Tíminn - 19.05.1963, Page 7

Tíminn - 19.05.1963, Page 7
I Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Tómas Árnason. — Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Auglýs- ingastjóri: Sigurjón Davíðsson. Ritstjórnarskrifstofur í Eddu húsinu, símar 18300—18305 Skrifstofur Bankastræti 7: Aí greiðslusími 12323 Auglýsingar, sími 19523. — Aðrar skrif stofur, sími 18300. - Áskriftargjald kr. 65.00 á mánuði innan lands. í lausasölu kr. 4.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f — Blekkingarnar um tryggingarnar AF HÁLFU stjórnarblaðanna hefur ekki sízt verið hamrað á því undanfarna mánuði, að „viðreisnarstjórn- m“ hafi stórbætt kjör allra þeirra, sem trygginga njóta. Iíún hafi stórhækkað greiðslur til allra tryggingaþega, .iafnvel allt i 100%. Hins er aftur á móti ekki getið, að þessar auknu greiðslur til tryggingaþega nema hvergi nærri þeim hækk unum á framfærslukostnaði, er orðið hafa á sama tíma, svo að tryggþegar standa verr eftir en áður. Glöggt dæmi um þetta var birt hér í blaðinu í gær. Sljóí-narblöðin státa ekki sízt af því, hve mikið elli- og örorkulífeyrir hafi hækkað. Þau segja að hann hafi hækkað fyrir einstakling úr kr. 9.955.00 í kr. 18.230.00 síðan „viðreisnarstjórnin“ kom til sögu eða um kr. 0.265.00 og geri þetta hvorki meira né minna en 83% hækkun. Hins er svo ekki getið, að síðan 1958 hafa t. d. ársgjald fyrir eÁnstakling hækkað á eJliheimilinu Grund úr kr. 25.550.00 í kr. 47.450.00 á sjúkradeild og úr kr. 21.900.00 í kr. 41.975 á almennri deild. Hækkunin ei’ m. ö. o. kr. 21.900,00 á sjúkradeildmni og kr. 20.070,00 á almennu deildinni. Á móti þessari 20—22 þús. kr. hækkun fær einstaklingur aðeins 8 þús. kr. hækkun á ellilífeyri. Hlutur hans er því miklu verri nú en hann var 1958. Hækkun dvalarkostnaðarins á Grund mun sízt vera meira en gengur og gerist á þessum tíma og má. því nokkurn veginn fullyrða, að þessi samanburður gildi fyrir al'lt eldra fólk. Þetta gildir svo vitanlega alveg eins um aðra trygg- ingaþega, eins og öryrkja, ekkjur o. s. frv. Fram- færslukostnaður þeirra allra hefur hækkað í sama hlut- falli og gamla fólksins, sumra þeirra jafnvel meira. Á móti hefur að vísu komið nokkur hækkun á tryggingun- um en alltaf þó nokkru minni en aukningu framfærslu- kostnaðarins nejnur. í sumum tilfellum er útkoman jafnvel mun verri en hjá gamla fólkinu, sbr. samanburð hér að framan. Á þessu sést það bezt, hve fjarstætt það er, að tryggingarnar hafi nokkuð verið raunverulega auknar á þessum tíma, þar sem aukin dýrtíð hefur ekki aðeins gleypt alla aukninguna heldur miklu meira. Trygg- ingaþegar eru því stórum verr staddir nú en fyrir „við- reisn Samt halda stjórnarblöðin áfram að tala um bættan hlut þeirra. Blekkingum þessara málgagna virðast eng- in takmörk sétt. Gamla fólkið EINS og sýnt er fram á í greininni hér á undan, hefur hlutur gamla fólksins mjög versnað síðan 1958, þar sem hækkun ellilauna hefur orðið miklu minni en svarar dýrtíðaraukningunni. Við þetta bætist svo, að verðmæti þess sparifjár, er fólk hafði safnað til efri áranna, hefur verið verð- feilt um helming við gengislækkunina 1960 og 1961. Engin stjórn hefur verið eins íll öldruðu fólki og , viðreisnarstjórnin. Þess ætti aldraða fólkið vissulega að minnast í kosningunum 9. júní. ga fólkið og kosnin arnar Ræða Einars Ágústssonar, annars manns B-listans á skemmtifundi FUF > Sulnasalnum síðast liðið fimmtudagskvöld