Alþýðublaðið - 12.07.1940, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 12.07.1940, Blaðsíða 2
ALÞYÐUBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12, JÚLÍ 1941, VSrnflotningur til Islands Vöruflutningaskip (850 smálestir) hleður vörur til Reykjavíkur (og annarra hafna á íslandi, ef nægur fhitningur fæst), síðari hlutá júlímánaðar, í höfn á vesturströnd Englands. Tilkynningar um flutning ósk- ast sem fyrst sendar til ÉULLIFORD & CLARK LTD., 68, Bishopsgate, LONDON. E. C. 2. eða til undirritaðs, sem gefur frekari upplýsingar. Geir H. ZoSga. Símar: 1964 og 4017. Marthalfldriðadóttlrleikkona -----«---- IDAG verður til moldar borin hér í Reykjavík einn af atorkumestu brauðryðj- endunum í leiksögu hins unga íslenzka ríkis, Martha Indriða- dóttir. Hún létzt á Landakots- spítalanum hér í bænum sunnu- daginn 7. júlí s.l. eftir langa og þjáningamikla vanheilsu. Síðustu 40 árin hefir þessi tápmikla kona, unnið af mikilli ósérplægni og lifandi eldheitum áhuga fyrir leiklist þessa bæjar- félags. Unnið að því, að lifta þessari list af byrjunarstiginu í áttina til þroska og áframhald- andi fullkomnunar. ^Markmið hennar var, að leiklist íslands næði því marki að verða það brennandi blys, sem ætti sinn þátt í því, að varpa Ijóma sí- vaxandi listamenningar yfir þessa þjóð og þetta land. Ekkert erfiði fannst henni um of, þeg- ar leiklistin átti í hlut, ekkert málefni var henni hjartfólgn- ara, engin önnur hugsjón átti hug hennar jafn óskiptan, og aldrei var þessi pjattlausa, lífs- glaða kona glaðari, en þegar henni fannst leiklistin komst hæst, hérna á litla leiksviðinu okkar. Þau 40 ár, sem Martha vann í víngarði íslenzkrar leiklistar, Var f^llt starf hennar jafnan mótað alvöru og virðingu hins sanna listamanns fyrir við- fangsefni sínu. Aldrei varð hún gramari, en þegar henni fannst þessari list vera misboðið á einn eða annan hátt, og hana skorti hvorki kjark, festu né alvöru, til að rétta hlut þessarar hug- sjónar sinnar, hver sem í hlut átti, og með sínum sterka per- sónuleika varð henni jafnan mikið ágengt. Martha var dóttir Indriða Einarssonar, rithöfundar og Mörtu konu hans, sem var ein af hinum mörgu og kunnu dætrum Péturs Guðjóhnsen organleikara hér í bænum. Hún var fædd 1. júní árið 1889, var alin upp hér í Reykjavík og hér giftist hún Birni Kalman, lög- fræðing; varð þeim 4 barna auð- ið, eru þau Helga, Hildur, Björn og Einar, öll til heimilis hér í bænum. Frá því um síðustu aldamót var Martha Indriðadóttir ein af aðalmáttarstólpum Leikfélags Reykjavíkur. Þeim hlutverkum þótti ætíð vel borgið, sem henni var trúað fyrir. Ýmsum trúnað- arstörfum gengdi hún og fyrir félag sitt, var t. d. í stjórn þess um skeið. í vetur var hún kjör- inn formaður Þjóðleikhúss- nefndar í sfað föður síns. Það fór svo, að skopleikirnir urðu aðalviðfangsefni þessarar leikkonu, og þar lék hún mörg hlutverk af hinni mestu prýði, sum af snilld. Reynslan hefir þó sýnt, að hæfileikar hennar náðu mikið lengra, alla leið inn á hið tigna svið harmleiksins, og ef mér skjátlast ekki mjög, mun leikur hennar einmitt á því sviði, hafa náð dýpstum og var- anlegustum tökum á hugum á- horfenda. En hún átti of sjald- an kost þeirra hlutverka. Frú Martha var búin fjölbreyttum listahæfileikum. Hún var ágæt- lega að sér í músik, tungumál- um, bókmenntum, og hinni margbrotnu og margvíslegu list leiksviðsins. En vaxandi van- heilsa olli því, að íslenzkri leik- list notuðust hæfileikar hennar minna, en ella nú síðustu árin. Martha var trúkona mikil, cg réði yfir miklum dulrænum hæfileikum, og ekki mun ætíð allt hafa komið henni á óvart. Síðasta leikhlutverk hennar var hin aldna og göfuglynda Guð- finna í Fjalla-Eyvindi. Á 100. sýningu leiksins hér í bæ — og þeirri síðustu á s.l. vori, var Martha, sem oftar, svo þjáð af þeim sjúkleika, sem dró hana til dauða, að hún barst illa af. Þegar hún kvaddi mig það kvöld, féllu henni þannig orð: ,,Nú mun okkar samvinnu lok- ið.