Tíminn - 04.05.1963, Side 2

Tíminn - 04.05.1963, Side 2
KVIKMYND UM NOBELS- VERDLAUN OG LAUSLÆTI Svíar hafa nú kröftuglega mótmælt töku kvikmyndar, sem bandaríska kvikmynda- félagið MGM hefur í hyggju að gera. Ekki er nema eðli- legt, að Svíar mótmæli, þar sem myndin á að fjalla um Nóbelsverðlaunaafhend- inguna í Stokkhólmi en sögu- þráðurinn er byggður á skáldsögu eftir Irving Wall- ace, sem mikla hneykslun hefur vakið. Þetta sr viðvörun frá Holly- wood til sæns'ka konungsins, til Nó'belsverðlaunanefndarinnar, til sænska kvikmyndaiðnaðarins og til sænsku þjóðarinnar yfirleitt, gkrifaði KVöldblaðið í Hollywood effir að MGM kvikmyndafélagið faafði skýrt opinberlega frá þess aíí fyriræfian sinni. Skáldsaga þessi eftir Irving Walíace nefnist „The Prize", og þegar átti að gefa hana út í Sví- þjðð á síðasta ári, var hún stöðv uð. Ekki af yfirvöldunum samt, heldur af bókaforlögunum, því að þau neituðu öll að leggja nafn sitt við útgáfuna. Wallace þessi hefur áður vak- ið á sér athygli með útgáfu bók- arinnar „The Chapmann Re- port“, en söguþráður hennar er byggður á hinni víðfrægu Kinsey skýrslu. Sú bók hefur verið kvikmynduð, og verður þess lík- lega ekki langt að bíða, að sú mynd verði sýnd hér, þar sem nú er verið að sýna hana í Dan- mörku. í „The Prize“ lýsir Wallace Svíþjóð á þann hátt, sem útlend- ingar halda að landið sé. Hann leggur sem sagt mikið upp úr sænsku frjálslyndi, skerjagarðs- ástarævintýrum og lauslætis- hneykslum. Wallacé ímyndar sér Nóbelsverðlaunaafhending- una með öllum þeim heiðurspers- ónum, sem þar eru viðstaddar á eftirfarandi hátt: Ameríski bókmenntaverðlauna hafinn er drykkjuræfill. Hjónin, sem hlutu efnafræðiverðlaunin lifa opinberlega í synd og mað- urinn hefur einkaritarann- viðhaldið með sér á Grand Hotel í Stokkhólmi. Ástarævintýrið er svo það, ag ameríski verðlauna- hafinn — hann verður líklega leikinn af Faul Newman — verð ur ástfanginn af þeirii sænsku dömu, sem honum er fengin til afþreyingar, og nefnist Inger Lisa Andersson. Eftirfarandi samtal á sér stað milli þeirra tveggja: Lisa Anderson: — Þegar um kynferðislíf er að ræða, þá ertu hreinn viðvan- ingur miðað við Norðurlandabúa. Graig verðlaunahafi: Lisa, viltu giftast mér? Lisa: — Við höfurn gamalt máltæki hér í Svíþjóð, sem segir, að mað ur þurfi ekki að láta sér nægja einn rétt, þegar fleiri kræsingar eru á boðstólnum. Síðan fer Lisa meg Craig út á lífið í Stokkhólmi,-fyrst fara þáu á nektarfund, þar sem hinn bandaríski verðlaunahafi hittir 150—200 menn og konur í litlum leikfimissal, allsnakin. MGM hefur keypt kvikmynda- réttinn á þessari sögu fyrir 300.000 dollara. Gert var ráð fyr- ir, að hin sænski leikari Gunnar Hellström léki í myndinni, fyrir utan Paul Newman, en hann neitaði. Hann vildi ekki snúa aft ur til föðurhúsanna í kvikmynd, sem afbakaði eitt þag fegursta, sem mannkynið á. Kvikmynda- takan á að fara fram í Stokk- hólmi, og Svíar bíða þess nú með eftirvæntingu hvað muni ske, þegar rithöfundurinn og leikar- arnir koma þangað. Gregory Peck fékk Oscar Gregory Peck heppnaðist nú eftir alnga mæðu að næla sér í Oscarverðlaunin. Hann hefur lengi verið á höttunum eftir þeim, og valið hlutverk sín með tilliti til þeirra, en allt komið ’ fyrir ekki, þangað til hann lagði niður allan sjarma og tók við hlutverki lögfræð'ings nokkurs, sem er viðutan bókaormur, hug- sjónamaður og mannvinur með hornspangargleraugu, skipt í miðju og hártjásur niður á enn- ið. Hann er ekkjumaður og tveggja barna faðir og gengur alltaf í ópressuðum fötum. Kvik mynd þessi er gerð eftir metsölu- skáldsögu Harper Lee, „To Kill a Mockingbird", sem árið 1961 íékk Pulitzerverðlaunin. MÁLAR MEÐ MARIHUANA Ungir listamenn taka upp á ótrúlegustu hlutum til að vera frumlegir, þess eru dæmi, að þeir dembi litunum á strigann og hjóli svo yfir allt saman, eða standi í hæfilegii fjarlægð frá