Tíminn - 19.04.1963, Qupperneq 5

Tíminn - 19.04.1963, Qupperneq 5
Helgi Hjörvar: Tjjjögurumný glímulog Það er kunnugt, að málefni glimunnar eru komin í undarlega I röng, og er vandi á að taka, svo að ekki hlaupi í sinubrennu. Veik ég að þessu fáum orðum í viðtali Sig. Sig. við mig í íþi'óttaþætti, en orð þau komu í blöðum. Og var þess þar getið, að hinn nýi forseti ISÍ, Gísli Halldörsson, vildi mjög forða glímunni frá deilum, sem snúist gætu til hins verra. Jafn- framt því sem eg birti tillögur mínar í blöðum, hef ég átt viðiæð- ur við forseta ÍSÍ og heitið honum scm áður að leggja lið til friðar, ef auðið má verða. En það er ætl- un mín og margra annara, sem giímunni unna og standa munu að þeirri stefnu sem hér kemur fram, að skiljast ekki við fyrr nn þjóðaríþrótt íslendinga verði bjargað á hreinan grundvöll. Og hér koma tillöguman 1. Frumatríði glímunnar: 1. gr. ís'enzk glíma er þreytt með föstum handatökum í glímu- belti. Ekki má skipta um tök í glímunni og ekki sleppa tökum nema af rökréttri nauðsyn. 2. gr. Glimutökin eru þessi: Hægri hendi aftanvert á vinstii há- mjöðm. Vinstri hendi á hægri lær hnútu. Hægri hönd hefur undir- lakið. 3. gr. Bylta ræður úrslitum hverr- ar glímu, nema glímumaður sæti þeim vítum að jafngildi byltu (eða dæmt verði jafnglími). 4. gr. Glímumenn búast til glímu þéttprjónuðum og nærskornum samfestingi, hlýrabol og leista- brókum, undir mittisskýlu og glímubelti. 5. gr, Glímubelti og mittisskýla skal vera samfelld flík, sniðin hverjum manni eftir stærð hans og vaxtarlagi, nærfelld, og svo traust að hún þoli karlmannstak. 6. gr. Gkmumaður ber ábyrgð á að belti háns sé nógu öflugt til sð bera sjálfan hann í glímunni, íneð því að átakið í beltið svarar jafnan þunga og viðspyrnu hans sjálfs. 7. gr. Glimuskór séu léttir og mjúkir og nærfelldir, lausir við harða sólarönd og hverja missmíð, sem valdið geti meiðsli eða baga fyrir viðfangsmann; þeir skulu vera svo vel festir að fóturinn skríði ekki úr skónum í bragði. 8. gr. Gerð skulu (af glímudómi) riánari fyrirmæli um glímubúnað á almennum vettvangi. 9. gr. Glímumenn eigast við upp réttir og uppréttu höfð'i; þeir stnnda lítið eitt til hægri hvor við annan, svo að bringa nemi nær bringu; allir liðir, en einkum arm- luiir, séu mjúkir í stígandi og bið- leikan eftir bragðfæri, svo sem framast má samrýmast sókn og vörn. 10. gr. Glímubrögðum er beitt einkanlega með fótunum; í öðru lagi með bolvindum sækjanda, en nieð átaki handanna eftir því sem hin föstu handatök leyfa og eðli n\ers bragðs er til. 11. gr. Engin handbrögð má við- hafa; ekki heldur nein handatök ulan glímutakanna, nema þau, að tera fyrir sig hönd á glímuvöllinn sjálfan til að verjast falli. 12. gr. Vítalaust er það, þó að giímumaðui taki hendi á keppi- r.aut sínum, ef þeir hafa sleppt lökum eða misst þau, og leita aft ur jafnvægis til að takast tökum á ný, enda felist hvorki vörn né sókn í slíku taki. 13. gr. Ekki má sá hefja bragð né sókn, sem sjálfur ber hönd i fyrir sig á glímuvelli. 14. gr. Ekki má verjast falli né lorvelda hinum glímuna með þvíl að hanga í sækjanda með neinum iiætti, hvorki neyta til þess glímu- takanna né annara bragða. 15. gr. Engu bragði má beita með þvi að láta fallast á kné né hendi. 16. gr. Engu bragði og engri vöm má beita sem höggi. 17. gr. Ekki má bregða hæl né þverum fótlegg í hnésbót hinum. 