Tíminn - 03.04.1963, Blaðsíða 14

Tíminn - 03.04.1963, Blaðsíða 14
ÞRIÐJA RIKIÐ WILLIAM L. SHIRER þing. í þetta sinn hafði hamn reittj sig á, að hann myndi fjórfaldaj atkvæðatöluna og tryggja sér þar með 50 sæti á þingi. En þennan dag komust atkvæði N.S.D.A.P. upp í 6.409.000 og þar með hafði flokkurinn fengið 107 þingsæti og var ekki lengur níundi og minnsti flokkurinn á þingi, heldur næst- stærstur. Hins vegar höfðu kommúnist- ar einnig aukið fylgi sitt úr 3.265. 000 latkvæðum árið 1928, í 4.592. 000 að þessu sinni, og þingmanna ta-lan breyttist úr 54 í 77. Hinir hægfara millistéttafiofckar, að Kaþóiska miðflokknum undanteknj um, töpuðu rúmlega einni milljón atkvæða, og sama máli gegndi um, eósíaldemokratana, þrátt fyrir, það, að bœtzt ihefðu fjórar milljón ir nýrra kjósenda á kjörskrá. At- kvæðafj öldi hinna hægrisinnuðu þjóðernissinna Hugenbergs féll úr fjórum niður í tvær milljónir. Það var greinilegt, að nazistar höfðu náð milljónum stuðnings- manna- frá hinum miðstéttaflokk- unum. Það var einnig augljóst, að héðan í frá yrði enn erfiðara fyrir Brúning — eða einhvern annan — að koma á stöðugri stjórn inn an þingsins. Hvernig átti lýðveld ið að fara að því að lifa af slíkan meirihluta? Þetta var spurningin, sem eftir kosningarnar 1930 varð að enn stærra áhugamáli tveggja stólpa þjóðfélagsins en áður var, en for- ingjar þeirra höfðu í reyndinni aldrei viðurkennt lýðveldið öðru vísi en sem óhapp í sögu Þýzka- lands, sem líða myndi hjá: Hers- ins og heims hinna miklu iðnjöfra og fjármáiamanna. í gleði sinni yfir kosningasigrinum beindi Ifitler nú athygli sinni að því að vinna á sitt band þessa tvo valda- miklu hópa. Hann hafði lært fyrir löngu í Vínarborg af baráttuað- ferðum Karl Lúger borgarstjóra mikilvægi þess að fá á sitt band „valdamiklar stofnanir innan rík isins“. Ári áður, 15. marz 1929, hafði Hitler haldið ræðu í Múnchen, þar sem hann hvatti herinn til þess að endurskoða óvild sína í garð þjóðernissósíalistanna og stuðning sinn við lýðveldið. Framtíðin er efck'i í eyðilegging- arflokkunum, heldur fremur í flofckum þeim, sem hafa í sér styrk fólksins, eru reiðubúnir og óska eftir því að tengjast þessum her ti'l þess að aðstoða hann einn góðan veðurdag í að verja hags- muni fólksin's. Hins vegar sjáum við enn liðsforingja hers okkar, og það um seinan, kvelja sjálfa sig með spurningunni um það, hversu langt sé hægt að ganga að samþykkja kröfur sósíaldemo- krata. En, mínir góðu herrar, trú- ið þið því raunverulega, að þið eigið eitthvað sameiginlegt með hugsjónum, sem krefjast upplausn ar alls þess, sem er undirstaðan að tilveru hers? Þetta var bænleg aðferð til þess að fara fram á stuðning liðs- foringja hersins, sem, eins og í'lestir þeirra trúðu, og Hitler end urtók nú í hundraðasta sinn, hafði verið stunginn í bakið og svikfnn af einmitt því lýðveldi, sem þeir voru nú áð veita stuðning sinn og þar að auki elskaði ekki her- mannastéttina og allt það, sem hún fól i 'S'ér. Og síðan varaði hann með orðum, er áttu eftir að verða sem spádómur uni allt það, sem hann sjálfur átti síðar eftir að gera, liðsforingjana við því, er verða vildi, ef marxistarnir bæru sigur af hólmi yfir nazistunum. Skyldi þetta svo vera, sagði hann: — Þið getið skrifað yfir þýzka herinn: „Endalok þýzka hersins“. Því að þá, herrar mínir, verðið þið áreiðanlega að taka stjórnmála- lega afstöðu . . . Þið getið þá orðið böðlar stjórnarinnar og stjórn- málalegir cmbættismenri, og ef þið hagið ykkur ekki