Alþýðublaðið - 05.06.1940, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 05.06.1940, Blaðsíða 2
MIÐVTKUDAGUR 5. JÚNl 1940. ALÞYÐUBLAÐIÐ Reykjavíkurmótið. MEISTARAFLOKKUR. (fyrri umferð) f kvilld klukkan $,30 Úrslltaleiknr Valur—Víkingur Allir segja! Nú get ég ekki setið heima Þetta verður besti leikurinn. Drslitaleiknr fyrri nmferð- ar verðnr háðnr i kvðld. —--- ... f gærkvöldi sigraði R. R. Fram með tveimur mðrkum gegn einu K.R. vann Fram með 2 mörkum gegn einu. K.R.-ingar léku undan all- sterkum vindi í fyrri hálfleik og voru svo að segja í óslitinni sókn allan hálfleikinn. Lék Sehram nú fram hvað eftir ann- að og styrkti liðið með því. Virðist það vera gott fyrir K. R. að láta Schram leika fram í fyrri hálflcik, en Skúla vera miðframvörð, en skipta svo um í síðari hálfleik og sptja Schram í vörnina. Fyrsta markið, sem K. R. setti kom þegar tæp minúta var liðin af hálfleiknum. Spam Schram hnettinum af alllöngu færi og markvörðurinn misti. Síðara markið kom nokkru síð- ar úr óvenjulegri þvögu við mark ið og hoppaði knötturinn í netið. I þessuin hálfleik var sókn K. l R. svo áköf að Fram náði ekki góðum leik, enda hjálpaði vind- urinn líka K. R. og tókst þó furðanlega áð halda boltanum niðri. Lið Fram var mjög breytt, þrjá góða menn vantaði 0g nýliðar ýoru í staðinn. Jörgensen meidd- ist í fyrri hátfleiknum og kom Jön Magnttsson inn í stað hans. Var Jóni mjög fagnað af áhorf- endum, en hann hefir verið veik- ur undanfarið og þó hann hafi ekki verið i æfingu sýndi hann góðan leik í gærkvöldi og setti smiðshöggið á það eina mark, sem sett var af Fram. F>essi fyrri hálfleikur var frem- ur vel leikinn', en hinn síðari mið- ur. Nú var Fram í næstum ó- slitinni sókn, en án {ress að því tækist að skora nema þetta eina mark. Nú náðu Framarar leik sinum upp og kom nú margir af beztu kostum þeirra fram, smár og hnitmiðaður samleikur og léttleikni. En leikur K. R.- inga var óviss og raunverulega i molum. Upphlaup þeirra brugö- ust á stórum spörkum án þess aÖ þau væru byggö upp. Það bar mjög á því i þessum hálfleik að miðframherji K. R. Birgir var rangstæður. Mun það hafa komið um 10 sinnum fyrir í leiknum. Verður hann að gæta sín betur. Hann er enn eins og ótaminn foli, fullur af fjöri og ágætum kostum, bráðviljugur — en of ákafur, þegar hann sér möguleika. Það er alveg tvímæla- aust að hann er eitt bezta manns <efni í knattspyrnulífi okkar hvern ig scm fer um iframtið hans. 1 kvöld mun verða háður á- kafasti kappleikúr þessarar um- ferðar mótsins, milli Víkings og Vals. Bæði félögin hafa 4 stig. Það sem vinnur leikinn í kvöld vinnur þessa umferð og fær mestar líkur til að vinna mótið í heild. Annars hafa öll félögin möguleika til a'ð vinna niótið. Samsangor HIBS- fevartettsins. AÐ má segja, að bæjarlífið hafi ekki farið varhluta af kvartett-söng síðastliðin ár; og nú hafa fjórir félagar tekið hönd- um saman og mynda'ð nýjan karlmannakvartett, þeir Kjartan Sigurjónsson, Ingi Bjarnason, Björgvin Jóhannesson og Sigurð- ur Jónsson. Þess gætir nokkuð, að þeir félagar eru ekki vcl sam- sungnir, annar bassinn er alltof tilþrifadaufur og aðsópslítill og tenórinn er of tilbreytingasnauð- úr í blæbrigðum, en fyrsti bass- inn er góður og skarar bezt upp i glócunuro. Kvartettsöngur krefst ekki annars en vera skemmtileg dægrastytting, en þá verður líka mestur vandinn að setja saman góða söngskrá, helzt nieð ein- 1 hverju nýnæmi, en af því var helzt til lítið, „gömlu Iögin“, sem fyrir löngu era uppunnin, höfðu yfirhöndina, óg í þau vantar meira „púður“. Um sönginn sem heild mætti segja, að hann hefði verið of litlítill, sjaldan sungið með full- ura registrum; eta máske fer bezt á því, þegar um léttan söng ræð- ir, sem í raunimni er