Alþýðublaðið - 02.07.1940, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 02.07.1940, Blaðsíða 3
------— MJfSSBiIÍlB --------------------* Ritstjóri: Stefán Pétursson. Ritstjórn: Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar: 4902: Ritstjóri. 4901: Innlendar fréttir. 5021: Stefán Pét- ursson (heima) Hringtaraut 218. 4903: Vilhj. S. Vilhjálms- son (heima) Brávallagötu 50. Afgreiðsla: Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar: 4900 og 4906. Verð kr. 2.50 á mánuði. 10 aurar í lausasölu. ALÞÝÐUPRENTSMIÐJ AN H. F. -------------------------------:-;-;-—--♦ Hækkun mjólkurverðsins. EGAR lækkunin á gengi krónunnar var ákveðin í fyrravor, til þess að reisa út- gerðina úr rústum, þótti nauð- synlegt að gera nokkrar ráðstaf- anir til þess að koma i veg fyrir dýrtíð í landinu af völdum gengislækkunarinnar. Vitanlega var ekki hægt að hindra það, að erlendar vömr hækkuðu í verði að sama skapi og krónan lækk- aði. En allir stjórnarflokkarnir vqru á einu máli um það, að nauðsynlegt væri að hindra verð- hæ'kkun á innlendum markaði, ef gengislækkunin ætti að koma út- gerðinni að nokkru varanlegu gagni. í því skyni var ákveðið, að kaup yerkamanna og verð á kjöti og mjölk mætti ekki hækka fyrr en framfærslukostnaður hefði hækkað um ákveðinn hundraðs- ■ hluta,, og enn fremur, að húsa- leiga skyldi haldast óbreytt í fiéilt ár. Pegar gengislögin voru endur- skoðuð um nýjár í vetur, var af sömu ástæðu ákveðið, að banna hækkun á húsaleigu og takmarka hækkun á kaupi verkamanna enn við ákveðinn hundraðshluta þeirr- ar hækkunar, sem yrði á frani- færslukostnaðinum: En ákvæðið um að verðlag á kjöti og mjólk s'kýldi fylgja kaupi verkamanna var fellt niður úr lögunum. Það var þó ekki gert vegna þess, að nokkur þingmaður teldi það koma til mála, að verð á kjöti og mjólk hækkaði meira en kaup verkamanna. Þvert á móti. Það var mjög réttilega tekið fram í umræðunum á alþingi, og ekki mötmælt af neinum þingmanni, að með tilliti til þess hagnaðar, sem verðhækkunin á landbúnað- arafurðum á erlendum markaði hefði fært bændum, væri engin ástæða til þess, að verðhækkun- in á kjöti og mjólk á innlendum markaði næmi eins miklu og sú hækkun, sem gert var ráÖ fyrir í hinum endurskoðuðu gengislög- um á kaupi verkamanna, sem ekkert hafa til að selja annað en sinn eigin vinnukraft. Það var því ekki hægt að líta öðru vísi á, en að þegjandi sam- komulag væri um það á alþingi, að verðhækkunin á kjöti og mjólk hér heima skyldi að minnsta kosti aldrei fara fram úr þeirri hækkun, sem yrði á kaupi verkamanna. En hvernig hefir það samkomulag verið efnt? Tvisvar sinnum er búið að- hækka kjötið síðan um nýjár í vetur og tvisvar sinnum mjólkina — hún var auk þess hækkuð strax í haust —• og hvorttvgggja svo inikið, að verðhækkunin neniur nú miklu meiru en dýrtíðamppbótin á kaup verka- manna. Slík framkoma Fram- sóknarflokksins, sem eins og allir vita er í hreinum meirihluta bæði 1 í kjötverðlagsnefnd og mjólkurverðlagsnefnd, verður ekki skilin á annan veg, en að hann : hafi beinlínis blekkt al- þingi til þess að fella niður úr gengislögunum þau ákvæði,. sem bundu verðiagið á kjöti og mjólk við kaupuppbót verkamanna, til