Tíminn - 07.03.1963, Qupperneq 14

Tíminn - 07.03.1963, Qupperneq 14
ÞRIÐJA RIKIÐ WILLIAM L. SHIRER Darwin á málið, en það gerðu líka heilir herskarar þýzkra heimspek inga, sagnfræðinga, konunga, hers höfðingja og stjórnmálamanna. Mein Kampf er full af yfirlýsing um sem þessum: „Að lokum get- ur einungis hvötin til þess að vernda sjálfan sig sigrað. Mann- kynið hefur orðið það sem það er aðeins fyrir eilífa baráttu, og að- eins { eilífum friði mun það tor- tímast , , , Náttúran . . . setur lifandi verur á þennan hnött og fylgist með því, hvemig öflin tak ast á. Síðan veitir hún uppáhalds- barni sínu herradóminn, því sterkasta hvað hugrekki og iðni snertir .... Hinn sterkari verð- ur að ráða yfir hinum veikari, en blandast honum ekki og fórna þannig mikilleik sínum. Aðeins þeir, sem fæddir eru vesaling- ar, geta litið á þetta sem harð- mes'kju . . . .“ Hitler álítur, að viðhald menningarinnar „standi í sambandi við hin hörðu lög nauð- synjarimnar og rétt hins bezta og sterkasta í heiminum tS þess að bera sigur af hólrni. Þeir, sem vilja lifa, skulu berjast, og þeir, Sem ekki vilja berjast, í þessum heimi eilífrar baráttu, eiga ekki skilið að lifa. Jafnvel þó þetta megi sýnast harðneskja, þá er þetta svona.“ Og hver er svo „uppáhalds- barn náttúrunnar, sem er sterk- ast bæði hvað snertir hugrekki og iðni“, barnið, sem örlögin hafa veitt „herradóminn"? Aríinn. Hér komum við að kjarna hug- mynda nazista um yfirburði kyn- þáttanna, að hugmyndinni um hinn æðri kynþátt, en á henni byggðist Þriðja ríkið og hin nýja 'Stefna Hitlers í Evrópu. — Öll memning mannkynsins, allur árangur, sem náðst hefur í listum, vísindum og guðfræði, sem við sjáum fyrir okkur í dag, á svo til eingöngu rætur sínar að rekja til Aríanna. Af þessari staðreynd má draga, og það ekki að ástæðulausu, þá ályktun, að Aríinn einn hafi verið upphafs- maður hins æðra manmkyns, og því sé hann fyrirmynd þess, sem við hugsum okkur með orðinu „maður“. Hann er Prómeþeus mannkynsins, og frá hinum skín- andi brám hans hefur snillin stöð ugt gneistað og endurvakið hvað eftir annað eld þekkingarinnar, sem lýsir upp nótt þögulla leynd- ardóma og þannig fengið mann- inn til þess að ryðja sér braut til yfirráðia yfir öðlrum verum jarðarinnar . . . Það var hann, sem lagði undirstöðuna og reisti veggi allra hluta j menningu .mannkynsins. Hvernig hafði Aríanum svo tekizt að ná svo langt, og verða svo mikill? Svar Hitlers er: Með því að troða á öðrum. Hitler hef- ur unun af sadisma (og hinu gagnstæða masochisma), eins og svo margir þýzkir hugsuðir frá 19. öldinni, en það er einmitt þetta, sem svo mörgum erlendum stúdentum, sem lagt hafa stund á þýzk fræði, hefur alltaf geng- ið erfiðlega að skilja. — Þannig var tilvera lægri mannvera frumskilyrði þess að skapa mætti æðri menningu . . . Víst er að frummenning mann- kynsins þyggðist minna á tömdum dýrum, heldur en á notkun óæðri mannvera. Aðeins eftir að undir- kynflokkar höfðu verið þrælkað- ir, átti hið sama eftir að koma fyrir skepnurnar. Til að byrja með var það hinn sigraði stríðs- maður, sem látinn var draga plóg inn, en síðan kom hesturinn. Af þes'su leiðir, að það var ekki nein tilviljun, að fyrsta menningin spratt upp, þar sem Aríinn hitti fyrir fólk af óæðri uppruna, gerði það sér undirgefið og beygði að vilja sínum . . Á meðan hann hélt