Tíminn - 19.04.1963, Síða 9
Heimsókn að Varmalandi
i
Nemendakórinn syngur undlr stjórn Páls H. Jónssonar, en hann flutti erindi í skólanum um samv.mál
\
IJM ÞAÐ BIL sem vorsólin
gengur undir í Borgarfirði,
hægir norðanvindurinn á sér og
dularfullur blámi leggst yfir
landið. Holtin, hamrarnir og
flóasundm renna saman í fasta
heild og tindótt fjöllin inni á
hálendinu og vestur á Mýrum
minna þig á álfakirkjur úti í
rökkrinu.
Þegar við komum í nýja
hverfið, sem hefur myndazt við
Veggjalaug var örlítið farið að
skyggja og inn um eldhúsglugg
ana í kvennaskólanum, sem ber
hið opinbera heiti „Húsmæðra-
skóli Borgfirðinga að Varma-
landi“, sást, að syfjaðar stúlk-
ur voru að ganga frá uppþvott-
inum. Þær höfðu dansað fram
á nótt í gær, en að því verður
vikið síðar.
Það var með hálfum huga,
sem undirritaður barði upp í
skólanum td að hafa tal af
skólastjóranum, — og meðan
hann beið á tröppunum, var
nægur tími til þess að hugsa
um, hvernig í ósköpunum skóla
stjóri í Húsmæðraskóla Borg-
firðinga að Varmalandi, liti út.
— Auðvitað er um 300 punda
vargur í peysufötum, og hún
mun éta þig með augunum . . .
Til dyrana kom ung stúlka,
rauðhærð og smekklega klædd:
— Steinunn Ingimundardóttir,
skólastjóri.
Okkur var boðið í stofu, upp
á kaffi og smurt brauð með
njóla. Þær hlógu, stúlkurnar,
þegar við fórum að hæla „græn-
metis“-salatinu, sem reyndist
vera njóli — eina grænmetið,
sem hægt er að fá ferskt á þess-
um stað, og svo fórum við að
tala um skólann — námið og
Steinunn ingimundardóttir
skólastjóri.
það mannlíf, sem stúlkur lifa
í heimavistarskóla — húsmæðra
skóla.
Stúlkumar hér, eru á aldr-
inum 17—20 ára, flestar. Skól-
inn starfar í 9 mánuði í einu
og útskrifast nemendur eftir
eitt skólaár, segir Steinunn okk
ur. Náminu er skipt í bóklegt
og verklegt nám. Nemendurnir
læra allt, sem lýtur að hús-
stjórn, matargerð, húsverk,
þvott og fráganíg, vefnað og
saumaskap. Við skiptum stúlk-
unum í hópa. Einn hópurinn er
t. d. í eldhúsinu, annar þvær
þvotta og þriðji saumar, eða
vefur. Þær kunna flestar í upp
hafi mjög takmarkað til þessara
hluta. Þag færist meira í vöxt,
að unglingar fari á framhalds-
skóla og síðan í alls konar at-
vinnu, verzlunarstörf og fleira
og því læra ungar stúlkur oft-
ast lítið til hússtjórnar heima
hjá sér. Þarna er einmitt kom-
lið að kjarna málsins, hús-
mæðraskólarnir eiga að bæta
þetta upp.
í kjallara skólans er salur
með ótal vefstólum. Þarna er
kenndur vefnaður. Stúlkurnar
vefa brekán, mottur, gardínur
og dúka og það er mjög list-
rænt handbragð á öllum hlut-
um og litavalið er fágað.
Það má segja, að stúlkurnar
séu með tvennum hætti að
vinna fyrir framtíðina, segir
skólastjórinn, þegar við höfum
orð á öllum þessum fögru klæð
um, sem hér eru unnin. Þær
leggja sér til efnið í munina,
sem þær vinna og það er hreint
ekki svo lítið, sem þær hafa
með sér heim, þegar þær
kveðja skólann. Það er álitleg-
ur heimanmundur, sem mun
koma sér vel, þegar þær giftast
og eignast Sitt eigið heimfli.
Litaval og uppsetningu er
þeim leiðbeint með. Þó allt sé
auðvitað haft sem frjálslegast,
og hver og ein ráði sínum form
um og lit, þá reynum við að
leiðbeina, til að hinn þjóðlegi
litblær í vefnaði sé þeim kunn-
ur. Sauðalitirnir svonefndu
sitja í öndvegi, eins og sést á
ullarvefnaði, en þeir gefa ís-
lenzkan blæ.
★ NÝ ÁLMA —
SUMARHÓTEL?