þess að hafa óbundnar hendur til verðhækkunar á hvorutveggja iangt umfram það, sem leyft er í gengislögunum að hækka kaup verkamanna, — eða að hann sé vísvitandi að ganga á gert sam- komulag. Fyrir verkamenn, sem möglun- arlaust hafa látið sér lynda það, að samningsrétturinn væri af þeim tekinn og kaupuppbót þeirra vegna dýrtíðarinnar á- kveðin með lögum, er ómögulegt að líta öðruvísi á, en að þeir Séu brögðum beittir á annan hvorn þennan hátt. Menn athugi aðeins verðhækkunina á mjólk- inni, sem ákveðin var um síð- ustu helgi: Það er rétt búið að ákveða kaupuppböt verkamanna fyrir næstu þrjá mánuði. Hún nemur fyrir þá lægst launuðu ekki nema 22f4“/o. Engu að síð- ur grípUr mjólkurverðlagsnefndin tækifærið til þess að hækka mjólkuryorðið í þriðja sinn og það svo mikið, að verðhækkunin á mjólkinni er nú orðin samtals 27x/2—33'/:i %, eftir því hvort mjólkin er afhent án íláts í búð- um eða flutt heim á flöskum. En augnablikið er bersýnilega af ráðnum hug valið þannig, rétt eftir að búið er að reikna út vísitölu kauplagsnefndar, að verkamenn ög aðrir launþegar fái þessa verðhækkun mjólkur- innar ekki að neinu bætta fyrr en eftir þrjá mánuði, þegar næsta kauplagsvísitala verður reiknuð út! Ef þetta eru ekki svik við verkamenn, þá er erfitt að sjá, hvað nefna mætti því nafni. Það er enginn að fást um það, þótt mjólkin sé hækkuð. Verkamenn að minnsta kosti óska þess áreið- anlega ekki, að réttur bænda sé á nokkurn hátt fyrir borð borinn. En það er ómögulegt að sjá, með hvaða rétti mjólkin er hækkuð meira en kaup allslausra verkamanna, svo að ekki sé minnst á það, hve skammsýnt það er, að misbjóða þannig kaupgetu neytenda, að mjólkur- sölunni fyrir bændur sé beinlínis •Stefnt í voða. Enginn flokkur hér á landi héf- ir talað meira en Framsóknar- flokkurinn um þá hættu, sem stafaði af því, ef hér skapaðist „skrúfa" milli kauplags og verð- lags í landinu, þannig, að dýr- tíðin héldi áfram að vaxa upp úr öllu valdi, þangað til allt endaði með skelfingu eins og víða úti Um heim eftir síðustu heims- styrjöld. En hver gengur á undan í því að skapa þessa skrúfu hér nú, án nokkurs minnsta tillits til Frh. á 4. síðu. ALÞYÐUBLAÐBO ÞAÐ er eftirtektarvért um hin sáru viðbrögð forkólfa Sjálfstæðisflokksins í hvert sinn, er sturigið er á kýlum þeirra meinsemda, sem óhjá- kvæmilega leiða að stefnu flokksins í þjóðlífinu. Einna mest áberandi eru hin illu við- skot, þegar drepið er á skatt- frelsi þeirra manna og félaga,. er allra mest hafa skarað eld að sirini köku á síðustu og verstu tímum. Að hætti illra uþpaldra æsku- manna gerir Morgunblaðið hróp að Alþýðuflokknum fyrir þær sakir að sagður er beizkur sann- leikur um allsendis óþolandi sérréttindi íslenzkra togaraeig- enda. Er þar ekki um að villast, að á bak við stendur ofhroki hinná nýríku, sem ekki fær þol- að, að lagður sé steinn í götu þeirra áforma, að ný og aukin tækifæri til einkaf járöflunar og óhófs, á méðan megin hluti landsmanna berst í bökkum eða líður neyð. Er þar allt í fullu samræmi við stefnu íhalds- fíokká allra lahda, jafnt Sjálf- stæðisflokksins sem anriarrá í- haldsflokká. II. Sjálfstæðisflokkurinn hefir reynt að halda því mjög