Tíminn - 26.03.1963, Page 7

Tíminn - 26.03.1963, Page 7
Utgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjón: Tómas Arnason Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson Fulltrú) ritstjórnar: Tómas Karisson Auglýs ingastjóri: Sigurjón Davíðsson Ritstjórnarskrifstofui 1 Eddu húsinu. Afgreiðsla, auglýsingar og aðrar skrifstofui i Bnnka stræti 7. Símar: 18300—18305 — Auglýsingasímr 19523 Af. greiðslusimi 12323 - Askriftargjald kr 65.00 á mánuði mnan iands. t lausasölu kr 4.00 eint — Prentsmiðjan Edda h.f — Kænan og hafskipið StjórnarblöSin halda áfrani að reyna að draga athygli frá áróðursræðunni, sem flutt var af hálfu ríkisstjórnar- ínnar á 100 ára afmæli þjóðminjasafnsins, fyrir inngöngu íslands í Efnahagsbandalag Evrópu. Seinast reynir Gylfi Þ. Gíslason að draga athygli frá ræðunni með því að halda því fram í Alþýðublaðinu s.l. iaugardag, að svipaðar skoðanir hafi komið fram í há- skólafyrirlestri, sem Ólafur Jóhannesson prófessor, fiutti í Háskólanum á síðastliðnu hausti. Því til sönnunar hirtir Gylfi viss ummæli úr ræðu sinni og fyrirlestri Ólafs. Gylfi birtir þó ekki neitt af þeim ummælum í ræðu hans, sem til hefur verið vitnað og fólu í sér aðalkjarna boðskapar hans, en hann felst einkum i þessum orðum: „Hvarvetna gætir viðleitni til þess að efla sam- vinnuna, tengjast böndum, mynda bandalög. Hvers vegna? Vegna þess að stórmarkaðir, kjarnorka og geimferðir krefjast stórra ótaka, sterkra afla, mikils valds . . . Ef menn á annað borð óska betri lífskjara, ef menn keppa að auknu öryggi, þá virðist þetta leið- in í þá átt. Það, sem er að gerast kringum okkur er, að stórveldi eflast, bandalög myndast, olnbogarúm hinna smáu minnkar. skilyrði beirra til bess að tileinka sér hlutdeild í framförum skerðast, kæna smáríkis dregst aftur úr hafskipi stórveldis eða bandalags." í hinni löngu grein sinni í AlþýðuhJaðinu, getur Gylíi hvergi þessara ummæla eða efnis þeirra, heldur tilgreinir önnur, sem ekki snerta þennan augljósa áróður fyrir aðild að EBE. Það er þó þessi ummæli, sem hafa valdið umtalið um ræðuna. Óþarft er að taka það fram, að í ræðu Ólafs Jóhannessonar kom ekki fram minnsti áróður fyrir þátttöku >' EBE enda um fræðilegan fyrir- lestur að ræða. er ekki snerist neitt am það, hvort slik þátttaka væn eðiileg eða ekki. Tilvitnanir Gylfa í fyrirlestur Ólar's eru því algerlega úíi í hött. Þær eru hins vegar góð siinnun þess, hvernig stjórnarflokkarnir reyna nú að nota öil brögð og króka- ieiðir til að fela fram yfir kosningar hina raunverulegu afstöð'j sína t.il EBE. Þess vegna reynir Gylfi á jafn furðulegan hátt og þann. sem hér greinir að draga athvgli frá aðalkjarna þjóðminjasafnsræðunnai Af slíkurn v'nnnhrögðum á þjóðin vissulega að geta dregið sína>' alyktanir. Strúturinn I fréttum Ríkisutvarpsins á sunnudagskvöldið, var m.a. greint frá því. að Erhard, efnahagsmalaráðherra Vestur- Þýzkalands. hefði verið á ferð í Stokkhólmi og látið þar uppi þá eindregm skoðun sína. að Brettand myndi inn- an skamms verða aðili að Efnahagsbandalagi Evrópu. og hrátt myndu öll ond Vestur-Evrópu tengjast því á einn eða annan hát.t. Erhard er vissuiega ekki einn um bessa skoðun Þetta er nokkurn veginn sameiginlegt álit allra. sem eitthvað þekkja til málavaxta Þvf má segia að ekki sé til nema eínn strútur í þessu mali. Hann stingur höfðinu í sand- inn í Revkiavíkurbréfi Mbl. á sunnudaginn og kemst þar að þeirri niðurstöðu. eins og