Tíminn - 17.04.1963, Blaðsíða 15

Tíminn - 17.04.1963, Blaðsíða 15
Minnmg Fr&r...a ai ö síðu sinum æskusorgum hjá henni ömmu, sem aldrei brást. Elzta dótt irin heitir hennar nafni, og mun r.'la ævi minnast og þakka alla þá umhyggju, ást og blíðu er hún naut frá fyrstu æskudögum. Eftir svona langan starfsdag væri margt hægt að segja, því þó þsir virðist líkir hver öðrum í lífi og starti okkar húsmæðra sem búum i sveit, á þó hver þai sína sögu, og hefur því hér aðeins ver- ið drepið á það helzta. , Anna var i mörgu óvenju vel gefin kona og glæsileg svo af bar. Fremur sma vexti og fíngerð. Svip urinn bjartur og hlýr og traust skapgerð. Prúð í öllu dagfari, ieysti hvert mál meg rólegri yfir- vrgun, og lók ætíð málstað þess sem á var hallað. — Alveg sér- staklega failegt handbragð ein- kenndi allt sem Anna gjörði. Hvort sem hún prjónaði á prjónavélina sína, saumaði alls konar fatnað eða fékkst við venjuleg búsýslu- störf. Hún var snemma hneigð fyrir ails konar fallegan útsaum, sem hún gat þá ekki gefið' sig að fyr- ir öðrum störfum fyrr en á seinni árum ævinnar og eru til hjá dótt- ur hennar alveg dásamleg stykki cftir hana, bæði veggteppi, púðar og dúkar, enda voru þær mæðgur svo samhentar um að skapa fag- urt heimili, hvar sem þær bjuggu, að af bar, og mun lengi verða minnzt af þeim sem til þeirra komu. Það var líka gaman að mæta þeirri innilegu hlýju og al- úðargestrisni sem var þeim öllum svo eðlileg. — Þar var öllum gott að koma. Til fleiri ára, lá hún margar þungar legur í óvenjulega kvala- fulfri bakveiki, sem enginn lækn- ir náði að bæta henni, en ein- mitt þá sýndi þau hjónin bæði bezt, alla þá einstöku umhyggju og hlýju sem unnt var að veita, og hjálpuðu henni bezt til að þola allar þjáningar. - Anna var allt fr'á æsku, bók- khneigð mjög og hafði yndi af lestri góðra bóka, og hverja þá stund er hún þoldi við í þessum iöngu legum sínum, las hún ósköp in öll, en einkum þó síðari árin Áhöfn Hrímfaxa Framhaio aj 9 síðu 1 Ingi Lárusson hafði áunnið sér traust og tiltrú samstarfs- manna sinna. Hann var kvænt- ur Álfheiði S. ÓLadóttur og áttu þau tvö börn fjögurra og þriggja ára. Miaria Jónsdóttir, flugfreyja. María Jónsdóttir flugfreyja er fædd í Reykjavík 1. nóv- ember 1932. Dóttir hjónanna Sigurlaugar Guðmundsdóttur og Jóns Vigfússonar. Hún stundaði nám i Kvennaskól- anum í Reykjavík en vann síð- an við verzlunarstörf unz hún gerðist flugfreyja hjá Flug- félagi íslands 1. maí 1956. María hafði í löngu og giftu- drjúgu starfi áunnið sér hylli farþega og samstarfsfólks. Hún lætur eftir sig dóttur, þriggja ára. Helga Henckell, flugfreyja. Helga Henekell flugfreyja var fædd í Hamborg 9. maí 1937. Dóttir hjónanna Maríu Bjarnadóttur og Arnold Henc- kell. Hún fluttist með foreldr- um sínum til íslands, ung að árum. Helga lauk stúdents- , prófi frá Menntaskólanum í Reykjavik vorið 1957. Hún gerðist flugfreyja hjá Flugfélagi íslands 1. maí 1962 og hafði á sínum stutta starfs- tíma í þjónustu félagsins á- unnið sér traust samstarfsfólks. og þá helzt bækur um trúmál og' dulræn efni, sem voru hennar mestu hugðarmál, því hún var trú kona mikil. Þegar ég kvaddi hana síðast í sumar, hneigðist tal okkar að þeim málum, eins og oft áður. Hún vissi vel, að nú var dagur að kvöldi korninn og hugur hennar var fullur af þakklæti við