Tíminn - 19.04.1963, Qupperneq 14

Tíminn - 19.04.1963, Qupperneq 14
ÞRIÐJA RIKIÐ WILLIAM L. SHIRER kaþóMkka, Austurrí'kismanni, íyrr verandi flakkara, „þjóðernis-sósíal ista“ og foringja lægri millistétta hópanna, verið aflað fylgis meðal mótmælenda í yfirstéttunum í norðanverðu landinu, hinna íhalds sömu júnkara og fjölda einveldis- sinna, þar á meðal á síðustu stundu krónprinsins sjálfs, auk Hitlers eigin stuðningsmanna. Enn var aukið á ringulreiðina með til- komu tveggja nýrra frambjóðenda en hvor'ugur þeirra gat vonazt til þess að sigra, en báðir gátu þeir fengið nægilegt atkvæðamagn til þess að koma í veg fyrir, að annar hvor aðalframbjóðandinn hlyti al- geran meirihluta, sem nauðsyn- legur var til þess að hljóta ko'sn- ingu. Þjóðernissinnar buðu fram Theodor Dústerberg, næst æðsta mann Stahlhelm (Hindenburg var heiðursyfii'maður þess), litlausan fyrrverandi hershöfðingja, sem nazfstar uppgötvuðu brátt sér tíl mikillar ánægju að var sonarson- arsonur Gyðings. Kommúnistar, sem hrópuðu að sósíal-demokj'at- arnir væru að „svíkja verkamenn. ina“ með því að styðja Hinden- burg, buðu fram sinn eigin mann, Ernest Thalmann, foringja flokks- ins. Þetta var ekki í fyrsta sinn, sem kommúnistar hlýddu boði frá Moskvu og hættu á að styðja naz- ista. Kosningabaráttan var varla haf in, þegar Hitler hafði leyst vanda málið varðandi ríkisborgararétt sinn. Hinn 25. febrúar var til- kynnt, að nazistinn, innanrikisráð- herra ríkisins Brunswick hefði út- nefnt Herr Hitler starfsmann ræð ismannsskrifstofu Brunswick í Berlín. Við þessi skripalæti varð nazistaforinginn sjálfkrafa ríkis- borgari Brunswick og þar af leið, andi Þýzkalands, vog um leið kjör- gengur sem forsetaefni þýzka rík- isins. Eftir að hafa stokkið yfir þessa litlu hindrun af svo miklum léttleik, kastaði Hitler sér út í kosningabaráttuna af miklum ákafa. Hann fór um landið þvert og endilangt, ávarpaði fjölda manns á tugum fjöldafunda og kom því til leiðar, að fólkið var gripið tóálfgerðu æði. Göbbels og Strasser, hinir tveir töframenn flokksins, fylgdu svipaðri áætlun. En þetta var ekki allt. Þeir stjórn uðu áróðursherferð, sem líktist engu því, sem Þýzkaland hafði áð- ur komizt í kynni við. Þeir límdu eina milljón spjalda í æpandi 14- um á veggi borga og bæja, dreifðu átta milljónum bæklinga og tólf miiljónum aukaeintaka af flokks- blöðum sínum, stofnuðu til þriggja Iþúsunda funda dag hvern, og í ;fyrsta sinn í sögu þýzkra kosn- j inga var mikið gert af því að nota kvikmyndir og hljómplötur, en [þær voru leiknar í bílum, sem síð an óku um göturnar með glymj- I andi hátalara. 1 Briining vann einnig sleitulaust við að tryggja kosningasigur hins gamla forseta. í fyrsta skipti varð þessi góðviljaði maður nægilega miskunnarlaus til þess að panta allan tíma útvarpsstöðva ríkisins fyrir sinn eigin frambjóðanda — athæfi, sem gerði Hitler ofsareið- an. Hindenburg talaði aðeins einu sinni opinberlega, að kvöldi lúns 10. marz, í útvarpsdagskrá, sem áður bafði verið tekin upp. Þetta var virðuleg ræða, ein af þeim fáu, sem flutt var í þessari kosn- ingabaráttu, og hún hafði mikil áhrif. — Kosning flokksbundins mann», sem er fulkrúi einhlwa öfgaslefna, og myndrþar af leið- andi hafa meiri hluta fólksins á I móti sér, myndi koma föðurland- , inu í alvarleg vandræði, og það er óútreiknanlegt, hverjar afleiðing- ar þau kynnu að hafa. Skyldan bauð mér að koma í veg fyrir þetta . . . Ef ég verð sigraður, hef ég að minnsta kosti ekki orð- ið