Alþýðublaðið - 03.06.1940, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 03.06.1940, Blaðsíða 4
MÁNUDAGUR 3. JUNI AlþýðuprentsmiSjan h.f. prentar fyrlr yður fljótt og vel.' MÁNUDAGUR Nséturlæknir er Páll Sigurðsson. Hávallagötu 15, sími 4959. Næturvörður er í Laugavegs- og Ingólfsapóteki. ÚTVARPIÐ: 19.30 Hljómplötur: Danssýningar- lög. 20,00 Fréttir. 20.30 Sumarþættir (Sigurður Benediktsson blaðam.). 20.55 Hljómplötur: Hreinn Páls- son syngur. 20,10 Kvæði kvöldsins. 21,15 Útvarpshljómsveitin: ís- lenzk alþýðulög. 21,45 Fréttir. Dagskrárlok. Aðalfundur Eimskipafélags íslands verður haldinn laugardaginn 8. júní í Kaupþingssalnum og hefst kl. 1 e. h. Aðgöngumiðar og atkvæðaseðl- ar verða afhentir hluthöfum eða umboðsmönnum þeirra næstkom- andi miðvikudag og fimmtudag kl. 1—5 e. h. Forðum í Flosaporti revyan 1940 verður sýnd í kvöld kl. 8Vz. Leikfélagið sýndi skopleikinn „Stundum og stundum ekki“ í gærkveldi. Fer nú að verða hver síðastur að sjá þenna skemmtilega leik. K.I.B.S.-kvartettinn hélt söngskemmtun í gær í Gamla Bíó við ágætar undirtektir. Varð hann að endurtaka mörg lög- in og syngja aukalög. Nýja Bíó sýnir núna myndina Hnefaleik- arinn „Kid Galahad“. Fjallar hÚD um hnefaleika og ýmislegt í sam- bandi við þá. Aðalhlutverkin leika Bette Davis, Edward G. Robinson ov Wayne Morris. Knattspyrnumót Hafnarfjarðar (vormótið) hefst í kvöld, og taka þátt í því tvö félög, knatt- spyrrjufélagið Haukur og Fimleika félag Hafnarfjarðar. Keppt verður í I., II. og III. flokki. Kl. 7,30 e. h. keppir III. fl. og að honum lokn- hefst keppni í I. flokki. Næsti kappleikur verður n.k. fimtudag og keppir þá II. fl. Keþpt verður í tveimur umferðum í hverjum flokki. Sunnud. 9. júní kl. 4 verður svo úrslitakeppni í III. flokki og að honum loknum úrslitakeppni í I. fl. Fimleikafélag Hafnarfjarðar sér um mótið og hefir gefið gripi til að keppa um. ÍTALÍA. Frh. af 1. síðu. heldur orustuvöllinn en samningaborðið, þá værí Englandi ekkert að vanbún- aði að mæta henni einnig þar. Bandamenn hafa tilkynnt ít- ölum hvað eftir annað, segir í Lundúnafréttum, að þeir séu fúsir til að ræða við ítali, og það var gerð stór tilraun til þess að jafna öll deilumál ítala og Breta, er Bretar sendu við- skiptasamninganefnd til Róma- borgar, og var ekki annað sjá- anlegt, en að samkomulag mundi takast, áður en ítalir skyndilega slitu samkomulags- umleitununum. Frakkar hafa einnig tjáð sig fúsa til þess að ræða vinsam- lega öll deilumál við ítali. Bandamenn líta því svo á, að ef ítalska stjórnin tekur ákvörð- un um að fara í stríð, þá beri ht n ein ábyrgð á afleiðingun- \ím af því. Hvernig erveg urinn norður? Bifreiðasamgongur byrjaðar. IFREIÐAS AMGÖNGUR milli Reykjavíkur og Akureyrar eru nú byrjaðar. Á laugardagskvöld kom Björn Blöndal löggæzlumaður að norðan, og hefir Alþýðublaðið spurt hann um ferðina. Vegurinn að Hrútatunguá er allgóður, en þaðan og að Hrútá er hann mjög viðsjárverður, enda hefir verið illa unnið að viðgerðum á honum. Frá Mið- fjarðará og að Víðidalsá er veg- urinn skárri, en þó holóttur, en viðgerðir eru þó betri. Sama má segja um leiðina frá Víði- dalsá að Hnausakvísl. Er