Alþýðublaðið - 01.08.1940, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 01.08.1940, Blaðsíða 2
RMMTUDAGUR 1. AGÚST 1*4*. ALÞÝÐUBLAÐIÐ AtviniBleysisskýrslir. Samkvæmt lögum um atvinnuleysisskýrslur fer fram skráning atvinnulausra sjómanna, verkamanna, verka- kvenna, iðnaðarmanna- og kvenna í Goodtemplarahúsinu við Templárasund 1., 2. og 3. ágúst n.k. kl. 10—8 að kveldi. Þeir, sm láta skrásetja sig, eru beðnir að vera við- búnir að gefa nákvæmra upplýsingar um heimilisástæður sínar, eignir og skuldir, atvinnudaga og tekjur á síðasta ársfjórðungi, hve marga daga þeir hafi verið atvinnulausir á síðasta ársfjórðungi vegna sjúkdóma, hvar þeir hafi haft vinnu, hvenær þeir hafi hætt vinnu og af hvaða ástæðum, hvenær þeir hafi flutt til bæjarins og hvaðan. Enn fremur verður spurt um aldur, hjúskaparstétt, ó- magafjölda, styrki, opinber. gjöld, húsaleigu og um það í hvaða verkalýðsfélagi menn séu. Loks verður spurt um tekjur manna af eignum mánaðarlega og um tekjur konu ©g barna. Borgarstjórinn í Reykjavík, 31. júlí 1940. Pétnr HaUdérsson. Hý skáldsaga EFTIR Ealldér fifljaa Laxsess i ný skáldsaga eftir Halldór Kiljan Laxness, kemur í bókaverzlanir í dag. Er það fjórða og síðasta bindið af hinu mikla skáldverki um Ólaf Kárason Ljósvíking. Áður eru komin Ljós heimsins, Höll sumarlandsins og Hús skáldsins. Þetta síðasta bindi, Fegurð himinsins, bregður nýju ljósi á allt verkið og heimtar af mönnum að lesa það upp aftur allt í heild. Békaútgáfi Heimskringln. Laugavegi 19. Sími 5055. Ákveðið hefir verið að veita aukaskammt af sykri til sultugerðar, til viðbótar þeim 2 kg. á mann, sem þegar hafa verið veitt. Verður hinn nýi viðbótarskammtur 2 ,% kg. á mann og verður honum úthlutað síðari hluta ágústmánaðar gegn framvísun stofna af ágúst-september matvælaseðli. Tilkynnt verður nánar hvenær úthlutunin hefst. Reykjavík, 31. júli 1940. Skðmmtnnarskrifstofa rikisins. Hér birtist mynd af sveit K.R., sem vann Allsherjarmótið. Mennirnir eru, aftasta röð, frá vinstri: Sigurður Ólafsson, Georg L. Sveinsson, Óskar A. Sigurðsson, Indriði Jónsson, Tryggvi Benediktsson og Þorsteinn Magnús- son. Miðröð frá vinstri: Anton Björnsson, Haukur Claessen, Jóhann Bern- hard, Sveinn Ingvarsson, Sigurður Finnsson, Ingvar Ólafsson, Vilhjálmur 'Guðmundsson og Helgi Guðmundsson. Fremsta röð frá vinstri: Kristján Vattnes, Benedikt Jakobsson, Erlendur Ó. Pétursson, Sigurður S. Ólafs- son, Magnús Guðbjörnsson og Rögnvaldur Gunnlaugsson. FnnkvæBd iþrétta- léta iiérleidis. Eftir' Allsheriarmót í. S. I. Nu, þegar þessu mikla Allsherj- armóti er lokið, er gaman að rabba ofurlítið um framkvæmd þess og , alla þá, sem að því stóðu. Undirbúningurinn undir mótið var mjög mikili og ekkert til þess sparað. Miklu meira var unnið að því en á mótum undanfarin ár, en þó ekki nóg. íþróttamót og fram- kvæmd þeirra hér á landi hafa verið og eru enn svo langt á eftir tímanum, að engin von er að vinna