áfram að hegða sér sem drottnari fólksins, var hann ekki aðeins það, heldur varðveitti hann og jók við menninguna. En svo gerðist það, sem Hitler áleit vera viðvörun til Þjóðverja. — Um leið og hið kúgaða fólk byrjaði að rísa upp og nálgast það stig, sem sigurvegararnir voru á, en þessi þróun átti sér eflaust stað með því, að fólkið tók upp mál sigurvegaranna, en þannig var hindrunum rutt úr vegi milli herrans og þjónsins. En eitt var enn þá verra, held- ur en að þjónninn skyldi taka upp mál herrans. — Aríi hætti að hugsa um að gæta hreinleika blóðs síns, og urn leið glataði hann vist þeirri, sem hann hafði búið sér í Paradís. Hann grófst undir í kynþátta- blönduninni og smátt og smátt missti hann hæfileika sinn til þess að skapa menninguna. Þetta fannst hinum unga naz- ista vera höfuðvilla. — Blóðblöndunin, og stiglækk unin, sem af henni leiðir innan ■kynþáttanna, er aðalorsök þess, að gömul menning líður undir lok, því menn farast ekki .vegna tapaðs stríðs, heldur vegna þess að þeir hafa glatað mót'S'töðuafl- inu, sem aðeins viðhelzt í hreinu blóði. Allir þeir, sem ekki eru af góðum kynstofni í þessum heimi eru hismi. Gyðingar og Slavar voru hismi, og þegar tímar liðu, og Hitler var orðinn einræðisherra, bannaði hann hjónabönd Þjóðverja og manna af þessum þjóðernum, enda þótt hvaða kennslukona í barnaskóla sem var, hefði getað sagt honum, að töluvert var af slavnesku blóði í Þjóðverjum, sér staklega þeim, sem bjuggu í aust ur-héruðunum. Það verður að við urkenna það, að Hitler stóð við orð sín, hvað snertir framkvæmd á kynþáttahugmyndum sínum. Samkvæmt hinni nýju reglu, sem Hitler setti fyrir Slavana á aust- ursvæðinu á meðan á stríðinu stóð, þá voru Tékkarnir, Pólverj- arnir og Rússarnir, og hefðu hald ið áfram að vera, ef reglan hefði haldizt, eingöngu viðarhöggsmenn og vatnsberar hinna þýzku drottn ara sinna. Það var mjög auðvelt fyrir mann jafn fáfróðan Hitler um sögu og mannfræði, að gera Þjóðverja að nútímans Arjum — og þá um leið að herrakynþættinum .Hitler áleit Þjóðverja vera „æðsta af- brigði mannkynsins á þessari jörð“ og þeir myndu halda áfram að vera það, ef þeir „helguðu ekki allan sinn tfcna fjölgun hunda, hesta og katta, heldur gættu einnig hreinleika síns eig- in blóðs.“ Það, hversu gagntekinn Hitler var af kynþáttunum, leiddi til 'Stuðnings hans við „þjóð“-ríkið. Eg skildi aldrei vel, hvernig hann hugsaði sér þetta ríki, eða hvern- ig það átti að vera, enda þótt ég læsi oft um það í Mein Kampf og hlustaði á fjöldann allan af ræðum, þar sem foringjnn skýrði málið nánar. Þó heyrði ég ein- ræðisherrann oftar en einu sinni lýsa því yfir, að þetta væri aðal- atriðið f stefnu hans. Ómögulegt er að þýða þýzka orðið Volk ná- kvæmlega yfir á ensku. Yfirleitt er það þýtt sem „þjóð“ eða „fólk“, en á þýzku er í því dýpri merking og dálítið annars konar, ’sem höfðar til frumstæðs, ætt- flokks-samfélags, sem byggt er á blóði og jörð. í Mein Kampf á Hitler í erfiðleikum með að skýr- greina þjóðríkið og segir t.d., á bls. 379, að hann muni reyna að skýra hugtakið „þjóð-“, en tek- ur svo langan útúrdúr frá efninu og fjallar á nokkrum næstu síð- um um aðra hluti. Að lokum snýr hann sér þó að efninu: — Gagn- stætt borgara- og Marxism-Gyð- ingaheiminum metur volkisehe heimspekin mikilvægi mannkyns- ns eftir kynþáttaupprunanum. í ríkinu leitar