veg- urinn þarna sænmilegur fyrir vöruf iutningabif reiðar, en slæmur fyrir fólksbifreiðar. Frá Hnausakvísl og að Ból- staðahlíð er hann ágætur. Leið- in um Vatnsskarð er alltaf slæm, en um Skagafjörð er færðin góð. Mikil fiskveiði á Sauðárkróki. Trillubátar hafa fengið ailt að fimmtíu shfppund. ASAUÐÁRKRÖKI hefir verið ágætt fiskirl I vor. TriIIubát- ar hafa fengið allt upp I 50 skippund. Hafa þeir oft róið tvisvar á dag og fengið upp í 3 þúsund kg- Ný síld er nóg til beitu og hafa Sauðkræklingar veitt smá- síld rétt við bajjardyrnar. Tölu- vert hefir orðið vart við haf- síld, en hún er horuð. Talið er að mikil síldaráta hafi verið und- anfarið. Á Skagaströnd hefir verið mik- il kolaveiði og hafa kassar undir aflann (frystan) verið sóttir til Borgarness. Hótel Borg. t kvoM kl. 10,15 Halíbjörg Bjarnadóttir syngur: IF I DIDN’T CARE, J’ATTENDRAI og vegna fjölda áskorana „Kickin’ the Gong Around.“ KOSNINGAR í SVÍÞJÓÐ. Frh. af 1. síðu. einu máli um það, að ekki væru tirnar til þess nú, að viðhafa flokkspölitískan áróður í sam- bandi við þær. SJÓMANNADAGURINN. Frh. af 1. síðu. komumikla fánaborg á Austur- velli, gegnt Alþingishúsinu, á þremur götunum, og þarna stóðu þeir meðan athöfnin fór fram af sölum Alþingishússins. Af svölum hússins töluðu: Sigurgeir Sigurðsson biskup, Grímur Þorkelsson stýrimaður, Jóh. Þ. Jósefsson og Ólafur Thors. Biskup minntist baráttu sjó- mannanna í áhrifamikilli ræðu. Hann nam staðar í ræðu sinni og varð einnar mínútu þögn, en samtímis lagði lítil stúlka, Odd- ný Grímsdóttir (Þorkelssonar) blómsveig á leiði óþekkta sjó- mannsins í kirkjugarðinum í Fossvogi. Um kvöldið voru skemmtanir að Hótel Borg, í Iðnó og Odd- fellowhúsinu. Var alls staðar húsfyllir og hin, ágætasta skemmtun. Aðalhátíðahöldin fóru fram að Hótel Borg. Sigurjón Einarsson stýrði hófinu þar, en ræður fluttu: Þorvarður Björnsson hafnsögu- maður, Þorkell Sigurðsson vél- stjóri, Stefán Jóh. Stefánsson félagsmálaráðherra, Jón Berg- sveinsson erindreki og Sigurjón Á. Ólafsson alþingismaður. Gísli Johnsen konsúll afhenti bikar frá erlendum íslandsvini, sem keppa á um á kappmóti. Mikill fjöldi skeyta barst sjó- mannadagsráðinu, aðallega frá skipshöfnum úti á sjó, og voru þau lesin upp í þessu hófi. Þá var leikin sjómannarevya og voru leikendur Friðfinnur og Bjarni Björnsson. Sá síðar- taldi söng auk þess tvennar á- gætar gamanvísur eftir Ragnar Jóhannesson. Bára Sigurjónsdóttir og nem- endur hennar sýndu listdansa. Eins og venja er á sjómanna- daginn var einn sjógarpur heiðraður, að þessu sinni Bern- ódus Ólafsson frá Reykjarfirði, en hann vann mikið björgunar- afrek í fyrra þar á firðinum. Var hann ásamt öðrum manni á bát, er hvolfdi, og tókst hon- um að bjarga manninum, sem var ósyndur — og voru allar aðstæður þó hinar erfiðustu. Eins og kunnugt er gat eng- in keppni í íþróttum farið fram vegna þess hve mikið af sjó- mönnum er úti að skyldustörf- um sínum. í gærmorgun eldsnemma og allan daginn bar bærinn svip þessa hátíðisdags. Voru skip skreytt fánum og flestar steng- ur í bænum. Fór og sjómanna- dagurinn mjög vel fram. Víðar á landinu var dagurinn haldinn hátíðlegur. HANNES Á HORNINU Frh. af 2. síðu. er alls ekki nægjanlegt að hafa einstefnumerkin aðeins neðst á Laugaveginum og innst á Hverfis- götunni, heldur er alveg bráðnauð- synlegt að þau séu við hver ein- ustu vegamót á þessum götum, al- veg eins og gert hefir verið bæði í Hafnarstræti og Austurstræti. Þetta atriði er reyndar svo sjálf- sagt, að furðulegt má teljast að nokkuð annað skuli nokkra stund hafa komið til mála.