Tíminn - 04.05.1963, Blaðsíða 6

Tíminn - 04.05.1963, Blaðsíða 6
r á als oddi í Kjallaranum Hákan Poertfors lelkarl frá Helsingfors rœSlr vlð tvo reykvfska kollega, Valdimar Helgason og Jóhann Pálsson. Leika H NORRÆNA Ieikaravikan er nú haldin hér öðru slnnl, og komu liingað fjórir fulltrúar frá lelkarasamhöndum í hinum grannlöndunum, lefkkona frá Noregi, leikard frá Flnnlandi, leiktjaldamálari frá Svíþjóð og óperusöngvari' frá Danmörku. Móttöku þeirra annast Félag íslenzkra leikara og þau dvelj- ast sem boðsgestir Þorvaldar Guðmundssonar í Hótel Sögu, á meSan þau eru hér. Þorvald- ur bauð leikurum og fleirf í ÞjóMelkhúskjallarann eftir helgiina til að skála við gestlna og fengu að hitta þá að máli þar. Ríktl mikil kátina í síð- degisboð'i þessu, svo sem sjá má af myndunum, að Ieikaram- lr leika þama á als oddi. EIN leikkona er meðal hinna fjögurra gesta á leikaravikunni, Eva Bergh, sem starfar við leik húsið í Den Nationale Scene, í Bergen. Annars er Oslo henn- ar heimaborg, þar sem hún byrj aði leikferilinn við National- theatret fyrir tólf árum. Hún sagði okkur, ag stærsta hlut- verkið, sem hún hafi leikið, væri Elisabet í Maríu Stúart, eftir Sehiller. Af öðrum leikrit- um og söngleikjum nefndi hún Kiss’ me, Kate og Nashyrning- ana. Þá hefur hún og leikið í nokkrum kvikmyndum erlendis, í Englandi og Svíþjóð. Síðustu fimm árin hefur hún verið ráð- in við helzta leikhúsið í Bergen, og þegar við spurðum hana, hvort hún ætlaði að vera áfram þar í borg, svaraði hún: „Já, enn um hríð. Það er ekki svo auðhlaupið í burt, á meðan mað urinn minn verður þar, ég er gift kapellumeistaranum í Berg en“. „Hafa verið flutt mörg leikrit í leikhúsi yðar í Bergen í vet- ur? Einhver ný, norsk leikrit“? „Það hafa verig flutt ein fimm leikrit þar í vetur, ekki fleiri, vegna þess, hve Kiss me, Kate, gekk lengi. Eitt nýtt, norskt leikrit var flutt, eftir Johan Borgen“. Venjan er sú, að frá Finn- landi komi tveir gestir á leik- aravikur, annar frá finnskumæl andi, hinn frá sænskumælandi leikhúsum, og átti svo einnig að verða nú, en aðeins annar þeirra kom, Hákan Poertfors, leikari við Svenska Nationala Scenen í Helsingfors. Hann hefur starfað sem leikari í tólf ár, síðustu átta árin við sama Ieikhús. „Eru Finnar áhugasamir um leiklist"? spurðum við. „Því verð ég að svara ját- andi“, segir Poertfors. „í helztu leikhúsum í borgum Finnlands, hvort sem leikið er á sænsku eða finnsku, er oftast nær hús- fyllir. Leikritaval hefur verið mjög fjölbreytilegt upp á síð- kastið, flutt verk eftir klass- ísk skáld eins og Shakespeare og Goldoni og allar götur til Kátu ekkjunnar og Péturs Usti novs“. „Hvað um finnsk tilraunaleik hús og byltingamennina í leik- ritun eins og Becket og Iones- co“? „Jú, jú, þeir hafa verið kynnt ir í Finnlandi, einmitt í eins konar tilraunaleikhúsum eða minni sviðum, sem við köllum Studio-scene, þau eru mörg í gangi í Finnlandi og talsvert mikið sótt“. „Hver eru helztu nýju leik- ritaskáldin í Finnlandi