18. gr. Hné eða læri má ekki beita til bragð's á innanvert lær hir.um hærra en svo, að nemi miðju læri eða ívið ofar. 19. gr. Það er sæmdarkvöð hverj ! um glímumanni að halda rósemi sinni og vinsamlegri alvöru í öll- Uii) skiptum á glímuvelli, að deila ckki við keppinaut, en bera fram mál sitt við dómara, ef svo kynni að þurfa. 20. gr. Reiði í glímu er ósæm- andi. Fólskutök eru óhæfuverk. II. Um glímumót: 21. gr. Efna skal til glímumóta ■ eftir^ almennum ákvæðum í lög- ! um ÍSÍ um íþróttamót. Skal skipa mótsnefnd og starfsmenn við ; glúnumót eítir lögum og reglum i ÍSÍ um hliðstæð íþróttamót, lands i mót og héraðsmót. I 22. gr. Sé kappglíma háð um verðlaunagrip, eftir sérstakri skipu lagsskrá um þann grip, þá skal ; glíman að öðru leyti háð eftir al inennum glímulögum. 23. gr. Dómnefnd þriggja manna i skal vera að hverri kappglímu. I Dómnefnd gætir þess, að glíma sé | í Öllu réttum reglum háð og sker úr öllum ágreiningi á glímuvelli. I Dómnefnd velur sér formann, | nema hann sé áður valinn. Hann i stjórnar glímum á glímuvelli, gef- í ur glímumönnum merki til at- göngu og merki um það, að glímu þeirra sé lokið. 24. gr. Dómnefnd skal gæta þess að glímuvöllur sé löglegur og bún- aður glímumanna í fullu lagi. Sé | búnaði glímumanns verulega áfátt, ! baigir dómnefnd þeim manni frá íeik. Glímumaður má engar hlífar hafa um hné eður olnboga, nema umbúðir sé um meiðsl. 25. gr. GUmuvöllur skal að jafn aði vera fjalagólf eða timburpall- ur, ekki minni en 6.5—7 m. á hvern veg. Skal timburgólfið vera cvo slétt sem kostur er. En ofan á gólfið skal strengd gólfábreiða úr ull, þykkofin og góð gerð, ekki minni en 5 eða 5.5 metrar á hvern '•eg, og afmarkar ábreiðan sjálf- krafa glímureitinn; skal ábreiðan vandlega þanin á gólfið og hvergi missmíð á, fest nægilega á rönd- urn og þess vel gætt, að kantar ábreiðunnar verði ekki fyrir fæti, þó að leikur berist út fyrir mörkin. (26 gr og áfram, ýmis á- kvæði formlegs eðlis) fll GIímustjó*-n og dómstörf: 31. gr. Formaður dómnefndar, cða glímustjóri, kveður menn fram til glimu. 32. gr. Formaður dómnefndar er aðaldómari á glímuvelli; hann ráðg asi við meðiiómendur sína um hvað cna, sem honum þykir ekki liggja : augum uppi, svo sem þeir og skulu vekja athygli hans á öllu, sen þeim virðist frekari athygli vert 33 gr Það skal vera upphaf ghmu. að seppendur ganga hve>- .•sgn öðrum um þveran glímuvöll !étl og hvatlega og takast í hend ur því næst taka þeir glímutök um í réttri glímustöðu, þ. e. fullri jafnvægisstöðu báðum fótum, nægra fæti nær feti framar, og sé fótstaðan látlaus og traust. 34. gr. Dómari gætir þess, að staða og tök glínuimanna séu sem vera skal; þá segir hann: Stigið! og skulu keppendur þá taka stíg- andi; telur dómari í hljóði sem svarar 3 sekúndum, en segir þá glögglega: Glímið! Hefst þá glím- an. Verði hik eða töf á stígandi, slral dómari endurtaka: Stígið! o. s. trv. 35. gr. Dómara ber ekki að skipta sér af glímunni, nema nokk li'' nauðsýn sé á, ckki stöðva hána o.g .ekki taka hendi á glímumanni tii aðvötunar, ef umflúið verður; honn getur leiðbeint keppendum með látlausum orðum, t. d.: Ekki bolast! — Léttari glimu! — Upp- rétt höfuð. — Innar (á völlinn)! — Slíku ávaipi skal ávallt beina til beggja keppenda. Dómari get- ur fært sig mjúklega í veg fyrir keppendur, sem láta berast gá- lauslega út á vallarmörk. 36. gr. Stöðva má hæga glímu 1 með mjúklcgum handtökum, en hraða glímu skal stöð'va með blistru. 