Við göngum út í nýja álmu,
sem verig er að leggja síðustu
hönd á:
Þarna fáum við fullkomið
þvottahús, snyrtiherbergi og
böð í kjallara. Á miðhæð verða
tvær kennslustofur, ásamt mat
sal og rúmgóðu anddyri. Hægt
er að opna á milli þessara sala
og fáum við þá stóran sam-
komusal með ofurlitlu leik-
sviði.
Skemmtanalíf er talsvert með
öðru sniði hér en í þéttbýlinu.
Við höfum kvöldvöku einu
sinni í viku. 4—6 stúlkur ann
ast kvöldvökurnar til skiptis. —
Þar er ýmislegt til skemmtun-
ar, söngur, þjóðdansar, gaman-
vísur og leikir. Einu sinni á
vetri fáum við heimsókn —
annan veturinn koma Bifröst-
ungar hér, .en hinn Hvanneyr-
ingar.Við erum svo á móti boðn
ar á skemmtanir þangað jafnoft.
Já, vel á minnzt, Hvanneyring-
ar voru hér á skemmtun í gær-
kvöldi. Stúlkurnar sýndu leik-
rit, sem þær höfðu samið sjálf-
ar og ýmislegt fleira var tfl
skemmtunar og dansað var
fram á nótt, — en svo við víkj-
um talinu aftur að nýju álm-
unni; þá eru kennara og nem-
endaíbúðir á efri hæðunum, svo
og tvö gestaherbergi. Bæta
þessi húsakynni úr brýnni
þörf.
Hér skjótum við inn spurn-
ingu: Hvað segið þér um þá
hugmynd, að nota húsmæðra-
skólana fyrir sumarhótel?
— Það lízt mér ekki vel á.
Við til dæmis störfum 9 mán-
uði ársins, svo það yrði aðeins
hægt að starfrækja hótelið tvo
mánuði, eða svo. Ég efast um,
að það myndi borga sig. Líka
þarf að rýma kennaraíbúðir fyr
ir nýtt starfslið. Það er erfitt
líka. Ég held að það sé ómögu-
legt, að nota t. d. þennan skóla
fyrir sumargesti, þó áhugi væri
fyrir hendi. Til þess að skólar
komi að gagni við þetta, verð-
ur að vera sérstök heimavist,
t. d. eins og er í Menntaskólan-
um á Akureyri. Þ. e. a. s., að
nemendurnir búi á veturna á
„hóteli”, en ekki, að gestir búi
á sumrin í „skóla“.
ÞJÓÐLEGUR SKÓLI,
Við göngum í matsal, þar
sem þung málverk eftir Blön-
dal og Ásgeir Bjarnþórsson
hanga á veggjum, og hillur
svigna undan bókum:
Bókasafnið er ekki mikið, en
fer hægt og sígandi í rétta átt.
íslenzkukennsla er í skólanum.
Kennir hana séra Rögnvaldur
Finrbogaso. Lögg er rík á-
herzla á íslenzkar bókmenntir
og bókmenntasögu. Ég persónu
lega trúi því, að þjóðlegar bók-
menntir íslendinga beri að
kynna rækilega, segir frú
Steinunn, ekki sízt í svona
skóla. Við lifum á öld hins
mikla asa á öllum hlutum. —
Unglingarnir mega ekki fara
þess á mis, að kynnast góðum
skáldum og rithöfundum í
æsku.
— Ér ort mikið hér?
Nei, það er varla hægt að
segja það. Ekki svona í þeim
skflningi. Þó setja stúlkurnar
saman gamanvísur og kvjðlinga,
sem þær syngja og hafa yfir á
kvöldvökum. Já, og svo sömdu
þær leikritið, sem þær sýndu
Hvanneyringum í gær.
Að síðustu gengum við gegn
um eldhúsið. Allt er snyrtilegt
og fágað, sem vera ber. Hver
hlutur á sínum stað:
Einn hópurinn er í mat-
reiðslu. Hann eldar og bakar
það, sem neytt er í skólanum
— auk þess almenna, læra
stúlkurnar að sjóða niður og
laga viðhafnarmeiri mat og
matvæli, segir Steinunn Ingi-
mundardóttir, skólastjóri að
lokum.
Þag er komið myrkur, þegar
við ökum úr hlaði. Á beygj-
unni fyrir neðan, lítum við
andartak til baka yfir hverfið
— Varmaland. Fyrir fáeinum
árum var það bara Veggjalaug.
Nú heilt hverfi — hundruð
bjartra rafljósa. Hingað sækja
vtrðandi húsmæður myndar-
skap og þjóðlega menningu —
hreysti og þroska.
J. G.
Nokkrir nemendur í Húsmæðraskóla Borgfirðinga að Varmalandi.
TIMINN, föstudaginn 19. aprfl 1963 —