eins og vera ber, verða konur yfckar og barn ■ sett bak við læstar dyr. Og hagið þið ykkur efcki vel, þrátt fyrir það, | verður ykkur kastað burt og ef lil vill sti'llt upp við vegg . . . Tiitölulega fáar persónur heyrðu ræðuna, en til þess, að ■hún kæmist til eyrna hersins, birti Völkischer Beobachter hana í heild í sérstakri útgáfu fyrir herinn, og hún var rædd nákvæm- lega í dálkum mánaðarrits naz- I ísta, Deutscher Wehrgeist, sem i helgað var hermálum, og hafði ný- lega byrjað göngu sína. Árið 1927 hafði herinn bannað, að nazistar yrðu teknir í 100.000 manna Reichswehr og jafnvel lagt blátt bann við, að þeir yrðu ráðn- ir sem borgaralegir starfsmenn í vopnabúrum og birgðaskemmum- En í ársbyrjun 1930 var augljóst orðið, að áróður nazista var að ná fótfestu innan hersins, sérstaklega meðal yngstu liðsforingjanna, en margir þeirra höfðu hrifizt með, efcki einungis vegna ofstækisfullr- ar þjóðernisstefnu Hitlers, heldur vegna framtíðarhorfanna, sem hann gaf vonir um fyrir herinn, eftir að hann hefði verið hafinn til sinnar fyrri frægðar og stærðar og þar sem mundu verða tæki- færi, sem þeim var nú neitað um vegna smæðar heraflans, til þess að komast til m-etorða. Þessi ásókn nazista á herinn varð nægilega alvarleg tú þess, að Gröner hershöfðingi, nú í va-rn armálaráðuneytinu, neyddist til þess að gefa út skipun 22. janúar 1930, sem minnti á sams konar varnaðarorð ti'l hersins, sem von | Seeckt hershöfðingi hafði gefið út I sjö árum áður í sambandi við Bjór 1 kjallarauppreisnina. — Nazistarn- ; ir, sagði hann, voru gráðugir í ! völd. „Þar af leiðandi sækjast þeir eftir vináttu hersins. Einung- I is til þess að ná stjórnmálalegum ; takmörkum sínum reyna þeir að rugla ofckur með því að fá okkur til þess að trúa því, að þjóðernis- sósíalistar einir séu sannir full- trúar þjóðarvaldsins". Hann fór fram á það við hermennina, að þeir héldu sig frá stjórnmálum og „þjónuðu ríkinu“ utan við all- ar flokkadeilur. Skömmu síðar kom í ljós, að ungu liðsforingjarnir héldu sig ekki frá stjórnmálum, eða a. m. 61 k. ekki frá nazistamálum, og vakti það aðdáun í Þýzkalandi, kom af stað sundurþykkju innan æðstu samtaka liðsforingjanna og vakti gleði hjá nazistum. Vorið 1930 voru þrír ungir lautinantar, Ludin, Scheringer og Wendt úr estulið- inu við Ulm, handteknir fyrir að prédika nazistakenningarnar inn- an hersins og reyna að fá sam- liðsforingja sína til þess að heita því að skjóta efcki á uppreisnar- menn, ef ti'l vopnaðrar byltingar nazista kæmi. Þetta síðast nefnda voru landráð, en Gröner hershöfð ingi, sem ekki vildi láta fara hátt með þá staðreynd, að landráð væru framin innan hersins, gerði tilraun tif þess að þagga málið niður með því að koma því svo fyrir, að hinir ákærðu yrðu dregn ir fyrir herrétt sakaðir um einfalt agabot. Þrjózka Scheringer laut- inants, sem smyglaði æsigrein út úr fangelsinu til Völkiseher Beo- bachter, gerði þetta ómögulegt. Viku eftir kosningasigur nazista í septemberkosningunum 1930 voru undirforingjarnir þrír kallaðir fyr ir hæstaréttinn í Leipzig sakaðir um landráð. Meðal verjenda þeirra voru tveir upprísandi naz- istalögfræðingar, Hans Frank og dr. Carl Sack. En það voru hvorki hinir se-ku eða lögfræðingarnir, sem sviðs- ljósin léku um í réttarhöldunum, heldur beindust þau að Adolf Hitler. Frank kallaði hann fram sem vitni. Það var töluverð áhætta að láta Hitler koma þarna fram. Það yrði heldur óþægilegt, að af- neita liðsforingjunum þremur, en starfsemi þeirra var