Tíminn - 19.05.1963, Side 6

Tíminn - 19.05.1963, Side 6
Falsanir Mbl. Blekkingar og fréttafalsan- ir þeirra Sjálfstæðismanna, sem stjórna Mbl., hafa oft gengið úr hófi fram, en aldrei hefur þetta þó verið eins gegndarlaust og seinustu dag- ana. Hitler sagði einhvern tíma, að það væri hægt að vinna kosningar, ef menn væru ó- ragir við að blekkj a og endur- taka blekkingar sínar nógu oft. Þessu ráði hins þýzka áróðursmeistara, sem Mbl. hældi ákafast'um skeið, hef- ur það dyggilega fylgt í öllum þingkosningum síðan 1937. Árið 1937 var meira að segja svo langt gengið, að búið var til falsbréf og það eignað ein- um af leiðtogum Framsókn- arflokksins. Þetta falsbréf átti að sanna leynilegt sam- starf Framsóknarmanna og kommúnista. Þá eins og nú, var það eitt helzta áróðursefni Mbl. að reyna að koma kommúnista- stimpli á Framsóknarmenn. Þótt Mbl. hafi beitt ferleg- um blekkingum og fréttaföls- unum í áróðri sínum áður, hefur það aldrei gengið lengra í þeim efnum en nú. Þessu til frekari áréttingar skulu nefnd nokkur dæmi. Fölsunin um f járhaginn út á við Eitt af þvi, sem Mbl. færir „viðreisninni" mjög til ágæt- is, er bætt gjaldeyrisinneign bankanna erlendis. Gjaldeyr- iseign bankanna sýnir hins vegar ekki neitt hver heild- arstaða þjóðarinnar er gagn- vart útlöndum. Hún segir ekkert frekar tll um það en það sýnir fjárhagsaðstöðu eíns manns, hvað hann kann að elga í banka. Hann getur skuldað miklu meira annars staðar. Maðui*, sem tekur 40 þús. kr. víxil, eyðir helmingn- um en leggur hitt í banka, hefur ekki , bætt stöðu sína sem svarar þessari 20 þús. kr. inneign. En það er einmitt á svipaðan hátt sem Mbl. reyn ir að blekkja menn, þegar það notar gjaldeyrisinneign bank anna eina til að sanna bætta afkomu út á við. í stórum dráttum eru stað reyndirnar í þessum efnum, að gjaldeyrisinneign' bank- anna erlendis hefur hækkað úr 228 millj. kr. í árslok 1958, er vinstri stjórnin lét af völd um, í 1.150 millj. kr. í árs- lok 1962. Þessar tölur einar notar Mbl. til að sýna „stór- bætta afkomu" út á við. Hinu er sleppt, að á þessum sama tima hafa skuldir þjóðarinn- ar erlendis hækkað úr 2.228 millj. kr. í árslok 1958 1 3.181 millj. kr. i árslok 1962. Skuld- ir umfram inneignir hafa því hækkað úr 1.999 millj. kr. í árslok 1958 i 2.031 millj. kr. í árslok 1962. Þannig hefur heildarstaðan gagnvart út- löndum versnað á þessum tíma. Þennan sannleika þarf Mbl. að dylja, því að þetta er hörmuleg niðurstaða á beztu góðærisárum í sögu þjóðar- innar. Þvi er gripið til þeirr- ar fölsunar að taka gjaldeyr- isinneign bankanna eina út úr og minnast ekki á annað! Fölsunin um spariféð Önnur álíka fölsun Mbl. er sú, að sparifjáreign hafi nær tvöfaldazt í tíð „viðreisnar- innar.“ Þessi fölsun er feng- in með því að telja krónuna jafngilda nú og fyrir „við- rei;n“, þótt verðgildi hennar haíi verið rýrt um helming á þessum tíma. í árslok 1958 var sölugengi dollarans, að viðbættum yfirfærslugjöld- um, 25.30 kr., en er nú 43,06 kr. Til þessarar verðbreyting- ar á krónunni verður vitan- lega að taka fullt tillit, þeg- ar finna á út raunverulegt verðmæti sparifjáraukning- arinnar. Mbl. , sleppir hins vegar þessu. Það reiknar með ó- breyttum krónum í bæði skiptin, er það gerir saman- burð sinn. í árslok 1959 var innlánsfé í bönkum og spari- sjóðum 2.646 millj. kr., en í árslok 1962 var það 4.717 millj. kr. Þarna sjáið þið, seg ir Mbl., spariféð hefur nær tvöfaldazt á þremur árum. Hinu er sleppt, að sé miðað við raunverulegt verðgildi eða sparifénu breytt í dollara í bæði skiptin, verður niður- staðan sú, að það nam 104.6 millj. dollara í árslok 1959, en 109,6 millj. dollara í árs- lok 1962. Aukningin er m. ö. orðum 4.75%. Þessa staðreynd verður Mbl. vitanlega að fela, því að hún er mjög óhagstæð fyrir „viðreisnina." Mbl. læt- 1959 og 1962, þótt það hafi verið rýrt um helming á þess- um tíma! Fölsunin um trygging- arnar Eitt tíðasta áróðursefni Mbl. er það, að tryggingar hafi verið stórauknar og kjör þeirra, sem lakar eru staddir, eins