Alþýðublaðið - 01.07.1940, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 01.07.1940, Blaðsíða 3
•-------- MMiUBLADlB -♦ Ritsljóri: Stefán Pétursson. Ritstijóm: Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar: 4902: Ritstjóri. 4901: Innlendar fréttir. 5021: Stefán Pét- ursson (heima) Hringbraut 213. 4903: Vilhj. S. Vilhjálms- son (heima) Brávallagötu 50. Afgreiðsla: Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar: 4900 og 4906. Verð kr. 2.50 á mánuði.‘10 aurar í lausasölu. ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN H. F. ' ——--------------------------------1---♦ Endaskípti á sannleikanum AÐ Leynir sér ekki, aö hin rökstudda gagnrýni Alþýðu- hlaðsins á skattfrelsi stórútgerð- arínnar hefir farið mjðg í taug- arnar á MorgunblaSinu. f tvo daga hefir það verið að hurðast við að svara ritstjörnargrein Al- þýðublaðsins á föstudaginn um skattfrelsi stríðsgröðamannanna og reyna að réttlæta það fyrir þjóðmni. En það er ekki nema von, að blaðið finni sig ber- skjaldað í vörninni fyrir öðru eins hneyksli, enda ber allur mál- flutningur blaðsins þess greini- legan vott. Það hyggst. að draga úr áhrif- um þeirrar gagnrýni, sem Al- 'þýðublaðið hefír birt á skattfrelsi störútgerðarinnar með því að bregða Alþýðuflokknum um ;,tvöfeldni“ í afstöðu hans til þess. Og til stuðnings þeirri á- sökun skírríst blaðið ekki við að bera það blákalt fram, áð Al- þýðuflokkurinn hafi ekki verið heill í fillögum sínum um afnám skattfrelsisins á alþingi í vor, og að hann hafi borið þær fram „gegn bejri vitund“. I’að er skíljanlegt, að Morgun- ' blaðið vilji reyna að draga at- hygli almennings frá þeirri stað- reynd, að það var Sjálfstæðis- flokkurinn og enginn annar, sem hindraði þáð, að skattfrelsi stör- útgerðarinnar væri afnumið á al- þingi í vor. En það er nokkuð langt gengið, að hafa þanníg endaskipti á sannleikanum, eins og Morgunbiaðið gerir. Stað- reyndirnar era þcer, að Alþýðu- flokkurinn vildi láta leggja sér- stakan skatt á ísfisksölur togar- anna tíl þess að afla fjár tíl at- Vinnu í landi fyrír það fólk, sem atvinnulaust var vegna þess, að stórútgerðarmennirnír höfðu séð sér hag í því að láta saltfiskver- tíð togaranna falla niður, þótt vitanlegt værí, að það myndi skana hið alvarlegasta ástand tyrir fjölda verkafólks í landí. En formaður Sjálfstæöisflokks- ins, Ólafur Thors atvinnumála- ráðherra, reis öndverður gegn þessari tillögu Alþýðuflokksins og taldi það syik vjð útgerðina, ef skattfrelsi hemiþrj væri þánn- ig afnumiÖ! . y Það er því meira en broslegt, þegar Morgunblaðið telur sig þess umkomið, að bregða þing- mönnum Alþýðuflokksins um það, að þeir hafi ekki „fylgt því fram“ á alþingi í vor, „að af- nema skattfrelsið". Það skal að vísu ósagt látið, hvernig atkvæða- greiðsla um það hefði farið. En ef það er satt ,sem eitt stjórnar- blaðið hefir gefið í skyn, að ann- ar ráðherra Sjálfstæðisflokksins hafi hótað því í stjórninni, að slíta friðinn milli stjórnarflokk- anna, ef skattfrelsi stórútgerðar- innar væri afnumið/ þá kemur þaö úr hörðustu átt, að Morgun- blaðið skuli bregða Alþýðu- flokknum um þáð, að hann skuli ekki hafa „fylgt því fram, að af- nema skattfrelsið“. En ekki tekur þó betra við, þegar Morgunblaðið reynir að gerá Alþýðuflokkinn ábyrgan fyr- ir því, að skattfrelsi stríbsgróða- mannanna skuli enn ekki hafa verið afnumið, með því að saka hann um það, aÖ ekki sé búið að endurskoða skattalöggjöfiná. Það segir, að Alþýðublaðinu „ætti ... að vera það Ijóst, ... að leiðrétt- ing á þeim misfellum, sem nú ríkja í þessum málum, f æs t þ v í aðeins, að endurskoðun á skattalöggjöfinni fari fram“. (Let- urbreytingin