Tíminn - 23.02.1963, Page 1

Tíminn - 23.02.1963, Page 1
500farast í jarðskjálfta FRÆG HJÓN Á ÆFINGU f GÆRKVÖLDI fóru fram í Háskólabíói tónleikar, sem örugg- lega verða meðal Iiinna söguleg- ustu í tiónlistarlífi Reykjavfkur, þar sem komu fram sem gestir með Sinfóníuhljómsveit íslands einn mesti fiðlusnillingur verald- ar í dag og ein hin allra fjölhæf- asta söngkona, sem nú er uppi, hjónin Wolfgang Schneiderhan og Ifmgard Seefried. Þetta voru Moz arttónleikar, Schneiderhan lék fiðlukonsert í A-dúr og Irmgard Seefried söng óperuaríur. Og þau komu meira að segja fram saman. Um morguninn kom Schneiderhan á fyrstu æfingu, og G.E. ljósmynd- ari Tímans var þar, svo sem sjá má hér að ofan. Fagnaðarlæti tón- leikagesta í gærkvöldi ætluðu allt um koll að keyra. Aðgöngumiðar seldust upp fyrlr mörgum dögum, á fáeinum klukkustundum. Varð því að ráði, þegar fékkst sam- þykki gestanna, a® efna til ann- arra tónleika, og verða þeir á sama stag kl. 7 í kvöld. Þá leikur Schneiderhan fiðlukonsert eftir Beethoven og frúin syngur lög eftir Mozart og Richard Strauss. Þeir mega prísa slg sæla, sem verða þessa aðnjótandi. NTB-Benghazi, 22. febrúar. Meira en 500 manns fórust, mörg hundruð særðust alvar* lega og yfir tólf þúsund misstu heimili sín við jarðskjálfta, sem gekk yfir bæinn Barce í Lybíu í gær og í morgun. Neyð arástandi hefur verið lýst yfir TOGARAR LESTAÐIR VOPNUM NTB-Havana, 22. febrúar. Sjóher Kúbu tilkynnti j dag, að tveir togarar frá Kúbu, sem voru herteknir af sjóræningjum fyrir átta dögum, hefðu nú komið fram og átta undirróðursmenn hefðu verið' handteknir. Togararnir höfðu ineðferðis vopn, sem átti að færa andspyrnuhreyfingu gegn stjórn Kastrós á Kúbu. Að sögn áhafnar togaranna, var farið með skipin þegar þau höfðu | verið hernumin, til brezku smáeyj- j arinnar Elbow Cay, en hún er um 96 kílómetra undan norðurströnd Kúbu. Þar höfðu vópn verið flutt um borð í togarana. Áhöfnin var síðan tekin höndum, þegar hún gerði tilraun til að koma vopnun- urn á land á Kúbu. í tilkynningunni segir einnig, að framburður hinna handteknu og skjöl, sem fundizt hafa, sýni, | að Bandaríkin standi að baki sjó- ráninu og tilraununum til að hafaj áhrif á stjórn landsins. og brezkar hersveifir hafa ver- ið sendar til björgunarstarfa, en þau eru erfið sökum mik- ils úrfellis Herbílar hafa í dag flutt teppi, 'jöld, matvæli og vatn til þeirra þúsunda, sern nú standa uppi án þess að hafa þak yfir höfuðið. Þá hafa brezkar og bandarískar björg- unarsveitir komið á staðinn með læknislyf og m. a. hafa Banda- rikjamenn flutt flugleiðis til Barce heilt hersjúkrahús og tvo sjúkra- bíla frá herstöð sinni skammt frá höfuðborginni Benghazi. Innanrík- isráðhe'rra T.ybíu stýrir björgunarj aðgerðunum. í Barce búa um 10 þúsund manns og í nágrenm bæjarins eiga heima 1 um 35 þúsund. Borgin kom mjög við sögu í síðustu heimsstyrjöld, og vai mikið um hana barizt og hún 1 'ekin af Þjóðverjum og Englend- ingum á víxl Þetta er 'yrsta stórslysið sakir náttúruhamfara síðan 17. október, að fellibylur gekk yfir Thailand og svipti um þúsund manns lífið. Mokkrn fyrr eða í september gengu svo jarðskjálftarnir yfir íran, sem náðu yfir 20 þúsund ferkílómetra svæði og ollu dauða þúsunda manna. Jarðskjálftinn í Barce náði yfir 32 kílómetra breitt belti. 