það upp á einu móti. Verða hér á eftir rædd nokkur atriði, sem gott getur verið að hafa í huga næst, þegar mót verður haldið. Starfsmeun. Skráðir voru í leikskrá 41 starfs- maður, og hafði miklum tíma og fyrirhöfn vai’ið eytt, bæði í að skipa þeim niður og svo til að tala við þá. Jþað hefir ekki verið óal- gengt, að menn væru skráðir í ýmsaristöður á mótum, án þess að við þá væri talað, en þessu var ekki til að dreifa nú. Samt sem áður stóðu starfsmenn mótsins sig herfilega illa. Níu þeirra létu ekki sjá sig allt mótið, þ. e. 22% starfs- manna komu ekki einn einasta af fjórum dögunum! Hér við bætist svo það, að allur þorri þeirra, sem komu á annað borð, kom ekki alla dagana. Nei, hér þarf nýtt blóð, nýja starfsmannastétt, en ekki sömu labbakútana, sem hafa staðið í leikskránum í mörg ár, en aldrei mætt. ÍSÍ verður í sam- ráði við félögin að halda námskeið fyrir starfsmenn, takið eftir, í samráði við félögin, þ. e. látið fé- lögin senda menn til námskeið- anna, þá er þátttaka vís. Keppendur. Hér er sömu söguna að segja og með starfsmennina, ef ekki verri. Fallegur listi yfir 62 þátttak- endur er í leikskránni og auglýs- ingunum, en hversu margir mæta? Aðeins 78,7%, hin 21,3% láta ekki sjá sig. Þetta yrði töluverð blóð- taka á íþróttunum, ef stranglega værj framfylgt leikreglum ÍSÍ, þar sem stendur (bls. 49): „íþrótta- marin, sem ekki mætir til keppni, sem hanri ér skráður til þátttöku í, og hefir ekki tilkynnt fullgild forföll, getur hlutaðeigandi í- þróttaráð, eða ÍSÍ, ef ekkert í- þróttaráð er til á staðnum, dæmt í sekt eða útilokað frá keppni í allt að 6 mánuði.“ Fyrir utan þessa menn, sem aldrei mættu, var svo fjöldi manna, sem mætti ekki í riærri allar keppnir, sem þeir voru skráðir í. Fyrir hvert skipti sem maður mætir ekki í einstaka grein, ber félagi hans að greiða Í.R.R. 1 krónu. Sektir Allsherjar- mótsins eru: K.R. F.H. Ármann Í.R. Skallagrímur Í.K. Að þessu sinni var með minnsta móti, — að keppendur létu bíða eftir sér, en samt er enn allt of mikið af því, og ættu leikstjórar að gera slíka menn strandaglópa og láta keppnina hefjast, þótt þeir séu ekki mættir. Áhorfendur. Framkvæmdanefnd Allsherjar- mótsins gerði mikið fyrir áhorf- endur. Baugar voru settir, svo að sjá mætti, hversu langt er kastað og ýmislegt fleira. En þetta er heldur ekki nóg, þótt stórt skref sé frá fyrri mótum. Það á t.d. að kalla til áhorfenda hvert kast í spjót- kasti, kringlu- og sleggjukasti, — mælt upp á y2 m., enda ætti að vera strikað svo fyrir, að það væri hægt án nokkurrar tafar. Á mót- um okkar fer mikill tími í að mæla kast hvers einasta keppanda, áð- ur en úrslitaköst hefjast. Þetta er óhentugt, og alla jafna dauður tími fyrir áhorfendur. Oft kemur það íyrir, að mikill fjöldi óviðkomandi manna safnast inn á völlinn, kepp- endur, sem ekki eru að keppa, — starfsmenn, sem ekki eiga að að- stoða þá stundina, og svo nokkur- ir fastagemsar, sem rölta um inni á vellinum í tíma og ótíma, líklega af því að þeim finnst það ,,fínt.