Tíminn - 23.02.1963, Page 8

Tíminn - 23.02.1963, Page 8
Húsfreyjan á Bessastöðum er sjötug. Um hana leikur bjarmi vakandi hugar og starfsamra handa. Hún ber fas konu, sem líf- ið hefur fært mörg verkefni, verk- sfni, sem hún hefur aldrei færzt undan að ieysa í anda þess upp- eldis og upplags, sem hana mótaði. Er ég fyrir skömmu fékk tæki- færi til að ræða við forsetafrúna, þótt ekki yrði úr því eiginlegt blaðaviðtal, hvarflaði að mér hve misvísandi getur verið að mæla alour manna í árum. Henni yrði ekki skotaskuld úr því að draga tug frá aldri sínum, ef hún vildi þaðvið hafa. „Á þessum tímamótum þakka ég mitt mikla ián í lífinu", sagði frú Dóra í þessu samtali, er við rædd- um um fjölskyldu hennar, en for- setahjónin eiga þrjú börn og þrettán barnabörn. Engum, sem lesið hefur minn- ingargrein þá, sem frú Dóra skrif- aði um föð'ur sinn, kemur á óvart að vænir kvistir skyldu renna upp af þeim rótum, sem þar er Iýst. í Laufási hefur verið sameinað margt hið bezta úr íslenzkri bænda menningu og það, sem menntunar- skilyrði fjölbýlisins veita. Börn Þórhalls biskups voru vanin við hvers konar störf þau nutu fræð'slu fjölmenntaðs föður og leiðsagnar gáfaðrar, ástríkrar móður, enda segir frú Dóra, að enginn skuggi hafi fallið á æsku sína fyrr en móðir hennar veiktist. Á uppvaxtarárum frú Dóru hófst vöxtur ungmennafélagshreyfingar- innar og þangað sóttu þau systkin marga ánægjustund, bæði í félags- líf og fþróttir, en hún minnist líka með ánægju skóladansleikjanna og skautafélagsballanna, sem voru stærstu viðburðimir í samkvæmis- iífi Reykjavikur á þeim árum. Og þá var ekkert verið að takmarka danstímann, þessi samkvæmi stóðu gjarna í tólf klukkustundir alls með borðhaldi og ræðuhöldum. Hver láir kvenmanni þótt hana langi að hnýsast ögn í það, hvar forsetahjónin kynntust fyrst? Það er ekki að undra þótt frú Dóra eigi, góðar minningar úr ungmennafé-1 lagsskapnum, því að þar kynntust þau hjónin fyrst verulega. Að vísu voin þau fermingarsystkin, en þá gengu piltar og stúlkur til spurn- inga sitt í hvoru lagi og sáumst fyrst daginn fyrir ferminguna. Og mikið var biskupsdóttirin hneyksl- uð á vinkonu sinni, sem ekki var snortnari af fermingarathöfninni en svo, að hún fór að hafa _orð á því daginn eftir, hvað hann Ásgeir hefði nú verið fallegur í kirkjunni! j í minningargreininni um föður sinn segir frú Dóra: „Laufás við Reykjavik er nokkuð jafngamall mínu minni. Við vorum öll fædd systkinin, ég yngst, áður en Laufás húsið var byggt 1896.“ í Laufási átti hún heimili sitt j til ársins 1932. Eftir andlát móð- ur sinnar tók frú Dóra við bústjórn hjá föður sínum og þegar hún gift- ist, árið 1917, stofnaði hún sitt eigið heimili á efri hæðinni í Lauf- ási, en Tryggvi bróðir hennar flutt ist á neðri hæðina með sína fjöl- skyldu sama ár, er hann hætti prestsskap^ að Hesti. Þegar Ásgeir Ásgeirsson varð forsætisráðherra árið 1932, fluttu | þau hjónin i ráðherrabústaðinn við , Tjarnargötu. Eins og að líkum læt- ur var annasamt að veita heimilinn 1 þar forstöð'u. Öllum gestamóttök- um var þá sinnt á heimili ráðherr- ans og þar fór einnig allur undir- búningur fram Af erlendum gest-1 um, sem þá bar að garði má nefna þáverandi krónprins. núverandi konung Danmerkur, Balbo hinn ítalska og Lindbergh flugkappa og konu hans. Frú Dóru er Anne Lind bergh, sem nú er orðinn kunnur rithöfundur, minnisstæð vegna yf- irlætisleysis og ljúfmennsku. Skömmu áður en þau hjón komu hingað, höfðu þau orðið fyrir því hræðilega átalli, að syni þeirra var rænt og hann sviptur lífi. Þó að Ásgeir léti af ráðherraem- bætti, gegndi hann um áratugi öðr um