á lofti, að Alþýðuflokkui;inn væri lítill flokkur og minnkandi. En þrátt fyrir það, þó Alþýðuflokkurinn hafi hin síðustu 2—3 ár átt við að etja óvenjulega harða bar- áttu óvina sinna, innan frá og utan, hefir honum tekizt að komast yfir örðugleikana, og bægja frá sér með bezta á- rangri, hörðum og ósvífnum á- rásum úr öllum áttum, allt sam- an vegna þolgæðis og þrótts hinna mörgu ágætu flokks- manna, er lagt hafa lóð sitt á vogarskálina, og ekki sparað neitt í baráttunni fyrir hug- sjóna- og áhugamálunum. Og það mun sannast, að Alþýðu- flokkurinn verður ekki veginn með orðunum einum. En á með- an að þessu hefir farið fram, hefir Sjálfstæðisflokkurinn á hinn ógeðslegasta hátt gert allt í senn, haldið uppi smjaðri og kúgun við verkalýðinn, látið þá menn öllu ráða innan sinna vé- banda, er hafa átt allt sitt und- ir fornum andstæðingum, og samtímis með aumkvunarverðu móti, rennt niður allri megin gagnrýni sinni á ríkisstjórn Al- þýðu- og Framsóknarflokksins. III. Um rúmlega eins árs skeið, hefir Sjálfstæðisflokkurinn átt í ríkisstjórninni sæti fjármála- og atvinnumálaráðherra, og á sama tímabili, eins og alltaf áð- ur, farið með stjórn Reykjavík- urbæjar, þar sem hart nær Va af íbúum landsins eru saman- komnir. Á þessu tímabili hefir ekkert — bókstaflega ekkert — verið breytt til í skatta-, at- vinnu- eða fjármálum landsins til samræmis þeirri gagnrýni, er Sjálfstæðisflokkurinn hafði efst á baugi í andstöðu sinni. Tveir ráðherrar flokksins í rík- isstjórninni urðu til þess eins, ekki aðeins að þagga niður gamla gagnrýni, heldur og í ÞtlÐJUDAGUR 2. JCLÍ 1946. ----------4---------- verki að viðurkenna og fram- kvæma þá stefnu og starfsað- ferðir, er Sjálfstæðisflokkurinn áður hafði mest barizt á móti. Fjármálaráðherrann — Sjálf- stæðismaður — á að hafa frum- kvæði allt um breytta skatta- löggjöf og nýskipun fjármála. Fkkert hefir til þessa fram kom- ið af hans hálfu eða flokks hans, um breytingar í þessum efnum. Þvert á móti hefir verið lagt tiL, að þau framlengi áður- gildandi löggjöf í líku horfi, og öll hrópin um sparnað og niður- skurð kveðin niður, og það rækilega rökstutt af núverandi fjármálaráðherra — með áber- andi líkum orðum og fyrir- rennari hans hafði, að ekki væri unt að skera niður þetta og hitt, heldur yrði að halda áfram í sama horfinu og áður, því horfi, sem áður hafði mest verið gagn- rýnt og álasað af flokki fjár- málaráðherrans. Og í atvinnu- málunum hefir það sama orðið uppi á teningnum. Skiþulag á sölu landbúnaðar- og sjávaraf- urða er óbreytt — það, sem áð- ur þótti óalandi og óverjandi. Og að ekki sé nú minnst á verzl- unarhöftin. Þar ér allt enn í sama fari. Átakanlegar er ekki hægt að eta ofan í sig öll stóru orðin, alla gagnrýnina og' allar hótan- ’irnar. Og þessi flokkur, Sjálf- stæðisflokkurinn, leyfir sér nú að vanda um við aðra. IV. Mörg vandkvæði hafa steðjað að íbúum Reykjavíkur -— at- vinnúléýsi og margskoriár óár- an. Ráðamenn bæjarins, borg- arstjóri og meirihluti bæjar- stjórnar, hafa átt að mæta þeim örðugleikum. En hvað hafa þeir gert? Alveg það sama og flokks- menn þeirra annarsstaðar, ekk- ert. Helztu einkenni ráðamanna Reykjavíkur hafa verið