Alþýðublaðið - 29.05.1940, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 29.05.1940, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUE 29. MAI 1940 Munið Alþýðuprentsmiðjuna h.f., ef þér þurfið að láta prenta. ALÞTBUBLAiIÐ Alþýðuprentsmiðjan h.f. prentar fyrir yður fljótt og vel. MIÐVIKUDAGUR Næturlæknir er Kjartan Ólafs- son, Lækjargötu 6 B, sími 2614. Næturvörður er í Reykjavíkur- og Iðunnar-Apóteki. ÚTVARPIÐ: 20.00 Fréttir. 20.30 Útvarpssagan: „Ströndin blá“, eftir Kristmann Guð- mundsson, XIV. (Höfundur- inn). 21.00 Píanókvartett útvarpsins: A- dagio og rondo, eftir Schu- bert. 21.20 Hljómplötur: Harmonikulög. 21.45 Fréttir. Dagskrárlok. 50 ára er í dag Guðbrandur Jónasson, verkamaður, Laugavegi 136. Vegurinn norður hefir nú verið athugaður og er talið, að hann verði fær núna um mánaðamótin. Lítill snjór er sagður á Öxnadalsheiði og er verið að moka af veginum þar sem þess er mest þörf. Prófprédikanir. Þeir guðfræðikandidatarnir — Stefán Snævarr og Árelíus Níels- son flytja prófprédikanir í dóm- kirkjunni í dag kl. 5.30. Forðum í Flosaporti verður sýnt kl. 8Vz í kvöld. Lægra verðið á aðgöngumiðunum éftir kl. 3. Er vissara að hraða sér að ná í aðgöngumiða, því þegar blaðið fór í prentun, var aðeins lítið eitt eftir. Söngfélagið Harpa hefir æfingu í kvöld kl. 8 V2 í Alþýðuhúsinu við Hverfis- götu. l.-maí-nefnd Fulltrúaráðsins kemur saman á fund í Alþýðuhúsinu uppi kl. 6 á morgun. Lögð verður fram skila- grein. ■) Roðrifinn Steinbftur, Rauðspretta, Ýsa og ótal margt fleira. Sfmi 1456 Hafliði Baldvinsson. Skip hleður í Leith kring um 5. júní n. k. NOREGUR. Frh. af 1. síðu. ekki tapað, meðan fólkið lætur ekki bugast. Norska útvarpinu frá Lond- on lauk í gær með þessum orð- um: „Þýzka útvarpið gerir sér von um mikinn mat úr upp- gjöf hins belgíska hers, og læt- ur í veðri vaka, að almenningur í London sé óttasleginn og rugl- aður og stjórnarfar allt að fara út um þúfur. Þetta er ekki satt. í London er engin skelfing. Ef landkrabbarnir í Berlín skyldu ærlegt norskt sjómannamál, þá mega þeir vita það, að hér í London hugsa menn í dag eins og vér Norðmenn hugsum, þeg- ar vér köllum „Klart skib,“ en það þýðir, að hver maður er á sínum stað, allsgáður og snarráð ur til þess, að bjarga é hættu- stund. Quisling og Karkur Hræll Þó að Holland og Belgía og Pólland og Danmörk hafi nú verið brotin á bak aftur, og stjórnendur þessara landa orðið að gera sér það að góðu, þá er ennþá barizt í Noregi, og Hákon konungur vor og Ólafur krón- prins vor og norska ríkisstjórn- in og norska þjóðin eru öll sam- mála um að halda uppi hinni hernaðarlegu og siðferðislegu vörn. Allir Norðmenn líta með gleði og stolti til Norður-Nor- egs, þar sem baráttunni fyrir hinum frjálsa Noregi er enn haldið áfram, og fylgja smá- flokkum Norðmanna með heillaóskum á öllum þeirra leynistigum. Hákon konungur vor, sem flúið