gerð hér.) Það er athyglisvert, að fá slíka yfirlýsingu frá aðalblaði Sjálf- stæðisflokksins. Það er ekki tun að villast: Ef Sjálfstæðisflokkur- inn fengi að ráða, yrði skattfrelsi stríðsgróðamannanna ekki af- numið fyrr en búið væri að end- urskoða skattalöggjöfina! Menn munu áreiðanlega éiga mjög erfitt með að sjá, hvers vegna ekki er hægt að afnema skattfrelsi stríðsgróðamannanna, pótt ekki sé búið að endurskoða skattalöggjöfina. En þaö eru líka alveg sömu endaskiptín á sann- leikan.um og áðan var talað um, þegar Morgunblabið gerir Al- þýðuflokkinn ábyrgan fyrir því, að þeirri endurskóðun skuli enn ekki vera Jokíð. Það talar drýgindalega um það, að „Alþýðuflokkurínn hafi fulltrúa í ríkisstjórninni" og að „hann hafi góða aðstöðu til þess að beita sér fyrir þessu naúði- synjamálí.“ En með leyfi að spyrja: Heyra ekki skattaniálin undir annan ráðherra Sjálfstæð- ísflokksíns? Og á ekki Sjálf- stæðisflokkurinn einn fulJtriia af þremur, Magnús Jónsso,n prófess- or, í miHiþinganefndínni, sem nú vinnur að endurskoðun skatta- löggjafarinnar? Hvernig stendur á því, aö hvorki Jakob Möller .fjármála- ráðherra né Magnús-,-v|^feson. prófessor hafa k'omið fram með neinar tillögúr um endurskoðun skattalöggjafarinhar, ef þeir telja hana svo aðkallandi? Það skyldi þó aldrei vera vegna þess, að þe.im sé ósárt um það, þótt hún drægist eitthvað á langinn, ef þeir eru sömu skoðunar og Morgunblaðið, að skattfrelsi stríðsgróðamannanna verði ekki afnumið á meðan sú endurskoð- un stendur yfir? Slökkviliðið var kallað í gærkveldi að Hverf- isgötu 39. Hafði kviknað þar í eldhúsborði undan rafmagns- könnu. Brenndi kannan sig í gegn- um borðið og kviknaði í skápnum fyrir ofan borðið. Slökkviliðið kom og vann strax bug á eldinum, en skemmdir urðu þó allmiklar á eld- húsinu. ALÞVÐUBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. JÚLÍ 1940. Stórfeld hækkun á mjélk frá p¥i s dag. ------------♦ Mjóikurhækkunin er nú orðin 27,5 °|0 en kauphækkun verkamanna aðeins 22,5 °j0! M JÓLKURVERÐLAGS- ‘®’ NEFNÍ) samþykkti á laugardag að hækka verðlag á mjólk um 6 aura líterinn. Það skal tekið fram, að full- trúi Alþýðuflokksins í nefndinni var hoðaður á fundinn með svo stuttum fyrirvara, að hann gat ekki mætt. Þetta er gífurleg hækkum í haust kostaði mjólkin (í búðum, í lausu máli) 40 aura; nú kostar hún 51 eyri líterinn. Heimflutt kostar hún 56 aura og á flöskum í búðum 54 aura. Nemur þessi hækkun því 11 aurum eða 27,5»/o. Á sama tíma hefir kaup verka- manna, sem korna í 1. flokk, hækkað um 22,5o/o. Munar þar allmiklu á. Þá hefir mjólkurverðlagsnefnd ákveðið að hækka rjómalíterinn um 35 aura, úr kr. 2,80 upp í kr. 3,15. Það er alveg útilokað, áð þessi mikla verðhækkun á mjólkinni hafi önnur áhrif en þau, að mjólkurneyzla minnki stórkost- Jega. Og það er óskiljanlegt, hvernig menn æt.la að fara að réttlæta það, að verðið sé hækk- að á mjólkinni, innlendri fram- leiðslu, um hærri hundraðstölu en kaup verkamanna á sarna tíma. Það fer ekki hjá því, aÖ þessi ráðstöfun hljöti að mæta megn- ustu andúð meðal alls almenn- ings. aioipss Um 150 bðrn og verða tvo daga á lelOfinni nórður að Laugum. ------♦----—» Innar fiiðpur anstur á Skelð. "HZ,1 YRSTU hóparnir af börnum, sem fara í sveit í sumar á vegum Rauða Krossins og fleiri fé- laga, fara á morgun. Fyrsti hópurinn, um 150 börn, sem eiga að dvelja að Laugum og á sveitabæjum í Suður-Þingeyjarsýslu, leggja af stað frá Mjólkurfélagshúsinu kl. 7—8 í fyrramálið. Börnin eiga að mæta með farangur sinn kl. 7. Börnin eiga að fara á tveimur dögum norður í Þingeyjarsýslu. Fara jiau fyrir Hvalfjörð, og er gert ráð fyrir að bor’ða í