hann hefur revndar áður gert í þinginu. aö þetta mát sé úr sögunni vegna at skipta de Gaulle og þvi eigi að glevma bví í samband' við þær bingkosningar sem standa f'vrir dvrum Þjóðin á eftir að vakna við vondan draum, ef hún fylgir þessum ráðum strútsins. Verða fiskveiðar framtíðarinnar byggðar á „hljómfræði" hafsins Athyglisverðar rannséknir þýzkra sérfræðinga i Hambcrg Stöðugt er verið að leita nýrra aðferða, sein geri það mögulegt að reka fiskveíðar í enn stærri stíl en nú þekklst. Fyrir íslend- inga er mikil ástæða til að fylgjast vel me/S öJlu slíku. í eft- irfarandi grein, sem nýlega birt- ist í „The German Tribune“, er sagt frá athyglisverðum athug- unum, er þýzkir sérfræðtngar hafa nú með höndum. RANNSÓKNASTOFNUN fisk- veiðibúnaðar í Hamborg er að búa sig undir að reyna í fram- kvæmd athuganir á „hljóma- fræði“ undirdjúpannia, en stofn- unin hóf þessar athuganir fyrir tveimur árum. Þessar frumtil- raunir voru gerðar til þess að reyna að finna upp aðferðir til að „veiða fiska, sem því að nota og túlka tungumál fiskanna“. Á stríðsárunum uppgötvuðu bandarískir vísindamenn furðu fjölbreytilegan hljómaheim und- ir yfirborði sjávar. Asdictæki neð ansjávar urðu fyrir mjög mikl- um truflunum frá hvölum, kröbb um og ýmiss konar skeldýrum. Grípa varð til furðulegra aðferða til þess að koma í veg fyrir þess- ar truflanir asdictækja og ann- arra slíkra tækja, sem notuð voru við að finna kafbáta og fylgjast með þeim. DR. FREYTAG hóf tilraunir við Rannsóknastofnunina í Ham borg fyrir tveimur árum, og hafði heldur litlu úr að spila. Og þetta v'oru fyrstu tilraunir á þessu sviði í Vestur-Þýzkalandi. Samt sem áður hefur þessi skammi lími reynzt nægur til að kynnast niikilvægustu undir- stöðuatriðum hljómaheimsi.ns undir yfirborði sjávar meðfram ströndum Þýzkalands Hljóma- sérfræðingarnir hafa notað gúmmíbát vi'ð rannsóknir sínar, og hann hefur flotið hljóðlausl á haffletinum hér og hvar um Norðursjóinn, Eystrasaltið og íafnvel á veiðistöðvum vestur þýzkra botnvörpunga úti á rniðju Allatnshafi. Dr. Freytag þekkir að í heyrr, artækjum sinum grunnhljóð hvers hafs um sig, en þau er þó ekki unnt að mæla enn af neinni nákvæmni. Þetta er hinn sérkennilegi heildarhljómur hafs ins, en ógerlegt er að ná honum í heild á hljómplötur Það, sem veldur þessum hljómi. eru brot- sjóir, öldur, brim og bergmál frá klettóttum, sendnum eða grón- um hafsbotni. Hljóð þau. sem hinar ýmsu sædýrategundir í strandhöfunum við Þýzkaland eða á veiðisvæðum þýzkra fi-ski- skipa gefa frá sér, hafa öll ver- ið tekin upp á segulband. AF FRAMKVÆMDUM athug- unum verður ljóst, að „sjávar- tungur1’ þær, sem heyrast við strendur Þvzkalands eru í megin dráttum ekki alls-ólikar þeim. sem heyrast við strendur Banda- ríkjanna. Margir grunnhljómar heyrast jafnt í þýzkum höfum og bandarískum Þetta eru illa samræmd og óþýð hijóð þess. þegar tveir harðir hlutir rekast hvor á annan, t.d skeljar tveggja dýra eimkum Krabba oa annarra skeldýra, svo og þýðari hljómar frá sundmaga allra fisk tegunda E» .mállýzkurnar“ npð ansjáva; við sirendur Ameríku VÍSINDAMENN leita stöðugf eftir nýjum leiðum til að gera fisk- veiðar auðveldari, en um leið áhrifameiri hvað aflabrögð snertir. í greininni hér á síðunni er nokkuð sagt frá þessum tilraunum. og Norður-Evrópu eru jafn frá- brugðnar og fiskategundir þær, sem lifa sitt hvorum megin þessa mikla hafs. Hinir einstöku „talendur" voru athugaðir nokkuð