hún aðeins eftir leið að takmarki og álítur takmark sitt vera að vernda kynþáttalega til- veru mannsins. Þar af leiðandi trúir hún alls ekki á jafngildi allra kynþátta, en samkvæmt mis muni þeirra viðurkennir, að þeir eru annaðhvort meira eða minna 49 — Frú Alden hafði gefið fyrir mæli um að hann yrði brenndur. Það er rökrétt, þar eð hann hafði étið rottueitur og allar dauðar rottur eru brenndar og sama að segja með hunda. Hann leit herskár á mig. Eg hallaði mér fram á borðið. — Heyrið mig, sagði ég mjög rólega. — Hver hafði sagt, að hundurinn hafi etið eitur? Þegar ég sá hann, var bersýnilegt, að hann hafði verið dauðrotaður. Og hver sagði frú Alden, að hundur- ijm væri dauður? Við gerðum það ekki, vegna þess að Elisa- beth þoldi ekki að hún færi að spyrja meira um það. Og nú — ég barði í borðið — getið þér kannski sagt mér, hvers vegna hundurinn var drepinn? Ekki? Þá skal ég gera það. Vegna þess að hann var frábær varðhundur. Elisabeth sagði mér, að frú Ald- en hefði reiðzt einhverju sinni, þegar hundurinn urraði að henni, þegar hún kom inn til Elisabeth- ar um miðja nótt. Og síðan — hvers vegna var hundurinn brenndur? Vegna þess að frú Ald- en vildi ekki, að upp kæmist að hún hafði skipaö að hann yrði drepinn. Majorinn reis svo snögglega upp, að stóllinn valt. — Þetta er nóg, Nichol. Þér eruð að fá þetta á heilann eins og Frances Bland- ford. Frú Alden er viðfelldin, gáfuð heimskona. Þér talið um hana eins og hún sé ófreskja. — Já, svaraði ég og gekk til dyra. — Það er einmitt það sem ég tel hana vera. 5. kafli. Eg ók til sjúkrahússins þetta kvöld. Eg hafði skilið Rodney eft ir í húsi Blandfordhjónanna, eftir að ég hafði frétt, að Guy yrði ekki heima. Enginfn var ejáanlegur þegar ANDLIT KONUNNAR Clare Breton Smith ég gekk inn. Mér fannst ég vera eins og flón, þegar ég klæddi mig úr skónum og læddist eftir ganginum, og beygði mig til að frú Alden sæi mig ekki út um rúðuna. Elisabeth svaf. Hún andaði þungt. Eg starði á hana. Mig lang aði til að strjúka henni um hár- ið, um vangann . . . Eg rétti mig upp. Elisabeth var mér svo fjarlæg. Eg vissi ekki einu sinni, hvort hún kæmi nokk- urn tíma aftur til mín. Eg hafði nauðsynlegustu verk- færi með mér og ég var feginn, að maðurinn í næsta herbergi hraut, meðan ég boraði lítið gat á skápinn, í augnahæð. Svo þrýsti ég mér inn í skáp-^ j inn, dró dyrnar fyrir og lagði I augað að gægjugatinu. Eg sá ' ekki aðeins rúm Elisabethar það-; an, einnig dyrnar sem lágu inn: í snyrtiherbergin. Eg hafði setið þarna í óþægi- legri stellingu um það bil hálf- tíma, þegar deildarhjúkrunarkon-' an gekk fram hjá. Eg sá, að hún gaf Elisabethu sprautu. Elisabeth bærði varla á sér. Eg reyndi að koma mér betur fyrir og kæfði geispa. Klukku- stundirnar snigluðust af stað.j Deildarhjúkrunarkonan leit afturj inn til Elisabeth — læddist svoj út aftur, Allt var kyrrt mað- urinn í næsta herbergi hraut ekki lengur. Sjálflýsandi vísarnir á úrinu mínu sýndu, að klukkan var hálf eitt, þegar ég heyrði braka í gólf-: fjöl. Elis'abeth hafði hósta. Hún bylti sér óróleg. Það brakaði aftur. Eg var glaðvaknaður, stífur af æsingu. Myrkrið inni í skápnum; var að kæfa mig. Eg heyrði aðj dyr voru opnaðar og sá að dyrn-1 ar á ganginu opnuðust hægt. Það var með herkjum, að mér tókst að stilla cnig um að þeyta ekki upp skápuhurðinni. Gertrude