0SPEKTIR UM NÆTUR í SJÁVARPLÁSSUNUM JK-Reykjavik, 22. febrúar. i um í Árnessýslu á i erfiðleikum ALMENNINGUR i sjávarplássun-1 vegna mikils ónæðis af ölvuðum lýð, NEITAR AÐ FALLAST Á EBE-STEFNU DE SAULLE NTB-Haag, 22. febrúar. Hollcnðingurinn dr. Sicco Mansholt, varaformaður EBE- ráðsins sagði hreint út í dag, að ha,nn myndi ekki fallast á stefnu de Gaulles. Hann nefndi forsetann að vísu ekki á nafn, en sugði, að hann myndi ekki gefast upp fyrir þrýstingi, sem miðaðii að því að taka upp valdahlutföll lið- innar aldar i Evrópu. Dr. IVIanshoIt sagði þetta i ræðu, sem hann hélt í ráðhús inu í Haiag á fundi, sem Evr- ópuhreyfingin í Hollandi boð- aðli ti'l. Tóku þar margir til máls þeirra manna, sem ejning álfunnar er mest kappsmál, oig voru allir ræðumenn sammála um að gefast ekki upp fyrir viðræðuslitum Frakka í Briiss el. MeðaJ ræðumanna á fund- inum var Maurice Faure, sem var fulltrúi Frakklands á stofn fundi EBE, og er hann forseti Evrópuhreyfingarinnar. sem ekur um plássin að næturlagi. Engin föst Löggæzla er á þessum stöðum, og hafa margoft gerzt ým- is leiðindi vegna þessa ágangs, sem einkum keyrir úr hófi um helgar. Aðfaranótt sunnudagsins gerð- ist það, að haldið var vöku fyrir ungum og duglegum kennara á Stokkseyri, lengi nætur af ölvuð- um mönnum, sem lömdu húsið ut- an og höfðu í frammi háværar hótanir og orðbragð. Er kennar- inn kom til dyra, gerðu menn þess ir sig líklega til að ráðast á hann, en hann gat forðað sér inn fyrir aftur. Árásarmenirnir voru tveir menn um tvítugt, sem höfðu unglings- pilt með sér. Þeir þóttust eiga eitthvag sökótt við kennarann, vegna þess að hann hefur sýnt mikla stjórnsemi í skólanum og reynt ag halda uppi aga. Flestum a Stokkseyri þykir kennarinn hafa staðið sig með miklum sóma, en einstaka foreldrum og eldri bræðr um ódælla barna hefur líkað þetta illa og hafa áður reynt ag efna til misklígar vig kennarann. Mál þetta var kært_ til sýslu- mannsins á SelfossL í dag tjáði Jón GÁiðmundsson yfirlögreglu- þjónn blaðinu, að iögreglurann- sókn væri lokið, og hefðu ónæðis- valdarnir játað brot sitt. Jón sagði i þessu sambandi, að ónæði um nætur væru alls ekkert sjaldgæft á þssum slóðum. Eftir dansleiki um helgar vildi oft brenna við, ag ölvaður lýður æki um plássin og hefði í frammi óspektir og há- vaða. Ekki bætir úr skák, að að- eins á Selfossi er föst löggæzla og aðsetur sýslulögreglunnar. Til Stokkseyrar, Eyrarbakka og Þor- Framhald á 3. slðu.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.