hefir yfir öræfi Noregs og fjöll, mun taka sæti í sögu vorri við hlið Ólafs Tryggvasonair og Ólafs helga Haraldssonar, en Quisling og landráðamenn hans og innrás- arvargar munu gista hel með Þóri hundi og þrælnum Karki. Frh. af 2. síðu. HANNES Á HORNINU á hverju blaði fyrir sig, því að ef eitt bregður fyrir sig eitruðum örv um er hætt við, að hið sama komi á móti. ÉG TEL það ódrengskap í meira lagi, þegar Þjóðviljinn segir núna einn daginn, að ráðherrarnir hafi verið í vitorði með í innrásar- hernum. En ég teldi það meiri ó- drengskap af hinum blöðunum, af því að það er ekki tekið mark á því, sem stendur í þessu rússnesk- þýzka blaði. Póstférðir 30/5 1940. Frá R: Mosíellssveitar-, Kjalar- ness-, Reykjaness-, Kjósar-, Ölf- uss- og Flóapóstar, Hafnarfjörður, Akranes. Til R: Mosfellssveitar , Kjalarness-, Reykjaness-, Kjósar-, Ölfuss- og Flóapóstar, Laugarvatn, Hafnarfjörður, Akranes. STRÍÐIÐ. Frh. af 1. síðu. erfiðustu aðstöðu. „Eftir því sem hættan vex og erfiðleikarnir“, sagði Duff-Coop- er, vex hugrekki vort“. Brezkar loftárásir langt anstur á Þfzkalaidi. Flugherinn brezki hélt uppi árásum á her Þjóðverja í Belg- íu frá dögun og fram í myrkur í gær og gerði honum mjög erf- itt fyrir. Enn fremur hafa brezkar sprengjuflugvélar farið í nýja árásarleiðangra til Þýzka lands og flogið yfir Dusseldorff, Duisburg, Köln, Dortmund, Bremen og Hamburg og varpað sprengikúlum á hernaðarlega þýðingarmikla staði. Einnig hefir verið flogið til hernaðar- lega mikilvægra staða í Noregi í árásarskyni og flogið allt norð- ur til Niðaróss. í Narvik hafa brezkar árásarflugvélar eyði- lagt margar flugvélar fyrir Þjóðverjum. RÆÐA PIERLOTS. Frh. af 1. síðu. bregðast ekki minningu þessara manna. Blóði þeirra skal ekki hafa verið úthelt til ónýtis." SJÖMANNADAGURINN Frh. af 1. síðu. laganna verða þar í fylkingu. Merki sjómannadagsins verð- ur selt á götunum og Sjómanna- dagsblaðið kemur út mjög fjöl- breytt í líku sniði og í fyrra. — Hefir blaðið þegar verið sent út um land, svo að hægt verður að selja það allsstaðar þennan dag. Um kvöldið verða skemmtanir í Iðnó og í Oddfellowhúsinu og að líkindum að Hótel Borg. Sjómannadagurinn hefir ver- ið mjög hátíðlegur undanfarin ár og má fullyrða, að hann verði það einnig að þessu sinni, þó að sjómennirnir sjálfir séu nú við skyldustörf sín víðsvegar um höfin, og geti því ekki tekið þátt í hátíðahöldunum. 1. o. e. t. ST. FRÓN nr. 227. — Fundur annað kvöld kl. 8. — Em- bættismenn stúknanna Verð- andi nr. 9, Framtíðarinnar nr. 173 og Sóleyjar nr. 242 heimsækja. — Dagskrá: Til- kynntur dómur dómnefndar Stórstúkunnar yfir st. Verð- andi, Þorsteini J. Sigurðs- syni, Árna Óla, Guðm. Gunn- laugssyni, Ólafi Þorgríms- syni, Jóni Gunnlaugssyni og Ludvig C. Magnússyni. — Þegar að loknum fundi hefst kvöldskemmtun, með nýjum gamanvísum og dansi. — Fé- lagar, fjölmennið og mætið annað