“ Eitt sinn, næst síðasta dag Alls- herjarmótsins, voru 53 sálir að svífa inni á vellinum, en sáu hlaup- ið, sem fram fór, miklu verr en þeir, sem voru í ,,stúkunni.“ Þenna dag voru alls um 250 manns á vell- inum, svo að það virðist vera þörf á að selja inngang að sjálfum vell- inum, innan brautar. Að lokum er vonandi, að þessar smáu athugasemdir verði hafðar í huga, næst þegar mót verður hald- ið hér og ekki aðeins næst, heldur æ síðan. Ef mótin fara betur fram, þá er stórt sþor og heilladrjúgt stigið íþróttunum í hag. KuttspjruHísiMr Niðurröðun kuattspyntuwét- anna er nú svo flókin, að fáir mim leggja ð sig að muna, hreuser hvaða leikir eiga að fara fram. Birtist því hér listi yfir alla leikl. fram á haust, sem ákveðnir eru. 4. flokkur, haustmét. 11. ágúst, tveir leikir, 15. — — — 19. — — — 3. flokkur, 2. uuaferð. 13. ágúst, tveir leikár, 21. — — — : * 28. Í 2. fUkkur, 2. umforð. 1. ágúst, tveir leikir, 24. — — _ 4. sept., — íslandsmótið hefst 8. ágúst u.k... og Walterskeppnin 15. septembor. Er ekki ákveðið, hvenser einetaWr- leikir fara fram í þeim mótum. Víðsjá j Framkvæmdanefnd Meistaramótsins hefir bouiat skeyti frá Siglufirði, þar sem Wl- kynnt er þátttaka Jóns Hjartar í spjótkasti, hástökki, langstökki og þrístökki. Hann keppir ip«Ér Knattspyrnufél. Siglufjarðar. Tap á k-nattspyrnu. Ensku knattspyrnufélögin toafa tapað geysimiklu síðasta ár. Meatu tapaði þó Wolverhampton —>■ eða. 478 350 kr. ísl, eftir núverandi gengi! Sem betur fer, átti félagið 1 350 000 kr. í sjóði, svo það er etoki alveg búið að vera. Wooderson er alltaf að hlaupa öðru hvea*w. Á Imber Court hljóp hanm 1 mflu á 4:17.0 mín, sem er met fyrir þa«n völl. í keppninni milli hersins og félaganna, sameinaðra, vann hann 800 m. á 1:56,? mín. Heimsmet í stangarstökki hef-ir Amerltai- maðurinn Cornelíus Warmerdam sett nýlega. StÖkk hann 4,60 *». Þetta er í annað sinn, sem ha»in bætir stangarstökksmetið í ár. — Var það á meistaramóti band*- ríkskra áhugamanna í frjálsum í- þróttum. Warmerdam er í San. Fransisco Olympic Club. Frá Svíþjóð. Síðastliðinn sunnudag flírtt' fram mót víða um Svíþjóð. Gund«r Hagg hljóp 1500 m. á 3:59,2 mín. Harald Anderson kastaði kringh- unni 44,41 m., Arneberg og Nilsson hlupu 110 m. grindahlaup á 15,2; isek. Sænska meistaramótið í boðhlaupum og tugþraut fór fram s.l. laugardag og sunnudag í Malmö. Úrslitin urðu: 4X100 m. boðhlaup: 1. Sleipner 43,8 sek. 2. Örgryte 44,0 sek. ( í Sleipner er Áke Stenquist að- almaðurinn, og er hann að hefja félagið aftur til vegs. 4X400 m. boðhlaup: 1. Örgryte 3:22,0 mín. 2. Malmö A. I. 3:23,1 mín. 4X1500 m. boðhlaup: 1. Brandkáren 16:13,4 mín, 2. Örgryte 16:25,8 mín, 3. Matteus Pojkarna 16:34,2 mín, Tugþraut: 1. Lennart Attarwall 6268 stig 2. Be.nt Hjulström 6219 stig. 28 krónur. 11, — # _ 3 _ 2 _ 2 — (

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.