Tíminn - 23.02.1963, Qupperneq 7

Tíminn - 23.02.1963, Qupperneq 7
Útgefartdi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Fímkvæmdastjóri: Tómas Amason. Ritstjórar: Þórarinn Þrarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði C Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Auglýs- igastjóri: Sigurjón Davíðsson Ritstjórnarskrifstofur 1 Eddu- lísinu Afgreiðsla, auglýsingar og aðrar skrifstofur i Banka- træti 7. Símar: 18300—18305. — Auglýsingasimi: 19523 Af. 'reiðsiusimi 12323. — Askriftargjald kr 65.00 á mánuði innan. ,ands. t lausasölu kr. 4.00 eint. — Prentsmiðjan Edda h.f. — Fölsunarfálm Það er segin saga, að þegar stjómarflokkarnir eru alveg komnir upp á sker í umræðunum um vandræða- ' fálm stjórnarinnar í EBE-málinu og áróðurinn fyrir inngöngu í bandalagið, grípa stjórnarblöðin til þess ráðs að segja rangt til um afstöðu Framsóknarmanna til máls- ins fyrr eða síðar og búa þá til staflausar skröksögur. Þegar skaðræðismyndin af framkomu stjórnarinnar í málinu blasti skýrast við í byrjun febrúar, blés Mbl. út risastóra fölsunarbólu um afstöðu Eysteins Jónssonar og falsaði ummæli hans á ráðstefnu Frjálsrar menningar í janúar 1962. Þegar Olafur hafði játað úti í Noregi á dögunum, að stjórnin vildi ekki tala um málið. af því að kosningar væru fyrir dyrum á íslandi, tók Vísir að sér að blása fölsunarbóluna úr sama efni og áður. í þessum fölsunum er öllu gersamlega snúið við, og Evsteinn Jónsson sagður hafa mælt með aukaaðild á téðri ráðstefnu, þegar hann var að benda á, að viðskipta- cg toKasamningaleiðin virtist hin eina færa. Þetta vita allir, sem á umræður þessar hlýddu. Og fóturinn undir fölsuninni er einungis sá að Eysteinn hafði nefnt 238. gr. Rómarsáttmálans á nafn í þessu sambandi, en sú grein íjallar um aukaaðild. Má með sanni segja, að fölsun þessi sé á frauðfótum. Ástæðan til þess að 238. gr. var nefnd í þessu sam- bandi var einvörðungu sú, að þegar Eysteinn Jónsson hafði mælt með samningaleiðinni, stóð Gylfi Þ. Gíslason upp og mótmælti því, að slík lausn væri fær, en á hinn bóginn gæti aukaaðild samkv. 238. grein falið í sér allt á milli 1% og 99% af skuldbindingum Rómarsáttmálans. Eysteinn mótmælti því, að Gylfi gæti með nokkrum rökum eða rétti fullyrt, að tolla- og viðskiptasamninga- leið kæmi ekki til greina og benti einmitt á þau ummæli Gylfa um 238. gr., að undir hana gætu komið tengsl við bandalagið milli 1% og 99% og ættu tolla- og viðskipta- samningar væntanlega að geta rúmazt þar. Þessu snúa stjórnarblöðin svo þannig, að af því að Eysteinn nefndi 238. grein, þá hafi hann viljað aukaað- ild, þó að hann nefndi hana aðeins í sambandi við tolla- og viðskiptasamningaleiðina og hafi eins og öllum lands- mönnum er kunnugt aldrei mælt með annarri feið fyrr eða síðar. Hins vegar hefur komið fram í skýrslu Gylfa til Al- þingis. að það hafí verið misskilningur hans og stjórn- arinnar, að 238. grein væri svo rúmgoð sem sagt var áð- ur og gæti því alls ekki rúmað tolla- og viðskiptasamninga. Einnig hefur stjórnin nú sem kunnugi er orðið að láta ■ þeirri firru sinni að samningaleiðin væri ófær og víð ui-kennir að hún komi til greina. þó að þjóðfrægt