ofursak- laus, að frekar sét raulað en sung- ið við raust; listtræn tilþrif eiga annarsstaðar heJima. Einna bezt voru lögin eftir Hermes og Emil Thoroddsen að ógleymdu hinu gamalvinsæla bel-canto-lagi „Santa Lucia"; en það ber án efa i bakkafullan lækinn að hafa tvær vögguvisur á sarna pró- granrmi. Fjórmehningarnir ættu að athuga prógrömm hliðstæðra söngflokka og snlða söngskrá sína að nokkru eftir þvi, velja lög þar scm músíkölsk „akroba- tik“ ræður lögum og lofum og gera ef til vill úr kvartettimum sexfætt, til þess að öðlast af- geranlega hljómfyllingu, sem þó engan veginn á að vera drynj- andi fortissimo, en heldur ekki stöðugt mezzo-píano; yfirleitt fer betur á þvi í músik, að and- stæ'ðurnar séu leiddar vel fram, rösklegt forte og undurþýtt pí- anissimo skiftist á, en ekki sí- fellt bil beggja, sem orsakast af of falsettsmognum flutningi. Með góðri samæfingu og sam- völdum röddum á kvartettinn eft- ir að verða að góðu „ensemble", ef rétt er á haldið; gæti undir- leikari og hjálparhella þeirra fé- laga í raddsetningu, C. Billich, orðið þeim mjög að liði eins og þegar hefir sýnt sig, en aðstoð hans var aðhæfð röddunum og öll ' þjálunn og nærgætnislegum, en nokkuð hlédrægum kabarett- s'til. Áheyrendur voru margir og guldu félögunum þakklæti sitt með ósviknu lófataki. H. H. Xðja heldur íramhaldsaðalfund sinn n.k. föstudag kl. 8% í Alþýðuhús- inu við Hverfisgötu. Úrslitakappleikur milli Vals og Víkings, meistara- flokkur, fer fram í kvöld kl. 8%. Útbreiðið Alþýðublaðið. Frn Kelga Jónsdóttir TLT ÝLÁTIN er hér í bænum -*■ ™ frú Helga Jónsdóttii’, kona séra Jakobs Kristinssonar fræðslumálastjóra. Hún var fædd 12. júlí 1878 og var því nærri 62 ára að aldri. Ég, sem þessar línur rita, var mjög tíður gestur á heimili þeirra hjóna, er þau bjuggu í húsinu nr. 22 við Ingólfsstræti hér í bæ. Gegndi þá séra Jakob starfi deildarforseta Guðspeki- félagsins á íslandi, með mikilli prýði, eins og kunnugt er. Frú Helga var manni sínum mjög samhent kona. Hún var gædd ýmsum fegurstu dyggðum kvenna, og bar þar mest á ást- úð og nærgætni gagnvart þeim, er máttu sín miður. Eins og flestar hinar mætustu konur var hún mjög yfirlætislaus óg leitaði ekki frama síns á opin- berum vettvangi. Henni var eðlilegt að stunda kyrrlát störf á heimili sínu og rétta hjálp- andi hönd þeim, er þurftu, án þess að mikið bæri á, auk þess sem hún með allri sinni daglegu framkomu veitti öllum þeim, er nálguðust hana, þá hjálp til göfugs lífs, sem að vísu er óá- þreifanlegust allrar hjálpar, og einna mest vanmetin löngum. Á ég þar við sálúð þá, sem frá henni streymdi. Viðmót hennar allt var og í samræmi við þetta. Hún dreifði frá sér brosum og hlýjum orðum af hinu miklá ör- læti hjarta síns, og handtak hennar var í senn mjúkt og sterkt, •— eins og hún var sjálf. Ég minnist þess, að máður í'rú Helgu sagði eitt sinn um hana, að hún gerði jafnvel manna minnst að því, að tala um guðspeki, en henni tækist mörgum öðrum betur að lifa hana. — Þetta var mikið lof, en ég hygg, að það hafi ekki verið oflof. Frú Helga veitti manni sín- um alla þá fylgd, er hún mátti, og fylgd hennar var föst og ör- ugg. Er nú mikill harmur að Frh. á 4. síðu. Sakamálasaga eftir Seamark ósigrandi skrifað þér þetta bréf. Þá hefði hann <areiðanlega lofað þér að verða hinum samferða. ^ Lyall nöldraði eitthvað, sem ekki heyrðist og fór að ganga um gólf. Orð skartgripasalans höfðu orðið hon- um umhugsunarefni. Þetta hafði honum ekki dottið í hug. En honum gat ekki dottið í hug neinn maður, sem var svo ófyrirleitlnn a'ð senda félaga sína I greipar lögreglunnar, en jafnframt svo umhyggjusam- ur að vara hann við hættunni. — Ætlarðu að fara eftir þessari leiðbeiningu? spuröi Tansy. Lyall hrökk