G-óðir áhéyrendur. Félag ungra Framsóknar- manna gengst fyrir þeirri skemmtun, sem hér er haldin og fonmaður þess bað mig að segja hérna nokkur orð. Þar sem hér er aðallega ungt fólk saman komið, mun ég eink- um beina máli mínu til þess og athuga örlítið þau viðhorf, sem nú blasa við ungum körl'um og konum. Það skiptir höfuðmáli fyrir hvert þjóðfélag að búa vel að æskufólkinu. Eitt af grundvallar viðfangsefnum hvers stjórnmála flokks hlýtur því að vera að marka stefnuna þannig, að ungt fólk hafi áhuga fyrir að fylgja henni. íslenzk æska lítur björtum aug um á framtíðina og hún hefur vissulega ástæðu til þess. Fram- farirnar liafa verið alveg stór- kostlegar hér á iandi undanfama áratugi. Á síðustu 40 árum eða svo hefur landið fengið annan svip og lífskjörin gerbreytzt til batnaðar. Munurinn á því að lifa á íslandi nú og fyrir nokkrum áratugum er svo mikill, að allt of langan tima tæki að ræða hann hér. Minnumst samt þess, að breyt- ingin hefur ekki komið af sjálfu sér, mikil barátta liggur að baki þess, sem áfram hefur miðað. Okkur hættir svo oft til þess að líta á margar framfarirnar sem sjálfsagða hluti, að gl'eymast vill að þakka þeim, sem gerðu þær mögulegar, knúðu þær fram. Því er það vel einnar hugsun- ar virði að átta sig á því, að á leiðinni hingað hefur mörgum steini þurft að ryðja úr götu. Oft hefur á liðnum öldum verið við þá örðugleika að etja, sem við fyrstu sýn máttu heita alveg óyfirstíganlegir. En gæfa ís- lands hefur það jafnan verið að eiga nægiléga marga hugsjóna- menn, sem fundið hafa úrræði, jafnvel þegar öll siind virtust lokuð. Drýgsta hjálpartækið hef- ur l'öngum verið í samhjálp og samvinnu. Þegar einstaklingana hefur þrotið afl, hefur oftast ver ið hægt að ráða við erfiðleikana með samstillt'u átaki. Það er til dæmis engin von til þess að ungt fólk í Reykjavík, sem alizt hefur upp við verzlanir á hverju götu- horni, geti gert sér í hugarlund, þvílíkt risaskref það var í átt til bættra lífskjara, að fyrstu kaupfélögin voru stofnuð. Þó voru þar að verki nokkrir fátæk ir bændur, hver um sig lítils megnugur gagnvart erlendu kaup mannavaldi, en saman gátu þeir ýtt úr vör þeim knerri, sem á fáum áratugum skilaði okkur í örugga höfn alfrjálsrar íslenzkr- ar verzlunar. Þá getur lika verið gagnlegt að rifja upp, að það voru nokkrir atvinnulausir öreig- ar, sem með samtakamætti sín- um gerðu verkalýðsfélögin áð því afli, sem hóf íslenzka verka- mannastétt úr þéirri niðurlæg- ingu, sem hún var í um síðustu aldamót. Þegar þeir hver í sínu lagi reyndu að rísa upp gegn ánauðinni, voru fjörkippir þeirra kæfðir í fæðingunni Aðeins samheldni þeirra gat lyft okinu. Alveg á sama hátt er þessu Einar Agústsson varið á svo' til öllum sviðum. Stjórnmálaflokkarnir eru þau samtök fjöldans, sem bezt eru til þess fallin að knýja fram þær umbætur, sem fólkið vill, og verja það sem það vill ekki glata. Þess vegna er svo áríðandi að velja rétt. ísland í dag er eftirsótt land með mikið af ónýttum auðlind- um. Fast verður á næstu árum leitað á okkur um afsal þeirra réttinda, sem landið ætlar okk- ur niðjum sínum og undir ýmsu yfirskini. Líklegt má telja, að mörgum einstaklingi yrði hætt i þeirri raun að standast slíka á- leitni. En sameiginlega ættum við að geta boðið henni byrginn. For feður okkar hrintu af sér er- lendri ásælni, verzlunarófrelsi og vinnukúgun. Glæsileg æska íslands í dag þarf ekki að verða