Alþýðublaðið - 03.06.1940, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 03.06.1940, Blaðsíða 3
Ritstjóri: F. R. Valdemarsson. í fjarveru hans: Stefán Pétursson. Símar 4902 og 5021 (heima). Ritstjórn: Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar: 4902: Ritstjóri. 4901: Innlendar fréttir. 5021: Stefán Pét- ursson (hehna) Sellandsstíg 16. 4903: Vilhj. S. Vilhjálms- son (heima) Brávallagötu 50. Afgreiðsla: Alþýðuhúsinu gengið inn frá Hverfisgötu. Símar: 4900 og 4906. Verð kr. 2,50 á mánuði. 10 aurar í lausasölu. ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN H. ,F. Útsvörin i Reykjavík í ár. ORGUNBLAÐIÐ sagði á föstudaginn um nýju út- svarsskrána hér í Reykjavík, sem þann dag kom fyrir al- mennings sjónir, að hún væri „ágæt auglýsing um þá brjál- æðisvitleysu, sem ríkir í okkar skattamálum11. Það má segja um þessi um- mæli Morgunblaðsins, að bragð er að, þá barnið finnur. En hvaðan kemur því siðferðilegur réttur til þess að tala þarinig? Var heildarupphæð útsvaranna ekki ákveðin af þeim meiri- hluta, sem flokkur þess, Sjálf- stæðisflokkurinn, hefir í bæj- arstjórn Reykjavíkur? Og var henni ekki jafnað niður á bæj- arbúa af þeim meirihluta, sem hann hefir nú einnig, í fyrsta sinn í heilan áratugy í niður- jöfnunarnefndinni? Hverjum er því um að kenna þá „brjál- æðisvitleysu“, sem útsvarsskrá- in ber vott um, öðrum en Sjálf- stæðisflokknum, hinni marg- lofuðu „ágætu fjármálastjórn11 hans í höfuðstaðnum og því ,,réttlæti“, sem fulltrúar hans hafa sýnt í niðurjöínunar- nefnd? Það skal ekki deilt hér um þá hækkun, sem orðið hefir á heildarupphæð útsvaranna. Um langt skeið hefir það verið svo að segja föst regla, að hún hafi vaxið um Vi milljón króna á ári. í þetta sinn nemur hækk- unin frá síðastliðnu ári 1 millj- ón. Það mun varla vekja neina furðu með tilliti til þess á- stands, sem skapazt hefir af völdum stríðsins. Þeim mun furðulegra er það, hvenrig hinn nýi meirihluti Sjálfstæðisflokksins í niður- jöfnunarnefnd hefir farið að því jafna þessari upphæð niður á bæjarbúa. Undanfarin ár hefir sá meirihluti, sem Alþýðuflokk- urinn og Framsóknarflokkur- inn hafa haft í niðurjöfnunar- nefnd, reynt að jafna þannig niður, að þeir, sem breiðust hafa bökin, hátekjumennirnir og stóreignamennirnir, bæru þyngstu byrðarnar, eins og sjálfsagt er talið þar sem félags- leg ábyrgðartilfinning og fé- lagslegt réttlæti ríkir. En hinn nýi meirihluti Sjálfstæðis- flokksins í niðurjöfnunarnefnd virðist ekki hafa verið ónáðað- ur af neinum slíkum hugsunar- hætti. Hann hælir sér að vísu af því, að útsvörin hafi ekki verið hækkuð eins mikið á fjöl- skyldufeðrum og einhleypum mönnum. En að öðru leyti er það svo nakin yfirstéttar- hyggja, sem fram kemur í nið- urjöfnun útsvaranna, að furðu gegnir. Það er 1 milijón króna, sem jafiiai er niður umfram það, sem jafnað var niður í fyrra. Langþyngst er þessi hækkun útsvaranna látin koma niður á þurftarlaunum, tekjum frá 3000 upp í 5000 króna. Útsvars- hækkunin á hátekjur er tiltölu- lega miklu minni. Og útsvör á eignir hafa beinlínis verið lækkuð! Þannig var útsvar á 75 000 króna eign í fyrra 1500 krónur. Nú er það ekki nema 1250 krónur. Og af eignum, sem nema meiru, vár útsvarið í fyrra 3,5%. Nú er það ekki nema 3%! Það er ekki um að villast: Hátekjumönnunum og stóreignamönnunum á að hlífa. Alþýðunni á að blæða. Þannig vill Sjálfstæðisflokkurinn hafa það. Það er kapítuli út af fyrir sig, að stórútgerðarfélögin, sem hafa rakað saman fé síðan stríð- ið byrjaði, skuli ekki greiða hærra útsvar en árið 1938, þeg- ar öll alþýða manna, sem ekk- ert hefir haft af stríðinu annað en atvinnuleysi og dýrtíð, verð- ur að taka á sig stóraukin út- gjöld til almenningsþarfa. Þau eru látin sleppa við útsvars- hækkunina í krafti laga, sem sett voru fyrir tveimur árum, þegar útgerðin var í nauðum stödd og engan óraði fyrir stríð- inu né stríðsgróða þeirra í svo náinni framtíð. Að þau -— einu raunverulegu stríðsgróðafyrir- tækin