Alþýðublaðið - 13.08.1940, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 13.08.1940, Blaðsíða 2
 \ í r ÞRIÐJUDAGUR 13. ágúst 1946. ALÞYÐUBLAÐIÐ Tilkynning Undirritaðir höfum haiið smíði á umbúðakössum í kassa gerð okkar við Mjölnisveg 52, sem við rekum undir nafninu „Fiskkassagerðin“. Áhersla lögð á sanngjarnt verð og fljóta afgreiðslu. Virðingarfylst. Ingibergnr Þorkelsson Þorkell Ingibergsson Sími 4483 Akranes - S?ígnaskarð - Borgarnes. Bilferðir fjóra daga vlkunnar. Upplýsingar í Borgarnesi: Bifreiðastöð Finnbega Guðlaugssonar. í Reykjavík hjá STEINDÓRI. Magnús Gunnlaugsson, Akranesi. IÞROTTIR 4. leikur íslandsmótsins: Þjðsnalegur lelknr og ósæmilegur dómari. öxlum >og að baki and- Roosevelt býðnr Hðrtn krðnprinS' essn Norðmanna til imeríku. ROOSEVELT forseti hefir boðið Mörtu krónprins- essu Noregs og börnum hennar að dveljast á heimili sínu meðan Noregur er í höndum Þjóð- verja. Krónprinsessan hefir tekið boðinu og fer vestur um haf ásamt börnum sínum á am- eríksku skipi innan skamms. Krónprinsessan og börn hennar hafa dvalizt í Svíþjóð síðan þau flýðu frá Noregi og verið gestir sænsku konungs- fjölskyldunnar, en krónprins- essan er sænsk að ætt. Amerikumenn i Ewépu sittlr til Petsumo. Amerískt skip er komið til Petsamo í Finnlandi og fer það- an næstkomandi fimmtudag. Fjölda margir Bandaríkjamenn í Eystrasaltslöndum og frá fleiri löndum ætla heim um Pet- samo og eru um 800 Banda- ríkjamenn komnir þangað. Er búizt við, að senda verði annað amerískt skip þangað til þess að flytja vestur þá, sem eftir verða á fimmtudaginn. Æsingafnndir gegn Bretum í Japan. FYRRADAG var stofnað til hópfundar og kröfugöngu í Tokio í Japan í andúðar skyni við Breta. Stóð fundurinn og kröfugangan í hálfa aðra klukkustund og fór friðsamlega fram. Víðtækar varúðarráðstaf- anir voru gerðar, m. a. hafður öflugur her og lögregluvörður við bústað brezka sendiherrans, en múgurinn gerði enga tilraun til þess að komast þangað. Nítján menn hafa verið hand- teknir í Mansjukuo, en ekki skýrt frá, hverrar þjóðar þeir eru. Þeir eru m. a. sakaðir um að hafa haft stuttbylgjumót- tökutæki og fengið fyrirskipan- ir frá Moskva og New York. Handtökunum heldur áfram. Japanir hafa tekið við lög- gæzlu á þeim svæðum, sem Bretar höfðu herlið það, sem þeir nú hafa flutt á brott frá Kína. SkeúMtifðr temlara. EINS og ákveðið hafði ver- ið, fóru templarar skemmti- för í gær. Farið var austur á Þingvöll, austurleiðina upp með Álftavatni og að Sogsstöðinni. Numið var þar staðar um stund og hún skoðuð. Margt af því fólki, sem þarna var á ferð, hafði aldrei séð þetta mikla mannvirki áður og þótti mikið til koma. Næst var staðar num- ið rétt ofan við svokölluð Þrengsli, skammt frá Kaldár- höfða, og þar snætt. Að því loknu var haldið beint til Þing- valla, en þar hófst skemmt- un með sameiginlegri kaffi- drykkju og setti hana og stjórn- aði Þorsteinn J. ^Sigurðsson kaupmaður. Rseður fluttu Guð- geir Jónss. umdæmist., Fr. Ásm. Brekkan stórtemplar, Pétur Zóphóníasson stórkanslari og Sigfús Sigurhjartarson stór- kapelán. Auk hans töluðu Guð- mundur Sveinss. u.t. frá ísafirði, sem sérstaklega var boðinn vel- kominn í hópinn, og frú Jónína Jónatansdóttir. Að því búnu las Brynjólfur Jóhannesson leikari upp skemmtisögu og söng gam- anvísur við mikinn fögnuð hins mikla áheyrendaskara. Þá var dansað til kl. 11, en síðan var lagt af stað heim til Reykjavíkur, og létu allir hið bezta yfir förinni. Skemmtiför þessi er einhver hin fjölmennasta, sem farin hef- ir verið, en í henni tóku þátt á fimmta hundrað