“ ■ OAMLA BlO H Hættulegur leikur FRÖNSK KVIKMYND. I ■ nyja bio h Hnefalelkameistarinn „KID GflLAHAD". Aðalhlutverkin leika: Aðalhlutverkin eru snilld- arlega leikin af Huguette Duflos og Jean-Pierre Aumont. Bette Davis, Edward G. Robinson, Jane Bryan, Humphrey Bogart og Wayne Morris. Börn fá ekki aðgang. Aætlunarferðir Reykjavfh ----------- Álftanes Frá Álftanesi alla daga kl. 9 f. h. — Frá Rvík alla daga kl. 12,30 e. h. Auk þess á þriðjudögum og fimmtudögum: Frá Álftanesi kl. 6 síðd. og frá Reykjavík kl. 7 síðd. — Laugardaga og sunnu- daga: Frá Álftanesi kl. 7 síðd. og frá Reykjavík kl. 8 síðdegis. Afgreiðsla á Bifreiðastöð Islands. Sími 1540. Eyþór Stefánsson. Gunnar Stefánsson. Til brúðargjafa. Fyrsta flokks handslípaður kristall og ekta kúnst-keramik. K. Einarsson & Björnsson „NÚ ER MÉR EKKI kunnugt, hversu víðtæka ,,heimild“ Bret- arnir hafa til þess að taka rétt sinn hér, en ég vil ganga út frá því, að tilmæli Hermanns Jónassonar for- sætisráðherra til íslendinga um það að skoða hermennina sem gesti, hafi verið í samræmi við óskir herstjórnarinnar og ég trúi því ekki öðru en að henni væri það mjög ljúft, að hermennirnir gerðu sér far um að hlýta þeim lögum, sem sett hafa verið til þess að auka öryggi borgaranna, þar sem þeir beinlínis eru hingað sendir til þess að vernda okkur. Öðru máli kann að gegna, ef að því ræki að landið yrði lýst í hernaðarástandi. Ef hin- ir brezku bílstjórar og bifhjóla- menn eiga erfitt með að átta sig á því, hvar ekki má aka, legg ég til að herstjórnin setji verði á öll gatnamót einstefnugatnanna, hin- um brezku vélamönnum til leið- beiningar, á meðan þeir eru að læra reglurnar. „Safety first,“ góðir hálsar!“ Pýzfear loftárásir i Snðor- Frakkland. Bæði á laugardaginn og í gær gerðu þýzkar flugvélar loftárás- Suíðin togvindsr í vélbáta. STERKAR — EINFALDAR AUÐVELDAR í NOTKUN. Höfum að jafnaði fyrirliggjandi allan togbúnað fyrir vélbáta. i. o. e. t. ST. FRAMTÍÐIN NR. 173. Fundur í kvöld (mánudag) kl. 8V2 í Bindindishöllinni. Lesinn dómur dómnefndar Stórstúku íslands, yfir St. Verðandi, Jóni Gunnarssyni, Ludvig C. Magnússyni, Þor- steini Sigurðssyni, Árna Óla, Guðmundi Gunnlaugssyni og Ólafi Þorgrímssyni. Fjöl- mennið. ST. VERÐANDI NR. 9. Fundur annað kvöld kl. 8. 1. Inntaka nýrra félaga. 2. Erindi: Jón- as Guðmundsson. 3. Frum- samið: Elías Mar. 4. Hvað skeður? 5. Hljóðfærasláttur. ir á borgir í Suður- og Suðaust- ur-Frakklandi, þar á meðal Lyon, St. Etienne, Marseille og Toulon. Margir menn biðu bana í þessum loftárásum og eldur kom víða upp í húsum, en flug- vélar Þjóðverja voru brátt hraktar á flótta. -----------------------------1 Útbreiðið Alþýðublaðið.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.