sé nú orðið, með hvílíkum harmkvælum hún kyngdiþeim beiska bita, og hugur hennar til þeirrar leiðar sé allt annað er jákvæður enn. Lýðræðishugur í lagi í vandræðalegum leiðara í Mbi í gær, þar sem reynt er með óráðsfálmi að afsaka það. að torystumenn Sjálf- stæðisflokksins skuli hafa gefið út áskorun til fólks, sem er að fjarlægjast kommúnista, um að kjósa þá um fram allt áfram, kemur enn einu sinni greinilega fram, hvert hið rétta viShorf íhaldsins er Það er betta: Menn mega alls ekki yfirgefa kommúnista nema þeir komi beint inn i íhaldsflokkinn. Et þeir ætla i aðra lýSræðisflokka, er miklu betra að þeir kjósi kommúniste áframl! Svona er barátta þessa ,,lýðræðisflokks“ gegn kommúnismanum. Það er sannkölluð eiginhagsmunabarátta. r f M I N N, laugardagur 23. febrúar 1963- Rússar hafa enn mikinn herbúnað á Kúbu HJA ÞVI varð ekki komizt aö svara á einhvern hátt orðrómi og ásökunum í samhandi við hina miklu uppbyggingu Sovét- ríkjanna á Kúbu. Republikan- inn Kenneth Keating öldunga- deildarþingmaður frá New York hét því að éta hatt sinn, ef ásakanir hans reyndus't ekki réttar. Til þess að svara gagnrýn- endum eins og Keating í nokkru skipaði Kennedy for- seti þeim MeNamara, varnar- málaráðherra og John McCone, yfirmanni leyniþjónustunnar, að gefa opinberlega grein fyrir hernaðarstyrk á Kúbu, þó að ekki séu dæmi lil slíks áður Það hafði aldrei komið fyrii áður, að nein þjóð skýrði svo ýtarlega frá leyndri upplýsinga söfnun sinni meðal óvinveittr- ar þjóðar eins og þarna var gert. John Hughes, sérstakur að- stoðarmaður yfirmanns upp- lýsingaþjónustu varnarmála- ráðuneytisins, var í tvær stund ir samfleytt í sjónvarpinu. Þar sýndi hann skuggamyndir og notaðí bendiprik við að skýra þær út. Þetta voru meira en 65 loftmyndir, er teknar hafa ver ið yfir Kúbu síðan í ágúst og mikið hugrekki sýnt við að ná þeim. Þegar þessar myndir komu fram á 20 feta breiðu tjaldi, sumar í litum, sögðu þær ákaflega áhrifaríka sögu. Þessi vígbúnaður ógnar ekki meginlandi Banda- ríkjanna, en gæti torveSdad mjög innlenda upp- reisn og vaidið alvarlegum árekstrum. rilííf!'. *fB(j ttt : - >i ÞARNA SÁST, hvernig „árás argögn“ Sovétríkjanna, flug- skeytastöðvar og sprengjuflug- vélar, voru — eftir að Krust- joff lét undan síga — smátt og smátt teknar sundur, látnar í kassa, dregnar niður að höfn um í Kúhu og settar um horð í flutningaskip, sem fluttu þær aftur heim til Rússlands. Þessi sýning hrakti án alls efa hina furðulega háu áætlun um herstyrk Sovétrikjanna á Kúbu (allt að 70 þús. manns). MeNamara tætti einnig í sund- ur þá fullyrðingu, að Rússar hafi haldið eftir á Kúbu alls konar flugskeytastöðvum, sem gætu stráð kjarnorkueyðingu yfir meginland Bandaríkjanna. En í hinni nákvæmu lýsingu MeNamara kom samt fram hrollvekjandi staðreynd: Enda þótt Rússar hafi tekið niður stöðvar sínar fyrir langdræg flugskeyti og miðlungsskeyti á Kúbu, og enda þótt þeir hafi flutt aftur á burt IL-28 sprengjuflugvélar sinar, þá hafa þeir enn alvarlegan her- styrk á Kúbu. Hin sýnilegu merki um brott flutning langdrægra vopna voru ákaflega sannfærandi. En einnig voru sýndar myndir, sem teknar hafa verið síðar á könnunarflugi