kvöld kl. 8 stundvís- lega. Til leigu stór stofa og lítið eldhús með nútímaþægindum. Leigist aðeins barnlausum hjónum, eða ein- hleypu fólki. Upplýsingar í síma 1196 eftir kl. 5 í dag. Siium jariarfarar verður skrifstofum vorum og heildsölu lokað á morgun (30. maí) frá kl. 12 á hádegi. SLÁTURFÉLAG SUÐURLANDS. r,AMLA BIO Keppioautar. (Rivalinder). Framúrskarandi nútíma- kvikmynd frá New York. Aðalhlutverkin leika: KATHARINE HEPBURN, GINGER ROGERS og ANDREA LEEDS. NtJH 810 S. O. S. Árásarfluovél 803 kallar Óvenju spennandi amerísk kvikmynd, gerð með að- stoð ýmsra hátt settra for- ingja úr flugher Banda- ríkjanna. Aðalhlutverkin leika: JAMES CAGNEY, MARGARET LIND- SAY og PAT O’BRIEN. Börn fá ekki aðgang. Jarðarför Sigríðar Jónsdóttur, læknisekkju fcr fram fimmtudaginn 30. þ. mán. og hefst með hús- kveðju á heimili hennar, Hólum við Kleppsvæg, kl. 1.30. Börn og tengdabörn. Tilkyanl frá Fas teígoaeigend aféla gi Reykjavfknr tll hilselgenda í tilefni af tilkynningu húsaleigunefndar til leigusala og leigutaka í dagblöðunum undanfarna daga vill félagið vekja athygli húseigenda á, að samkvæmt 1. gr. laga um húsaleigu frá 14. þ. m. er húseigendum heimilt, eftir mati húsaleigunefndar, að hækka leigu eftir húsnæði sökum aukins viðhaldskostn- aðar, eldsneytis, sem innifalið er í leigunni, vaxta og skattahækkana af fasteignum og annars þessháttar, svo og húsnæði, sem af sérstökum ástæðum hefir verið leigt lægra en sambærilegt húsnæði á þeim stað, og að samkv. 2. gr. sömu laga er húseigenda, ekki aðeins heimilt að segja upp húsaleigusamningi er hann þarf á að halda fyrir sjálfan sig eða vandamenn sína, heldur og vegna vanskila á húsaleigu eða annara samningsrofa af hálfu leigutaka, svo og ef leigutaki hagar sér þann- ig, eða fremur eitthvað það, er gerir leigusala verulega óþægilegt að hafa hann í húsum sínum. HIÐ NÝJA VOPN HITLERS Frh. af 3. síðu. ir hann ranga hugmynd um hlutina. Það, sem þessir flokk- ar hafa gert annars staðar, munu þeir einnig gera hér ef þeim gefst færi á því. Þeir munu að vísu neita því, að nokkuð sé við þeirra starfsemi að athuga, það er ein af mörg- um bardagaaðferðum þeirra. Ef þeir væru menn, myndu þeir leggja niður flokk sinn og sam- einast sem íslendingar þeim öflum, sem vilja vinna að því að fleyta þjóðinni yfir erfiðleik- ana. En til þess mun þá skorta þrek og drenglund. Það er því öllum fyrir beztu að fyrir það verði girt í tíma, að slíkir hlutir geti gerzt hér, sem að undanförnu hafa gerzt hér í nágrannalöndunum, og eru að gerast þar enn. J. G. Útbreiðið Alþýðublaðið. Revyan 1940 Sýning í kvöld kl. 8%. Lægra verð eftir kl. 3 í dag. Sími 3191. Kaupi gull hæsta verði. Sig- urþór, Hafnarstræti 4. Bókabúð Æskunnar er í Kirkjuhvoli. Sími 4235. DRENGJAFÖT, matrósaföt jakkaföt, frakkar. Sparta, — Laugavegi 10, sími 3094. '10

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.