sönnun þess, að stuðningur við nazista jókst stöðugt innan hersins, og ekki vildi hann draga úr því. Það var óþægilegt, að tilraunir nazista til þess að ná hernum á sitt band höfðu verið afhjúpaðar, og það 19 miklu lengri tíma að ljúka því en nokkur gerði ráð fyrir, svaraði petrov. — Það er miklu erfiðara en hann áleit. Ég hef fengið skila- boð frá honurn með einum af mönnum Changs og það kann að vcra, að ég verði að fara tú. hans og rétta honum hjálparhönd. — Dorothy hlýtur að vera óskaplega kvíðin, tautaði Blanche. __Hvenær heldurðu að það komist inn í litla höfuðið þitt, að systir þín hefur ekki áhyggjur af öðrum en sjálfri sér. Ekki einu sinni manni sínum. __ En hún elskar hann! Hún gerir það í raun og veru, sagði Blanche einbeitt. Petrov yppti öxlum. — Eg kalla það ekki ást, svaraði hann. — En ég kom ekki hingað til að tala um hana, heldur um okkur. Félagi minn mun koma hingað og vígir okkur áður en ég verð að fara til Marsden og hjálpa honum. Ég verð mi'klu rólegri að skilja þig hér eftir, þegar þú ert orðin eig- inkona mín. __ Þetta hljómar svo einkenni- leg, tautaði hún. — Ég get ekki hugsað mér að verða eiginkona nokkurs manns . . . og allra sizt yðar. Skiljið þér, bætti hún hrein skilnislega við. — Mér datt ekki í hug að nokkur maður myndi nokkurn tíma biðja mig . . . um að . . . — Litla flón, sagði Petrov. — Þú ert haldin minnimáttarkennd. Það er þessi skollans systir, hugs- aði hann. Ég skil ekki að nokkur karlmaður skyldi geta valið hana, þegar hann átti kost á að fá B'lanche . . . — Þér talið mjög góða ensku, sagði hún. — Kannski var það þess vegna að ég sagði i gærkveldi, að ég ætti erfit.t með að hugsa um yður sem Rússa. Allir myndu telja víst, að þér hefðuð hlotið mennt- un yðar í Englandi . . . — Sú er einnig raunin, sagði hann rólega. — Við einn þekkt- asta hásibólann. Móðir mín var ensk, ég ólst upp í Englandi. — En hvernig getið þér þá . . . — Unnið fyrir land föður míns? Þú ætlaðir að spyrja um það. Ég i einu 'Sinni konu minni. Eg sneri | aftur til Rússlands meðan á styrj- I öldinni stóð. Eg var á ensku skipi, I sem átti að flytja varning til Mur I mansk. Við lentum í orrustu við ' þýzkt herskip, þeir hefðu getað ! sökkt okkur, en við komumst und i an í þokúnni. Margir voru sárir og j ég þar á meðal, og við vorum sett ir á land í Murmansk. Meðan ég lá á sjúkrahúsinu kom faðir minn og heimsótti mig. Eg hafði ekki séð hann árum saman. Hann og móðir mín voru skilin og óg hafði alltaf verið á hennar bandi. En þegar ég kynntist föður mínum og hann sagði mér sannleikann um hjónaband þeirra, skildi ég, að ég hafði verið ósanngjarn í garð hans. Eg átti þess fcost að hjálpa honum, hann var einmana og þarfn aðist mín sárlega. Hann kvæntist aftur eftir dauða móður minnar en nýja konan hans var ung og skemmtanagjörn, sem yfirgaf hann vegna annars manns. Eg er hræddur um, að við Petrovarnir höfum efcki verið heppnir í vali okkar á konum. Eg var svo alvar- lega sár, að ég var á sjúkrahúsinu í Murmansk þar til styrjöldinni var lokið og þegar ég var útskrif- aður, fór ég með föður mínum til Moskva. Við settumst að þar. Þú skilur, móðir mín hafði látið mig fá- brezkan ríkisborgararétt, þegar hún 'sneri heim tú Englands og það tók sinn tíma að ‘breyta því. En faðir minn lifði þó nógu lengi til að njóta þeirrar gleði að einka- sonur hans hafði snúið aftur til Á H> ETTUSTUND Mary Richmond lands hans og þjóðar. — En þá eruð þér enskur í aðra ættina, sagði Blanche hissa. — Og í