við, snérj sér hvatlega að undirmanni sínum og sagöi. — Já, ég ætla að gera það. Og hvers vegna ætti ég ekki að gera það? Það verður að vinna bug á þess- um manni sem allra fyrst, og einhverjir verða að borga Jausnargjaldi'ð. Og við verðum að fórna þeim, sem cigia að ná í Renburgh-skartgripina. Ef lögreglan nær þeim, þá getum við verið vissir um, að ekki er allt með felldu. En þú hefir ekki orð á þessu við nokkurn mann. Ef einhver félaganna kemur hingað þá læturðu sem ekkert sé. Ég mun ekki fara út þessa nótt, an ég mun saint ekki sitja auðum höndum. Áður en þriðjudagsnóttinn er liðin skal ég hafa hendur i hári þessa náunga. Og þá fær grafarinn starfa. I tveggja mílna fjarlægð. á efstu hæö húss eins i Kingsway sat Vaimon Dain álútur og hlustaði. — Jæja, tautaði hann. Þeir ætla sér íaö jnyr&a. Það gerir ofuriítið strik i reikninginn. Wallard Lyall hafði ákveðið að fórna félögum sínum og myrða þann, sem hann áieit vera svikarann. Og þegar menn eins og Willard Lyall höfðu ákveðið eitthvað þá komu framkvæmdirnar fljótlega á eftir. Fréttir berast fljótt. Það hlaut að berast fljótt út .rneðal g'læpaj- mannanna í London, að innbrot Lyalls, þegai' Jiann ætlaði að ná í Renburgh-skartgripina, heföi misheppn- asit. Þeir mynclu komast aö því, að Jögrcglan hefði koniið til skjalanna, og að innbro'sþjófafnir hcfðu.orðið að gista Vine Street. En Willard Lyall ætlaði sér ekki að (vcra meðal þessara manna, sem gengju í greipar lögreglunnar. Það voru aðeins hinir óbreyttu liðsmenn, sem áttu að ganga í giidruna. , En upp frá þeirrí stundu mætti Willard Lyai) aldrei um frjálst höfuð strjúka. Hann myndí verða cltur eins og hind í skógi. Og hræðilegast var, að hann skyldi vera faðir yndisiegustu stúlkunnar, sem Vaimon Dain hafði augum iitiö. Dain stóð á fætur og þerraði svitann af enni sér. Hann var í hinum mestu vandræðum og vissi ekki, hvað hann átti til bragðs að taka. Hann settist aftur og lét heyrnartækin á höfuö sér. Eftir stundarkorn heyrði hann samtal. Tansy og Lvall voru að kveðjast. — Er þá allt í lagi? spurði Lyail. — Já, ég skal hugsa um mitt verksvið, sagði skart- gripasalinH. — En þú mátt ekki blanda mér í þetta morðmál. Ekki í þetta sinn. Það verður mér ofvaxið. Ég skal reyna að komast á snoðir um, hver sökú- dóigurinn er. — Jæja, jæja, sagði Lyali og var nú ofurlítið ön- ugur. — Ég ætlast ekki til annars af þér. Og um ieið og þú íæmst á snoðir um eitthvað, þá iæturðu mig vita. Þú getur hringt til mín, ef þú vilt, en þú verður að tala duimál. . ' ' — Ég geri eins og þú skipar mér, en ég ver'ð sað segja það, að mér lizt ekki á þetta. Þessi náungi, hver sem hann er, virðist vita mikið um okkar hagi. Mér geðjast ekki að því, hve nákunnugur hann virðist vera fyrirgetlunttm okkar. Hann virðist vita, iivað á að ske nærri því jafnskjótt og okkur dettur það í hug. — Ertu a'ð missa kjarkinn? spurði Lyall háðslega. — Þú varst ekki vanur að spyrja að því, þegar ég vann myrkraverkin fyrir þig hér á árunúm, svaraði skartgripasalinn. Vertu sæfí, herra Lyall, og gættu að þér, að viðhafa ckki svona or'ðbragð framar. Þú veizt ekki, hvað fyrir kann að koma. Vertu sæil, sag'ði Lyall.. Dain varð ofurlítið' undrandi yfir breytingunni á framkomu skartgripasalans. Hann virtist, þegar öll kurl komu til grafar, þora að hafa í hótunum við hús- bönda sinn. Svo heyrði Dain hurð lokað, og hann stöðvaði vélar sínar, fór í frakkann, lét á sig hattinn og gekk út. Þetta var snemma morguns, og Dain gekk hægum skrefum í áttina til matsöluhúss eins. Á leiðinni gekk hann inn í pósthús, náði sér í símskeytaeyðublað og rilaði á það eftirfarandi setningu: „Það var skynsamlegt af yður að úkveða að vera Hinn

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.