Alþýðublaðið - 23.07.1940, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 23.07.1940, Blaðsíða 4
MIIÐJUDAGUR 23. JÚLÍ ÍS49. Kaupið bókina Hver var að hlæja? og brosið með! Hver var að hlæja? er bók, sem þér þurfið að eignast. ÞRIÐJUDAGUR Næturlæknir er Jónas Kristjáns- son, Grettisgötu 67, sími 5204. Næturvörur er í Reykjavíkur- og Iðunnar-Apóteki. ÚTVARPIÐ: 20.30 Erindi: Um giídi ellinnar (Björn O. Björnsson prest- ur). 20.55 Hljómplötur: a) Fiðlukonsert eftir Spohr (nr. 8, Op. 47). b) Píanókonsert eftir Liszt (Adúr). Kaupsýslutíðindi, 23. hefti, tíunda árgangs, er ný- komið út. Efni er meðal annars: Yfirlit, frá bæjarþingi Reykjavík- ur o fl. 59 ára hjúskaparafmæli eiga í dag frú Guðný Guðmunds- dóttir og séra Matthías Eggerts- son, Freyjugötu 36. Söngfélagið Harpa .hefir æfingu í Alþýðuhúsinu uppi á miðvikudag, kl. 8.30. I»RJÚ HÉRAÐSMÓT Frh. af 2. síðu. Kringlukast: 1. Sigfús Sigurðsson, 30,24 m. 2. Björn Þorgeirsson. 28,40 m. 3. Kristján Sigurðsson, 26,63 m. Héraðsmót Húnvetninga hefir nýlega farið fram. Eftirtaldir menn háru sigur úr býtum: í bringusundi, 100 metra, Rögn- valdur Rögnvaldsson úr UMF Gretti á 1:52 mín., í hástökki Gunnlaugur Jónsson úr UMF Dagsbrún, stökk hann 1.65 metra. í kúluvarpi Jón B. Rögnvaldsson úr íþróttafél. Hvammstanga, kast- aði hann 10,54 metra, í kringlu- kasti Bjarni Pétursson úr UMF Dagsbrún, kastaði 28.57 m. f lang- stökki Bjarni Pétursson úr Dags- brún, stökk 5,62 m. f 100 metra hlaupi Hannes Þórðarson úr UMF Víði á 13.5 sek., í 800 m. hlaupi Þórir Daníelsson úr UMF Gretti á 2:28,0 mín., í 4000 m. hlaupi Björn Einarsson, UMF Dagsbrún, á 13: 13.9 mín. í 8X75 metra boðhlaupi milli UMF Dagsbrúnar og Fram- tíðarinnar sigraði Framtíðin. Þá keppti knattspyrnufél. Óðinn á Blönduósi við knattspyrnulið sam- bands ungmennafélaga Vestur- Húnavatnssýslu, og vann sam- bandsliðið með 3 mörkum gegn 2. Sunnudaginn 14. júlí var haldin fjölmenn samkoma að Borg í Grímsnesi. Til skemmtunar var meðal annars íþróttakeppni milli Ungmennafélagsins Hvatar í Grímsnesi og Ungmennafélags Biskupstungna. Úrslit í einstökum greinum keppninnar urðu þessi: í 100 metra hlaupi sigraði Guðmundur Bene- Tómas Tómasson úr Ungmenna- félagi Biskupstungna á 2 mín. 26 sek. í hástökki varð hlutskarpast- ur Hjálmar Tómasson, úr Umf. Biskupstungna, stökk 1.45 metra, í langstökki Guðmundur Bene- diktsson úr Hvöt, stökk 5.77 m. Þá fór fram íslenzk glíma og voru þátttakendur 11 að tölu. Úrslit urðu þessi: Halldór Benediktsson úr Hvöt hlaut 10 vinninga. Guðm. Benediktsson úr sama félagi hlaut 9 vinninga og Hjálmar Tómasson úr Umf. Biskupstungna með 8 vinninga. Umf. Hvöt vann íþrótta- keppnina með 25 stigum gegn 11. Styðjið bappdrættið fjrrir dvði Rejfkja- vikurbarna í sveit. STYRJÖLDIN hefir valdið því, að gæðingur einn hefir nú verið í boði fyrir gjafverð í tveim happdráttum, nú síðast til styrktar sumardvalar barna úr höfuðstaðnum. Tíu þúsund miða þarf að selja til að happdrættið nái tilgangi sínum fyllilega. Fyrir utan hestinn er margt nýtilegra muna í happdrættinu, sérstak- lega til ferðalaga. Sjö hundruð börn þurfa að komast í sveit, en til þess þarf peninga. Nikið af villimink - við Elliðaðrnar. TT M kl. 5.30 s.l. laugardags- morgun var varðmaður- inn við EHiðaárnar, Valdimar Guðjónsson á ferli skammt neð- an við brúna. Sá hann þá mink stinga sér í ána. Nokkru seinna kom svo kvikindið aftur upp úr, en þá var Valdimar viðbúinn og skaut hann til bana. í gærmorgun skaut Valdimar enn einn mink, að þessu sinni fyrir