Tíminn - 03.04.1963, Blaðsíða 5

Tíminn - 03.04.1963, Blaðsíða 5
RITSTJÓRI HALLUR SIMONARSON HH Nýlega er loklð íslandsmótinu í körfuknattleik ( 1. flokki og urðu Ármenningar slgurvegarar, en þeir unnu alla s(na leik! í mótinu meS talsverSum yfirburSum. — Myndina tll vlnstrí tók Sveinn ÞormóSsson af hlnum nýbökuSu íslandsmeisturum. — Fremri röð frá vins'tri: Árni Samúelsson; Jón Þór Hannesson; Elías Magnússon 03 Lárus Lárusson. — Aftari röS: Olfert Nábye; Davfð Jónsson; Hilmar Ingólfsson; Sigurjón Yngvason; Finnur Finnsson og Hafsteinn Hjaltason. — Á myndina vantar þjálfar. ann, landsliSsmannlnn Davíð Helgason. BALOUR MOLLER FORMAÐUR ÍBR Páskavika í Skíöaskála f.R. AÐ VANDA gangast ÍR-lngar fyrir páskavikn vlð smn nýbyggða og glæsilega skíðaskála í Hamra- glM við KoIviiParhól. Þar sem aðeins er svefnpláss fyrlr 46 maims má búast við að færri geti dvalið þar en þess ósfca en dvalarleyfm verða isteld í ÍR-húsinu við Túngötu n. k. fimmtudag og föstudag kl. 5—7 e. h. Gestum verður séð fyrir fæði allan timann og þurfa því aðeins að hafa með sér svefnpoka, skíði og fatnað, en gestir þeir, sem að- eins dvelja á daginn við skálann geta fengið keyptar veitingar. Ferðir verða frá BSR á miðviku dagskvöld og á hverjum morgni og til baka að kvöldi. Skíðasnjór er sæmilegur í Hamragili og á Skarðsmýrarfjalli. Þá er nægur snjór í Innstadal og á Hengli, en þangað verða farnar gönguferðir þegar veður leyfír undir stjórn kunnugs manns. Skíðakennsla verður fyrir þá, sem þess óska og að lokum verð- ur skíðakeppni. Á kvöldin verða haldnar kvöld- vökur fyrir dvalargesti og e. t. v. dansað. Körfubolti í kvöld í KVÖLD kl. 20,15 heldur Körfu knattleiksmót - fslands áfram að Hálogalandi. Leiknir verða tveir Isikir og verður sá fyrri milli ÍR og B-liiðs Ármennings í II. flokki. í síðari. leiknum mætast svo KR- ingar og KFR-ingar í mfl. og má búast við liörð’um og skemmtileg- um leiik. Sjöundi sigur Fulham í röð ★ Á MÁNUDAGINN fóru fram nokkrir leikir í ensku knattspyrn- unni. Úrslit urðu þessi; I. DEILD: Aston Villa-Everton 0:2 Manch. Utd.-Fulham 0:2 II. DEILD: Chelsea-Luton Town 3:1 Huddersfield-Plymouth 4:2 Stoke City-Rotherham 3:1 Fulham sigraði nú í sjöunda leiknum í röð og hefur færzt úr 21. sæti í 11. sæti. f 2. deild náði Chelsea aftur forustunni, hefur 41 stig, en Stoke City — með „gömlu“ landsliðsmennina Matthews, Mud- ie„ Violett og Mcllroy, er í öðru sæti með sömu stigatölu, lakara markahlutfall, en hefur leikið 2 leikjum minna en Chelsea. Þau 2800 pund, sem Stoke greiddi Blackpool fyrir Matthews, liafa gefið félaginu tvö-þriú hundruð falda uppskeru. Ársþing ÍBR, hið 19. í röð- inni, hófst miðvikudaginn 20. marz í húsi Slysavarnafélags íslands á Grandagarði. For- maður bandalagsins, Baldur Möller, setti þingið og bauð fulltrúa og gesti velkomna. Ávarpaði hann sérstaklega for seta ÍSÍ, Gísla Halldórsson, sem harín bauð velkominn á! fyrsta þing bandalagsins eftir að hann var kjörinn forseti ÍSÍ. Þakkaði formaður Gísla ] farsælt og dugmikið starf í þágu bandalagsins, fyrst í framkvæmdastjórn og síðan um 15 ára skeið sem formað- ur bandalagsins. Forseti ÍSÍ ávarpaði þingig og minntist samverustunda og sam- starfs með þingfulltrúum og fram- kvæmdastjórn bandalagsins frá stofnun þess, og óskaði bandalag- inu gengis og velfarnaðar í fram- tíðinni. Þingforseti var kjörinn Jón Ingi marsson og 2. þingforseti Þorvarð ur Árnason, þingritari var kjörinn Sveinn Björnsson, og 2. þingrit- ari Einar Bjömsson. Til þings voru mættir 67 full trúar frá 18 aðildarfélögum og 6 sérráðum. Formaður flutti ársskýrslu fram kvæmdastjórnar, en hún var lögð fram prentuð svo sem venja hefur verið. Rakti hann störf stjórnar- iunar og drap á helztu mál, sem nú eru á döfinni, en hæst bera bygging hins nýja íþrótta- og