“ .... Við sáumst ekki aftur. Enn á ný er nú stórt skarð höggvið í hina fámennu fylk- ingu íslenzkra leikara. Ég — og allir samstarfsmenn Mörthu Indriðadóttur, munum sakna hennar lengi. 12. júlí 1940. Har. Björnsson. Þorstainn Oddsson áttræðnr. DAG verður hinn síglaði og síræðni Reykvíkingur Þor- steinn Oddsson, Njálsgötu 29 B, 80 ára gamall. Það mun verða svo með marg- an, að þegar 80 ár eru liðin af æfinni, þá sé flest farið að sljófg- ast með manninum, en það er eins o<g Þorsteinn Oddsson sé undantekning frá þessu lögmáli lífsins. Hann er síungur í anda, ,'síglaður í viðmóti og sískemmti- legur. Eg man Þorstein fyrir 50 árum, og ég get tæpast áttað mig á því, að hann sé nu orðinn 80 ára, svo lítil virðist mér breyt- ingin á þessurn árum. Þó er ekki svo, að þessi vinur minn hafi ávalt setið sóiarmegin í lífinu; hann hefir átt sína forsæludaga iíka; en það er þessi andans gleði, þetta andans sólskin í sál hans ,sem veldur því, að hans innri maður er síungur. Þrátt fyr- ir árafjöldann hefir hann ertn- góða sjón og sæmilega heym. Hann les blöð og bækur, og ég hygg einsdæmi, hvað hann fylg- ist vel með öllu, sem gerist. Hann hefir góða heilsu og er enn kvik- ur á fæti. Hvað er það þá, sem hefir haldið {>essum aldraða manni sí- ungum og glöðum ? Ég hygg að það sé bjartsýnin, trúin og vonin- á sigur þess góða í heiminumr þrátt fyrir ailt. Ég veit, að á þessum timamótum í lífi hans senda nú vinir og kunningjar honum árnaðaróskir, og ég vil vera einn af þeim og mega segja við þig, vinur: Þorsteinn Oddsson. Þú átt perlu dýra. Þú átt mynd svo afarhreina og skýra. Myndin þín af áttatíu árum, ódauðleg, með gleði og sorgs tárum. Enginn auður, völd né vinahilli. Vel þó heimur ávalt fægi og gilli- Mannkostunum möti vegur eigl. Mannorð lifir, þó að annað deyi. Heill sé þér með árin áttatíu. Andans göfgi vaxi með þedm nýju.. Heill þér þá, er húmar lífs a(b kveldl. Heill þér þá í alkeerleikans veldi. Jón Arason. xxxxxxxxxxxx FYRIRLY66JANDI verulega falleg sumarfataefni, Fataefni tekin til saumaskapar. Fljót afgreiðsla. Klæðav. Gnðm. Vlkar Laugaveg 17. Sími 3245. Jónas Guðmundsson: Esklfjðrðnr. ■mntnstmamrnu., ..... -♦- —’ UNDANFÖRNUM ÁRUM, þegar rætt hefir verið um vandræði einstakiinga og sveitar- félaga, hefir eitt sveitarfélag öðr- um fremur borið á góma. Þetta sveitarfélag er Eskifjörður. Or- sökin til þessa er fyrst og fremst sú, að Eskifjörður er eitt af þeim fáu sveitarfélögum hér á landi, sém gefist hefir upp í baráttu sinni, ef svo mætti orða það, á þeim erfiðleika tímurn, sem gengið hafa yfir kauptúnin yið sjávarsíðuna síðustu 10 árin. Hvort um þá uppgjöf má kenna einum eða öðrum einstök- um mönnum öða pólitískum flokkum skal ekki rætt né dæmt hér, en sé svo, þá er alveg víst, að þar á eiga sök bæði fleiri en einn maður og fleiri en einn flokkur. Staðreyndin er hins veg- ar sú, eins og komið er, að Eski- fjörður er orðinn alveg einstakt viðfangsefni, sem hið opinbera ekki getur lengur látið ógert að »úa sér að að leysa á annan •n þann, að veita úr ríkis- sjóði styrk til fátækraframfærslu þar, sem sífellt fer vaxandi. Þetta viðfangsefni hefir margar hliðar, sem allar þarf að athuga og nú þegar hafa verið athug- aðar allvandlega sumar hverjar. Ein er sú, að það er beinlínis hættulegt þjóðfélaginu, að til skuli vera sveitarfélag, sem ekki getur bjargast af eigin ramleik, því það skapar það fordæmi, að önnur reyni að sigla í' kjölfar þess og