ofan rafmagnsstíflulónið. Flðskflskeyti til kaf- rannsökaa. V7EGNA FRÉTTAR í blöðoin- * um, að flöskuskeyti hafi fundizt á Ytri-Hjalteyri, vill Veð- urstofustjóri geta þess, að á síð- ari ámm hafi fundizt allmörg Biöskuskeyti, einkum rússnesk, og hafi þaai verið send Veðurstof- unni af finnendum. Veðurstofan skrásetur skeytin og sendir þau svo áleiðis til réttra hlutaðeigenda. Flest af flöskuskeytum þessum hafa verið sett í sjóinn til þess að fá frek- ari fræðslu um yfirborðsstrauma hafanna. Vegna þess, að stundum getur liðið langur tími, þangað til árangurinn af þeim rannsóknum, sem byggjast á reki flasknanna, er birtur, er æskilegt, og raunar i sjálfsagt, að Veðurstofan fái ná- kvæmar upplýsingar um þær rek- flöskur og skeytakefli, sem finn- ast hér við land, svo að hér séu ávallt nærtæk þau gögn um sjáv- arstrauma við ísland, sem fáan- leg eru á þennan hátt. Pað er ekki nóg að vita, hvar og hve- nær þeim var varpað í sjóinn, og ef flöskuskeytið sjálft ber eigi þetta með sér, þá má oft fá vitneskju um það hjá þeirri stofn- un, sem lét útbúa flöskuskeytin. Kleifarvatnsferðlr. Vegna mikillar eftirspurnar verður ferðum hagað þannig: Þriðjudaga kl. 9 og kl. 1 úr Rvík. — Fimmtudaga á sömu tímum. — Laugardaga kl. 3 og kl. 6 úr Rvík. — Sunnu- daga kl. 9, kl. 1 og kl. 5 úr Rvík. Afgreiðsla: BIFREIÐASTÖÐIN GEYSIR. , Pantið sæti með fyrirvara. , RÆÐA LÖRD HALffAX Frh. af 1. síðu. . undirokaðar eru. Vér gerum oss ljóst, að Hitler mun hefja sókn sína gegn Bret- landi með öllum þeim meðulum, sem hann hefir yfir að ráðá, og þess vegna erum vér allir ein- huga um þá ákvörðun, að verj- ast sem einn maður, því að vér vitum, að ef Hitler sigrar, liður allt það undir lok, sem oss er kærast og gerir lífið mikils virði í augum vorum. Pað er oss styrk- ur, að berjast fyrir öllu, sem oss er dýrmætt, og oss er hvatn- ing í því mikla hlutverki, sem orðið hefir hlutskipti vort. Vér viljum sem frjálsir menn lifa lífinu eins og oss þóknast; vér viljum vera frjálsir að því að tilbiðja guð eins og samvizk- an býður oss. Vér viljum ekki fela Hitler samvizku vora, eins og þýzka þjóðin hefir gert; vér viljum vera menn en ekki vélar. Hitler hefir allt af sagzt hafa velferð Þýzkalands fyrir augum, en það hefir bitnað á öðrum þjóðum; hann hefir gerzt yfir- einræðisherra í löndum þeirra, stjórnar með hótunum og móðg- unum. Vér viljum, að menn séu frjálsir — ekki þrælar — að rík- in séu frjáls — ekki ófrjáls skatt- lönd. Vér vitum, að þær þjóðir, sem Hitler hefir kúgað, hata hann — þær bölva honúm í hjarta sínu og þrá þann dag, er vér getum goldið högg fyrir högg og sigr- að. Bretland heídur áfram bar- áttu sinni með öruggri samvinnu samveldislanda sinna, þar til sig- ur vinnst og frjálsari samvinnu verður komið á milli þjóðanna, þar til oss hefir auðnazt að koma í veg fyrir þau hörmulegu ör- lög, sem þjóðunum væru búin, ef Hitler sigraði. I hinum miklu löndum fyrir vestan haf er vaxandi fyrirlitn- ing á Hitler, þessum vonda manni og verkum hans. Vér berjumst gegn hinu illa — og með guðs hjálp munum vér sigra. * Brezkn samveldislöndin hafa einnin svaraö Bitler MacKenzie King, forsætisráð- herra Kanada, flutti ræðu í neðri málstofu sambandsþingsins í Ottn a.wa í gær og minntist nokkrum orðum á ræðu Hitlers. Kvað hann óþarft að svara henni, því að hún svaraði sér sjálf. „Kanadiska þjóðin mun varðveita frelsi sitt og sjáif ákveða framtíð Kanada, en Hitler og Mussolini munu þar hvergi nærri koma.