Alden stóð f gættinni. í gulum morgunkjól og þrýsti að sér púða . . . Allt í einu fékk ég óstjórnleg- an sinadrátt í vinstra fót. Það munaði minnstu að eg veinaði upp af sársauka, en mér tókst að hreyfa fótinn ögn. Eg hélt að ekekrt hefði heyrzt til mín. Þetta var ólýsanleg martröð. Gertrude læddist gætilega yfir gólfið með púðann í fanginu, Mér flaug andartak í hug, hvort hún gengi í svefni, en þegar hún leit um öxl og horfði flausturslega í kringum sig, sá ég að hún var glað vakandi, Hún brosti meira að segja. Eg neyddi mig til að sitja kyrr og bíða. Eg varð að grípa hana glóðvolga . . . Eg var tilbúinn að stökkva fram . , . Hún var komin að rúminu núna. Hallaði sér fram Eg var i þann veginn að stökkva fram. Og þá lyfti Gertrude varlega i höfði Elisabethar og stakk púð-| anum undir höfuð hennar. UNDIR! Ekki yfir andlit Elisa- bethar eins og ég hafði búizt við. Eg skalf eftir æsinginn, eg sá að hún lagfærði lakið, strauk Elisabethu yfir ennið og gekk svo hljóðlega út úr herberginu aftur. Eg opnaði skápdymar og los- aði hálsbindið til að ná andan- um. Svo gekk ég að rúminu og beygði mig yfir Elisabethu. And- lit hennar var blóðrjótt og enn- ið vott af svita, en hún svaf. Eg hélt að mig hefði dreymt þetta allt, en staðreyndin blasti við mér. Elisabeth hafði aukapúða undir höfðinu. Eg settist þunglega niður við rúm hennar. Hvílík vonbrigði. Hafði mér skjátlazt? Var Gertrude saklaus? Og hver var þá hinn seki? Eg fann, að mér veitti ekki af tebolla og læddist eftir gang- inum að herbergi systurinnar. Þegar ég fór fram hjá herbergi Gertrudes kallaði hún: — Systir! Eg hikaði. Svo gekk ég inn til hennar. Hún kveikti á náttborð- inu og brosti til mín. — En Nic- holas! Hvað ert þú að gera hér á þessum tíma sólarhrings? Hún var glaðvakandi og mjög ánægð með sjálfa sig. — Seztu og spjall- aðu við mig dálitla stund, mér leiðist. Eg settist ófús á stólinn og reyndi að fela fæturna undir rúm inu, svo að hún sæi ekk* að ég var á sokkaleistunum. En það var vonlaust! Hún leit á mig, og síð- an á fætumar, lyfti brúnum og sagði: — Læðist um eins og þjófur á nóttu! Hvers vegna? Eg stacnaði eins og sakbitinn skóladrengur. — Eg . . . eg . . . ætlaði bara að ganga úr skugga um, hvort allt væri í lagi með hana. — Og því skyldi ekki vera allt í lagi, sagði Gertrude yfirlæti's- lega. — Dr. Keet er mjög ánægð- ur með heilsu hennar, en hún hóstar voðalega, ekki satt. Illgirnislegt auknaráð hennar varaði mig við, —- Er það? Mér fannst ég heyra , ... ? — Já. Hún lagði sig út af aft- ur. — Það ónáðar aðra, en sem betur fer, sefur hún sjálf. Það fór hrollur um mig. Sá ógnþrungni sannleikur rann upp fyrir mér, að Gertrude hafði ætl- að að myrða Elisabeth Hún hafði heyrt mig hreyfa mig inni í skápnum. Og svo hafði hún leik- ið hlutverk mér til heiðurs — og minnstu munaði að henni tæk- ist að leika á mig. Eg fylltist svo ofsalegri bræði, að ég varð að kreista hnefana Eg heyrði rödd mína sem úr fjarska. meðan ég barðist við reiðina, sem var að yfirbuga mig. Gertrude varð að fá að njóta sig- urs sins. Kannski var það eina leiðin til að fá hana til að koma upp um sig. Eg var að niðurlotum kominn þegar mér tókst loks að bæla reiðina niður og sá hana skýrt aftur. Hún brosti til mín. — Þú 14 TÍMINN, fimmtudaginn 7, marz 1963

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.