grindinni og grýti litarefnum í mark, en fáir hafa látið sér detta í hug, að mála með marihuana. Heiðurinn af þeirri hugmynd á söngvaiinn og listmálarinn Lobo Nocho, sem býr í París, en er af amerískum ættum. Þegar hann var handtekinn, af lögreglunni í París og ásakaður um það, að hafa undir höndum marihuana, svaraði hann því til, að hann málaði með því, sem honum fynd ist hentugt, hvort sem það væri rauðbeðusaft, kaffi eða marihu- ana. Eg-liélt, sagði hann, að til væri eitthva'ð' sem héti frjálsræði listarinnar. Nocho hafði notað marihuana til að búa til stjörnur á tvö af geimferðarmálverkum sínum, og nefndust þau Ferg um himin- geiminn og á Marz. Myndir þess ar voru gerðar upptækar af lög- reglunni, en eftir að listamað- urinn hafði borgað 100 franka sekt, voru honum fengnar þær aftur. Nocho hélt hjartnæma varnar- ræðu í réttinum og lagði fram bréf frá Tiuman og Eisenhower, þar sem þeir hrósuðu hreystilegri framgöngu hans í síðari heims- styrjöldinni. Þessi bréf voru auð vitað einum of mikið fyrir dóm- arana, og Nocho slapp með væga refsingu Lobo Nocho, sem einnig er kallaður ,Le Negus“, vegna þess hve líkur hann er þessum Ethiop íukeisara, hefur orðið mikla æf- ingu ; að verja sjálfan sig og ger- ir það á áhrifamikinn hátt. Fyr- ir nokkrum árum kom hann fyr- ir rétt í London, þar sem hann hafði verið of harðhentur við stúlkuna sína. — Eg gerði það, sagði hann í réttinum, af þvi að ég elskaði hana, og væri dálítig meiri ástríða meðal hjóna og elskenda hér í Engtandi, mundi margt fara betur. Þar að auki hrynur menn ingin til grunna, ef konurnar bera enga vii'ðingu fyrir mönn- um sínum eða elskhuga. Það þarf ekki að orðlengja það, að hann var látinn laus. Englendingar eru nefnilega, eins og flestir " vita, þekktir fyrir kaldar tilfinningar og konuríki. Annars er Nocho, eftir því sem kunnugir segja, bezti náungi og mjög hjáipsamur. Þegar hann er ekki að mála situr hann á kaffi- húsum og gegnir hlutverki fé- 'lagsmálastofnunar. Hann kann góð ráð vig'öllu og helzta lífs- speki hans felst í þessari setn- ingu: It' goes like this for a while, and then it gets worse‘\ Þessa setmngu má nú orðið heyra á hverju götuhorni í lista mannahverfinu í París. Svarti rakkinn hans, Cha-bi- dah, hefur j tíu ár fylgt honum í gegnum þykkt og þunnt, sofið með honuro i skemmtigörðunum í París, þegar fjárhagurinn var ekki upp á sitt bezta, og pissaði á gólfig í Palais L’Orsay, þegar Nocho var þar að syngja fyrir Auriol foraeta. Margir vilja líkja sönghæfi- leiknum Nocho við Bing Crosby, hann hefur sungið í öllum fín- ustu næturklúbbum Parísar og með beztu hljómsveitunum, eins og Bob Clayton, Coleman Haw kins o. fl. Hljómplötur hans hafa Harper Lee er ekki, eins og flestir halda, karlmaður, heldur stúlka á þrítugsaldri, dóttir lög- fræðings í bænum Maycomb í Alabama, og þar er kvikmyndin tekin, svo skáldsagan byggist á nokkru leyti á endurminningum hennar. Þar sem skáldsgaan er skrifuð í fyrstu persónu, virðist liggja í augum uppi, að aðalsögu- hetjan í myndinni er Harper sjálfur. Það er samt tekið fram í auglýsingum frá kvikmyndafé- laginu, að hér sé ekki um endur- minningar að ræða, heldur hugar óra ungrar stúlku um það, sem hefði getað skeð, og um fólk sem hún þekkfi, en hún leggi þcim til oi'ð og gerðir. Faðir stúlkunnar, Finch lög- fræðingur, gefur börnum sínum leyfi til að kaupa löftbyssu, eU með því skilyrði, að þau skjóti ekki söngfugla, þeir geri ekki nokkrum manni mein. Aftur megi þau reyna að hitta skógar- Ijón. Hann brýndi einnig fyrir þeim, að ekki sé hægt að dæma aðra, fyrr en maður hefði farið í skóna þeirra og gengið í þeim dálítinn tíma. Þetta er rólegur og vel menntaður maður á með- al siðmenntaðra borgara, sem umhverfast bókstaflega, þegar þeir koma nálægt negrum. Ef þeir eru flæktir í glæpamál þá eru þeir dæmdir fyrirfram, og oft getur fólkig ekki setið