Tíminn - 07.03.1963, Blaðsíða 15

Tíminn - 07.03.1963, Blaðsíða 15
Erindi um ís- lenzka tungu Nýr flokkur sunnudagserinda er nú hafinn í útvarpinu. Er þar fjall- að um islenzka tungu og verða er. indin sjö eða átta, öli flutt af þekktum málfræðingum og tala þeir hver um sinn þátt tungunnar eða málaögunnar. Erindin eru þ'íssi: 1. Dr. Hreinn Benediktsson: Upptök íslenzks máls (3. marz); 2. Dr. Jakob Benediktsson: Þættir úr sögu ísl. orðaforða (10. marz); 2 Dr. Halldór Halldórsson: Ný- gervingar (17. og 24. marz); 5. Jón Aðalsteinn Jónsson’cand. mag íslenzkar mállýzkur (31. marz) — 6. Dr. Hreinn Benediktsson: Breyt ingar á hljóðkerfi ísl. tungu (7. apríl); 7. Ásgeir Bl. Magnússon, cand. mag.: Um geymd íslenzkra orða (14. apríi). Ef til vill verður 8. erindið um viðhorf til íslenzkrar tungu á ýms um tímum, en ekki er til fulls frá því gengið enn. Fyrsta erindið flutti dr. Hreinn Benediktsson síðastl. sunnudag og síðan koma erindin hvert af öðru. Hefur ekki fyrr verið fjallað um þessi efni öll í heild eða samfellu. Mun fá/st þatlna mjög fróðlegt yfirlit um merka og mikilsverða þætti móðurmálsins á aðgengileg- an hátt. Það hefur sýnt sig lengi undanfarið, að útvarpsþættirnir um íslenzkt mál hafa verið mjög vinsælir og þeir hafa einnig haft mikið gildi fyrir orðasöfnun og orðaskýringar þeirra, sem vinna að orðatoók Háskólans. Fjöldi hlustenda hefur lagt þar orð í belg. Næst á undan þessum flokki var fiokkur, 17 erindi um tækni og verkmenningu og kom þar fram margvíslegur fróðleikur og marg- ar nýjungar. Finnlandskvöld Finnskur fyrirlesari Per-Erik Lundberg, rektor frá IMATRA í AusfurJFinniandl, kom hingaS til lands á mánudagskvöldið og mun dveljast hér í nokkra daga og halda erlndf á vegum Norræna félagslns. Rektor Lundberg er formaður í deild Norræna félagsins í Imatra, þar sem hann nú starfar, sem rekt or við menntaskóla. Árin 1935— 1955 var harin skólastjóri við lýð- háskóla í Finnlandi, og hafa nokkr ir íslenzkir nemendur notið skóla vistar við þann skóla á þeim árum, er hann veitti skólanum forstöðu. Rektor Lundberg er snjall og mjög vinsæll fyrirlesari og hefur hann ferðazt víða, bæði um Norð urlönd, Mið-Evrópu, Bandaríkin og Kanada. Hingað kom hann úr fyrirlestrarferð um Noreg. Á fimmtudagskvöldið talar hann a skemmtifundi Norræna félags- ins í Reykjavík. Sá fundur verð- ur í Glaumbæ og hefst kl. 20.30. Á föstudagskvöldið mun rektor Lundberg svo flytja erindi í Flens borgarskóla á vegum Norræna fé- lagsins í Hafnarfirði. Enn fremur verður dansað til klukkan eitt eftir miðnætti. — Hljómsveit Árna Elvar leikur fyr- ir dansinum, söngvarinn Arthur Duncan syngur með hljómsveit- inni. — Sérstaklega eru þeir, sem dvalizt hafa á lýðháskólum fyrir niilligöngu Norræna félagsins, hvattir til að sækja fundinn. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Drótikvæði Framhald af 16 síðu. verði að teljast listasmíð að sama skapi sem verk Picassos teljast listaverk. Um þetta efni hefur prófessor Stefán flutt fyrirlestra við The Johns Hopkins University og Há- skóla Kaliforníu í Berkley Öllum er heimill aðgangur að fyrirlestr- inum. FÁ SÉR EPLI OG REYKJA EKKI BÓ-Reykjavík, 6. marz. Tímaritið Heilsuvernd, sem NáttúrulækningafélagiS gef- ur út, flytur reykingamönnum mikinn boSskap, þ. e. a. s. þeim sem vilja hætta reyking- um. Ráðið er einfalt, og von- andi haldgott, og það er að borða epli! Ritið skýrir frá ungum reykinga manni bandarískum, sem af til- viljun var lokaður inni í skúr og varð að hírast þar í 3 daga. í skúrnum var mikið af eplum, en ekkert annað matarkyns. Piltur hafði nóg af vindlingum, en svo kynlega brá við, þegar hann fór að éta eplin, að tóbakslöngunin dvínandi og var horfin þriðja dag- inn. Þá segir að reynsla margra reykingamanna hafi sýnt, að tó- bakslöngunin