yfir Kúbu. Og þær eru ekki til þess fallnar að auka öryggiskennd Banda- ríkjamanna. KÚBA er nú mjög vel búin að venjulegum loftvarnavirkj- um. Þar eru að minnsta kosti 24 stöðvar fyrir rússnesk flug- skeyti, sem send eru á loft frá jörðu, SA-2, og komast í 80 þús. feta hæð. Þar eru að minnsta kosti 100 MIG-orrustu flugvélar, þar á meðal 42 MIG- 21, sem geta borið kjarnorku- vopn stuttar vegalengdir með meira en 1000 mílna hraða á klukkustund. Kúba herra Cast- ros hefur yfir að ráða ekki færri en 12 strandvarnabátum, búnum kjarnorkuskeytum, sem draga 10—15 sjómílur. Auk alls þessa eru að minnsta kosti 17000 Rússar á Kúbu. Stjórn Kennedys leggur á það áherzlu, að þetta sýni fækkun frá því sem flest var, eða þeg- ar þeir voru um 22000 í októ- ber. Sú staðreynd er naumast nefnd, að þessir 5000, sem fóru á brott, voru sérfræðingar, sendir til þess að stjórna flug- skeytastöðvunum fyrir lang- dræg og miðlungs flugskeyti. sem Krustjoff tók aftur. Meðal þeirra Rússa, sem enn eru eftir á Kúbu, eru um 5000 í fjórum hersveitum, mjög hreyfanlegum og vel búnum. Þær hafa árásarbyssur, T-54 skriðdreka, hentug tæki lil sendingar eldflauga, tæki til að flytja og skjóta flugskeytum. sem sehd eru af jörðu og á, og varnarvopn gegn skriðdrek- um, meðal annars nýja gerð eldflauga, sem nefndar eru Klippurnar. Auk þessara mjög vel búnu sveita eru 12000 aðrir Rússar á Kúbu. Þeir starfa við f|ug- skeytastöðvar, sem senda flug- skeyti á loft, staría á orrustu- flugvélum, vinna við samgöng- ur, leiðbeina innlendum her- sveitum Castros o. s. frv. HVER ER hugsanlegur til- gangur sliks viðbúnaðar Sovét- ríkjanna á Kúbu? Eins og Kennedy forseti og McNamara varnarmálaráð- herra fullyrtu báðir, er þetta vissulega langt of lítið til þess að á það verði litið sem alvar- lega ógnun gagnvart megin- landi Bandaríkjanna. En frá sjónarmiði Rússa gegnir þessi búnaður öðru og hagkvæmara hlutverki. Það er augljóst mál, að þelta •muni gera innrás á Kúbu ákaf- lega erfiða viðfangs. Það varð- ar hér ekki mestu, hvað þetta styrkir herbúnað Castros. Mik- ilvægari er sá möguleiki, að innrás gæti til þess Leitt, að rússneskir og bandarískir her- ir færu að skiptast á skotum. Herstyrkurinn frá Sovétríkjun um veldur einnig því, að Castro hefur aflögu heimamenn til að senda í ævintýraleiðangra til ágengni og spillingar víðs veg ar um Suður-Ameríku. Mest er þó um það vert, að með hernaðarlegri nálægð sinni hafa Rússar algert vald á Kúbu. Ef Castro ynni sér til óhelgi, ættu Rússar auðvelt nieð að losa sig við hann og setja í hans stað einhvern, sem þeir veldu sjálfir. Nær- vera Rússa gerir alla mögu- leika á innlendri uppreisn gegn Castro á Kúbu óendanlega miklu ólíklegri en þeir gætu annars verið. ÞARNA ER einmitt komið við þann blettinn, sem aum- astur er. Það var í þessu sam- bandi, sem Kennedy forseti vék á blaðamannafundi að Rúss unum á Kúbu sem eins konar „lögreglusveitum“. Þó er það núverandi stefna Bandaríkja- stjórnar gagnvart Kúbu, að vera ekki „ánægð, en vilja losna við Castro", svo ?ð not- uð scu orð eins af fulltrúum stjórnarinnar. Framhald á 13 síðu z

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.