37. gr. Allir dómnefndarmenn i skulu hafa blístru og vera öllum jatn rétt og skylt að stöðva glímu, livenær sem þeim þykir þurfa. En formaður dómnefndar hefur stiórn glímannar að öðiu leyti. 38. gr. Haíi glíma verið stöðvuð, skal hefja hana aftur sem um- svifaminnst, með orði dómara: Glímið! 39. gr. Domnefnd bcr að halda stranglega uppi sæmd glímunnar í hvívetna, góðum leiksiðum, góðri \ glimu og drengskap í skiptum. Dómnefnd skal gjalda varhuga við lýtum og ávirðingum, sem beitt kann að vera í blóra við almennt meinleysi eða gamlar ávirðingar i glímuvenjum. 40. gr. Oómnefnd skal þegar skerast í leik, ef glímumaður biýt ur í einhvcrju hinar einföldustu glimureglur, með því t. d.: il að bolast, með öllum lýtum þess '2: að beita öxlinni fyrir bringu hinuni 13, að lúta höfði yfir öxl bonum '■-)') að standi fótum sptt- fiærct keppinau’ sínuir '5 að haldr binun s’i' um handlegoiuir n. að ota f-am '■■ ••••, loft' m.'.l' h-prða að \Vhafs leikfimilæli í vörnum og hreyfingum i (8) að fara loftstökk úr bragði, og skal samstundis víkja þeim manni úr glímu (9) að beita æðisókn eða fumi (10) að sækja bragð háskalega, eða svo að meiðslum gæti valdið (11) að beita tregðuvörn, þ. e. að glíma ekki, en standa þungt og stirt við allri viðleitni hins ril að glíma (12) að sleppa þráfaldlega tökum (13) að beita loftsveiflu, svo að , nálgist heilan hring, án þess að bragð fylgi (14) að neyta aflsmunar til þess að halda hinum á lofti, leng- ur en lióf sé að, og beita hann brögðum á þann hátt (15) að taka röngum tökum, t.d. hægri hönd á bak aftur (16) að klemma fót hins báðum fótum í bragði, eða hand-! legg hans í handkrika sér (17) að beita hrindingu, höggi cða nokkru því sem tilræði megi kalla. | (Sjá nánar IV. kafla um víti). 41. gr. Það varð'ar vítabyltu eða burtvikningu úr glímu, ef fallinn rnaður kippir hinum berlega af handaflj með sér í fallið. Dómur um þetta skal þó vera einróma og felldur samstundis. 42. gr. Ef sækjandi lætur fallast á hinn ofan, svo að bersýnilegt megi kalla, þá varðar það sömu vít-. um, með sama fyrirvara um ein- róma dóm. Leiki efi á um vilja- sök, skal dæma bræð'rabyltu. 43. gr. Það varðar vítabyltu að bregða framan á báða fótleggi (draugabragði), svo og hvert átak eða hrinding, sem miðar beint að' þvi að maður hrati á bæði kné. 44. gr. Ef sókn eða vörn og við- brögð glímumanns bera I ótvírætt svipmót og óræk einkenni frá öðrum fangbrögðum, svo sem grískri glímu, en einkum fjöl- bragðaglímu, þá skal dómnefnd áminna þann mann, að hann glími islenzka glímu, og má víkja hon- um úr glímu eftir tvær áminning- ar, ef ekki stoðar. 45. gr. Nú slitnar belti glímu- manns í glimunni og skal dóm- refnd fresta þeirri glímu og kanna, | hvort hirð'uieysi glímumanns megi um'kenna beltisslitin (sbr. 6. gr.). Ef svo verður álitið, skal það varða hann vítabyltu. 46. gr. Úrskurð um víti í glímu skal upp Kveða þegar í stað á glímuvelli , heyranda hljóði. Ein- faldri áminningu eða bendingu skal beina af hljóði til glímu- manns, eða beggja, ef svo þarf. | 47. gr. Nú lendir sóknarbragð í kyrrstöðu, svo sem hælkrókur Staðið hefur til um nokkuð skeið að koma á keppni ? um íþróttamerki ÍSÍ Hefur sérstök reglugerð verið samin, gerð merki og þátttökuspjöld og öðrum undirbún igi lokið. íþróttamerki Iþróttasambands ís ands er ætlað að vekja og við- I ruda áhuga manna fyrir alhliða íþióttapjálfuii íþróttamerkið get- ui