ættierar. Það, sem gildir, er að standa saman, Glata ekki trúnni á þetta land og þessa þjóð. Við Framsóknarmenn viljum efla þjóðlegan arf okkar og halda forna menningu í heiðri. En við vitum líka, að nýir timar kalla á nýja hluti, við verðurn eins og aðrir að sníða þjóðlífi okkar þann stakk, sem okkar tíma hentar bæði í efnalegu og andlegu tilliti. Þess vegna er áríðandi að horfa fram, það vil ég undirstrika. Framsóknarflokk. urinn hefur á stefnuskrá sinni mjög ýtarlegar áætlanir um framtíðaruppbyggingu landsins, sem óskandi væri að flestir ung- ir menn vildu kynna sér, en verö ur of langt að ræða hér. En gleymum ekki þvi, að ti’l þess að braut okkar geti legið til áframhaldandi framþróunar verðum við að gera okkur grein fyrir því, hvemig við höfum komizt þangað, sem við erum. Þorsteinn Erlingsson orðar þetta svo: Og munið að ekki var urðin sú greið til áfangans, þar sem við stöndum því mörgum á förinni fóturinn sveið er frumhérjar mannkynsins ruddu þá leið, af alheimsins öldum og löndum. Og ekki ber okkur aðeins að gera okkur grein .fyrir þessu, heldur einnig að vilja eitthvað á okkur leggja og vera viðbúin því að mæta erfiðleikum og sigra þá. Á öllum tímum hafa verið á íslandi menn, sem hafa verið vantrúaðir á framtíð þjóðarinn- ar í landinu. Oft hefur verið um það talað, að landið væri á mörk- um hins byggilega heims og íleira í þeim dúr. Ýmsir hafa þeir verið, sem engin úrræði hafa séð önnur en þau að flýja á náðir annarra þjóða, að ger- ast meðlimir í þjóðahafinu. Jafn an hafa þó verið uppi menn, sem trúðu á framtíð þjóðarinnar í landinu og þeirra leiðsögu verið fylgt. Ungu fólki er áreiðanlega hollt að leggja sér ríkt á minnið þá þakkarskuld, sem það stendur í dag við þessa ótrauðu baráttu- menn. Það er ekkert eftirsókn- arvert að gerast nýlenda stór- þjóða, mörgum hér mundi áreið anlega finnast að skipt hefði um til hins verra, ef við ættum eftir að vera hluti einhvers stór- veldisins, renna saman við fjöl- menni stórþjóðanna, glata sér- kennum okkar, tungu og menn- ingu. Hætt er við að íslenzk æska myndi ekki horfa jafn von- arbjörtum augum fram á veg- inn og hún nú gerir, góðu heilli, ef röddum bölsýnismannanna hefði vcrið hlýtt. Einar Bene- diktsson lýsir þessu svona: Þeim sem gleyma þjóð og ætt þeim sem hafa misst sig sjálfa verður tóm og auð hver álfa andans tjón, þau verða ei bætt. Það er ein af grundvallarskyld um íslenzkrar æsku í dag að gleyma ekki þjóð sinni og ætt, að glata ekki sjálfum sér. Þegar því íslenzkir æskumenn og konur. eiga þann 9. júnj að hafa með atkvæði sínu áhrif á það, hvernig landinu verður stjórnað í næstu framtíð, má ekki ganga hugsunarlaust að því verki. Minnist þess, að undir ykk ar atkvæði getur það verið kom- ið, hvort það á fyrir fslending- um framtíðarinnar að liggja að byggja tóma og auða álfu vegna þess að þeir hafi orðið fyrir óbæt anlegu andans tjóni, svo að enn sé vitnað til orða skáldsins. Til þess að koma í veg fyrir að verða af gáleysi valdur að þeirri ógæfu verður sérhver íslenzkur æsku- maður að huga að því, hvaöa stjórnmálaflokki hann geti bezt treyst til þess að láta íslenzk sjónannið móta gerðir sínar. Ég skal ekki hér hafa uppi neinar getsakir um íslenzka stjómmálaflokka eða fyrirætlan- ir þeirra í sambandi við sam- skipti okkar við aðrar þjóðir. Framhald á 13. sfðu. T I M I-N N, sunnudagur'm.n 19. maí 1963. — 7

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.