lífið, fyrir allt sem hún naut. Hún fann 1 að fyrir nokkru var hún hætt að taka þátt i starfi ástvina sinna,: en yfir þeim mundi hún vaka og þá verma og styðj^ hennar beztu móðurbænir. — Það var kvöld, þegar ég fór, dimmt í lofti en þeg r.i ég sneri jrjér við í dyrunum og lyfti hendi til síðustu kveðju — sýndist mér herbergið fullt af himneskum ljóma. Vina mim í kvöld liefur mynd þín ekki horfið úr iiuga mínum. Eg geng út í frostkalda vetrar- nóttina. Dimmblár himinninn með leiftrandi stjórnuljósum lýkur um heiðar og haf. Friður og þögn yfir öllu. Aðeins þungur niður út- hafsins berst upp til landsins og seiðir fram í huga minn lagið: „Allí eins og blómstrið eina“, og öldurnar velta upp að söndunum utan við Bakka og Skóga, syngja svo fallega í kvöld. — Það er sig- ursöngur lífsins um liðinn fagr- an dag, og bjartan morgun hins eílífa dags. Við vinir þínir og sveitungar sem stöndum hér við ströndina, sendum þér hinztu hjaitans kveðju yfir hafið mikla, og tökúm undir með dóttur þinni, sem minnist þín svo fagurlega í nýkomnu bréfi til min. „Guð sé !of fyrir, hvað við átt- urn hana lengi“. Blessuð sé minning hennar. Halldóra Gunnlaugsdóttir Skák Petrosjan nýtur út úr byrjuninni). 9. dxe6, Dxdlt. 10. Kxdl, Bxeé. Hr Bxe6, fxe6i 12. Ke2, — . (Þessa stöðu hefur Petrosján dæmt sér í hag, þegar hann leyfði drottningarkaupin í 11. leik. Hvort yfirburðimir séu svo miklir, að þeir réttlæti kaupin, er hins vegar örðugt að dæma um). 12. —, Rc6. 13. Hdl, Had8. 14. Hxd8, Hxd8. 15. Rg5! — (Hvítur beinir nú skeytum sínum að veikleikanum á e6, en í raun- inni er hugmyndin með leiknum sú að koma riddaranum til e4, þar sem hann stendur mjög ógnandi | og heldur aftur af peðum svarts á i drottningarvængnum). 15. —, He8. 16. Rge4, Rxe4. 17. Rxe4, b6. (Enda þótt svartur sé búinn að ' koma öllum sínum mönnum í gagnið, en hvítur einungis einum, stendur hvítur betur að vígi). 18. Hbl, Rb4. 19. Bd2, Rd5. (Svartur tapar að öllum líkindum peði eftir 19. —, Rxa2. 20. Hal, Rb4. 21. Bxb4, cxb4. 22. Hxa7, Bxb2. 23. Hb7). 20. a4, — (Það er mikilvægt fyrir hvít að geta haldið aftur af peðum svarts a drottningarvængnum). 20. —, Hc8. 21. b3, Bf8. (21. —, ,c4 gekk ekki vegna 22. Rd6). 22. Hcl, Be7. 23. b4, — (Petrosjan eyddi miklum tíma í þennan leik, enda ekki að furða, þar eð leikurinn veitir svarti tæki færi til að mynda sér frelsingja Að áliti Petrosjans er frelsinginn hættulaus og dæmdur til að falla, og af framhaldinu verður ljóst, að hann hefur rétt fyrir sér). 23. —. e4. 24. b5, Kf7. 25. Bc3. (Hvítur endurskipuleggur nú lið sitt ti] að geta betur veitzt að inn- rás'armannínum á c4). 25. —, Ba3. 26. Hc2, Rxc3f. 27. Hxc3, Bb4. 28. Ilc2, — (Hvíti kóngurinn grípur brátt inn í atburðarásina og er þá betra fyrir svart að hafa vald á mönnum sínum. Af þessum ástæðum leikur hann biskupi sínum í framhald- inu til a5). 28. —, Ke7. 29. Rd2, c3. (Eftir 29. —, Bxd2. 30. Kxd2 fólli c-peðið óumflýjanlega). 30. Re4, Ba5. 31. Kd3, Hd8t (Svartur verður nú að láta fram- vörðinn af hendi, en krækir sér í staðinn í peð að baki hvítu víglín- unnar. Þessi skipti vega frá „strat ogiskum" sjónarhóli ekki jafnt, þar eð hvítur fær nú ógnandi aðstöðu á miðborðinu). 32. Kc4, Hö8. 