ríkið verði þannig að nokkru eða öílu að taka að sér hiutverk sveitarfélaganna. Svo er og að slík uppgjöf skapar þann hugsunarhátt hjá í- búum sveitarfélagsins, að það geri ekkert til, hvort þeir reyni nxikið eða lítið til að bjarga sér, því ríkið borgi brúsann. Á þann hátt venjast menn af skilsemi með sín opinberu gjöld og aðra hollustu við sveitarfélagið, sem á að veita þeim vernd og skjól, ef út af ber og hlynna að velferð og menningu íbúa sinna. Enn mætti benda á margt fleira, en þess er ekki kostur hér rúmsins vegna. II. Ef athugaðir era afkomumögu- leikar Eskifjarðarkauþtúns verð- ur hverjum manni það ljóst, að þar eru búkstaflega engin skil- yrði til að bjargast fyrir allt það fólk, sem þar er. Eskifjörður liggur allra staða verst á Aust- fjörðum fyrir fiskiveiðar á smá- skiþum. Úr kauptúninu og út í mynni Reyðarfjarðar er tveggja kiukkustunda ferð á sæmilega ganggóðum vélbát, svo að segja má að hver sjóróður taki 3—4 klst. lengri tíma frá Eskifirði, þó að sótt sé á grannmið, en t. d. frá Norðfirði og Fáskrúðsfirði, er liggja sinn hvora megin við Eskifjörð. Fyrir opna vélbáta er því að kalla frágangssök að sækja sjó frá Eskifirði, nema um bráðdugiega og áhugasama menn sé að ræða. Stórútgerð — togarar og línuveiðarar — hefir verið reynd frá Eskifirði eins og víðar af Austfjörðum, og hefir hún ekki getað borið sig, og er nú horfin fyrir mörgum árum. Á fiskikaupatímunum af út- lendingum — Færeyingum og Norðmönnum — var allmikil at- vinna þar, en hættulegt getur verið að hafa þar mikinn fisk úti í einu vegna hlaupahættu ef rigningasamt er. Jarðræktarskilyrði eru að kalla engin á Eskifirði. Þegar þorpið var gert að sérstöku sveitarfélagi var þess ekki gætt frekar þar en víða annars staðar, að ætla íbú- um þess nokkurt ræktanlegt land til afnota. Bithagi fyrir kýr er ekki einu sinni þar til svo neinu nemi. Aðeins örfáar kýr er hægt að hafa á sjálfu landi kauptúns- ins. Allar kýr verða geldar á Eskifirði yfir sumarið vegna hag- leysis, nema þeim sé með hag- beitinni gefið hey og matur. — Garðrækt er hægt að stunda þar nokkuð, en hún er erfið vegna landslagsins. Ár eru þa*- engar svo stórar —v þó þær séu margar og stund- um illar viðskiftis — að duga mundu til reksturs stóriðju, þó upp væri sett, og eru betri skilyrði til slíks annars staðar á Austf jörðum s. s. Seyðisfirði. Síldveiðin, sem Eskifjörður upphaflega byggðist á, verður nú ekki stunduð lengur á sama hátt og áður og fyrir síldveiðar nútímans liggur Eski- fjörður einna verst allra staða á Austurlandi. Ég er viss uin, að hver sem óhlutdrægt vill líta á hlutinaverð ur mér sammála um það, sem ég hér hefi bent á. Er af því auðsætt að ekki er um önnur úr- ræði að velja en að flytja all- margt af því fólki, sem nú er á Eskifirði, búrtu þaðan og koma því fyrir þar sem lífvænlegri skil- yrði eru fyrir það. III. Þó það kunni að þykja nokk- uð óviðfeldið að tala um að> flytja fólk úr einum stað í a'nn- ian, og sé óvenjulegt liér, er það samt svo að slíkt hefir oft ver- ið gert í öðruin lönclum, ef ó- áran eða náttúruumbrot hafa gert staði lítt byggilega. Mun þetta bæði hafa verið gert í Noregi og Svíþjóð ekki alls fyrir löngu- þg í Ameríku hvað eftir annað- Þetta sýnist líka svo sjálfsagður hlutur sem nokkuð getur verið og hér á landi flytur fólk sig mjög til af frjálsum vilja eftir því hvar því finst lífvæniegast að vera. En í kauptúnum eins og Eski- firði, þar sem telja má að fiest- ir séu fluttir burtu, sem máttu sín einhvers og liafi tekið sér bólfestu annarsstaðar, verður að gera sér það ljóst, að það fólkr sem þar er nú eftir og nauðsjm- lega þar-f að skapa: skilyrði *É;

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.