lengi, einkum í fiskabúrum, til þess að hægt væri að þekkja þá af „tali“ þeirra. Satt er það, að dýr þau. sem sett voru í fiskabúr Rann- sóknastofnunarÍTinar í Hamborg — hljóðeinangruð búr með gúmmíbornum trefjamottum —. reyndust ekki öll fús til að ,tala“. URRARI einn (trigla gunard- us) var látinn i búr, en hann .er fyrir löngu víðkunnur fyrir sína drynjandi rödd. Hann reyndist ófáanlegur til að „tala“, hvort sem ýtt var við honum með gler- stöng, hann handfjallaður með berum höndum eða gefið veikt rafmagnshögg. Það var fyrst. þegar annar fiskur sömu tegund ar var látinn í búrið til hans, að hann rauf þögn sína. Þá fór hann að ,.tala“ af furðulegu fjöri og svo hratt, að hann gaf frá sér mörg hundruð hl.ióð á klukku stund, einkum þegar urrararno tveir gáfu frá sér ógnandi eða aðvarandi hljóð gegn tilgreind- um óvinum eða keppinautum. Tilviljanirnar urðu vísinda mönnunum stundum að liði vi? tilraunir þeirra. Þannig var það til dæmis út af Eckernförde við Eystrasalt, að vart varð við hljóð einhvers krabbadýrs á mjög litln dýpi, en orsök hljóðanna reynd ist ófinnanleg En svo var farið innan í þorsk, sem veiðimenn höfðu fengið. o? magi hans reyndist fullur af krabba *em var aðeins sentimetri á lengd Þetta var eina krabbadýrið á þessíim slóðum og hlaut því að valda þessu sérstæða hljóði NÚ ER lokið fyrsta þróunar stigi þessara þýzku rannsókna a hafhljóðfræðinni. Enn er þó ekki unnt að fella allt mn i skipu legt kerfi Undir yfirborði sjávar verður enm vart mjög margra hljóða, sem éru frábrugðin hinv venjulega og með öllu ókunn Meðal þessara hljóða eru til dæmis ýmis blísturshljóð og lang dregin, hávær drunuhljóð, sem enn er allt á huldu um, frá hverju stafa Enn fremur má heita að allt sé óþekkt um hljóð spendýra í sjó, svo sem sæljóns, sels, hnísu og fleiri, en hljóð þeirra hafa ekki enn náðst á hafi úti. Þegar vís- indamennirnir ætluðu að taka upp hljóð dýra þessara í dýra- görðunum í Hamborg og Brem- erhaven, reyndust dýrin annað hvort of löt eða af öðrum ástæð- um of skeytingarlaus. Þau léku sér að tækjunum, en gáfu ekki frá sér nein hljóð, seni hægt væri að taka upp. Vísndaniennirnir eru nú byrj- aðir að gefa hinum ýmsu hljóð- um líffræðilega skýringu. Sum þeirra eru skýrð á mjög ein- faldan og eðlilegan hátt. Til dæmis verður vart mjög sór- kennilegs blísturshljóðs, þegar stór síldartorfa breytir um slefnu. Þetta hljóð gæti stafað frá titringi á millilaginu milli búks síldarinnar og sjávarins um hverfis. Öðrum hljóðum er skipt í kall-hljóð, snertihljóð og viðvör unar- eða ógnunarhljóð, eins og til dæmis hjá urrurunum. í VOR verða gerðar fyrstu tih’aunirnar til að veiða fisk með tilstyrk hl.ióða Hátalara verður sökkt niður frá gúmmíbát, leikin í hann hljóð. sem áður hafa ver ið tekin upp, og fiskurinn þannig „ávarpaður" á eigin máli, ef svo má að orði komast Fyrirliggj- andi eru til nota í þessu skyni hljóð fiska, sem áður hafa verið tekin upp á segulbönd Eru það einkum fiskar, sem mikilvægir eru fyrir veiðarnar, eins og til dæmis þorskur. Notuð verða þau hijóð, sem tilraunirnar hafa margsannað að leiða til ákveðinna viðbragða. og einkum yfir grýttum botnj eða öðrum botnhindrunum Þau eiga að reka fiskinn fram. til dæmis viðvförunarhljóðin. og reka hann i netin, eða kalla hann fram á veiðisvæðið erns og til dæmis löðunar- og eðlunarhljóð. T í M I N N, þriðjudagur 26. marz 1963. — /

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.