manns. AÐ var tvennt, sem á- horfendur sögðu fyrst og fremst eftir kappleikinn í gærkveldi milli K. R. og Vík- ings: „Þetta var ekki knatt- spyrna, heldur at“ og „Svona menn eiga ekki að taka að sér að dæma knattspyrnu“, en dómari var Friðþjófur Thor- steinsson. Það var hann, sem fyrst og fremst eyðilagði leikinn í gærkveldi, setti kergíu í leikmennina og framkallaði harðan og þjösnalegan leik. VeÖur var mjög gott. K. R. lék undan hægum vimdi. Liðinu háfði verið breytt nokkuð. Bak- vörðurinn Har. Guðm. lék mið- fíamherja, Skúli Þork. lék bak- vörð í hans stað. Haraldur er þykkur undir hönd, stór, þung- ur og mjög kraftamikill, áhug- inn er að sama skapi. 1 byrjun leiksins hrukku Víkingar fráHar- aldi og lágu á vellinum, jafnvel án þess að hann tæki eftir því, meiddust sumir en aðrir ekki. Þetta var ekki fyrir þjösnaskap Haralds, heldur fyrir kraft hans. Dró hann og mjög af sér í síð- ari hálfleik og slepti knettinum heldur en að brjótast gegn um þvögu Víkinga. En þetta setti kergju í Víkinga, enda ekki ó- óskiijanlegt. í byrjun leiksins hóf K. R. á- kafa sókn og fáar mínútur voru liðnar er Víkingur brá Haraldi Gíslasyni rétt við vítateigslínuna, til vinstri- frá marki Víkinga, án þess að dómari skifti sér af, og rett í sömu svifum lék Birgir knettinum svo að segja aÖ mark- línunni, en var skelt þar kylli- flötum og var það upplögð víta- spyrna á Víkinga, en án þess að dómari skifti sér af. Þetta setti kergju í K. R. sem eðlilegt var, þó keyrði um þverhak, þegar dómarinn slepti afskiftaleysinu >og fór að dæma. Víkingur spyrnir knettinum á mark K. R. Hann Jendir á brún þversláar marks- ins og hrekkur niður og skáhalt út. Dómarinn flautaði og dæmdi mark. Þetta var ekki mark, en dómurinn byggist á þvi að Fr. Th. flautar um leið og boltinn skall í stönginni hélt hann að það væri mark, en er hann sá að svo var ekki vildi hann ekki breyta dómnum. Það skal tekið fram að dómari var alllangt úti á vellinum er hann dæmdi þetta fyrsta mark leiksins. Allt þetta gjöreyðilagði allan leikinn. K. R.-iingar léku nú af krafti einum saman og gremju. Víkingar söinu leiðis. Brögð voru algeng á báða bóga, hrindiingar tíðar og það miklu fremur venju en undantekningar, að menn hæfu sig upp með höndur á stæðingsins. Það er óþarfi að að rekja mörkin, sem sett voru í leiknum, en þau voru alls 5. Talið var að Víkingar hefðu sett 4 og K. R. 1. Fjórða mark Víkinga setti bezti maður liðsins Þorsteinn ólafs&ou úr vítaspyrnu og án þess að K. R. verði mark- ið. Þannig stóð á þessu að mark- vörður K. R. meiddist mjög á hendi svo að hann gat ekki ver- Sð í marki. Tók óli B. Jónsson það ráð að skifta við hann um peysur, setja hann út á völl, en Meistaramót Í.S.Í. 1940 fer fram dagana 19.—21. ágúst n.k., en nokkrar greinar, sem keppt er í á öðrum tíma, fara að Iíkindum fram 28. og 29. ág. Á þessu meistaramóti verður að vanda keppt í öllum greinum frjálsra íþrótta, sem hér á landi eru iðkaðar. Eru það 100 m., 200 m., 400 m., 800 m., 1500 m., 5000 m. og 10 000 m. hlaup, 110 m. grinda- hlaup, há-, lang-, þrí- og stangar- stökkum, kúluvarpi, spjót-, kringlu- og sleggjuköstum. Þar við bætast svo taoðhlaup 400 m. og 1000 m... fimmtarþraut og kapp- ganga. Sá, sem sigrar í þessum keppnum, er svo meistari fyrir ár- ið 1940 í þeirri grein. Meistarar frá 1939 eru þessir: » 100 m. Sveinn Ingvarss. 11,6 200 m. Sami 23,4 400 m. Sigurg. Ársælss. 53,2 800 m. Sami 2:02,3 1500 m. Sami 4:11,1 5000 m. Sami 16:06,4 10 000 m. Indriði Jónsson 35:45,7 110 m. gr. Sveinn Ingvarss. 