33. Rxc3, Hhl. (Mér er ekki grunlaust um, að svartur hafi hér átt að grípa það tækifæri, sem honum gafst til mannakaupa. Hvíti riddarinn gegn ir í framhaldinu mikilvægu hiut- verki, en biskupinn er algjör stat- isti). 34. Re4, — (Hvítur flýtir sér að forða riddar- anum og hirðir ekki um að valda peðið). 34. —, Hxh2. 35. Kd4, Kd7. (Ella kæmist hvíti hrókurinn upp á sjöundu línuna). 36. g3, Bb4. 37. Ke5, Hh5t. 38. Kf6, — (Kóngsi leggur nú land undir fót og kemst inn í miðjar herbúðir andstæðingsins). 38. —, Be7f. 39. Kg7, e5. 40. Hc6, — (Smám saman þrengist að sfarti). 40. —, Hh8. (Hér fór skákin í bið. Greinilegt er, að hvitur á unna skák, og það er einungis spursmál, hversu lang- an tíma það tekur fyrir hann að vinna úr yfffburðum sínum). 41. Kf7!, Hal. 42. He6, Bd8. 43. Hd6t, Kc8. 44. Ke8, — (Samspil hvítu mannanna er heill andi, það er ekki á hverjum degi, sem kóngurinn er svo virkur að- ili i lokaátökunum). 44. —, Bc7. 45. Hc6, Hdl. (Vegna hótunar hvíts að færa ridd arann til e6, hefur svartur ekki tíma til að drepa peðið á a4. — Skammt er nú til leiksloka). 46. Rg5, Hd8t. 47. Kf7, Hd7t- 48. Kg8. (Svartur gáfst upp). Eftir þessa skák var staðan í einvíginu 2y2:2%. Sjötta skákin varð jafntefli, en Petrosjan vann þá sjöundu og er staðan nú 4V2 gegn 3% Petrosjan í hag. Þessar skákir verða birtar hér bráðlega. Ófær» og snjó- flóðahætta Framhald al 16 síðu sett niður í logni. Búast má við að fjallvegir á Vestfjörðum séu orðnir ófærir. Fært er norður yfir HO'itavörðuheiði, en norðan tU í henni hefur sett niður mikinn lognsnjó, svo og í Hrútafirðinum, og cná búast við, að þar verði allt ófært, ef hvessir. Sæmileg færð mun yfirleitt um innsveitir Norðanlands enn þá, en Veðurstofan býst við, að þar muni setja niður mikinn snjó í nótt. Hins vegar er ófært- fyrir Skagann og á Reykjaströndinni, svc og út með Skagafirði að aust- anverðu. Þa er einnig slæm færð beggja vegna vig Eyjafjörð utan- verð'an og vegir austan Húsavíkur eru víða ófærir. Vaðlaheiði var mokuð í dag, þar eð ekki þykir rétt að nota veginn um mynni Fnjóskadals, vegna snjóflóðahættu. Norð,ur á Melrakkasléttu er kom- inn mikill snjór og ófært öllum bílum, Ausíin Gipsy bíll var ný- iega kominn til Raufarhafnar frá Húsavíkur ng hafði verið 25 klst. á leiðinni. Austanlands hafði ekki snjóað mjög mikið. Fagridalur hefur ver- ið opnaður og talið var að Odds- skarð myndi opnast í dag. Færð um Hérað vai sæmileg og fært suð ur um frá Reyðarfirði. Á Lóns Itciði var þting fæið Búast má við e.ti vegir lokist eystra, ef þar snjó- ar eitthvað að ráði í nótt. Minmngartónleikar Framhaid af 16. síðu. Victor Urbancic í Kristskirkju, Landakoti, en þann 4. apríl eru fimm ár'liðin frá andláti hans. — Hljómleikar þessir eru haldnir á vegum mjnningarsjóðs, sem Þjóð- leikhúskórinn stofnaði um dr. Ur- bancic, en ágóða hans er varið til styrktar íslenzkum læknastúd- entum við nám erlendis. Hinn frægi tónsmiður og orgelleikari, Anton Heiller, kemur hingað þenn an eina dag til að halda þessa hljómleika til minningar um hinn látna landa sinn og starfsbróður, en Urbancic var einnig tónsmiður, orgelleikari og stjórnandi. Á efnisskránni eru verk eftir Muffat, Kerll, Bach, David og Heiller sjálfur mun improvisera um eitthvert íslenzkt stef, sem honum verður fyrst fengið ! hend ur á hljómleikunum. Heiller er fæddur í Vín árið 1923 og stundaði nám í píanó-, cembaló- og orgelleik og tónsmíð um við