í dag“? „Það er fyrstan ag nefna Valentin Korell, og það leikrit hans, sem mesta frægð hefur hlotið síðustu misserin, er Kett irnir, sem flutt hefur verið í hinum Norðurlöndunum og víst hefur komið til tals að leika hér“. Nú spyr einhver, hvort tungu málastríð standi enn yfir í Finn landi, og Poertfors svarar: „Nei það var um garð gengið fyrir svo sem aldarfjórðungi". „Er mikill munu á sænskunni í Finnlandi og Svíþjóð“? „Alls enginn munur á rit- málinu. En skiljanlega er svo- lítill munur á hljóðfræðinni. Við í Finnlaindi segjum, að Svíar tali eins og þeir séu að syngja, sem þeir vilja ekki all- ir viðurkenna, hins vegar heyr- ist þeim ekki betur en við syngj um sænskuna!“ Frá Danmörku er Niels Möll- er, óperusöngvari við Konung- lega leikhúsið í Kaupmanna- höfn. Leikarar, söngvarar og leiksviðsmenn eru þar í sérfé- lögum, en allir saman í lands- sambandi og því ekki eingöngu leikarar, sem mæta sem gestir á leikaravikum. Niels Möller er nú meðal fremstu yngri tenór- söngvara við óperuna í Höfn, byrjaði sem baritónsöngvari fyr ir tíu árnm í Rigolettio, þegar Guðmundur Jónsson söng aðal- hlutverkið sem gestur. Við spyrjum Niels Möller hvort hann hafi starfað með Önnu Borg, sem leikstjóra. „Já“, svarar Möller. „Hún hefur stjórnað nokkrum óper- um, sem ég hef sungið í, og hún var líka kennari minn í óperuskólanum. Við sem kynnt umst henni, söknum hennar mjög. Hún var svo óvenjulega heiðarleg í list sinni“. „Hvaða nýjar óperur hafa verið fluttar í Konunglega lerik- húsinu nýlega? „Merkasta nýja óperan, sem þar hefur verið sett á svið lengi, nefnist Elegi for unge etekere. eftir ungt, þýzkt tón- * skáld, Hans Werner Henze. — Þetta var óskaplega tímafrekt verk í æfingu, ég hef aldrei fengig jafn erfitt hlutverk, það tók okkur sjö mánuði að læra rullurnar". „Syngja margir útlendir söngvarar við Hafnaróperuna í vetur“? „Nei, það eru ekki aðrir en íslenzku söngvararnir Stefán Islandi og Magnús Jónsson, sem þar hafa sungið að stað- aldri. Allar óperur í Höfn eru fluttar á dönsku og ekki marg- ir útlendir söngvarar, sem leggja þag á sig að læra málið. Stundum koma gestir til að syngja með og gera það á sínu máli eða frummáli óperunnar, og það verður alltaf dálítið an- kannalegt. Þeir, sem síðast hafa sungig sem gestir, eru þýzka söngkonan unga, og fræga, Anya Silja, og sænski söngvarinn Sigurd Björling. — Stundum kemur okkar gamli góði Lauritz Melchior í heim- sókn frá Kalifomíu, þar sem hann er búsettur, og við eigum von á honum enn í sumar. — Hann er frægasti söngvári, sem Danmörk hefur alið, og það er alveg furðulegt, hvað hann hef ur varðveitt röddiná til þessa, þótt hann sé kominn hátt á áttræðisaldur". Þrlr letkarar: Þóra Frlðrlksdóttlr og Brynjólfur Jóhannesson bjóða Evu Bergh velkomna. Fyrrverandi óperufélagar við Konunglega leikhúsið í Kaupmanna- höfn, Niels Möller og Einar Kristjánsson, hittast í kjallaranum. TÍMINN, laugardaginn 4. maí 1963 6

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.