orsök þess, að hægt sé að segja, að sjálfviljugur hafi ég yfirgefið stöðu mína á örlagatímum . . . Eg bið þá ekki að kjósa mig, sem óska ekki eftir að gera það. Það munaði aðeins 0,4% að tala þeirra, sem kusu forsetann næði hinum tilskilda meirihluta. Þegar kosningum lauk 13- marz 1932, voru úrslitin sem hér segir: Hindenburg 18.651.497 49,6% Hitler 11.339.446 30,1% Thalmann 4.983.341 13,2% 71 Diisterberg 2.557.729 6,8%: Tölurnar vöktu vonbrigði beggjaj aðila. Gamli forsetinn hafði feng- ið yfir sjö milljónum fleiri at- kvæði en nazistaæsir.gamaðurinn, en hafði samt ekki fengið nauð- synlegan meirihluta. Af þessu leiddi, að aðrar kosningar urðu að fara fram; þar sem sá frambjóð- andinn, sem hlyti flest atkvæði, næði kosningu. Hitler hafði aukið atkvæðamagn nazista um nær því fimm milljónir frá því, sem ver- ið hafði 1930 — um 86 af hundr- aði — en hann hafði verið langt að baki Hindenburgs. Mikil örvænt- ing rikti á heimili Göbbels í Ber- lín kosningakvöldið, en þar höfðu safnazt saman allmargir flokksfor ingjar til þess að hlusta á kosn- ingaúrslitin jafnóðum og þau voru tilkynnt í útvarpinu. „Við höfum verið s'igraðir. Hræðilegt útlit“, skrifaði Göbbels í dagbókina sína þetta kvöld. „Flokksmenn eru mjög miður sín og niðurbeygðir .'. . Við getum aðeins bjargað okk ur með snjöllu bragði". Daginn eftir tilkynnti Hitler í Völkischer Beobachter: „Fyrstu kosningabaráttunni er lokið. Sú næsta hefst í dag. Eg mun stjórna henni“. Og vissulega barðist hann af jafn miklum ákafa og fyrr. Hann tók á leigu Junkarafarþega- flugvél og flaug frá einu lands- horninu til annars — en þetta var alger nýjung í kosningabaráttu þeirra tíma — og talaði á þremur eða fjórum stórum fjöldafundum daglega í jafn mörgum borgum. Hann breytti aðferðum sínum við atkvæðasöfnunina af slægð. í fyrstu kosningabaráttunni hafði hann lagt áherzlu á eymd fólks- ins, ódugnað lýðveldisins. Nú lýsti harin bjartri framtíð til handa öll- um Þjóðverjum, yrði hann kjör- inn: atvinna fyrir verkamennina, hærra verð fyrir bændur, meiri viðskipti fyrir kaupsýslumennina, stærri her fyrir hernaðarsinna og eitt sinn lofaði hann í ræðu í Lust garten í Berlín, „að sérhver þýzk stúlka myndi finna sér eiginmann í Þriðja rikinu“! Þjóðernissinnarnir drógu fram- boð Dusterbergs til baka og hvöttu fylgjendur hans til þess að greiða Hitler atkvæði sitt. Óg aftur tók hinn lausláti krónprins, Friedrich Wilhelm, rétta stefnu. „Eg mun kjósa Hitler", tilkynnti hann. Kosningadagurinn 10. aþril 1932 var dimmur og drungalegur rign- ingardagur og einni milljón færri borgarar komu á kjörstað til þess að greiða atkvæði sitt. Kosninga- úrslitin, sem birt voru seint um kvöldið, voru þessi: Hindenburg 19.359.983 53 % Hitler 13.418.547 36,8% Thalmann 3.706.759 10,2% Þótt Hitler hefði aukið fylgi sitt um tv'ær milljónir atkvæða og Hindenburg fengi einungis einni milljón atkvæða meir en í fyrri kosningunum, þá hafði hann borið sigur úr býtum og hlotið algeran meiVihluta. Þannig hafði helming ur þýzku þjóðarinnar sýnt traust sitt á hinu lýðræðislega lýðveldi, og hann hafði hafnað afdráttar- laust öfgamönnum til hægri og- vinstri, eða svo héldu menn. Hitler hafði mikið um að hugsa. Hann hafði komið fram á áhrifa- mikinn hátr. Hann hafði tvöfaldag atkvæðamagn nazista á tveimur árum, en samt fékk hann enn ekki meirihlutann — og með honum það vald, sem hann leitaði eftir. Var hann kominn á enda þessárar ákveðnu leiðar? f flokksviðræðun- um, sem haldnar voru að