit
hans.
— Sjúklingar hafa ekkert leyfi
til að spyrja slíkra spurninga. En
ef þér viljið vita sannleikann, þá
hefðuð þér getað dáið, en gerðuð
það sem ðagt ekki.
— Hvers vegna var ég svona
veik?
Hann settist í stól við rúmið.
— Þér hafið borðað eitthvað,
sem þér þolduð ekki.
Ég settist upp í rúminu, en snar
svimaði, svo að ég varð að leggj-
ast strax út af aftur. — Ef ég
heyri þetta enn einu sinni, öskra
ég. Auðvitað var það af einhverju,
sem ég borðaði. En HVERJU?
— Já, það er spurningin. Hann
horfði á hendur sínar stundar-
korn.
— Ég geri ráð fyrir . . . það
hafi ekki verið viljandi gert?
Hann gaut til mín augunum.
Ég starði ráðþrota á hann. —
Eigið þér við . . . þér eigið þó
ekki við, að þér haldið . . . að ég
hafi reynt að fremja sjálfsmorð?
Hann kinkaði kolli.
— En hvers vegna skyldi ég
gera það? Ég dró andann djúpt
og mér fannst ég verða fyrir mik-
illi auðmýkingu. Var það svona
bersýnilegt, að ég var óhamingju-
söm? Ég starði á hann.
— Það hefði engin lausn verið.
Dr. Keet, hafið þér rannsakað
konfektið?
— Hvaða konfekt?
— Daginn, sem ég veiktist,
sendi einhver mér konfekt. Ég
sat úti á svölunum og var að gæða
mér á því, þegar Elisabeth hringdi
til mín. Mér leið illa og . . .
— Hvað borðuðuð þér marga
mola?
— Ég borðaði fyrst eggjakoní-
aksmolana . svona tólf, hugsa
ég.
— En því skylduð þér veikjast
af konfekti?
— Kannski voru molarnir eitr-
aðir, svaraði ég seinlega.
Hann deplaði augunum. — Eruð
þér að gefa j skyn, að einhver
hafi reynt að myrða yður?
Ég átti við það, en auðvitað
hljómaði það ótrúlega, svo að ég
lét mér nægja að kinka kolli.
— Já . . . ég skil ekki, hvað það
gæti verið annað.
— Frances. Han-n horfði vin-
gjarnlega á mig. — Hver haldið
þér, að myndi gera annað eins og
það?
Ég leit óróleg á hann. Svo vætti
ég varirnar og hvíslaði: — Ger-
trude . . .
— Hvað segið þér? Hann ýtti
stólnum aftur á bak og spratt
upp. — Eruð þér brjálaðar, Fran-
ees? Andlit hans varð skyndilega
kalt og hörkulegt. — Ég veit, að
þér hafið orðið að þola margt, síð-
an þér komuð til Swazilands, en
þar fyrir er alveg óleyfilegt að
freistast til að koma með svona
hlægilegar ásakanir. Það er nokk
uð til, sem heitir meiðyrði . . .
og þetta er lika mjög illa gert
af yður.
— Morð er illt líka, sagði ég
lágt. Ég fór aftur að titra og
kreppti hnefana. Af hverju var
ég svona Viss um, að Gertrude
hefði sótzt eftir lífi mínu?
— Þér þurfið að skipta um um-
hverfi, sagði hann stuttlega. —
Ég skal tala við Guy og biðja hann
að senda yður á brott. Þér hafið
alltof mikinn tíma hér til að gera
yður alls konar grillur og gæla
við sjúklegar ímyndanir Við skul-
um ekki tala meira um þetta.
Svo fór hann. Þessa nótt svaf
ég illa. Ég gat ekki stillt mig um
að hugsa um ungfrú Abby . . .
um Gertrude . . . um Rudi.
Þegar Guy kom að heimsækja
mig daginn eftir, var hann dapur-
legur á svipinn.
Og ég spurði hann hreinskilnis-
lega:
—■ Heldur ÞÚ, að ég hafi verið
að reyna að drepa mig?
Ég sá, hvernig hann kyngdi
nokkrum sinnum, og roði færð-
ist yfir andlit hans. — Ég . . . ég.
— Ég gerði það ekki, Guy, ég
myndi aldrei reyna neitt slíkt.
Hann róaðist nokkuð. Hann
brosti og var um stund sá Guy,
sem ég hafði gifzt fyrir átta ár-
um.
— Ó, hvað ég er feginn að heyra
það, Fransesca. Ég hefði ekki get-
að afborið . . .
— Guy, hvað gerðir þú við
konfektið?
— Hvaða konfekt? Hann leit
skilningssljór á mig.
Ég sagði honum það. Ég sá, að
hann varð alvarlegur og kvíða-
fullur og mér skildist, að Guy
trúði mér ekki heldur, fremur en
dr. Keet.
— Mér kom ekki í hug að gá
að öskjunni. Ég var svo hræddur.
Þegar leið yfir þig, hri.ngdi Elisa-
beth til mín, og ég þaut beint
heim.
^ — Þú verður að trúa mér, Guy.
Ég gerði dálítið, sem ég hélt, að
ég myndi aldrei geta. Ég snart
hönd hans. — Það er óskaplega
þýðingarmikið, Guy, gerðu það
ifyrir mig. Reyndu að finna kon-
I fekt.ið.
Hann lofaði því, en virúst
áhyggjufyllri en áður.
Ég trúði því ekki mínum eigin
augum, þegar hann kom arkandi
með öskjuna morguninn eftir. —
Hérna, sagði hann sigri hrósandi.
— Ég sagði þér það. Ég taldi þá,
sem eftir eru. Lucy hlýtur að hafa
fengið sér nokkra mola. Joshua
fann öskjuna í eldhúsinu. Lucy er
veik.
— Er Lucy veik?
— Einhver pest. Uppköst og •
svoleiðis. Ég sendi hana hingað
á spítalann, og þeir hafa gefið
henni einhver meðul. Ég skal
spyrja hana á morgun.
— Lucy er veik. Ég varð veik.
Ég borðaði marga konfektmola
og munaði minnstu, að ég dæi.
Lucy borðaði örfáa og varð veik.
Það sannar, að ég hef rétt fyrir
mér, sagði ég seinmælt.
— Sannar hvað?
En ég hafði lært mína lexxíu.
Viðbrögð dr. Keet höfðu kennt
mér að vera gætnari.
— Hvað kom til, að þú fórst
út á búgarðinn, Guy? Daginn sem
ungfrú Abby . . . dó. Starfaði hug
ur minn of hratt, eða hugsaði ég
rökrétt.
Ég mundi fleira. Rudi dó af
„einhverju, sem hann hafði borð-
að“. Ungfrú Abby dó af slöngu-
biti. Hvernig hafði slangan kom-
izt inn ] kofann til hennar? Ég
hafði séð innfæddan mann fyrir
utan . ég hafði sagt Gertrude
það, að ég hefði séð hann. Ég
hafði ekki sagt fleirum frá því.
14
TÍMINN, miðvikudaginn 6. febrúar 1963