ábyrgðarstöðum og þing- mennsku og fylgir slíku að jafn- aði gestanauð á heimilum. Þó hiutu skyldur húsfreyjunnar að margfaldast eftir að hann tók við forsetaembættinu árig 1952. Auk skyldustarfa hér heima, hefur frú- in fylgt manni sínum í opinberar heimsóknir til erlendra þjóðhöfð'- ingja. Sumir halda, að slíkar heim sóknir séu aðeins þægilegar skemmtiferðir, en hitt mun sanni nær, að þær eru erfiðar og mikils um vert hvernig þær takast. For- setafrúin sagð'i mér lauslega frá fyrsta degi íerðarinnar til Kanada haustið 1961 Lagt var af stað frá Reykjavík klukkan 9 að morgni og icomið til Quebec eftir tólf klukku- stundir og iór þá fram opinber móttökuathöfn, en vegna tímamun- arins var kiukkan þar þá aðeins sex og viðhafnarkvöldverður hófst kl. eitt eftir miðnætti sam- kvæmt íslenzkum tíma. Þá var af- ar heitt í veðri og ofsalegt þrumu- veður og íslenzki skautbúningur- inn ekki beint þægilegasti búning- ur, sem hugsazt gat. Þegar veizl- unni lauk og forsetahjónin gátu farið að hvila sig, munaði ekki miklu að liðinn væri sólarhringur frá því ag bau ferðbjuggust frá Bessastöðum Vestur-íslendingar fögnuðu for- setahjónunum af mikilli alúð og áleit forsetafrúin, að þeim hefði þótt vænt im þá viðurkenningu. sem ættlandi þeirra var sýnt með því, að þjóðhöfðingi íslands fékk svo virðulegar móttökur af hálfu Kanadískra stjórnarvalda. Frú Dóra hefur átt sér marg- vísleg áhugamál. Hún var í stjórn og starfaði mikið f Lestrarfélagi kvenna, átti lengi sæti í skólanefnd Kvennaskóla Reykjavíkur og sókn arnefnd Dómkirkjusafnaðarins. Hún telur æskilegt, að konur eigi sér hugðarefni utan heimilanna, þegar tími þeirar leyfir. og er þess yfirleitt hvetjandi að þær dragi ekki um of dul á skoðanir sín ar á almenrium málum. Er við •æddum um kirkjumál drap hún á það, að hún harmaði hve lítinn þátt söfnuðn tækju víða í kirkju- sörig og kvaöst óttast að það yrð'i til þess, að sálmalögin glötuðust þjóðinni Einnig er hún þess hvetj andi. að sem mest rækt verði lögð við söngkennslu í skólum. svo að !jóð og lög verði fólki áfram til- cæk því til anægju og hugarhægð- Forsetafrúin hefur alltaf talið heimilið sinn meginvettvang, og það vera göfugt hlutskipti að jggja fram krafta sína til að skapa fjölskyldu og öðrum heimilismönn ,im öruggt og ánægjulegt athvarf. Hún situr sjaldan auðum höndum og gegnir furðu hve margvíslegir peir góðu gripir eru, sem eftir l.ana liggja Með rólegum virð'uleik hefur frú Dóra komið fram heima og erlend- is sem fulltrúi þjóðar sinnar. Fyr- ír það kunnum vig henni þakkir um leið og við óskum henni allra heilla á þessu merkisafmæli. Sigríður Thorlacius. 1 SJÖTUG í DAG: Dóra Þórhaílsdóttir 7 I MINNING Björn Guðmundsson f y r Um vetumóttaskeið 1908 var ungménnaskólinn á Núpi settur í þriðja sinn. Þegar skólastjórinn — og stofn andi skólans — séra Sigtryggur Guðlaugsson hafði flutt skólasetn ingarræðu sína, gekk ungur mað- ur og íturvaxinn, hvatlega upp að kennarapúltinu og hóf ræðu sína á þessum orðum: „Sum lög hafa forspiT'. Lagði hann út af þessum Q?ðum í snjallri og hrrfandi ræðu. Sagði hann, að skólinn ætti að vera íorspil lífsstarfs okkar nem- endanna. Þessi maður var Björn Guðmundsson, sem þetta haust var að hefja kennaraferil sinn við Núpsskólann, sem varð bæði lang ur o-g heilladrjúgur. Þó að við Sjörn værum báðir fæddir og upp aldir í sömu sveitinni, hafði ég þó ekki séð hann áður. Ég varð strax heillaður og hrifinn af þess- um glæsilega manni og hinni góðu ræðu, er hann flutti. Kynni okkar Björns urðu bæði ldiig og allnáin, fyrst var hann k«mrl minn, síðan leiðtogi í fé- rverandi skólastj lagsmálum, og