17,2 4X100 m. bhl. K.R. 47,1 1000 m. bhl. K.R. 2:09,7 Hástökk Sig. Sig. 1,75 Þrístökk Sami 12,92 Langst. Jóh. Bernhard 6,25 Stangarst. Hallst. Hinrikss. 3,20 Kúluvarp Sig. Finnsson 13,14 Spjótkast Ingvar Ólafss. 47,93 Sleggjukast Vilhj. Guðm.ss. 41,24 Kringlukast Kr. Vattnes 41,06 Fimmtarþr. Anton Björnss. 2374 Að þessu sinni munu koma í- þróttamenn að til mótsins, frá Siglufirði, Austurlandi, Hafnarfirði og e. t. v. Kjós, Vestmannaeyjum og Borgarnesi. Erlendis er víðast hvar keppt í töluvert fleiri greinum á meistara- mótum en hér tíðkast. Má þar til nefna 4X400 m. boðhlaup, 4X 1500 m. boðhlaup, 3000 m. hindrunar- hlaup, 400 m. grindahlaup og tug- þraut. Af þessum greinum finnst mér æskilegt, að tvær verði teknar upp hér á landi, þ. e. 4 X 400 m. boðhlaup og tugþraut. Kemur 4X 1500 m. boðhlaup einnig til greina, þótt. síður sé, enda er það óvíða hlaupið. Hinar greinarnar eiga hér enn sem komið er ekkert erindi. Langa boðhlaupið, eins og 4X400 f. oft eru kallaðir, er afar skemmti- legt hlaup, og efa ég ekki, að það fara sjálfur í mark. Markvörðui' hljóp til dómarans, að sögn hans, og skýrði honum frá breyting- unni, dómari var á hlaupum, en jánkaöi því sem markvörður sagði. en í sama mund snart Óli B. knöttinn og dómari flautaði víta- spyrnu. K. R. mótmælti þessu en dómari kvaðst enga tilkynn- ingu hafa fengið og hélt fast við- dóm sinn. Var svo vítaspyrnan tekin á autt markið og knöttur- inn lág inni. Þetta var leiðinlegur leikur og ósæmilegur. Dómarinn var léleg- ur og framkoma hans ósæmileg. Hvers vegna dæmdi Guðm. Sig- urðsson ekki þennan leik? Bæði félögin geta sýnt ágætan leik og drengilegan leik — þessi leikujr er gott dæmi um það hvernig dómarar geta eyðilagt allt. A rB yrði vinsælt hér á landi, ef þvf væri komið á. Þar að auki má geta þess, að geysihörð keppni yrði milli beztu Reykjavíkurfélaganna, eins og nú stendur á. — Síðustu árin hafa K.R.-ingar haldið innanfélags- mót í tugþraut. Hér munu vera og. hafa verið nokkrir menn, sem geta keppt í þrautinni og hefðu gaman. af því, enda er sjálfsagt að gefai þeim tækifæri til þess. Tel ég æski- legt að taka tugþrautarkeppni upp> í meistaramótið og láta hana fara: fram eina sér, á eftir hinum grein- unum. Vonandi er, að rækilega verði; farið eftir Leikreglum Í.S.Í., svo» að sambandið þurfi ekki að tapa á þeim til einskis. Nokkr.um .atrið- um var ekki framfylgt til fullnustu á Allsherjarmótinu og Drengjamót- inu. Ættu íþróttamenn að kynna sér reglurnar, svo að þeir standi: ekki eins og glópar, þegar í keppni kemur og láti ef til vill strangan.: dómara dæma sig úr fyrir bro,t.'. sem þeir gætu komizt hjá. B. S. G.. Stangarstökk. Stangarstökk er einhver falleg- asta og tignarlegasta iþrótt, sem til' er. Mennirnir eru að reyna listina að fljúga, þótt þeir noti stöng sér til aðstoðar. Það er falleg sjón, að sjá íþróttamanninn svífa 5 m. upp» í loftið, falla svo til jarðar aftur, og hafa alltaf fullt vald yfir íireyf- ingum sínum. í þessari íþrótt hafa Ameríku- fenn staðið og standa enn þrepi framar en aðrar þjóðir. Þeirra beztu menn stökkva frá 4,30—4,60,. en það þykir gott í Evrópu að stökkva 4 m. Ameríkanar hafa jafnan verið háfleygari ■ en Ev- rópumenn. Hér fer á eftir skrá yfir beztu menn heimsins í þessari grein: 4,60 Warmerdam, U.S.A. 1940 4,54 Sefton, U.S.A. 1937' 4,54 Meadows, U.S.A. 1937' 4,46 Varoff, U.S.A. 1937 4,45 Day, U.S.A. 1938 4,42 Ganslen, U.S.A. 1939 4,41 Graber, U.S.A. 1935 4,39 Brown, U.S.A. 1935 4,37 Haller, U.S.A. 1936. Meistaramét I. S. í. fer fram i næstu riku. ------

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.