á sér að refsa þeim, áður en dómur- inn hefur verið kveðinn upp. Finch lögfræðingur tekur að sér að verja negra, sem ákærður er fyrir að hafa gert tilraun til að nauðga hvitri konu, Þetta er fyr- irfram dæmt verk, þar sem fólk- ið hefur ákveðið ag fullnægja þeim dómi, sem það hefur sjálft kveðið upp. Það er ekki fyrr en dóttir lögfræðingsins kemur fram á sjónarsviðið og segir nokk ur orð, að hægt er að koma vit- inu fyrir fólkið. Þannig endar kvikmyndin, en auðvitað skeður margt annað og fleira í bókinni. selzt vel i Frakklandi, og bann hefur margsinnis komið fram í sjónvarpinu. En sem stendur öin- beitir hann sér að því að mála og bíður eftir tilboði frá sýn- mgarsal, sero áhuga h^fur á að sýna eitthvað af þeim fimm hundiuð málverkum, sem hann er búinn með. Það mundi verða stórkostleg sýning, salurinn yrði eins og æv- intýragarður, málverkin eru mörg rörlöguð og á að láta ljós loga innan f þeim. Eg elska Par- ís, segir Lobo Nocho, en það er með hana eins og glæpi, hún borgar sig ekki. Húsmæðraræða Gylfa Menn eru að hlæja að ræðu Gylfa Þ. Gíslasonar frá því í eldhúsdaigsumræðunum, þegar hann æt'laði að sanna húsmæðr- unum, hve vel kaupið dygði fyrir útgjöldunum og þær fengju mikið fyrir krónurnar, sem þær verða að láta duga fyrir nau'ðþurftunum. Fát't sýnir betur en þetta, hve foringjar Alþýðuflokksins eru gersamlega slitnir orðnir úr tengslum við alþýðu manna og afkomu alþýðuheimiilanna. Það er daiglegt vandamál hús- mæðranna, hvernig þær eigi að Iáta þá peninga, sem úr er að spila, hrökkva fyrir útgjöldum heimilisins. Þetta eru þeirra daglegu vandamál. Svo kemur rá'ðherra alþýðuflokks og segir þeim mjúkri röddu, að þær hafi aldrei átt betur með að láta kaupið hrökkva fyrir út- gjöldum heimilisins, en einmitt nú. Þær hafi svo miklu fleiri krónur nú. Það er reyndiar rétt, krónunum hefur fjölgað nokk- uð, en það fæst svo miklum mun miiiina fyrir hverja krónu nú en áður. Freistíngarnar Gylfi virðist sanrt bafa haft óljósan igrun um það, að það kynni nú að vena, að ekki hefðu nú allar húsmæður nógu úr að spila og gætu ekki fengið sér allt er þær teldu heimilið þarfnast. — En igætið að, góðu frúr, sagði ráðherrann, þið megið ekki Iáta það blekkja ykkur. Þetta liggur í því, að me'ð „viðretsninni“ hefur hvens konar vöruþurrð horfið og all- ir búðargluggar eru fullir af alls koinar nýjum vörum vegna hinna frjálsu viðskipta. Þetta mikla vöruúrval setur snörur freistinganna fyrir ykkur, góðu frúr, sagðl ráðherrann, og þess vegna langar ykkur til að kaupa miklu meina nú e,n ykk- ur langaði til áður, þegar ekki var eins mikið vöruúrval. Ef peningarnir hrökkva ekki fyrir útgjöldunum, þá er það vegna þess að þið eruð að kaupia vörur, isem þið í rauninni hafið ekkert við að gera, — lirei.n tildurmennska og glysgirni átti ráðherrann víst við. Þannig var tónninn í þessari ræðu G.Þ.G., og má segja að í henni séu baldar kveðjur til húsmæðra, þvi Gylfi laigði meiri áherzlu á nauðsyn þess að nóg væri til af vörum, en á það að húsmæður almennt hefðu ráð á að kaupa bær. Gylfi svarar Gylfa Þessari húsmæ'ðraræðu úr eldhúsdagsumæðunum er rétt að Gylfi Þ. Gíslason svari sjálf- ur. í ræðu, sem hann flutti á Alþingl árið 1950, segir þessi sami Gylfi um þetta atriði orð- rétt: „Það er rétt, að í löindum hinna frjálsu viðskipta er meira að sjá i búðargluggum og hægt að borga betur á veit- ingahúsum. Á slíku mun einnig von hér. En hvorki hér né ann. ars staðar hefur almenningur lifað af því, sem hann hefur mátt horfa á í búðargluggum, án þess að geta keypt, og það er ekki alþýðan, sem nýtur þess, að krásir séu á borðum veitingahúsanna. Almenningur krefst þess að geta keypt nauð- synjar sinar, mat föt og hs- næði við hóflegu verði. . . . Fylgjendur hinna frjálsu við- Framhald á 13. síðu. 2 TÍMINN, Iaugardaginn 4. maí 1963

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.