Hreða- vatnsskála eða þar í grend. Um kvöldið verður hópum skipt í tvennt; fer annar að Reykjaskóla í Hrútafirðí og gistir þar um nóttina, en hinn fer að Blöndu- ósi og gistir þar. Daginn eftir mun verða borðað einhvers stað- ar í Skagafirðí og á Akureyri, en síðan verður haldið áfram og komið að Laugum á miðviku- dagskvöld. Alþýðublaðið hefir verið beðiÖ að vekja athygli á eftirfara.ndi: Börnin verða að koma meö mat- vælaseðla sína, og verða stöfn- arnir að vera með. Þau eiga að hafa með sér sundföt, ef þau eiga og ritföng, svo sem blýant og pappir, því að þau munu verða látin skrifa heim. Þessi : börn eiga ekki að hafa með sér sængurföt, nema kodda, ef hægt er. Með börnunum fara kennarar. Verður Árni Þörðarson kennari yfirumsjónarmaður með þeim. Stálull Er þetta stærsti höpurinn af börnum, sem nokkru sinni hefir farið í einu úr bænum til sumar- dvalar. Hinn hópurinn, sem fer á morgun, á að fara að Brautar- holti á Skeiðum (Vorboðinn). Leggur þessi hópirr einnig af stað frá Mjólkurfélagshúsinu kl. 21/2.. Þessi börn mega heldur eklti gleyma því að bafa með sér matvælaseðla. Beykjaviburfliótið: Valar hefnl ófar- anna í fjrri umferð ¥ann ¥lking með 3 mðrknm gegn 1. /& LDREI í SUMAR hafa ■^jafnmargir áhorfendur sótt knattspyrnukappleik og í gær- kvældi. Þá áttust við Víkingur og Valur. Menn biðu þessa leiks með nokkurri óþreyju, því að í fyrri umferð mótsins beið Valur með og án sápu. B Ó N í pökkum. Kristalssápa 1.10 pk. Afþurrkunarklútar nýkomnir. BREK&Æ Ásvallagötu 1. Sími 1078 Tjarnarbnóin Sírni 3570. DRENGJAFÖT, matrósaföt, jakkaföt, frakkar. Sparta, — Laugavegi 10, sími 3094. --------------------------1 Auglýsið í Alþýðublaðinu. geypilegan ósigur gegn Víkingi og þóttust menn vita, að Valur myndi nú reyna að hefna. En þegar Valsmenn komu út á völlinn og áhorfendurnir sáu að 3 hina beztu leikmenn þeirra vantaði: Frímann, Ellert og Jó- hannes, þá þóttust þeir sjá, að sigurinn myndi reynast Víking- um auðveldur. En þetta fór á annan veg. Valsmenn sigruðu með 3 mörkum gegn 1 og þetta eina mark settu Valsmenn sjálf- ir hjá sér, markmaðurinn og miðframvörðurinn í bróður- legri samvinnu. Víkingar völdu að leika undan vindi, en þrátt fyrir það, hófu Valsmenn harða sókn strax og héldu henni lengi vel. í þessum hálfleik settu þeir 2 mörk — gegn vindi. Snemma í síðari hálfleik settu Valsmenn síðara mark sitt og mjög seint í þessum hálfleik settu þeir mark hjá sjálfum sér. Valsmenn höfðu nokkra yfirburði í leikn- um. Þeir komust miklu oftar í færi til að skjóta á markið. Þá vakti það og athygli, að Her- mann var nú miklu öruggari í marki en hann hefir verið fyr í sumar. Vörn Vals var og á- gæt, en framlínan fremur lé- leg, þó eiga leikmennirnir allir ekki óskilið mál um það. Sum- ir framherjarnir sýndu ágætan leik, eins og Björgúlfur og Jó- hann Eyjólfsson. Nú standa leikar þannig, að Víkingur hefir 7 stig, Valur 6, K..R. 5 og Fram 2. Víkingur á eftir að keppa við Fram, Valur á eftir að keppa við K.R. Ef Víkingur vinnur Fram, hefir hann 9 stig og þar með unnið mótið. Ef Valur vinnur K.R. og Víkingur gerir jafntefli við Fram, þá verða Víkingur og Valur að keppa til úrslita. — Næsti leikur er á miðvikudag. Börnln að Laugnm og sveitaheimilum í Þingeyjarsýslu fara norður þriðji daginn 2. júlí. Þau eiga að mæta við Mjólkurfélagshús í Hafnarstræti kl. 7 að morgni. Börnin þurfa að hafa me sér skömmtunarseðla fyrir júlímánuð (stofninn verður s fylgja). Aðstandendur! Sameinið eftir föngum farangur ban anna pg búið vel um hann og merkið hann með núme: barnsins eða bæjarnafni, ef barnið fer á sveitaheimili.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.