loknum kosningum 10. apríl, hafði Strass- er haldið því blátt áfram fram, að svo væri komið fyrir Hitler. Strass er lagði eindregið til, að samið yrði við þá, sem með völdin fóru: 29 um aldrei orðið hamingjusöm sam an. Eg 'Skildi það, þegar við hitt- umst aftur í Shanghai. Blanche, það ert þú, sem ég elska. Það hef ur tekið mig langan tíma að upp- götva það, en nú veit ég það . . . Og þú elskar mig, já, ég held að þú halir elskað mig allan tímann og gerir það enn, þótt ég sé kvænt ur systur þinni. Skyndilega tók hann utan um hana og leitaðist við að kyssa hana. — Fjandinn hirði þetta allt saman, -fjandinn hirði öll hin, sagði hann og herti takið utan um hana. Hún reyndi að rífa sig lausa, en hann var sterkur og hún sá að það var vonlaust. Hann reyndi að lyfta henni Upp, en hún gerði sig stífa og þunga, svo að hann gafst upp, en reyndi þess í stað að draga hana að rúminu, sem stóð upp við einn kofavegginn. — Slepptu mér! hrópaði hún og sparkaði í allar áttir. Hún hitti hann í sköflunginn og i undrun sleppti hann takinu og hún flýtti sér frá honum, en þó ekki fyrr en Petrov, sem komið hafði að, hafði séð hana í örmum Johns. Það varð vandræðaleg þögn í litla kofanum. John andaði þungt og Blanche var blóðrjóð í andliti. Svo kom Petrov inn og lagði nokkra böggla frá sér á borðið. — Marsden, það er bezt, að þér farið út og athugið, hvort fólkið hefur það, sem það þarfnast fyrir kvöldmatinn. — Já . . . já . , . ég verð vist að gera það, svaraði John og hvarf í skyndingu út um dyrnar án þess að líta á Blanche. Hún var viss um, að hann var feginn að sleppa í burt. Var þetta raunverulega. maðurinn, sem hún hafði kvalizt og þjáðzt lit af árum saman? Hún hafði verið svo sannfærð um, að hún gæti aldrei hætt að elska hann. Hafði hann breytzt svona mikið eftir að hann kvæntist lDor- othy, eða var sannleikurinn sá, að hún hafði aldrei elskað þennan mann i ra-un og veru. Rödd Petrovs vakti hana úr hug leiðingum sinum. — Eg verð að biðja þig að muna, að mágur þinn hefur þýð- ingarmikið verk að vinna og hann má ekki verða fyrir neinum trufl- unum. Rödd hans var köld sem ís og þegar hún leit á hann, brá henni í brún. Hann horfði á hana eins og hann hatnði hana. En hvers vegna? Hvað hafði hún gert? Það var ekki hennar sök, að John hafði hegðað sér svona gagnvartj henni. En hvernig átti hún aðj koma honum i skilning um það? | — Þú 'skalt ekki taka tillit tilj þess, sem John segir eða gerir,1 stamaði hún. — Eg held að hann sé alveg að því kominn að fá’ taugaáfall og veit satt að segja ekki, hvað hann gerir. — O, jú, ætli hann viti það ekki. Sá, sem sýnilega veit það ekki ert þú. Ef þú hirðir um að muna það, þá er hann í fyrsta lagi eiginmað- ur systur þinnar og hefur engan rétt til að nálgast þig, og í öðru lagi hefurðu sennilega gleymt, að sjálf ertu bundin ... | — Eg hef ekki gleymt því! — Ekki það? Heldurðu þá að ég sé svo mikið bölvað flón, að ég standi bara aðgerðarlaus og horfi á annan mann daðra við kon; una mína . . . — Niek, hlustaðú nú á mig . . — Eg hef nógu oft hlustað á þig. Þú ert klók að koma með afsakanir, cn í þetta skipti stoðar það ekki hætis hót. Þú þarft ekki að hafa fyrir því að segja mér huggulegu litlu söguna. sem þú hefur sjálfsagt á reiðum höndum Eg get ekki efazt um það, sem ég sé með mínum eigin augum. En A HÆTTUSTUND Mary Richmond það er eitt, sem ég heimta, að þú áttir þig á. Petrov kom fast að henni, greip um axlir hennar, svo harkalega, að hana sérkenndi til. —' Þessi