Tíminn - 19.05.1963, Page 16
Sunnudagur 19. maí 1963.
111. tbl
47. árg.
Cooper kátur og
heilsuhraustur
NTB-Kearsage á Kyrrahafi,
18. maí.
LÆKNAR um borð í bandaríska
skipinu Kearsage, sem hafa rann-
sakað geimfarann Gordon Cooper,
skýrðu frá því í dag, ag Cooper
hefði ekki beðið neitt mein af
hinu langvarandi þyngdarleysi
sinu, meðan á gemferffiinni stóð.
Fyrirliði læknanna, dr. Richard
sagði að Cooper væri jafnfrísk-
ur eftir ferðalagið og hann var,
þegar han lagði af stað. Þegar
læknamir rannsökuðu hann hafði
hann sofið í hálfan ellefta tíma,
en þegar hann kom út úr geimfar-
inu var hann rauðeygður og hás-
mæltur. Þessi einkenni voru
hins vegar horfin eftir svefninn.
Þá var Cooper kátur og blóð-
þrýstingur hans var eðlilegur.
Hin ágæta heilsa Coopers eftir
geimferðina er einhver þýðignar-
mesta niðurstða tilraunarinnar, og
þessi staðreynd eykur vonimar
um, ag Bandaríkin geti sent mann
að geimfar til tunglsins á næstu
tíu árum.
Cooper sagði læknunum, að
Myndar More
nýja stjórn?
NTB—Rómaborg, 18. maí.
Amintore Fanfani, forsætisráð-
herra ítaliu afhenti forseta lands
Ins, Antont Segni, lausnarbeiðni
sína og ráðuneytis síns í gærkvöldi,
en forsetinn fól sjóminni a'ð sitja,
þar til ný ríkisstjóm hefði verið
mynduð.
Forsetinn ræddi í gær við stjóm
málaforingja landsins og þeim við
ræðum var haldið áfram í dag. Bú
izt er við að nokkrir dagar muni
líða, þar til forsetinn hafi ákveðið
sig og feli annað hvort Fanfani
eða einhverjum öðrum stjórnmála
manni að mynda nýja ríkisstjórn.
Margir telja líklegt, að fram-
kvæmdastjóri flokks kristilegra
demókrata, Aldo More, verði fyrir
valinu.
Framhald á 15. síðu.
það sem hefði hrifið sig mest í
ferðalaginu, hefði verig útsýnið
yfir jörðina. Hann talaði með
hrifningu um tign Himalayafjalla
og kvaðst hafa séð reykinn frá
húsum í sveitaþorpum í Tíbet.
HAFNIR
Kjósendafundurinn í Höfnum hefst
klukkan 16.00 í dag, sunnudaginn
19. maí. Frammælendur: Jón
Skaftason, alþm. og Valtýr Guðjóns
son, framkvæmdastjóri.
Sagt upp húsnæðí
með
daga fresti
MB-Reykjavík, 18. maí.
MAÐUR nokkur leit inn á rit-
stjórnarskrifstofu Tímans í dag og
liafði alleinkenilega sögu að segja
af viðskiptum sínum við borgar-
yfirvöldin. Honum var í gær til-
kynnt, að rafmagn yrði á mánu-
daginn tekið af húsnæðli því, sem
haiin býr i og er eign bæjarins,
og fyrir þann tíma þyrfti hann
ag hafa rýmt húsnæðið!
Maður þessi hefur undanfarið
búið ásamt fjölskyldu sinni í Golf-
skálanum. Hann flutti þangað á
sínum tíma fyrir tilmæli veitinga-
manns, sem hafði atvinnurekstur
í sibálanum og vildi fá mann til
þess að líta eftir honum.
Félagsbréf AB
Út er komi'ð 29. hefti Félags-
bréfa AB, sem er fyrsta hefti þessa
árgangs. Efni þess er sem hér
segir:
Þorkell Grímsson ritar grein, er
hann nefnir Myndlist á fornstein-
öld, og er það fyrri hluti, en síð-
ari hlutinn mun birtast í næsta
hefti. Þá er sagan Merkið eftir
Svövu Jakobsdóttur, grein eftir
Gylfa Ásmundsson, er hann nefn-
ir Andatrú og sálarrannsóknir og
grein eftir Ólaf Jónsson um Alan
Moorehead og bók hans Hvítu-Nfl,
en hún var aprílbók AB. Syrpu
skrifa þeir Ólafur Jónsson (Haust-
bækur) og Sigurður A. Magnús-
son (Haustverk Þjóðieikhú®sins).