hver islenzkur rikisborgari unn- sé hann if ára og eldri Iþróttamprki? er gert úi eir. ’ri og guih iþ órtaafrel pau sem hver mað- ■ikai vinn til þess að eiga kost i að fá mevK-ð eru miðuð við það að íþróttirnai geti náð til sem I fiestra. V í MI N N 'östudaginn 19. apríl 1963 niðri, og skal þá dæma svo: Ef verjandi hrekkur fyrir fyrsta hæl- laki, en fellur ekki, né nær aff losa fótinn, þá má sækjandi beita samstundis öðru hæltaki til; verði þá ekki bylta umsvifalaust skal dómari stöðva bragðið sem tapað, nema sækjandi skipti um bragð í sama svip. Lendi hælkrókur í fastri þrástöðu í upphafi, skal dóm ari þegar telja hátt (3 sek.): Einn — tveir — hættið! og stöðva bragð :ð. Verði bylta í þeim svip, skal hún marklaus. Með. sama hætti, þ. e. sams konar talning í 3 sek- úndur, ber dómara að stöðva hvert annað bragð, sem lenda kann í kyiri jarðstöðu, t. d. sniðglímu niðri. 48. gr. Nú berst maður fyrir í glímu, á mörkum byltu, eða beitir einhliða tregðuvörn án markverðr- ar sóknar (sbr. 40. gr. 11) og má þá dómnefnd úrskurða honum tap- aða glímu eftir fulla lotu. ,49. gr. Dómari skal stöðva sam- stundis hverja sókn eða vörn, sem snýst í álappalegar eða ófagrar stellingar, án tillits til þess, hvað leyfilegt ma kallast í sjálfum á- lökum keppenda, eftir glímuregl- um; slíkt hið sama skal stöðva glímu, ef glímubúningur rifnar eða gengur úr lagi. 50. gr. Glimumaður skal temja sér fyllsta hlutleysi á glímuvelli. Það er ótilhlýðilegt, ef glímumað- ur lætur í Ijós hylli eða andúð við cinn eða neinn af keppendum, dómurum eða starfsmönnum á glímuvellinuiíi. 51. og 52. gr. Ákvæði um lotu- lengd, hvíld milli glímna o. s. frv. 53. gr. Lok hverrar glímu skal tllkynna með blístru, svo og úrslit hennar í fám orðum, t. d. Árni vann! IV. Vítabálkur (Hér verði tilgreind víti við ávirðingum þeim, sem taldar eru í 40. gr. 1—17, að því leyti sem þar er ekki sagt). V. Bylta Það er bylta ef glímumaður snertir glímuvöll fyrir ofan kné eða úlnlið. Enn fremur: a) fall á bæði kné b) fall á báðar hendur fram og annað kné c) fall á báðar hendur senn aftur á bak. Um glímudóm (Þessi ákvæði um glímudóm xomi sem sjálfstæð grein inn í íþróttalögin). Stofna skal glímudóm (t. d. 12— 20 manna, eftir settum reglum). Glímudómur skal setja íslenzkri glímu lög og reglur og hafa að þvi leyti vfirstjórn á málefnum glímunnar og siðferðilega ábyrgð á sæmd hennar og viðgangi sem ís- lenzkri þjóðaríþrótt. — Glímudóm- ur hefur ekki framkvæmdir um glímumál. Glímudómur skal (eftir að hann er eitt sinn skipaður) sjálfur kveðja meiin í dóminn, ráða tölu dómsmanna innan settra marka og sjálfur ætja sér starfsreglur. Er iþróttaafrqkunum skipt nið- ur í fimm flokka. Skal leysa af hendi eitt aírek innan hvers flokks og er þag frjálst val keppandans ag öðru levo hvaða verkefni hann velur sér m fimm þrautir sam- tals verður hann að inna af hendi til þess að eiga rétt til að kaupa íþróttamerkið Slíkar keppnir um íþróttamerki liafa farig fram á Norðurlöndum um langan tima og borið mikinn og eóðan árangur. Ákveðið hefur verið að í sam- handi við íþróttakeppni þá sem fram fer íþróttahúsinu á Há- iogalandi í Kvöld (föstudagskvöld) a? gefa þeim þátttakendum í körfu (••nattleiksk'mpninm sem þess óska lost á ag vinna fyrsta flokkin af fimm sem parf til þess að vinna íþróttamerkið Keppni ÍSÍ er þar með hafin. t>

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.