deyfð, sinnuleysi og úrræðaleysi. Bær- inn hefir ekki hvatt eða stýrkt neinar hagnýtar framkvæmdir, ekki leitáð neinna nýrra úr- ræða til úrbóta á atvinnuleysi né vaxandi framfærsluþunga, annars en þess, að halda í, þar sem verst gegndi. En hitaveitan munu þá ein- hverjir segja. En það mál ættu forráðamenn bæjarins sízt að nefna. Núverandi stjórn bæjar- ins hefir hegðað sér í því máli algerlega óforsvaranlega. Hún reyndi að einoka það og gera að þröngu flokksmáli, samtímis því, sem allar framkvæmdir voru fram úr hófi klaufalegar og ráðlausar. Allar líkur benda til þess, og það mun seinna rök- stutt nánar, að hitaveitan væri nú komin á, ef beitt hefði verið þeim aðferðum og öflum, sem Sj álfstæðisflokkurinn í bæjar- stjórninni hafði hvorki vit né vilja til að notfæra sér. En af þessu, eins og mörgu öðru í stjórnarháttum þessara ógæfu- manna, bergja nú bæjarbúar beizkan bikar. Og bæjarskattarnir, útsvörin. Bæjarstjórnin — Sjálfstæðis- flokkurinn — ákveður nú bæði það, hversu miklu er niður jafn- að og hvernig því er jafnað nið- ur. Heildarupphæð útsvaranna hefir á einu ári hækkað um allt að einni milljón króna. Úm niðurjöfnunina sjálfa þarf ékki annað en skoða útsvarsskrána. Hvorutveggja sýnir stjórn Sjáifstæðisflokksins á Réykja- vík — auk margs annars . Og svo er þessi flokkur að á- saka aðra. • V. Morgunblaðið talar um úr- ræða- og viljaleysi Alþýðu- flokksins í sambandi við bygg- ingu og útgerð nýs togara. All- ir,. sem til þekkja, og satt vilja segja, vita, hvernig því máli er farið. Gegn andstöðu Sjálf- stæðisflokksins tókst Alþýðu- flokknum loks að fá löggjöf, er heimilaði styrk til byggingu ný- tízku togara. Strax þegar að unt var, voru framkvæmdir hafnár í þessu skyni. Sjómenn og aðrir áhugamenn bundust samtökum til þess að stofna félög, er léti byggja og gera út nýtízku tog- ara. Nægilegt hlutafé var feng- ið. Þá var sótt um innflutnings- og gjaldeyrisleyfi. Á því stóð. Og svo skall á stórveldastríð og allar framkvæmdir voru hindr- aðar. En á móti þessum fram- kvæmdum öllum var barizt af Sjálfstæðisflokknum og íhald- inu í öllum þess myndum í stjórnum og stofnunum. Og það tókst að hindra allar fram- kvæmdir. Og svo er Sjálfstæðisflokkur- inn að kenna öðrum um. VI. Alþýðuflokkurinn hefir háð stjórnmálabaráttu um rúmlega 20 ára skeið. Á þessu tímabili hafa verið framkvæmd óvenju- mörg umbótamál fyrir frum- kvæði hans og atbeina. Á móti flestum þessum málum hefir Sjálfstæðisflokkurinn barizt leynt og ljóst. Það munu síðar gefast betri tækifæri til þess að ryfja þetta upp fyrir alþjóð manna. Alþýðuflokkurinn mun halda áfram sinni hagnýtu um- bótastarfsemi, og leggja fortíð sína, framkvæmdir og stefnu fyrir þjóðina. Hann mun á þeim vettvangi ótrauður mæta Sjálf- stæðisflokknum, eftir vopnaðan frið. Og að orustunum loknum, en ekki fyrr, verður dæmt um sig- ur og ósigur. isfiiii á bngamtnl er tekið til starfa. Tekur á móti dvalargestum og ferða- fólki. Gistihúsið er rekið með sama hætti og fyr. Ferðir eru alla daga kl. 10 f. h. frá Bifreiðastöð íslands, sími 1540. — Upplýsingar í síma á Laugarvatni gefur BERGSTEINN KRISTJÁNSSON.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.