sýn- ingahúss í Laugardal og bygging sameiginlegs skrifstofuhúss á veg um ÍBR og ÍSÍ en það stendur nú fokhelt vestan við íþróttahúsið. Gjaldkeri bandalagsins, Andre- as Bergmann, las upp ársreikninga þess, íþróttahússins við Háloga- land, Framkvæmdasjóðs og Slysa- tryggingarsjóðs. Nam höfuðstóls- í>ukning á árinu kr. 236,672,68 og nemur skuldlaus eign bandalags- ;ns nú kr. 1,746,701,59. Voru reikn ingamir samþykktir samhljóða. Kosnar voru millifundanefndir og var tillögum, sem lagðar voru fram á fyrri fundi, vísað til þeirra. Síðari fundur þingsins var hald inn fimmtudaginn 28. marz í húsi SVFÍ. Lögðu nefndir fram álits- Framh á bls. 15 St. Mirren vann St. Mirren sigraði Hearts í gær kvöldi með 7 mörkum gegn 1 í deilaarkeppninni. Þjálfarínn hljép inn á voll- inn og dómarí sleit leiknum ÞAÐ dró aldeilis til tíðinda að Hálogalandi í fyrrakvöld í leiik Áirmanns og Vals í 2. deildinni — en þessi Lið heyja baráttuna um efsta sætið í deildinni og réttinn um setu í I. deild á næsta ári — en þegar fjórar mínútur voru til leiksloka, varð dómarinn Gunn laugur Hjálmarsson, ag slíta leiknum, þar sem þjálfari Vals, Birgir Björnsson, neitaði að yf- irgefa liúsið að beiðni dómar- ans, sem taldi sig ekki geta haldið Ieiknum áfram vegna framferðis hans, en þá stóðu leikar þannig, að Ármann haFði skorað 24 mörk gegn 22 Vals. Vegna þessa snérum við okk- ur td þeirra Gunnlaugs og Birgú í gærdag og spurðum þá nánar um þennan atburð. — Reyndar voru þeir ekki sam- mála um öll atvik. nr rétt er Óvenjulegt atvik í úrslitaleik Ármanns og Vals í 2. deild. Rætt viS deilualila. þó að framburður þeirra beggja komi fram. Er við hittum Gunnlaug, vildi hann lítið um þetta segja, en leyfði okkur að líta á at- hugasemdir sínar á leikskýrsl- unni og fara þær hér á eftir: „Er fjórar mínútur voru td leiltsloka dæmdi ég vítakast á Val. — Hörður Krsitiinsson, Ármanni, tók vítakastið, en markvörður Vals varði. — Þar sem ég áleit að markvörð’urinn hefði staðið nær Herði en þrjá metra. ákvað ég ag kastið skyld’ endurtekið. — Gegndu allir leikmenn þessum dómi strax. en hjálfnri Vals. Birgir Björnsson gekk inn á völlinn og spurði hvað hefði verið at- liugavert. — Þrátt fyrir að mér bæri engin skylda að svara Birgir Björnssyni, svaraði ég honum til hvað skeð hefði. — Mótmælti hann því cg sagði að markvörð'ur Vals hefði staðið þur sem hann siðan benti á gólf ið. — Tók ég eigi mótmæli hans til greiina og bað hann að fara á þann stað, sem hann hafði verig áður á. — Neitaði hann að fara þangað og hélt áfram mótmælum sínum. — Taldi ég þá eðlilegt. þar sem þjálfari Vals átti í hlut. að vísa hon- um úr hústnu, þar sem leik- uriinn gat eigi haldið áfram með liann staðsettan þar sem hann var. — Þ. e. a. s. inn í mi'ðjum vítateig Valsmanna. Er ég bag hann að yfirgefa husið, svaraði hann til, að hann myndi hvergi fara — og við það stóð hann þrátt fyiiir að ég bæði hann um það tvisvar sinnum. Er svo var komið, taldi ég ekki ráðlegt að halda leikn- um áfram og sleit honum. — Stóðu leikar þá 24:22 fyrir Ár- mann. — Þess skal getið að flestir Ieikmenn Vals komu prúðmannlega fram viið' atvik þetta“. Birgir Björnssyni sagðist svo frá: „Ée gekk nokkur skref inr> á vnlliun og bentl dómaranum á þá augljósu sfn«i)-eynd að markvörðurinn hefði staðið a m. k. fjóra metra frá kastpunkt inum, eins og honum er leyfi- Iegt, en ekki innan þriggja metra, eins og hann fullyrti. — Skipti þá engum togum, að Gunnlaugur gekk til mín og bað mig um ag víkja úr húsinu, Að siáifsngðu var erfitt fyri> mig — sem biálfara liiítsins _ að verða við belrri kröfu. er hins vegar eekk ée strax út af ietkvellinum. enda hafð'i ba? aldre' verið ætlun mín að tak° þátt : leiknum“. T í M I N N , mi'ðvikudaginn 3. anríl 1963

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.