minnkar við neyzlu epla og annarra nýrra aldina og hefur þannig áhrif á bragðskynið að mönnum þyki tóbaksbragðið vont eftir ávaxtaátið. Þá er bent á annað ráð til að venja sig af reykingum, en það er að anda djúpt að sér og frá fimmtán sinn- um í röð, þegar tóbakslöngunin gerir vart við sig. Samkvæmt þessu ætti það að vera vandalítið að hætta að reykja. FARIN UTAN MÁ—Saurbæ, 5. marz. Konan, er bandaríska þyrlan, sem nauðlenti við Hafnarfjörð á dögunum, var að sækja vestur að Gilsfirði, heitir Guðlaug Guðlaugs dóttir, frá Efri-Brunná í Saurbæ. Hún er 58 ára að aldri, gift Stef- áni Eyjólfssyni. Við rannsókn fyr- ir sunnan kom í Ijós, að konan er með heilablæðingu og var hún fiutt út til Kaupmannahafnar í gærmorgun. Kirkjuvikan á Akureyri KH-Reykjavík, 6. marz. — Á yfir- standandi kirkjuviku í Akureyrar kirkju leggja hvorki meir^ né minna en átta prestar fram liq ftitt — auk fjölmargra annarra, sem í óðum fiski Framhald at 1 siðu. arson með 14 og Hafrún með 13. Hefði þetta magn raunar þótt prýðilegt fyrir skömmu, eða þar til aflakóngarnir fóru að koma að með marga tugi tonna. Austur við Vestmannaeyjar veiða þeir svo ljómandi fallega síld, sem fer í frystingu og fá svo þar að auki heilmikið af þorski í næturnar. Ófeigur II. kom í kvöld inn með 350 tunnur af síld og 5 tonn af þorski og Hringver kom með 200 tunnur af síld og 10—15 tonn af þorski. Þá koni Reynir með 200 tunnur, Kári með 200 og Gjafar í morgun með 450 —500 tunnur. Fleiri bátar voru þarna í kvold að leita síldar og kasta, Höfrungur II., Halkion og Gullborg voru meðal þeirra. þar koma fram, m.a. eru það fjmm kennarar, æskulýðsfulltrúi, hjúkr- UT-arkona, söngmálastjóri þjóð- k’rkjunnar og fjöldi hljómlistar- manna. Vandað er hið bezta til kirkjuvikunnar, sem er hin þriðja í röðinni, og í sambandi við hana er safnað féutil byggingar sumar- búða kirkjunnar við Vestmanns- vatn, sem byrjað var á s.l. sumar. Prestarnir átta eru séra Pétur Sig irgeirsson, frú Auður Eir Vil- hjálmsdóttir, cand. theol., séra Jón Bjarman, séra Sigurður Haukur Guðjónsson, séra Þórarinn Þór, séra Birgir Snæbjörnsson, séra Stefán V. Snævarr og séra Sigprð- ur Stefánsson, vígslubiskup. Trúlofunarhringar íoi afgreiðsla GUÐM ÞORSTEINSSON gullsmiSur Bankastræti 12 Simi 14007 Senrlum eeen póstkröfu AugBýsið í TÍMANUIVB Fermingarföt 1. fl. cfni og snið Drengjajakkaföt 6—14 ára Stakir drengjajakkar Drengjabuxur frá 3—14 ára Buxnaefni kr. 150 pr. nieter. Fermingarskyrtur hvítar drengjaskyrtur frá 4—14 ára Patons ullargarn allir lifir og 5 gróflcikar Æðardúnssængur Vöggusængur Kaupum æðardún Sendum í póstkröfu. Vesturgötu 12. Sími 13570 Óánægður (Framha'c at 3 síðn) eðlilegt horf í náinni framtíð, og benti orðsending Kúbustjórnar til U Thants framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna nú í vik- unni, þar sem Bandaríkin voru ásökuð um að undirbúa innrás í landið, ekki til þess, að Kúbu væri hugleikið að eiga vinsamleg sam- skipti við Bandaríkin. Rennedy kvað Bandaríkin þó ekki hafa í hyggju að setja nýtt hafnbann á Kúbu. Hafnbann væri styrjaldaraðgerð, og styrjöld væri ekki Bandaríkjunum í hag. Hins vegar hvatti hann lönd Suður- Ameríku til að einangra landið eftir mætti. ífiróttir bæði a og b lið komust áfram í keppninni. Keflavík a mætti Víking í fyrsta leik síðari kvöld ið og vann með 5:3, en í næsta leik burstaði Þróttur liðið með 8:3. Keflavík b mætti Fram í fyrsta leik og vann Fram auð- veldlega með 9:4. Úrslitaleikurinn milli Fram og Þróttar var skásti leikur mótsins og spenna í honum eins og vera ber í úrslitaleik. — Framarar voru nokkuð óheppn- ir, en tveir leikmenn liðsins, Grétar Sigurðsson og Ragnar Jóhannsson meiddust i leikjum áður í mótinu og gátu því ekki verið með í sjálfum úrslitaleikn um. Það var Þróttur