í landinu — skuli vera látin njóta sérréttinda um út- svarsgreiðslur í skjóli laga, sem engan siðferðislegan rétt eiga á sér lengur, er áreiðanlega versta ,,brjálæðisvitleysan“, sem útavarsskráin sýnir í ár. En svo blind er yfirstéttarhyggja Sjálfstæðisflokksins, að hann vildi ekki einu sinni samþykkja þá tillögu Alþýðuflokksins í bæjarstjórn, að skorað yrði á stórútgerðarfélogin að afsala sér af frjálsum vilja þeim sér- réttindum, sem lögin frá 1938 veita þeim. Hann vildi viðhalda ranglætinu á kostnað allrar al- þýðu manna í Reykjavík. Það er engin furða, þótt al- menningi fái að blæða, með slíkan flokk í meirihluta í bæj- arstjórn. AUÞVÐUBLAÐIÐ Harðfisknr sérstaklega góður. EGG, lækkað verð. BJÚGU, daglega ný. KOMIÐ — SÍMIÐ — SENDIÐ. Ásvallagötu 1. Swni 1078 Tiariarbidin Sími 3570. samkvæmt áætlun í hraðferð vestur um til Akureyrar þriðju- daginn 4. þ. m. kl. 9 e. h. Vörur mótteknar í dag. Pantaðir farseðlar sækist fyrir kvöldið. Kirkjngarðarnir. Garðyrkjumaðurinn, sem er að útrýma illgresi úr kirkju- garðinum við Suðurgötu, og skógfræðingurinn, sem er við trjárækt í Fossvogsgarði, taka að sér leiðbeiningarstarf við góða hirðingu legstaða fyrir þá, sem þess óska. Biðjið þá að hreinsa leiðin, ef þér megið ekki vera að því sjálfir. Sigurbjörn Á. Gíslason. SÝNING í KVÖLD KL. 8V2. Aðgöngumiðar frá kl. 1 í dag. Lægra verð eftir kl. 3. Sími 3191. ÚTSVARS- OG SKATTA- KÆRUR skrifar Pétur Jakobs- son, Kárastíg 12. DRENGJAFÖT, matrósaföt, jakkaföt, frakkar. Sparta, — Laugavegi 10, sími 3094. Reykjavíkurmótið. MEISTARAFLOKKUR. í kvBld klnkkan 8,30 K. R. — Fram HvaO skeður nú? Hvor vinnurV MÁNUDAGUR 3. JÚNI 1940. I Aðalfundur H. F. EIMSKIPAFÉLAGS ÍSLANDS verður haldinn laugardaginn 8. júní kl. 1 e. h. í Kaupþingssalnum í húsi félagsins. — Aðgöngumiðar og atkvæðaseðlar verða afhentir hluthöfum eða umboðsmönnum þeirra á miðvikudag 5. og fimmtudag 6. júní kl. 1—5 e. h. báða dagana. Sfjórnin. leilsufræAiigar telja, að frekar megi spara flestar aðrar fæðu- tegundir en MJÓLK OG MJÓLKURAFURÐIR. Þetta ætti hver og einn að hafa hugfast, ekki sízt nú. Berið mjólkurverðið saman við núverandi verð á ýmsum öðrum fæðutegundum og minnist þess, að verðið á skyri og mjólkurostum er enn- þá óbreytt. Rafbylgjuolninn ..'3 ER ÍSLENZK UPPFINNING. , * í þeim löndum, þar sem raftækjasamkeppnin er mjög hörð, svo sem Englandi og Noregi, hefir rafbylgjuofninn verið „patent- eraður“ mótmælalaust. — Getur nokkur bent á betri með- mæli? — Ráfbylgjuofninn verður framleiddur úr vandaðasta efni, sem vÖl er á. Minni pantanir afgreiddar úr vöruskemmu, stærri eftir sam- komulagi. Að gefnu tilefni skal bent á, að lægtsu taxtar til upphitunar húsa hér í Reykjavík, hinir svonefndu tilraunataxtar, hafa fengizt þar, sem rafbylgjuofninn er notaður. — Gefið upplýs- ingar um stærð herbergja og húsakynni, þá fáið þið þann ofn afgreiddan, sem yður muu bezt henta. Sími Rafbylgjuofnsins er: 5740. Tilkynning. Það tilkynnist hér með, að Bókaverzlunin Mímir h.f. hefi-r selt hr. Finni Einarssyni bóka- og ritfangaverzlun félagsins og rekur hann hana hér eftir undir nafninu Finnur Einarsson Bóka- verzlun, fyrir eigin reikning. Væntum við þess, að hann verði látinn njóta sömu velvildar og viðskipta áfram og vér höfum notið sem eigendur verzlunarinnar. Félagið heldur áfram öllum forlagsbókum sínum og ber að snúa sér til hr. bankaritara Axels Böðvarssonar, Hólavalla- götu 5, Reykjavík, um alla afgreiðslu og reikningsskil þeirra vegna. BÓKAVERZLUNIN MÍMIR H.F. Samkvæmt framanrituðu hefi ég úndirritaður keypt bóka- og ritfangaverzlun hlutafélagsins Mímir og rek hana hér eftir á sama stað og bóliaverzlunin hefir verið, Austurstræti 1, .undir nafninu FINNUR EINARSSON BÓKAVERZLUN. Ég vænti þess að viðskiptavinir verzlunarinnar láti mig njóta sömu velvildar og fyrri eigendur hennar og mun gera mitt ítrasta til þess að gera þá ánægða. FINNUR EINARSSON.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.