“ — MacKen- zie King ræddi horfurnar í Ev- rópu; hann sagði, að hin stór- kostlegasta innrás vofði nú yfir Bretlandi. En „innrás i Bretland er innrás í helgidóm allra frjálsra manna“, sagði hann. Þar sem þeir Mr. Menzies, for- sætisráðherra Ástralíu, og Smuts herforingi, forsætisráðherra Suð- ur-Afríku, hafa einnig svarað Hitler, hafa nú æðstu menn j þriggja mestu samveldislanda Bretlands lýst yfir fylgi sinu við þá stefnu, að styrjöldinni verði haldið áfram, þar til fullnaðar- sigur vinnat. ¥ HGAMLA BfiðH ■ NYJA bio b 1 Þegar ljósin ijóma KnockGot á Braadway íburðarmikil og hrífandi Skemmtileg og spennandi amerísk kvikmynd, tekin af Paramount-félaginu. — Aðalhlutverkin leika; Irene Dunne, Fred Mac Murray og Charlie Ruggles. Aukamynd: Ný SKIPPER SKRÆK- skemmtileg tal- og söngva mynd frá FOX, með mús- ík eftir hið heimsfræga tízkutónskáld Irving Ber- lin (höfund Alexander’s Ragtime Band). Aðalhlut- verkin leika; Ðick Powell, Alice Faye, Madeleine Carrol, teiknimynd. | RITZ BROTHERS. Hjartans þakklæti vottum við öllum þeim, er auðsýndu okk- ur hluttekningu og margs konar ómetanlega hjálp við andlát og jarðarför minnar elskulegu konu, móður og tengdamóður okkar Ragnheiðar Halldórsdóttur. Einar Jónsson, Þórsg .15. Börn og tengdabörn. Konan mín, móðir, tengdamóðir og amma Vilborg Magnúsdóttir verður jarðsungin frá heimili sínu, Freyjug. 7, miðvikudagina 24. júlí kl. 1 e. h. Jarðað verður frá fríkirkjun.ni. Njáll Símonarson. Börn, tengdabörn og barnabörn. Jarðarför móður okkar Guðrúnar Steindórsdóttur fer fram frá dómkirkjunni fimmtudaginn 25. þ. m. Athöfnin hefst með bæn á heimili hinnar látnu, Ráðagerði við Sellandsstíg, kl. 2 e. h. María I. Einarsdóttir. Steindór Einarsson. INNRÁSIN I ENGLAND Frh. af 1. síðu. roði á tímareikning Þjóðverja. Þeir hafa látið hvern daginn af öðrum liða svo, að ekkert hefir verið aðhafst. Og þess vegna er ekkert líklegra, en að þeir verði að láta sumarið iiða svo, að þeir hafizt ekki að. Að vísu er bað ávinningur fyrir Þjóðverja, að geta bundið mikinn brezkan her og flugher heima fyrir, með hinum sífelldu hótun- um sínum um innrás. En það líður ekki á löngu, áður en Bret- ar komast í sókn, og þá mega Þjóðverjar biðja fyrir sér, því að það er helmingi hægara að sækja á Þýzkaland frá Englandi en öf- ugt, vegna veðurfars. Láti Þjóðverjar sumarið iíða svo, að þeir geri ekki innrás í Bretland, þá hefir stríðið snúizt Bretum í vil. En láti þeir til skarar skríða gegn Bretum, munu þeir eiga við ótrúlega örðugieika að etja, og er ekkert líklegra, en að þeir bíði herfilegan ósigur. ÁSTANDIÐ I FRAKKLADI Frh. af 1. síðu. Fólk hlu&ar á brezkt útvarp, þótt haft sé í hótunum við þá, sem það gera, og vist i fariga- búðum eða annað verra vofi yfir, ef upp kemst. Frakkar iáta sig engu skipta, þegar þýzkt herlið fer daglega um Champs'Elysée og horfir vart á það ,en ítalir þeir, sem búið hafa í París árum samau og not- i£ franskrar gestrisni og sögðust ætla að berjast með Frökkum, ganga meðfram fylkingurii Þjóð- verja og stæia hið prússneska gongulag þeirra. Það eru um 600 Bandaríkja- þegnar í Paris og 500 Bretar, en ekkert af þessu fólki hefir, enn sem komið er, orðið fyrir neinu ónæði af Þjóðverja hálfu. I. O. 6. T. MÍNERVA nr 172. Fundur annað kvöld kl. 8Vz. Félagar, sem eru í bænum, mæti. Æ.T. ÍÞAKA. Fundur í kvöld kl. 8Vz. KÁPUBÚÐIN, Laugaveg 35. Svaggerar, frakkar og kápur, seljast með niðursettu verði út þennan mánuð og næsta mán- uð. Ódýrar kvenleðurtöskur og kjólablóm. Auglýsið í AlþýfhihlaðhaH.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.