og gamals fólks, ekkna ög örjrrkja bætt á þann hátt. Um það er hins vegar vand- lega þagað, að dýrtíðin, sem stjórnarflokkarnir hafa magnað, hafa gert þessar auknu tryggingagreiðslur að engu og miklu meira en bað. Þeir sem trygginganna njóta, eru þvi miklu verr settir nú, eh þeir voru t. d. árið 1958. Eitt l.jósasta dæmið um þetta er það að ellilífeyrir hef ur síðan 1958 hækkað úr tæp um 10 þús. kr. í 18 þús. krón- ur. Hækkunin er m. ö. o. rúm 8 þús. kr. og sýnir Mbl. með prósentureikningi, að hér sé um gífurlega hækkun að ræða eða nær 100%. Þess er svo ekki getið, að framfærslu kostnaðurinn hefur hækkað miklu meira en þessari upp- hæð nemur. Á elliheimilinu Grund i Reykjavík hefur hann t. d. -hækkað síðan 1958 um 20—22 þús. krónur á ári. M. ö. o.: Hækkun ellilífeyris- ins á þessum tima hrekkur ekki fyrir helmingnum af því, sem dvalarkostnaðurinn hef- ur hækkað á þessum tíma. Gamalt fólk, sem þarf að vera á elliheimilum, er því stór- um verr sett eftir en áður. Samt. segir Morgunbl. að hlut ur gamla fólksins sé nú miklu betri en 1958 vegna hinna auknu trygginga! I ••• • kjorin Daglega má lesa um það í Mbl., að launakjör almenn- ings hafi mjög batnað á und- anförnum árum. Þó liggja fyrir ótvíræðar heimildir um það, að kaupmáttur venju- legra daglauna hafi stórlækk að síðan 1958, enda játað af aðalritstjóra annars stjórnar flokksins, að enginn lifi nú sæmilegu lífi af kaupi átta stunda vinudags. Það, sem hefur hjálpað mönnum er hin mikla eftirvinna, sem hefur hlotizt af góðærinu, en brugð izt getur strax og eitthvað dtegur úr þvl. Án eftirvinnu væri nú ríkjandi hreint neyð- arástand. Þrátt fyrir þetta heldur Mbl. þvi blákalt fram, að launakjörin hafi batnað. Fölsunin um húsnæðis- málin Mbl. hamrar mjög á því, að í húsnæðismálum hafi ver ið gert stórfellt átak í tíð „viðreisnarinnar". Því til sönnunar er bent á, að heild- arlán Byggingarsjóðs ríkis- ins hafi verið hækkuð nokk- uð, en því er vitanlega sleppt, að þessi aukning nægir ekki nema fyrir litlum hluta af hinum aukna byggingarkostn aði, er dýrtíð „viðreisnarinn- ar“ hefur leitt af sér. Hið rétta í þessu er það, að bygging íbúðarhúsnæðis hefur mjög dregizt saman síð an núverandi ríkisstjórn kom til valda, eins og sést á eftir- farandi tölum, sem teknar eru úr framkvæmdaáætlun stjórnarinnar sjálfrar um fjárfestingu í íbúðarbygging- um á árunum 1957—62 (allar tölur miðaðar við verðlag í árslok 1962): 1957 877 millj. kr., 1958 758 millj., 1959 847 millj., 1960 737 millj., 1961 570 millj., 1962 618 millj. kr. Til- svarandi þessu hefur tölu lok inna íbúða fækkað, enda fer nú húsnæðisskortur stórvax- andi í mörgum kaupstöðum og kauptúnum og ríkir víða hreint vandræðaástand. Þó segir Mbl., að fyrir tilverkn að „viðreisnarinnar" hafi mikið áunnizt til bóta í hús- næðismálunum og ástandið batnað frá þvi, sem áður var! Fölsunin um auka- aðildina Eitt gleggsta dæmi um fölsun Mbl. er túlkun þess á þvi, hver sé munurinn á auka aðild að Efnahagsbandalagi Evrópu og tolla- og viðskipta samningi við það. Mbl. hefur gert sér mjög títt um þann málflutning að und^nförnu að á þessu tvennu sé 'nánast enginn munur. Þó segir um þetta í skýrslu, sem ríkis- stjórnin gaf út 12. nóv. 1962 um ísland og EBE, orðrétt á þessa leið: „Höfuðmunur tollasamn- ingsleiðarinnar er f raun- inni fólgin í því, að með aukaaðildarleiðinni er auð- veldara að tryggja fslend- ingum hagkvæmari við- skiptaaðstöðu, en það kost- ar samninga um viðkvæm mál, eins og rétt útlendinga til atvinnureksturs hér á landi og innflutnings er- Iends fjármagns og vinnu- afls‘.‘ Þrátt fyrir þessa umsögn ríkisstjórnarinnar sjálfrar heldur Mbl. þvi fram, að eng inn munur sé á þessum tveim ur leiðum. Mbl. vill nefnilega fá menn til að trúa því fram yfir kosningar, að aðildarleið in sé allt önnur en hún er. UM MENN OG MÁLEFNI Meira í vændum Hér að framan hafa verið rakin nokkur dæmi um blekk Framhald á 13. s(Su. T f M I N N. sunnudagurinn 19. maí 1963. —■ 6

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.