giítingarathöfn sem framkvæmd var var kannski aðeins formsat- nði, en meðan þú ert hér í Kína berð þú nafn mitt og ÞAÐ vil ég að þú mumr. Eg mun ekki sætta mig við að þú hvetjir aðra karl- menn til að sækjast eftir _þér . . . —- Hvernig dirfist ÞÚ . . . Blanche var öskuvond að hún vissi ekki sitt rjúkandi ráð, hún lyfti hendinni og ætlað'i að reka honum kinnhest, cn hann greip um úln- lið hennar. — Þetta var heimskulegt af j þér, sagði hann hvasst. — Eg ráð-1 legg þér að gera ekki aðra til- raun, þá skal ég nefnilega taka þig og flengja með vendi á gamlan og góðan rnáta. — Bölvaður rudd- inn þinn, stundi Blanche. — Piepptu mér. Henni til furð'u sleppti hann henni. Hana sárkenndi til í úln- liðnum og !iun nuddaði auma blett inn og hörfaði frá honum. — Eg skái ekkj slá þig, ef þú hegðar þér skikkanlega. sagði hann og horfði i hana með undarlegum °lampa í augum — Kannski hefði ég átt að 'ækja athygli þína á þv; strax að þú átt að koma fram sem eiginaona mín. þótt hjóna- bind okkar sé aðeins próforma. ; — Er það ekki ógilt hvort eð er? spurði hún kuldalega. — Þú kæmist að raun um að það er fullgilt, ef þú reynir að fara á bak við mig, pgði hann — Og ég krefst þess að þú gerir þér grein fyrir því, að ég tnun ekki sætta mig við neitt dað- ur við Maisden. Við erum hér til að ljúka þýðingarmiklu verk- efni og ég vil ekki eiga neitt á hættu. Og ég vil ekki að hann verði fyrir töf við starf sitt. — Eg skal að minnsta kosti ekki tefja hann, sagði Blanche reiði- lega. — Þú hefur þokkalegt álit á mér, ef þú heldur að ég kæri mig um að eiginmaður systur minn ar sé að reyna við mig. — En ég bólt þú elskaðir hann! — Nei, óg geri það ekki og hef a'drei gert það. Þú sagðir mér það sjalfur . eftir . . . eftir að við vorum vigð. Rödd hennar skalf, en hún hélt áíram: — Þú þarft ekki að óttast, ég skal gers mitt ýtrasta til að forðast John. Honum var ekki alvara og ág er viss um að hann er strax farinn að sjá eftir því. Hann er bilaðm á taugum og barfnast huggunar konu. Ef þú i efðir leyft Dorothy að koma hing hefði betta ekki komið fyrir. -Einn kvenmaður er nóg, sagði Petrov — Já, meira að segja emum kvenmanni of mikið. Gott cg vel,' ég skal trúa þér, en gteymdu ekki hverju ég hef lofað þér ef ég sé ,að þú gefur honum undir fótinn aftur. — Heldur þú að John myndi ' sætta sig vi ð að þú gerðir slíkt við mig? spurði hún stuttarlega. — Hann gæti engan veginn af- stýrt þvi, tæna mín. Eg hef ráð- ið niðurlöguni stærrí og sterkari ! manns en Marsdens. Auk þess ' myndi ég sja svo um, að hann væri ekki viðstaddur meðan ég refsaði þér. — Eg geri ráð íyrir, að ég hefði útt að búast við þessu, þú getur ekki knúið neinn til hlýðni nema með þvi að beita ruddalegu valdi, sagði hún beisklega. Hún reyndi | að vera róleg og virðuleg, en það var hægara sagt en gert, þar sem hún var mjög þreytt. Eftir allt, sem hún hafði orðið að þola síð- ustu klukkustundirnar, orkaði hún ekki að rísa upp gegn honum. Hún fann kökk setjast í hálsinn. En hún mátti ekki gráta núna. Það var of auðmýkjandi. Hún sneri sér frá honum, svo að hann sæi ' okki, hvað henni leið. Fáeinar sekúndur liðu, svo fann ! hún hönd hans á öxl sinni og þeg- a'r hann hóf máls var rödd hans j blíðleg. — Eigum við ekki að gleyma þessu? Þegar öllu er á botninn | hvolft, er ekki réttlátt að ásaka þig, vegna þess að Marsden hefur I hegðað sér eins og flón. Því fyrr T f MIN N , föstudaginn 19. aprfl 1963 — 14

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.