síðan langa ævi náinn samstarfsmaður j félags- og sveitarmálefnum Þag er mér því bæði ljúft og skylt að minnast þessa vinar og samferðamanns að leiðarlokum. Björn Guðmundsson var fríður 9 ri maður og glæsilegur. Hann var hár vexti, beinvaxinn, vel limað- ur og vel farinn í andliti, ennið hátt og hvelft, brúnir dökkar og hárið hrafnsvart og liðað. Yfir- skegg bar hann á yngri árum, fag urlega snyrt. Allur svipur manns- ins lýsti gáfum og góðmennsku Handtakið var hlýtt og fast. Ljúf- mennska og birta var eins og hjúpur, er fylgdi persónu hans og viðmóti hvar sem hann kom fram. Á síðari árum var dökka hárið að vísu orðið fannhvítt, en þó að fóturinn þyngdist með árunum, var glæsimennskan og góðleikinn jafnan tengdur persónu hans og framkomu. Björn Guðmundsson var fædd- ur á Næfranesi í Mýrahreppi i Dýrafirði 26. júní 1879 og ólst þar upp, og við þann bæ kenndi hann sig lengst af og átti þar heima fram eftir ævi. Foreldrar hans voru Guðmundur Þórarinsson bóndi og smiður og kona hans, Guðbjörg Guðmundsdóttir. Bæði voru þau komin af ágætum vest- firzkum æ tstofnum. Móður sína missti hann í frum- bernsku og hafði móðurmissirinn mikil áhrif á hinn tilfinningaríka og viðkvæma unga mann. Fóstur- móðir hans var Rósamunda Greips dóttir, ágæt kona og minntist l Björn hennar ævinlega með hlýju i og ástúð. og dvaldi hún á Næfra- nesi til æviloka Föður sinn missti Björn 1902, en eldri bróðir Björns, Guðmundur, tók þá við búi og á heimili hans átti Björn heima lengi síðan. Guðmundur Guð mundsson var valmenni og prúð- menni og var mjög ás'úðlegt með þeim bræðrum Björn tók fótarmein innan vtð tvítugsaldur og tafði það þroska hans og nám Náði þó fullri heilsu og komst í gagnfræðaskól- ann í Flensborg í Hafnarfirði og lauk þar gagnfræðaprófi 1905 Kennarapróf tók hann við sama skóla 1906 Kennari við barnaskóla | á Núpi 1906—07,'en dvaldi vjð nám í Askov í Danmörku 1907- 08 Kennari við ungmennaskóla •sr. Sigtryggs Guðlaugssonar a Núpi frá 1908—-1929. en tók þá við skólastjórn og stýrði skólan um frá 1929—1942 Kenndi enn við skólann nokkur ár eftir að | hann lét af skólastjórn Veiurinn I 1918—19 starfaði Núpsskólinn ekki og kenndi Björn þann vetur við barnaskólann á Akranesi. 1925 sigldi Björn og dvaldi i J Danmörku, Noregi og Finnlandi I meir en vetrarlangt, ferðaðist á! milli menntasetra og kynnti sér skóla og félagsmál grannþjóða vorra. Af þessu má sjá, að kennara- starfið var aðallífsstarf hans, og var kennaraferill hans bæði lang- ur og áhrifaríkur Hygg ég, að flestir nemenda hans hafi elskað hann og dáð, o^ sótt til hans mik- ilvægt veganesti, er orðið hafi þeirn heilladrjúgt á ævibraut þeirra. En með því að margir aðr- ir nemendur hans munu minnast, einkum þessa þáttar í ævistarfi hans, fer ég ekki fleiri orðum um hann. En það var síður en svo, að Björn kæmi ekki víðar við á iífs- leið sinni. Hann var einn af stofnendum ungmennafélags Mýrahrepps 29 nóv 1909 og var formaður þess og leiðtogi frá stofndegi til 1933. Jafnframt var hann einn af stofn endum Héraðssambands UMF Vestfjarða 1911 og formaður þess frá upphafi samfellt um 30 ára skeið. Var þar um sams konar áhrif og leiðsögn og ræða sem í ungmennafélaginu. Var hann þar sjálfkjörinn foringi, vinsæll og dáður. Væri freistandi að rita lengra mál en rúmast j stuttri blaðagrein um hin merku uppeldislegu áhrif, er Björn hafði á samfélaga sína Má segja. að félagsmálastarfsemi Björns væri eins konar framhalds- skólakennsla Hreppsnefndarmaður var Björn Framhald á 15. síðu. a T f M I N N, laugardagur 23. febrúar 19®L

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.