Um bækur rita þeir Kristján Bersi
Ólafsson, Jökull Jakobsson og
Ólafur Jónsson. Þá er í heftinu
greinin Frá Almenna bókafélag-
inu, þar sem gerð er grein fyrir
útgáfubókum félagsins fyrri hluta
þeSsa árs, enn fremur skrá yfir
Framhald á 15. síðu.
Nú hefur Golffélagið selt
Reykjaví'kurborg skálamn og mun
Æskulýðsrag hafa þar starfsemi
í sumar. Maðurinn hefur margsinn
is spurzt fyrir um það hvort hann
myndi geta dvalizt þar áfram, enda
nú hvergi nærri gott að fá hús-
næði, eins og allir vita. Hefur
bann lengst af engin ákveðin svör
getað fengið við þessum fyrir-
spumum. Síðast fyrir viku síð-
Framhald á 15. sfSu.
Hersteinn
hættur
Bí gær tílkynnti
Gnnnar Thorjrrin
menn unnið, sem
nú eru starfandi á öðnxm blöðum.
Hersteinn var í hópi þeirra rit-
stjóra, sem hafa náð lengstum
starfstíma ritstjóra við dagblað hér
í borg, og mun mörgum eftirsjá
að brottför hans frá Vísi, eftir svo
langt og ágætt starf._
fikÍ3l
tn. í nótt
BÓ-Reykjavík, 18. maí.
SÍLDVEIÐI var með bttra móti
í gærkvöldi og í nótt. Mörg skip
fengu sfld á dreifðu svæði vestur
undir Jökul. Guðmundur Þórðar-
son var hæstur með 1300 tunnur,
Hannes Hafstein fékk 1000, Sig-
uður Bjaraason 900, Ólafur Magn-
ússon 700. Margir voru með 100—
200 tunnur og þar yfir.
Til
árétt-
ingar
Vegna þess, að fyrirsögnin
á forsíðu TÍMANS í gær,
„EUHaun hækkuðu um 10
þús., en daggjaldið um 20
þús.“ getur valdið misskiln
ingi, þykh rétt að geta þess
Framhald á bls. 15. 1
Stjórnmálafundur í Reykjavík
Framsóknarfélögin í Reykjavík
halda STJ ÓRNMÁL AFUND í
Glaumbæ, miðvikudaginn 22. þ.m.
klukkan 8,30. Ræðumenn:
Þórarinn Þórarinsson, ritstj.
Einar Ágústsson, sparlsjóð'sstj.
Hjördís Elnarsdóttir, húsfrú
Steingrímur Hermannsson,
framkvæmdastjóri
] Maginús Bjarnfreðsson, blaðam.
Fundarstjóri: Kristján Thorla-
cius. — FR AMSÓKN ARMENN!
Fjölmnnið á fundinn.
*>órarhm
Elnar
Hjördís
Steingrímur
Magnús
Kristján
Minningarsjóiur um
þús. ára kristnitöku
Kristján Jónsson á Fremstafelli
hefur afhent biskupsembættinu til
vörzlu kr. 10.000.00 — tíu þúsund
króinu gjöf tfl sjóðsstofnunar.
Gjöfin er bundin við nöfn þeirra
hjóna beggja, Kristjáns Jónsson-
ar og konu hans Róisu sálugu Guð-
laugsdóttur.
Upphæðin er gefin í þeim til-
gangi að vekja athygli á, að senn
nálgast ártalið 2000, þegar liðin
eru 1000 ár frá kristnitöku á Al-
þingi, og ætlazt til, að hún verði
upphaf að sjóði, er mætti vaxa
á þessum árum, sem eftir eru til
aldamóta, og hafa það markmið
að minnast hinna merku tímamóta,
1000 ára afmælis kristnitöku og
þátts Ljósvetningagoðans Þorgils
í farsælli lausn á miklum vanda
á örlagastund þjóðar, með bygg-
ingu kirkju að Ljósavatni til
vígslu árið 2000.
Velunnurum málefnis og staðar
gefst tækifæri til að styðja hug-
mynd þessa með gjöfum til sjóðs-
ins. Verður þeim veitt viðtaka í
skrifstofu biskups að Klapparstíg
27.
Kristján Jonsson
J