tónlistarháskólann í Vín. Hlaut hann mikla viðurkenningu fyrir frammistöðu sína og árið 1945 var hann skipaður prófessor í orgelleik við tónlistarháskólann í Vín. Heiller hefur haldið orgelhljóm leika úti um allan heim og komið fram sem cembalóleikari eða stjórnandi á ýmsum tónlistarhátíð um. Einnig hefur hann leikig inn á fjölda hljómplatna, og þar á meðal eru öll orgelverk Bachs, sem tekin voru upp hjá Philipps. Meðal tónsmíða Heillers eru átta messur, fjölmargar mótettur, orgel verk og kammersymfónía. Og ein þeirra fjölda verðlauna og viður- kenninga, sem Heillr hefur hlotið er fyrstu verðlaun á alþjóða „im- provisatións“-keppni í Haarlem. Heiller heldur héðan í kvöld til New York, en þar standa fyrir dyrum æfingar á verki eftir Hinde mith, sem flutt verður í Metropolit an-óperunni. Þar er verið að vígja nýtt og mjög fullkomið orgel, og krafðist Hindemith þess, að Heill- er léki áðurnefnt verk eftir hann, þegar ákveðið vara ð með því skyldi vígja orgelið. Reykvíkingum gefst því þetta eina og einstæða tækifæri til að hlýða á Heiller, áður en hann held ur til New York, og er ekki að efa, að færri geta notið sér þag en vilja. Miðasala verður í Bókaverzl un Lárusar Blöndal, Hljóðfærahús inu o.g í blaðasölu Sigfúsar Ey- mundssonar. Ný flugvél Fra' •••nn at 8 siðu áætlunarflug mun verða hafið, þeg ar nauðsynleg leyfi hafa fengizt. Verður ekki annað séð, en mesta samgöngubót verði hjá áðurnefnd- um kaupstöðum og byggðarlögun- um þar hið næsta. Hjá Birni Pálssyni munu staifa 3 flugmenn og þrír flugvirkjar. _________________________J. G. Laos i Framnaid ai 3 síðu) Ríkisstjórn Kína gaf í dag út yfirlýsingu um Laos-málið, og eru Sovétríkin og Bretland þar hvöttu til að fylgjast með þróun mála þar. Ef ástandið í landinu versn- ar, verður að ræða, hvort ekki sé ástæða til að kalla saman að nýju Geneveráðstefnu um Laos, segir í yfirlýsingunni. Ástandið í Laos segja Kínverjar nú vera mjög alvarlegt,. og þeir kenna Bandaríkjunum um hvernig kom- ið er. ÞAKKARÁVÖRP Alúðar þakkir fyrir margvíslega vinsemd er mér var auðsýnd á sjötugs afmæli mínu. Þórður Kristleifsson Innilega þakka ég öllum þeim, sem sýndu mér vin- arhug á sjötugs afmælinu 9, þ.m. með gjöfum, blóm- um, skeytum heimsóknum og hlýjum handtökum. Árni Vilhjálmsson. Beztu þakkir til allra þeirra er minntust mín á 75 ára aímæli mínu 25. marz s.l. með heimsóknum, gjöf- um og heillaóskaskeytum. Sérstaklega þakka ég sveit- ungum mínum hina stórmyndarlegu gjöf til okkar hjónanna. — Guð blessi ykkur öll Hannes Hannesson, Melbreið Bróðir okkar Magnús Ágúst Sigurðsson frá Flatey á Breiðafirðl lézt að Elli- og hiúkrunarheimilinu Grund, laugardaginn 13. aprll sl, Systkinl hins látna. Hjartans þakkir færum við öllum nær og fjær, sem sýndu okkur samúð og vinarhug vlð fráfall og jarðarför Guðjóns Jónssonar Heiði, Vestmannaeyjum. Aðstandendur. Móðir mín, dóttir og systir, María Jónsdóttir lézt af slysförum 14. þ,m. Sigurlaug Halldórsdóttir Slgurlaug Guðmundsdóttir Jón Vigfússon Ester Jónsdóttir Faðir okkar, Jón Jónsson Stóra-Skipholti v/Grandaveg andaðist mlðvikudaginn 10. þ.m, — Jar%sungið verður frá Neskirkju fimmtudaginn 18. april kl. 2 e.h. — Blóm vinsamlega afþökkuð, Börn hlns látna. T f M I N N , niiðvikudaginn 17. aprfl 1963

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.