rauninni eruð þér meiri Breti en Rússi, því að þér talið eins og Englendingur. — Já, og það olli mér erfiðleik um í upphafi, en mér tókst að sýna hollustu mína. Og nú nýt ég full- komins trausts hjá yfirboðurum mínum, þeir bera meira traust til mín en margra, sem eru í æðri stöðum og eru bornir og barn- fæddir í Rússlandi og hafa aldrei komið út fyrir landsteinana. — En ég skil ekki, hvernig þér gátuð fengið af yður að aftala yður af fúsum vilja að vera enskur rífc isborgari, andmælti Blanche. — Þér ætlið varla að segja mér, að lífið í Rússlandi sé betra en i Eng landi. — Við skulum ekki ræða um stjórnmál. Áður en við giftum okkur verð ég að gefa þér þá skip un. Við getum haft okkar persónu legu skoðanir, en ekki reyna að sannfæra aðra . ... Móðir min sagði alltaf: Nick, ef þú gætir þess eins að vera heiðarlegur gagn vart sjálfum þér, þarft þú einskis að iðrast, þegar að endalokunum kemur“. Hún hafði rétt fyrir sér. — Nick, tautaði Blanche — Svo að þú heitir Nick? — Nicholas. Eg var skírður í höf uðið á síðasta rússneska keisar- arnum. Fjölskylda mín í mikl um metum við hirðina í St. Péturs borg. Veslings bjánarnir. — Svó að forfeður yðar í föður ætt voru fylgismenn keísarans og samt sem áður eruð þér . . . — Eg sagði, að við skyldum ekki tala um stjórnmál. Eg var alveg búinn að gleyma, að þú viss ir ekki, hvað ég hét. Þú getur kall að mig Nick, ef þú vilt . . . Það er aðeins ein kona á undan þér, sem hefur gert það. — Kona . . . sem þér elskuðuð? spurði hún. — Nei, svaraði hann stuttara- lega. — Móðir mín. Blanche taldi hyggilegast að skipta um umræðuefni og spurði: — Viljið þér segja mér, hvar við erum stödd í veröldinni? — Við eina af þverám Jang- stekiang . . . — Þetta er stórt og mikið set- ur, er það efcki? — Jú. — Hvað heitir það og hvað heit ir héraðið? — Eg hef ekki í hyggju að svara þessum spurningum, sagði hann einbeittur. — Því að ég held, að það sé þér fyrir beztu, að vita það ekki. Ef eitthvað sérstakt ger ist og þú yrðir handtekin, þrátt fyrir allt, sem ég get gert til að vernda þig, þá er betra að þú vit- ir sem minnst um, hvar þú hefur haldið þig. Það myndi þýða tor- tímingu Ferskjublóms. — Eg hafði ekki hugsað út í það, svaraði Blanche. — En auð- vitað myndi ég ekki segja eitt cin asta orð, sem gæti skaðað liana eða þig . . . — Þú getur ekki verið viss um það. Þú gætir látið einhver orð falla í mesta grandaleysi — sem myndu hafa afdrifaríkar afleiðing ar fyrir okkur bæði. Og gleymdu því ekki, að yfirvöldin í Kína hafa mjög áhrifamiklar aðferðir til að liðka um málbeinið á föngum sín- um. — Petrov ofursti, segið mér . . . — Ég held, að það sé tími til kominn, að þú venjir þig á að kalla mig Nick og þúir mig, greip hann fram í fyrir henni. — Hvað vildurðu vita? — Nick . . . ertu kvænfur í Rússlandi? Hann svaraði ekki að bragði, augun urðu köld sem stál og hann herpti saman munninn. Svo sagði hann lágri, ógnandi röddu: — Þú hefur álit á mér, heyri ég. Heldurðu í raun og veru að ég myndi biðja þig að giftast mér, ef ég ætti konu fyrir? — En — þú . . . þú sagðir að það væri aðeins gert til að vernda mig, svo að þú gætir hjálpað mér til Tiensin og þaðan til Hong Kong. Þú sagðir að ég gæti feng- ið hjónabandið dæmt ógilt jafn- skjótt og ég væri komin aftur heim tii Englands og þú sagðist ætla að sækja um skilnað við Þjóðadómstólinn . . . Hún dró and ann djúpt. — Eg hélt kannski að TIMINN, miðvikudaginn 3. anríl 1963 — 14

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.