sem skoraði fyrsta markið — Ómar — en Guðmundur Óskarssón jafnaði fyrir Fram. Aftur skoraði Þróttur og enn jafnaði Fram og var staðan í hálfleik 2:2. Fljótlega í seinni hálfleikn- um komst Þróttur yfir og náð'i tveggja marka forskoti. Ekki var reiknað með að Fram tæk- ist að jafna þetta bil, enda léku þeir oftast tveir. Ásgeir skor- aði þó þriðja mark Fram og Hallgrímur Scheving jafnaði litlu síðar glæsilega. Örfáar sekúndur voru eftir og búizt við að framlengja þyrfti leik- inn — en Hauki Þorvaldssyni tókst að skora sigurmark Þrótt ar fyrir klaufaskap Framvarn- arinnar. Dómari í leiknum var Sigur- geir Guðmannsson. Þetta afmælismót Víkings fór vel <ram þótt varla sé hægt að segja að skilyrði til að leika knattspyrnu í litla salnum að Hálogalandi séu góð. — Það sýndi sig einnig að knatt- spyrna leikin úti er allt annað en inanhússknattspyma — innanhússknattspyrna að Há- logalandi er leikaraskapur! — alf. Færeyingavaka í Kópavogi iwm \ Norræna félagið í Kópavogl efndi 1 til Færeyingavöku s.l. sunnudags kvöld í Félagsheimlli kaupstaðar ins. Var hún eins fjölsótt og hús- rúm frekast leyfði'. Auk bæjarbúa voru margfr Færeyingar þar sam an komnir. Form. félagsins, Hjálmar Ólafs- son bæjarstjóri, setti samkomuna með ávarpi og stýrði henni. Gat hann þess m.a. að afrek Færey- inga að viðhalda tungu sinni, menn ingu og þjóðareinkennum væri stórum meira en íslendinga miðað við allar aðstæður. Þá talaði Leiv Gregersen og bar fram þakkir til norræna félagsins fyrir að boða til samkomu þessar- ar, — Þjóðminjavörður Færeyinga Sverre Dal flutti ræðu um þjóð- ernis -og menningarbaráttu í Fær eyjum frá fyrstu tíð. Hann hafði meðferðis tvær gullfallegar kvik myndir færeyskar, sem teknar voru sumarið 1961 af Færeying- um og með færeysku tali. Var góð ur rómur gerður að máli ræða- œanns og myndunum. Þá flutti Liv Joensen, stud. mag færeysk kvæði afburðavel. Voru þau síðan sungin af fundarmönn- um öllum. — Loks var stiginn fær eyskur dans. Þótti þessi kvöldvaka hafa tekizt mjög vel. 6 prestaköll Reykjavík 5. marz. — 6 presta- köll hafa verið auglýst laus til umsóknar. — Þau eru: Desjar- mýrarprestakall í N-Múlaprófasts- dæmi, Húsavíkurprestakall í S- Þingeyjarprófastsdæmi, Hofsós- prestakall í Skagafjarðarprófasts- dæmi, Holtsprestakall í V-ísafjarð arprófastsdæmi, Miklabæjarpresta kall í Skagafjarðarprófastsdæmi, Breið'abólstaðarprestakall í Rang- árvallaprófstsdæmi. Umsóknarfrestur er til 31. marz n.k. (Frá biskupsstofu) Sýning í Nígeríu Framhald al 6 síðu kennurum sínum, er sumir höfðu ekið dagleið í trukkum í brenn- andi hita, og einnig kom mikið af verzlunarmönnum vrðs vegar að úr landinu og ræddu þeir við þá fulltrúa ísl. fyrirtækjanna, er þar voru, þá Einar Farestveit, fram- kvæmdastjóra og Birgi Halldórs- son. Nigeríumenn, sem eru yfir 40 millj. talsins, eru nú að koma sjálfir inn á heimsmarkaðinn, eft- ir að þeir hafa fengið stjórn lands ins í sínar hendur, en áður fór öll þeirra verzlun, bæði innflutn- ingur og útflutningur, gegnum stóru Evrópufyrirtækin. Og stóra vörusýningin á Victoriueyju í Lagos i haust, fyrsta almenna vörusýningin, sem haldin er í Afríku, vakti mikla athygli i álf- unni og dró að viðskiptamenn úr öllum hinum heimsálfunum. ÞAKKARAVÖRP Hugheilar þakkir til allra þeirra sem sýndu mér vin- arhug á sjötugsafmæli mínu. Lifið heil. Ingigerður Ágústsdóttir, Stykkishólmi Utför Árna Einarssonar í Múlakoti, verður gerð frá Hlíðarendakirkju í Fljótshlíð laugardaglnn 9, marz. Athöfnin hefst með húskveðju að heimill hans, Múlakoti kl. 1 e.h. Blóm og kranzar afbeðnir, en þeim sem vlldu minnast hans, er benf á Landgræðslusjóð. Fyrlr hönd vandamanna. Guðmundur Guðmundsson. T í BÍIN N , fimmtudaginn 7. marz 1963 — 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.